NT - 22.03.1985, Blaðsíða 12

NT - 22.03.1985, Blaðsíða 12
■ Síðastliðinn laugardag var haldin úrslitakeppnin í free- style dansi unglinga í Tónabæ. Forkeppnir höfðu vcrið haldn- ar um allt land og voru kepp- endur í allt tæplega tvöhundr- uð. Húsfyllir mun hafa verið allstaðar, þar sem keppnin for fram og varð úrslitakvöldið þar engin undantekning. Troð- ið var út fyrir dyr og komust færri að en vildu. Blaðamaður og ljósmyndari NT týndu hvor öðrum strax í þessum aragrúa unglinga. Pað gerði mest Htið til því þeirsinntu bara sallarólegir sínum verkefnum og hittust af til- viljun at'tur undiTlok keppn- innar. Greinilegt var að allir keppendur voru staðráðnir í því að gera sitt besta og þeirra besta var eitthvað það besta scm sést hefur á dansgólfinu. Greínilegt var að dómarar voru í hreinum vandræðum og lítill stigamunur var á milli keppenda. Dómarar komu úr ýmsum áttum og voru þeir eftirtaldir: Valdís Gunnarsdóttir, Rás 2. Örn Guðmundsson, dans- kennari Þjóðleikhúsinu. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, íslandsmeistari í vaxtarrækt. Inga Hjörleifsdóttir, Sam- vinnuferðum-Landsýn. Henny Hermannsdöttir, danskennari, dansskóla Her- ntanns Ragnarssonar. Addou Abdelilah Dhour, dans- kennari. Kramhúsinu. Harpa Pálsdóttir. danskenn- ari. Vinningar í keppninni voru ekki af lakara tagi, en fyrstu verðlaun í hópdansi voru 15.000,- króna fataúttekt í versluninni Goldie á Lauga- vegi, og í einstaklingsdansi ferð til Rhodos í Grikklandi í boði Samvinnuferða-Landsýn. Úrslit urðu annars sem hér segir: Islandsmeistari unglinga 16 ára og yngri 1985 er Bryndís Einarsdóttir. 1 öðru sæti varð Sigurður Kjartansson. í þriðja sæti varð Ágústa Björnsdóttir. í hópdansi urðu úrslit þannig: í fyrsta sæti: Camcs Eydís Eyjólfsdóttir, Guðrún Þórhallsdóttir, Jóhanna Birnir, Ólafía Einarsdóttir, Katrín Ólafsdóttir. í öðru sæti: Flash Bryndís Jónsdóttir, Brynja Ástráðsdóttir, Guðrún Benediktsdóttir, Ólöf Óladóttir. I þriðjasæti:Tourde France Dýrleif Örlygsdóttir, Eva Ström, Guðrún Kaldal, únnur María. Pá er lokið upptalningu á úrslitum þessarar fjórðu fs- landsmeistarakeppni unglinga 16 ára og yngri í Tónabæ þann 16.3. 1985. Við látunt þessu lokið með hamingjuóskuni til sigurvegaranna og kveðjum. Föstudagur 22. mars 1985 12 — Blað II ■ íslandsmeistarinn tekur létta sveiflu. ■ CAMEO-stúlkur fagna sætum sigri. NT-Myndir: Ari. NT-myndir: Ari

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.