NT - 22.03.1985, Blaðsíða 4

NT - 22.03.1985, Blaðsíða 4
CF Hvað er vinsælast? ■ Það er ánægjulegt að sjá myndina Woman in Red í fyrsta sæti; toppgrínmynd og lögin í myndinni eru samin af Stevie Wonder, en auk hans syngur Dianna Warik og ekki skemmir það neitt fyrir myndinni. Lagið It’s You, er meiriháttar gott og svo eru fleiri góð lög í myndinni sem ekki verður farið nánar útí hér. Myndin The Naked Face vinnur á, það mikið, að maður hreint og beint missir andlitið (ha, ha). Supergirl fer inn á listann og nær 10. sæti og einnig sjást aftur kunnuglegar myndir á listan- um. Það eru myndirnarí 12., 13. og 14. sæti, allt ágætis myndir. Benny Hill er að hverfa af listanum og því ekki seinna vænna fyrir dreif- ingaraðilann, Fálkann, að koma með nýja spólu á markaðinn með grínistan- um. Hvað um það, þær myndir sem eru vinsælar en ekki náðu þó að komast inn á listann í þetta skipti eru eftir- taldar: Venom, Seduced, Why Would I Lie?, Flóttinn frá New York, Winter of Discontent, Tvo of a Kind, Tommy, Over the Brooklyn Bridge, Bolero, Sting II, Snow Balling, Against All Odds, Arabiu Lawrenceo.fi. góðar myndir. Á framhaldslistanum sést að Hunterinn er farinn að róast. Falconinn veitir Dyn- asty grimma keppni og nú þegar ljóst er að það mun verða mánaðar frí á útkomu Dynasty þá kæmi það mér alls ekki á óvart þó Dynasty hrapi eitthvað í vinsældum. í 4. sæti listans er myndin Empire Inc. (3 spólur), ég fjalla nánar um hann annar- staðar í blaðinu. Tveir nýir framhaldsþættir eru á listan- um, það eru myndirnar Ellis Island (3 spólur) og Víkinga- sveitin. Ég ætla aðeins að fjalla um báða þessa þætti hér lauslega, en tek þá síðar betur fyrir við betra tækifæri. Víkingasveitin (The Prof- essionals) er myndaflokkur sem fjallar um deild innan bresku leyniþjónustunnar, C15, sem sett er upp til þess að vinna bug á hryðjuverka- mönnum og öðrum ofbeldis- hópum (vondum körlum). Þættirnir fjalla svo auðvitað um hin ýmsu verkefni sem Víkingasveitin flækist inn í. Þessi myndaflokkur var sýndur í Bretlandi árið 1981, ef ég man rétt, og alls voru gerðir 56 þættir. Út eru komnir 10 þættir (spólur) hérlendis. Gallinn er bara sá að sýningartíminn er aðeins 50 mínútur, með öðrum orðum, stutt gaman. Það verða að teljast mikil mistök að hafa ekki 3 þætti á hverri spólu (allavegana 2 þætti á liverri spólu). Ég skil satt best að segja ekki svona mistök. Það er vonandi að breyting verði á þessu, sem teljast verður mjög líklegt. Núþáerþaðhin myndin: Ellis Island, ég held að þetta sé dýrasta mynd sem keypt hefur verið inn til landsins og einnig skilst mér að þeir í Bretlandi hafi þurfti að borga stórar upphæðir fyrir þessa mynd. Myndin hefur fengið einróma lof þeirra sem séð hafa hana í Bandaríkjunum. Þannig að auðvelt er að selja réttinn á uppsprengdu verði. Með öðrum orðum, Ellis Island kostar frá dreifingaraðilan- um (J.S.Videó) litlar 14.000 kr. Myndin gerist um alda- mótin 18-1900. Fólk flykkist hvaðanæfa að til Bandaríkj- anna. Við frelsisstyttuna á Ellis Islands hefst sá draumur eða sú martröð sem „nýja landið" ber í skauti sér fyrir innflytjendurna. Með aðal- hlutverkin í myndinni fara Richard Burton og Faye Dunaway. Myndin ersérstök að því leyti að í þessari mynd leikur Richard Burton í eina skiptið með Kate, dóttur sinni. Einnig er hún sérstök vegna þess að þetta er síðasta myndin sem Burton lék í, hann dó tveim vikum eftir lok upptöku myndarinnar. Það er því ekki rétt sem áður hefur heyrst, að myndin 1984 hafið verið hans síðasta mynd (eða þannig sko!). Að lokum vil ég óska ykkur lesendum NT góðrar helgar, lifið heil. J.Þór I/insældalistinn 1. ( 2) WomaninRed 2. ( 1) Strumparnir 3. ( 7) TheNakedFace 4. ( 3) To Be or Not to Be 5. ( 4) Scarface 6. ( 5) Under the Vulcano 7. (11) Lies 8. (10) Terms of Endearment 9. ( -) Supergirl 10. (12) Terminal Choice 11. (14) TheHit 12. ( -) Húsið 13. ( -) 48Hours 14. ( -) Silent Partner 15. ( 8) ActofPassion 16. ( 6) Benny Hill Show 17. (16) BeatStreet 18. (19) Educating Rita 19. ( -) AuguLáruMars 20. ( 9) Mr.T Listinn er unninn í samráði við 10 myndbandaleigur. Scarface Leikstjóri: Brian DePalma Aðalleikari: Al Pacino Dreifing: Laugar- ásbíó / ísl. texti ■ Vorið 1980 var höfnin í Mariel Harbour opnuð og þús- undir Kúbumanna lögðu af stað til Bandaríkjanna. Þetta voru flest allt glæpamenn sem Castro var að losa sig við. Þessir menn leituðu til Banda- ríkjanna á vit ameríska draumsins. Við fylgjumst með Tony Montana og Manny vini hans, þeir fá ekki vegabréfsá- ritun inn í landið, en einn daginn breytist allt er þeir eru Murder by Natural Causes Leikstjóri: Robert Day Aðalleikarar: HalHolbrookog Katharine Ross Dreifing: J.S. Video/ísl. texti ■ Viðsjáumstraxímyndinni hugsanalesarann og sjónhverf- ingamanninn Arthur Sinclair í sjónvarpsviðtali, en á meðan sjáum við jú einnig eiginkonu hans halda framhjá hon- um á heimaslóðum með ung- um strák er heitir Gil. Gil sér Föstudagur 22. mars 1985 4 — Blað II arkaöur____ Empire Inc. ■ Myndin gerist í Kanada, hefst í Montreal árið 1922. Aðalsögupersónan er auðjöfur nokkur að nafni James Munr- oe. Myndin fjallar um hann og fjölskyldu hans. Hann ergiftur ríkri konu, Catherine, og þau eiga tvo syni þá Jimmy og Larry og einnig tvær dætur, þær Ámy og Cleo. Sögumaður- inn er önnur dóttir Munroe, hún Cleo, og myndin byrjar á því að Cleo segir frá því að móðir sín hafi sagt að brúð- kaupsnóttin hafi verið eina nóttin sem þau hjónin voru saman!, þvíhjáJames Monroe voru viðskiptin alltaf númer eitt, höfðu algjöran forgang. Cleo byrjar að segja frá því hversu fljótt Munroe hafi orðið auðugur, en hann varð ekki vinsæll. Við sjáum þegar Amy dóttir hans á afmæli. Munroe mætir auðvitað alltof seint í afmælisveislu dóttur sinnar. Amy er auðvitað mjög spennt að fá að vita hvað hún fái í afmælisgjöf, og viti menn hún fær 1.000 hlutabréf í einu fyrir- tækja hans. Það þarf ekki að taka það fram að það eru stöðug verkföll í einhverju af fyrirtækjunum hans. Hann er jú ekki gjafmildur á launin, né neitt það sem ekki skilar arði. Myndin tekur síðan stórt stökk (heljarstökk) og nú er Cleo orðin ung og myndarleg stúlka (18 ára). Hún er einnig mjög klár stúlka, t.d. býður hún pabba sínum alltaf góða nótt kl. hálf níu! Hún fer auðvitað aldrei í háttinn svo snemma heldur út á skemmti- beðnir um að drepa vissan aðila í búðunum. það reynist nú ekki mikið mál og þeir komast í gegnum útlendinga- eftirlitið og leiðin liggur til Miami. Þeir fá vinnu hjá glæpafor- brot úr þættinum og lýst ekkert á hversu klár Sinclair er að lesa hugsanir. En hin fallega og ótrúa eiginkona, Alison, birtist allt í einu með byssu í hönd og miðar á viðhaldið sitt og bang, bang hún hleypir af tveimur skotum; púðurskotum. Gil bregður auðvitað og Alison bendir honum á að þar sem Sinclair sé hjartveikur sé mjög líklegt að hann fái hjartaáfall ef Gil skjóti á hann á annað borð. Einnig bendir Alison á það að þau búi svo afskekkt að nágrannarnir heyra ekki skot- hvellina. Þegar Sinclair sé dá- inn þá erfi hún öll hans auðæfi og hirði auðvitað alla lífeyris- tryggingunahans. í millitíðinni er okkur sýnt fram á það að Sinclair er útsmoginn svika- hrappur. Hann hefur mann á fullu kaupi við það eitt að afla upplýsinga um fólk sem hann á að hitta í veislum o.s.frv. Hann veit því mest allt um það áður en hann hittir það og þykist síðan lesa hugsanir þess. En það eru fleiri en Gil sem stað þar sem hún starfar sem söngkona og dansari. Munroe er svo upptekinn í viðskiptum að hann hefur ekki hugmynd um þetta. Það er ekki fyrr en Cleo hringir eitt kvöldið í föð- ur sinn og segir honum að hún hafi verið handtekin fyrir brennivínssmygl sem Munroe uppgvötvar að hún er komin á fast með einum hljómsveitar- gæjanum. Munroe mætir í fangelsið og leysir dóttur sína út en hún neitar að fara nema hann ieysi út kærastann hennar, hann Petes. Munroe gerir það en honum mislíkar mjög samband dóttur sinnar við þennan Petes og um kvöld- ið ræða þau alvarlega saman. Cleo segist vera ástfangin og Munroe segir við hana fyrst svo sé, þá sé þetta samband allt í lagi. Daginn eftir er Petes að yfirgefa bæinn með fullt umslag frá Munroe og hann varaður við því að koma til baka vilji hann halda heils- unni!! Eitt er það sem Munroe talar aldrei um, en það er fortíðin. í ljós kemur að ca. 1909 er Munroe var að byrja alls laus þá kom honum til aðstoðar Frakki að nafni Ar- mand Bouchard sem hafði trú á honum, þegar engir bankar vildu lána Munroe. Bouchard leit á Munroe sem son sinn og vildi allt fyrir hann gera og lánaði honum auðvitað pen- inga. En er Bouchard komst svo að því að Munroe hafði tælt dóttur sína og yfirgefið hana síðan fyrir aðra sem var ingja er heitir Frank, undir- maður Franks, Omar Suarez fær þeim í hendur verkefni en setur þá upp í leiðinni. Þeir lenda í gildrunni og einn vina Tonys deyr, en Tony og Manny sleppa, ná að drepa alla þá er sátu fyrir þeim og stinga af með peninga og kókaín er þeir áttu að kaupa. Tony gefur Frank kókaínið sem vinargjöf. Frami Tonys er skjótur eftir þetta, Frank sendir hann er- lendis til að gera viðskipti við stóran eiturlyfja framleiðanda er heitir Sosa. Sosa lætur drepa Omar sem fylgdi Tony á fund- inn því undirmaður Sosa segir að Omar sé leynilögreglumað- ur. Vel fer á með þeirn Sosa og Tony Montana. Sosa segir við Tony að hon- um líki vel við hann, hann tali hreint út. Ég hef aldrei svikið neinn í iífi mínu segir Tony þá og Sosa krefst aðeins eins af Tony; svíktu mig ALDREI, halda við Alison. Lögfræð- ingurinn hans Sinclairs kemur skemmtilega á óvart og í sam- einingu ákveða þau að nota Gil til þess að ryðja Sinclair úr vegi og láta Gil svo hanga í snörunni. En myndin er rétt að byrja, Sinclair lumar á ótrú- legum klækjum og allt verður mjög flókið í lokin og spenn- andi. Góð mynd í alla staði. J. Þór ★★★ ríkari, þá vildi Bouchard aldrei heyraminnstmeirá Munroe. Tuttugu og fimm árum eftir þennan atburð, þegar Munroe er orðinn forstjóri (eigandi) fjölda fyrirtækja, þá liggja leið- ir þeirra saman á ný. Lög- fræðingur Munroe, Gene nokkur, hafði gert munnlegt samkomulag við Bochard, vegna stífluframkvæmda sem Munroe er búinn að fjárfesta í fyrri ógurlegar upphæðir. Er þeir Munroe og Bouchard hitt- ast aftur þá eru engir fagnaðar- fundir og Bouchard neitar að skrifa undir samninginn og svíkur þar með munnlegt sam- komulag. Segir við Munroe: Nú vitum við báðir hvernig er að vera svikinn, breyttu þessari 50 milljóna $ stífluframkvæmd í skemmtigarð og seldu aðgang. Allt lítur út fyrir að Munroe muni fara á hausinn en svo reynist ekki, vegna þess eins að þeir Gene og Munroe leggja gildru fyrir Bouchard. Gene þykist hata Munroe og segist vilja hjálpa Bouchard og koma Munroe á kné og bendir á sniðuga leið. Segir Bouchard að kaupa hlutabréf í Munroe Radio fyrir 5 milljópnir $. Til þess að takast það tekur Bouc- hard 3 milljóna $ lán, og mætir svo hróðugur á hluthafafund hjá Munroe Radio sem stærsti hluthafi. En hvað gerist, jú, Munroe lýsir því yfir að hluta- bréfin séu ekki lengur nokkurs virði og hann hafi t.d. persónu- lega þegar selt öll sín hluta- bréf. Þetta gerir það að verk- um að allir vilja selja og verðið á bréfunum fellur og Bouchard situr uppi með tap upp á 4 milljónir $. Það næsta sem Munroe gerir er svo að tala við bankastjóra Tony. Tony gerir samning við Sosa án leyfis frá Frank og er heim kemur vill Frank ekki versla svona stórt við Sosa. Tony hættir þá í vinnu hjá Frank. Tony er ákveðinn í því að ná kærustu Franks, vill hana alveg útaf fyrir sig og lendir því í illdeilum við Frank út af henni. Frank reynir að láta myrða Tony en það mistekst og Tony kálar Frank. Eftir það er leiðin bara beint upp á við, mikil viðskipti við Sosa og Tony græðir svo mikið á við- skiptunum að hann veit ekki aura sinna tal. Móðir Tony sem lifir í Bandaríkjunum vill helst ekkert vita af Tony því hún veit hvernig maður hann er en hún getur ekki hindrað

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.