NT - 13.04.1985, Page 3

NT - 13.04.1985, Page 3
Bílafríðindi: Laugardagur 13. apríl 1985 3 Bankastjórar fá 450.000 en 400 öryrkjar ekki neitt Leiðrétting ■ Þau mistök uröu í frétt NT í gær af umræðum á Alþingi að ságt var að eng- inn þingmaður sem ætti sæti í bankaráði hefði farið í ræðustóf. Það er ekki rctt. Stefán Valgeirsson, sem á sæti í bankaráði Búnaðar- bankans, lýsti því yfir að bílafríðindi bankastjóranna hefðu verið rædd á mörgum fundum hjá þeim áöur en formleg tillaga var samþykkt, Það kom fram hjá Stefáni að bankaráðsmenn Búnað- arbankans hefðu hins vegar verið sammála um það að þeir gætu ekki boðið sínum bankastjórum upp á lakari kjör en bankastjórar í hlið- stæðum bönkum hefðu, þess vegna hefði annar valkostur verið tilgreindur í banka- ráðssamþykktinni en sá að bankinn legði bankastjórun- um bifreiðar til nota. ■ „Er einhver bankastjórinn til í aö lána dóttur minni bílinn sinn þangað til að liún hefur efni á að fá sér sína eigin bifreið," spyr Guðrún H. Guðmunds- dóttir. Dóttir Guðrúnar, Ragna G. Magnúsdóttir er 65% öryrki og er ein þeirra 400 einstaklinga sem synjað var um leyfi til niðurfellingar aðflutningsgjalda á bifreið. 400 öryrkjum var synjað um eftirgjöf af aðflutningsgjöldum bifreiða á þessu ári. Alls sóttu 950 öryrkjar um niðurfellingu aðflutningsgjalda til bifreiða- kaupa en 550 leyfi eru veitt árlega, að sögn Ásgerðar Ingi- marsdóttur hjá Öryrkjabanda- laginu. Mikill urgur er í þeim ein- staklingum sem synjað var um leyfin sérstaklega eftir að upp komst um ríkuleg bílafríðindi ýmissa háttsettra manna hjá rík- inu. Allir sem eiga erfitt með að komast leiðar sinnar vegna fötlunar eða sjúkdóma eiga rétt á því að sækja um leyfi til niðurfellingar á aðflutnings- gjöldum. Forgang við úthlutun eiga þeir að hafa sem eru 67 ára og yngri, sömuleiðis þeir sem þurfa að nota bíl vegna atvinnu sinnar og þeir sem búa við erfiðan fjárhag. Hægt er að sækja um niður- fellingu aðflutningsgjalda á fjögurra ára fresti, en þeir sem eru í efri flokki, eins og það er kallað, t.d. fólk í hjólastólum getur sótt um á þriggja ára fresti. Efri flokkurinn fær út- hlutað 40 leyfum árlega. Hægt er að sækja um allt að 84 þúsund króna niðurfellingu af aðflutningsgjöldum, en niðurfellingin fer eftir verði bif- reiðarinnar. „Bíllinn er algerlega ómiss- andi hjálpartæki fyrir fatlað fólk,“ sagði Ingi H. Jónsson, starfsmaður Ferðaþjónustu fatl- aðra. í samtali við NT í gær. „Ferðaþjónusta fatlaðra sér að vísu um að aka blindu fólki og fólki sem er mjög hreyfi- hamlað á áfangastað, en fjöld- inn allur af örvrkjum sem ekki njóta þjónustu okkar kemst ekki leiðar sinnar nema í bíl. Fyrir fólk í hjólastól kemur bíllinn að miklu leyti í staðinn fyrir fætur og opnar margar dyr. Fyrir okkur sem erum fötluð er bíllinn ekki einungis farartæki í venjulegum skilningi, heldur beinlínis hjálpartæki sem gerir okkur kleift að lifa eðlilegu lífi. Það getur verið nær útilokað fyrir öryrkja sem ekki hefur bíl til umráða að stunda vinnu og félagslíf og því er hætta á því að félagsleg einangrun þeirra auk- ist enn meira en hún er fyrir. Menn mega ekki gleyma því að fatlaðir hafa yfirleitt mjög skerta möguleika til tekjuöflun- ar, því er þeim ómetanlegt að felld séu niður aðflutningsgjöld af bifreiðum þeirra,“ sagði Ingi H. Jónsson að lokum. Reykjavik, y j/ 198 -5* Varðandi umsokn þína um eftirgjöf af aðflutn- ingsgjöldum bifreiðar á árinu 1985^ tilkynnist þér, að við höfum því miður ekki getað orðið við beiðninni nú, en umsókn þín verður endur skoðuð í haust, ef einhver leyfi verða þá til ráðstöfunar. F. h. úthlutunarnefndar ■ Synjunarbréf það er Ragna G. Magnúsdóttir, 65% öryrki fékk þann 1. apríl síðastliðinn. ■ „Bíllinnerleið okkartil sjálfsbjargar,“ segir IngiH. Jónsson, en bíllhanser sérstaklega útbúinn og gerir honum kleift að komast allra sinna feröa. N t-mynd: \ri &HOWARD Keðjudreifari fyrir tað og seigfljótandi mykju. Aratuga reynsla á Islandi. Tvær stærðir Spr 3,0m3 verð kr. 82.500.- Til afgreiðslu strax Spr 4,2m3 verð kr. 103.600.- Til afgreiðslu nú þegar. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allar nánari upplýsingar G/obust LAGMÚLI 5, SlMI 81555 Flugleiðavél: Hætti við lendingu á ísafirði ■ Flugleiðavél í áætlun- arflugi sneri í fyrrakvöld við á leið sinni til ísafjarð- ar. Verið var að undirbúa lendingu þegar ákvörðun var tekin um að snúa aftur til Reykjavíkur. Guðmann Aðalsteins- son, flugmaður vélarinnai; sagði í gær í viðtali við NT að veður hafi verið ágætt í Djúpinu og í Skutulsfirði, en svo hefðu þeir lent í misvindum og hryðjum í aðfluginu og ákveðið að lenda ekki. Guðmann sagði að allt hafi verið eðlilegt að öðru leyti. Samkvæmt heimildum NT brá sjónarvottum á ísafirði í brún þegar flug- vélin kom inn til lendingar þar sem þeim sýndist vélin skjótast fyrirvaralaust beint upp í loft með vara- sömum hætti. og litríkur vetur Vertu hlýlega klædd í vetur í fallegum og hlýjum hnésokkum eða sokkabuxum frá Fjölmargir klæðilegir litir Þér líður vel í Hei.dsö'ubir9ðir:l0mI3£] ^ mmm nterióka? sími 82700

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.