NT - 22.03.1985, Blaðsíða 7

NT - 22.03.1985, Blaðsíða 7
ABOT Föstudagur 22. mars 1985 7 — Blað II ■ Erna Guðmundsdóttir, 26 ára. Hefur lokið tónmenntakenn- araprófi frá Tónlistaskóla Reykjavíkur. Erna hefur starfað sem tónmenntakennari á Akranesi síðastliðin ár. ■ Ingibjörg Guðjónsdóttir er yngst keppenda, aðeins 19 ára, hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ um jólin. Ingibjörg hefur lagt stund á söngnám í þrjú ár. ■ Ásdís Kristmundsdóttir, 21 árs. Hóf nám í Söngskólanum 1980, undir leiðsögn Sieglinde Kahmann. Síðastliðin ár hefur hún notið leiðsagnar Dóru Reyndal. keppw Sex söngvarar keppa fesJum ferð til Cardiff ■ Næstkomandi sunnudag verður haldin í annað sinn söngvakeppni sjónvarpsins. Keppendur eru sex talsins, og voru þeir valdir af dómnefnd sem skipuð hefur verið fyrir keppnina. Alls voru níu ein- staklingar sem skráðu sig til þátttöku. Þeir sex sem komust í undanúrslit eru: Ásdís Krist- mundsdóttir, Elín Sigmars- dóttir, Erna Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Mic- hael Jón Clark og Viðar Gunn- arsson. Sigurvegarinn í keppninni hlýtur i verðlaun ferð til Cardiff, dagpeninga, og uppi- hald í ferðinni, en þar fer fram söngvakeppni BBC sjónvarps- stöðvarinnar. Keppnin verður haldin síðustu vikuna í júní í sumar. Sigurvegarinn mun einnig fá tækifæri til þess að syngja með Sinfóníuhljóm- sveit íslands næsta vetur. Eins og áður segir, er þetta í annað skiptið sem þessi keppni fer fram, og eins og flestir sjónvarpsáhorfendur muna, var það Sigríður Grön- dal sem bar sigur úr býtum í fyrstu keppninni, og síðan keppti hún við góðan orstír í keppni BBC sjónvarpsstöðvar- innar í Cardiff. Önnur verð- laun eru 10.000 krónur, og sá sem hreppir þriðja sætið fær í sinn hlut 5.000 kr. Ekki verða tilgreind önnur sæti en þau fyrstu þrjú. Dómnefnd í keppninni skipa þeir sömu og gerðu árið 1983, en þeir eru: Jón Ásgeirsson, Kristinn Hallsson, Þorgerður Ingólfsdóttir, Eyjólfur Mel- sted og Jón Þórarinsson sem jafnframt er formaður nefnd- arinnar. Kynnir verður Anna Júlíana Sveinsdóttir söngkona. Fyrirkomulag keppninnar verður á þá leið, að fyrst syngja keppendur tvö lög við píanóundirleik. Undirleikarar eru: Anna Guðný Guðmunds- dóttir, Ólafur Vignir Alberts- son og Selma Guðmundsdótt- ir. Þegar keppendur hafa allir lokið þeim hluta munu Halldór Haraldsson og Gísli Magnús- son leika á tvö píanó Scaram- ouch eftir Daríus Milhoud. Að lokum mun hver kepp- andi syngja eina aríu við undir- leik Sínfóníuhljómsveitarinn- ar sem verður undir stjórn Páls P. Pálssonar. Eftir aríusönginn verða síðan úrslit gerð kunn. Fyrst verður nefndur sá sem hlaut þriðja sætið, og þar á eftir koma þeir sem lentu í öðru sæti, og til þess að halda spennunni sem lengst, verður beðið þar til síðast með að tilkynna sigurvegarann, og væntanlegan Cardifffara. Tage Ammendrup er um- sjónarmaður og stjórnar út- sendingu þáttarins. Sent verð- ur út í beinni útsendingu, og hefst útsending klukkan 21:30. Áætlað er að útsending taki 90 mínútur. Hinrik Bjarnason yfirmaður lista- og skemmtideildar sjón- varpsins sagði á blaðamanna- fundi sem sjónvarpið efndi til vegna fyrirhugaðrar söngva- keppni að sjónvarpið hefði í hyggju að koma af stað fleiri einstaklingskeppnum á borð við þá sem verður á dagskrá sjónvarpsins á sunnudaginn, og væri þá helst verið að hugsa um keppni fyrir hljóðfæra- leikara sem haldin yrði næsta ár. Þá eru einni uppi hugmynd- ir um að hleypa af stokkunum keppni fyrir dansara, sem hefðu dansinn að atvinnu, eða ■ Viðar Gunnarsson, 34 ára. Hann hóf nám við söngskóla Reykjavíkur, og fór síðan út til Stokkhólms, og lagði þar stund á framhaldsnám. Þá söng Viðar hlutverk í söngleiknum Carmen sem gestasöngvari. NT-mjndir: ah ■ Elín Sigmarsdóttir, 33 ára. Hefur verið við nám hjá Elísabetu Erlingsdóttur, og stefnir að því að Ijúka námi sem fyrst. Elín starfar nú við bóksölu. legðu rækt við hann að veru- legu leyti. Hinrik tók fram að báðar þessar keppnir yrðu unnar í samráði við EBU sem eru Evrópusamtök sjónvarps- stöðva. Hinrik var spurður um hvernig væri með dægurlaga- keppni á vegum sjónvarpsins, og lýsti hann því yfir að tullur vilji væri hjá lista- og skemmti- deild sjónvarpsins til þess að halda slíka keppni sællar minningar þegar síðast var efnt til slíkrar keppni í sjónvarps- sal. „Við höfum lagt frani til- lögur þess efnis að slík keppni verði haldin, en ekki hefur tekist að komast að niðurstöðu um hvernig skuli að henni staðið," sagði hann. Hinrik benti á að þegar að Eurovision söngvakeppnin færi fram í Gautaborg, yrði gerð úttekt á kostnaði og hversu mikil umsvif væru við að halda slíka keppni, því eins og hann orðaði það. „Þá er þetta eina keppni sinnar teg- undar sem sjónvarpið þorir ekki að taka þátt í af ótta við að bera sigur úr býtum." Hinr- ik útskýrði þetta nánar með því að ef til kæmi að íslenski þátttakandinn bæri sigur úr býtum, væri sú krafa gerð á hendur sigurvegaranum, að hann tæki að sér að sjá um næstu keppni, og væri það of mikil fjarhagsbyrði að ókönn- uðu máli, þannig að ekki væri óhætt að taka þátt í henni án vitneskju um umsvif keppninn- ar sjálfrar, og fjárútlát sam- fara henni. ■ Ekki voru tök á því að birta mynd af sjötta keppand- anum Michael Jóni Clark, en hann er barítón-söngvari fædd- ur í Englandi, og fékk íslensk- an ríkisborgararétt fyrír þrem- ur árum. Michael stundaði nám við Trinity college í London, og fór síðan í fram- haldsnám í Bandaríkjunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.