NT - 22.03.1985, Blaðsíða 15

NT - 22.03.1985, Blaðsíða 15
8. sýning á söngleiknum EdithPiafá sunnudagskvöld Vegna leikferðar L.A. til Færeyja með „Ég er gull og gersemi" verður 8. sýning á söngleiknum Edith Piaf ekki fyrr en á sunnudagskvöld kl. 20.30. 9. sýning verður svo fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30. Edith Piaf á Akureyri hefur slegið í gegn svo um munar á Akureyri og Edda Þórarins- dóttir hlotið frábæra dóma fyr- ir túlkun sína á lífi og söng frönsku söngkonunnar Edith Piaf, sem lést í París 1963 aðeins 47 ára að aldri. í leikn- um koma fram um 40 persón- ur, ýmsar nafntogaðar, svo sem Marlene Dietrich o.fl. Leikarar eru auk Eddu Þór- arinsdóttur: Sunna Borg, Guð- laug María Bjarnadóttir, Emil- ía Baldursdóttir, Marinó Þor- steinsson, Pétur Eggerz, Þrá- inn Karlsson, Theodór Júl- íusson og Gestur E. Jónasson. Auk þeirra koma fram dansar- arnir Haraldur Hpe Haralds- son og Helga Alice og 9 manna hljómsveit undir stjórn Roars Kvam. Þórarinn Eldjárn þýddi leikrit og söngva, Guðný Björk ■ Edda Þórarinsdóttir sem Edith Piaf og Þráinn Karlsson sem Marcel Cerdan. 15-Blað II Richards hannaði leikmynd og búninga. Viðar Garðarsson sá um lýsingu, en leikstjóri Piaf á Akureyri var Sigurður Pálsson. Höfundur leiksins er breska leikskáldið Pam Gems. Gæjar og píur - 70. sýning Sjötugasta sýning á söng- leiknum Gæjar og píur verður á laugardagskvöld. Þetta verk er nú komið í hóp allra vinsæl- ustu verkefna Þjóðleikhússins frá upphafi, enda hefur verið uppselt á flestar sýningarnar til þessa. Rashomon - í næst síðasta sinn Nú er hver að verða síðastur til að sjá hið athyglisverða leikrit Rashomon eftir Fay og Michael Kanin. Næst síðasta sýning á verkinu verður á sunnudagskvöld. Gertrude Stein Gertrude Stein Gertrude Stein - Fáar sýningar eftir - At- hugið breyttan sýningartíma. Leikritið um líf Gertrude Stein verður sýnt á Litla svið- inuásunnudag kl. 17.00. Örfá- ar sýningar eru eftir. ■ Helga Bachmann, Tónleikar Tónmennta- skóla Reykjavíkur Sunnudaginn 24. mars kl. 14.00 halda yngri og eldri strengjasveitir og lúðrasveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur tónleika í Háskólabíói. Efnisskráin er fjölbreytt og er aðgangur ókeypis og öllum heimill sýnir ljósmyndir. Hann tók lokapróf frá KHÍ 1979, var við kvikmyndanám í New York og m.a. kvikmyndagerð í SA- Asíu og Asíu 1982-1984. Hefur sýnt í Kaupmannahöfn, Kar- imabad og Pakistan. Einar Már er eigandi lista- miðstöðvarinnar Daruma í Kaupmannahöfn. ■ Strengjasveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur. ■ Einar Már Guðvarðarson. Listsýningar í Hafnarborg Hafnarfirði Systkinin Jóna Guðvarðar- dóttir og Einar Már Guðvarð- arson halda listsýningar í Hafnarborg, Strandgötu 34, 2. hæð, 23. mars - 7. apríl. Sýn- ingarnar verða opnar daglega frá kl. 14.00-19.00. Aðgangur ókeypis - allir velkomnir. Jóna Guðvarðardóttir sýnir leirlist. Hún stundaði nám í ■ Jóna Guðvarðardóttir Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1971-76. Hún hefur farið í námsferðir víða um lönd, svo sem Grikkland, Tyrkland, Ungverjaland o.fl. lönd. Jóna hefur tekið þátt í mörgum sýningum á sl. 5 árum. Einar Már Guðvarðarson Færð þú vinnu að loknu námi? Umræðuþáttur JC í Gerðubergi JC í Reykjavík gengst fyrir fundi. þar sem fjallað verður um atvinnumöguleika ungs fólks í náinni framtíð og leitað svara við spurningum um at- vinnutækifærin á næstu árum. Fundurinn verður haldinn í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi n.k. laugardag kl. 13.00. Hannereinkumætlaður ungu fólki á framhaldsskóla- stigi, svo og öllum þeim, sem hafa áhuga á málefninu. Að- gangur er ókeypis. Flutt verða stutt framsögu- erindi og það fyrsta flytur Ingj- aldur Hannibalsson, forstöðu- maður Iðntæknistofnunar íslands. Erindi hans nefnist: Nýir möguleikar í atvinnulífi á næstu árum. Sex önnur erindi verða flutt, en síðastur talar Birgir Ómarsson, 18 ára og atvinnulaus um „Möguleika ungs fólks". Að loknum framsöguerind- unum verða almennar umræð- ur í umræðuhópum, og í lok fundarins um kl. 17.00 verða niðurstöður kynntar. JC Reykjavík hvetur allt ungt fólk til að koma á fundinn. Norræna húsið: Tvær nýjar sýningar um helgina Nú um helgina verða opnað- ar tvær nýjar sýningar í Nor- ræna húsinu. í dag, föstudag, kl. 17 verður sýningin Kaleval- ahefð á klæðum og skarti opn- uð í anddyri og bókasafni húss- ins og á morgun, laugardag, kl. 17 verður grafíksýning frá Danmörku, Dönsk grafík, opnuð í sýningarsölunum. Kalevalasýningin kemur hingað frá Finnlandi og er þar rakin saga kvenbúninga og skarts, sem fundist hefur í fornum finnskum gröfum og áhrif þess á gerð skartgripa í Finnlandi frarn til vorra daga. Sýningin er liður í hátíðahaldi Finna vegna þess, að í ár eru liðin 150 ár frá því að Kalevala- kvæðin komu út. Grafíksýningin kemur hing- að frá Árósum og er hún úrval úr farandsýningu, sem er á ferð um Norðurlönd. Þar sýna 49 listamenn myndir sínar á vegum danska Grafíkfélagsins og Árhus Kunstforening af 1847. Kalevalasýningin verður opin 22. mars - 12. apríl, en grafíksýningin verður opin 23. mars - 8. apríl. Nýjar danskar bækur kynntar Á morgun, laugardag, kl. 15 kynnir danski sendikennarinn Keld Gall Jörgensen nýjar danskar bækur í Norræna hús- inu í samvinnu við bókasafn þess. Gestur á bókakynningunni veðrur rithöfundurinn Sören Ulrik Thomsen og les hann úr Ijóðabókum sínum. Hann er tæplega þrítugur að aldri og sendi frá sér sína fyrstu bók 1981, ljóðabókina „City slang". Per Höjholt um Holberg Danski rithöfundurinn Per Höjholt ætlar að tala um Hol- berg í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 15. Fyrirlest- urinn nefnist „Hvad skal vi med Holberg?" Þá heldur Per Höjholt fyrir- lestur um rithöfundarferil sinn og aðferðir í Lögbergi á morgun, laugardag kl. 13.15. Kökubasar Fílharmóníu Söngsveitin Fílharmónía heldur kökubasar sunnudag- inn 24. mars kl. 14 að Freyju- götu 14 (húsnæði Karlakórs Reykjavíkur). Kaffi á könn- unni. Afmælisfundur Kvennalistans Afmælisfundur Kvennalist- ans verður haldinn að Lækjar- hvammi Hótel Sögu, sunnu- daginn24. marsn.k. kl. 14.00. Dagskrá fundarins: Hvað gerum við í sumar. Flutt verð- ur ávarp og ýmislegt annað skemmtilegt. Komið allar, - og takið með ykkur mömmur, ömmur, frænkur og vinkonur! - segir í tilkynningu um afmælisfund- inn. Pílukastmót (Dart) Dunlop/Unicorne verður haldið á morgun, laug- ardag, kl. 13.00 í húsnæði Pubb-ins Hverfisgötu 46. Keppt verður í „501“. Skrán- ing fer fram á staðnum. íslenska pílukastfélagið. Kynning á Myndlistaskólanum í Reykjavík Laugardaginn 23. mars verður kynningarsýning á verkum nemenda úr fram- haldsdeildum. Opið er fyrir gesti kl. 14.00-18.00.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.