NT - 22.03.1985, Blaðsíða 8

NT - 22.03.1985, Blaðsíða 8
ÁBÓT — leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir ■ Á morgun mun leiklista- klúbbur Menntaskólans í Kópa- vogi frumsýna lcikritið Hlaup- vídd sex eftir Sigurð Pálsson. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir. Við báðum Þórhildi að segja okkur frá leikritinu. „Leikurinn hefst á síldarplani norður á Siglufirði. Stúlkurnar eru ýmist frá Siglufirði, eða eiga heimili í Reykjavík. Við kynn- umst fjölskyldum nokkurra þeirra, og fylgjumst með hvern- ig þeim reiðir af. Þær lenda allar í ástandinu og verða fyrir barðinu á hernáminu á einn eða annan máta.“ Þórhildur sagði ennfremur að áhorfandinn fylgdist með stúlk- unum ganga í gegnum miklar þjóð- félagsbreytingar. „Þegar við skiljum við stúlkurnar í leikrit- inu árið 1945, blasir við þeim framtíð sem við vitum hver varð, en þær vita ekki hver þróunin varð. Við skiljum við stúlkurnar í þeim sporum að um áframhaldandi hernám er að ræða.“ Leikendur eru fjölmargir og sviðsmyndin er hin skemmtileg- asta í leikaðstöðu þeirra mennt- skælinga í Kópavogi. Sá stutti þáttur sem blaðamaður sá þegar hann lagði leið sína á æfingu leikfélagsins, lofar góðu, og greinilegt að margir leikaranna hafa yfir miklum hæfileikum að ■ „Hafið engar áhyggjur, ég mun passa ykkur áfram.“ Að fótum ameríska draumsins krjúpa ástandsstúlkurnar og hermenn. NT-mynd: Árni Kjarna. ráða. Þórhildur Þorleifsdóttir stjórnaði sínu fólki af mikilli festu á meðan á æfingu stóð. Sem sagt virkilega áhugaverð sýning á ferðinni þar sem Hlaupvídd sex er. Við tókum tali tvær af þeim ungu og upprennandi leikkon- um sem fara með hlutverk í verkinu. Þær heita Ragnhildur Ástvaldsdóttir og Margrét Sæ- berg og leika þær Elísabetu og Katrínu Brynjólfs. Eins og áður segir lenda þær báðar í ástand- inu, og fara illa út úr þeim atburðum. Elísabet er ung sveitastúlka sem kemur til höfuð- borgarinnar, í leit að pening- um, og setur hún á stofn þvotta- hús. Elísabet kynnist her- manni og verður ófrísk eftir hann, og fær það mjög á hana. Katrín Brynjólfs er söngkona sem leikin er af Margréti Sæberg, og fer hún einnig illa út úr ástandinu. Þórhildur var innt eftir þvf hvaða ádeila það væri sem birt- ist í leikritinu, hvort það væri ádeila á íslenskt samfélag, eða hvort ádeilan væri víðtækari. , „Það lentu fleiri en við hér á íslandi í heimsstyrjöldinni, og allur heimurinn skipti um andlit. Samt eru vissar stað- reyndir í okkar þjóðfélagi sem hafa verið í brennipunkti, og er tekið á í þessu leikriti.“ Hver er boðskapur leikrits- ins? „Það er náttúrlega það sem hver og einn ályktar af þeirri mynd sem höfundurinn dregur upp. Það eru engin ákveðin svör sem höfundur er að gefa okkur. Það er engin moraliser- ing sem á sér stað. Höfundurinn gefur engan ákveðinn boðskap, iiann sýnir einungis ákveðna mynd, auðvitað ýkta, og sem einkennist af því ástandi sem hér skapast í hernámi. Þessar persónur sem við kynnumst segja í raun í hverju heilu stéttirnar lentu í hernáminu og stríðinu, og höfundur endar síð- an leikritið á þeim tímamótum að stríðinu er lokið, en hernám- ið er áfram, og það ástand hefur verið viðloðandi síðan,“ sagði Þórhildur. ■ Margrét Sæberg í hlutverki Katrínu Brynjólfs söngkonu ásamt þjóninum. NT:mynd: Árni Bjama. Föstudagur 22. mars 1985 8 — Blað II Kokkteilar við hátíðatækifæri - Kampavín konungur vína ■ Kampavín er þekkt sem konungur vínanna, og hefur því verið notað við öll helstu hátíöleg tækifæri, sem upp koma. Það er ekki tilviljun að í hvert skipti sem þjóðhöfð- ingjar, eða aðrir erlendir gestir leggja leið sína til landsins, er yfirleitt boðið upp á hinn göfuga drykk. Frumsýningar, í óperum, og ýmsum leik- og kvik- myndahúsum eru oft gerðar enn hátíðlegri með tilkomu kampavíns, og er þá oftast boðið upp á drykkinn Bucks Fiss sem er birtur hér á eftir. Við hátíðleg tækifæri er tilvalið að hafa kampavíns- kokkteil. Best er að nota þurrt kampavínt.dGordon Rouge eða Brut Ponnsardin, en vilji menn hafa kampavínið sæt- ara, má benda á t.d Gordon Vert eða Demi-sec Ponn- sardin. Einnig ergottað nota freyðivín sem er talsvert ódýrara, og má þá benda á t.d. Vin fou eða Henkel ' Trochen. Allir kampavínskokkteilar sem eru gefnir upp, skulu framreiddir í kampavíns- glösum sem taka ca. 10-12 cl. Fyrsti kokkteillinn sem mælt er með, var lagaður sérstaklega í tilefni af komu Viktor Borge hingað til lands. Borg-Special 1 cl. Gamalt íslenskt brennivín. 3cl. Sagablackcurrantwine Glasið fyllist með vel köldu, þurru kampavíni. Drykkurinn Camp Champ ertilvalinn sem lystauki, áður en sest er að snæðingi. Drykkurinn er eflaust kær- kominn Campari unnendum sem vilja aukna fjölbreytni í drykkjum sem líkjast eld- rauða lystaukanum. Camp Champ 3 cl. Campari 1,5 cl. Appelsínusafi (Floridana, eða Tropicana) Glasið fyllt með vel kældu, þurru kampavíni. Operudrykkurinn sem nefndur var fyrr, er nokkurs- konar persónugervingur fyrir frumsýningar. Margir sem fara erlendis á frumsýningar, telja að ekki sé um alvöru frumsýningu að ræða, nema fram sé reiddur drykkurinn Bucks Fiss. Bucks Fiss 3 cl. Appelsínusafi Glasið fyllt með vel kældu, þurru kampavíni. Hanastélið hefur áður birt uppskriftaðdrykknumKIR. í þetta skipti ætlum við að benda fólki á hvernig kampa- víns KIR er búinn til. Ástæð- an til þess er sú að fólki sem hefur fallið KIR vel í geð, gefst nú tækifæri til þess að auka fjölbreytni drykksins, og komast að því hvernig hann líkar best. Kampavíns-KIR 3 cl. Saga Blackurrant wine Glasið fyllist með þurru vel kældu kampavíni. Síðasti kokkteillinn að þessu sinni er kenndur við einn fremsta höfðingja þeirra Fransmanna. Champagne Napoleon 3 cl. Mandarine Napoleon Skvetta appelsínusafi Glasið fyllist með þurru, vel kældu kampavíni. & m Broadway: Ríó-tríó treður upp í Broad- way um helgina bæði föstu- dags-, og laugardagskvöld. Hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar leikur og söngvarar með hljómsveitinni eru Björgvin Halldórsson, Þuríður Sigurð- ardóttir og Sverrir Guðjóns- son. Þá skemmtir grínarinn frá Brighton kapteinn J.J. Waller gestum Broadway bæði föstu- dags og laugardagskvöld. Sunnudag verður lokað vegna einkasamkvæmis í Broadway. Broadway er til húsa að Álfa- bakka 8 og síminn er 77500. Hótel Saga: Súlnasalurinn verður lokað- ur vegna einkasamkvæmis á föstudagskvöld. Á laugardags- kvöld verður almennur dans- leikur, og skemmtiatriði - Söguspaug sem nýlega var hleypt af stokkunum. Mímis- bar verður opinn alla helgina, og skemmtir dúett Andra og Sigurbergs gestum með léttri tónlist. Hótel Saga er til húsa við Hagatorg, og síminn er 20221. Hótel B verð- ganema bæði gardagskvöld. Diskótek verður að vanda og leikið til klukkan þrjú eftir miðnætti. Sunnudagskvöldið verður það hljómsveit Jóns Sigurðarsonar sem leikur fyrir gömlu dönsunum. Hótel Borg er við Pósthússtræti 10, og síminn er 11400. Glæsibær: Almennir dansleikir verða í Glæsibæ bæði föstudags og laugardagskvöld. Hljómsveit- in Glæsir leikur fyrir dansi. Ölverið verður opið alla helg- ina, og geta gestir keypt þar bjórlíki bæði föstudags og laugardagskvöld fram til klukkan 3 eftir miðnætti. Sunnudagurinn verður einnig með í reikningnum hjá Ölver- inu, og verður þá opið til klukkan eitt eftir miðnætti. Glæsibær er í Álfheimum og síminn er 685660. og laugardags- jmuTTdansband Kristjáns leíHWfyrir dansi. Á sunnudag ^mæta síðan Guðmundur Haukur og Þröstur og leika létt lög fyrir gesti. Hótel Esja er við Suðurlandsbraut 2, og er Skálafell á 9. hæð. Síminn er 82200. Leikhús- kjallarinn: í Leikhúskjallaranum verð- ur diskótek bæði föstudags- og laugardagskvöld. Opið er til klukkan þrjú eftir miðnætti og barinn opinn að venju. Leik- húskjallarinn er við Hverfis- götu og síminn er 19636. Naustið: Gestum Naustsins gefst kostur á að bragða á réttum af matseðli sem enski matreiðslu- meistarinn David Wilby útbjó fyrir Naustið, meðan hann dvaldist hér á landi í bo staðarins. Föstudag-, laJgar-* dags- og sunnudag^ÉvMatleik ur hljómsveit GuJmunSrÍ ólfssonarfmr d^^Haustíð er við y^sj^götu 5-8 og sím- inn# 9J~ Diskótekið verður opið frá klukkan tíu bæði föstudags- og laugardagskvöld. Þá opnar grillið einnig klukkan tíu og geta gestir glatt innri mann með matföngum. Óðal er við Austurvöll, og síminn er 11630. Traffic: Það verður mikið um að vera að vanda hjá aðstandend-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.