NT - 20.04.1985, Blaðsíða 2

NT - 20.04.1985, Blaðsíða 2
 Laugardagur 20. apríl 1985 Ríkisútvarpið nýtur mikilla vinsælda: Um 75% íslendinga við Sjónvarpið samtímis Aðeins 2-10% hlusta á Rás 1 á kvöldin ■ Skyldi það ekki vera nær einsdæmi í veröldinni að þrír ijórðu hlutar heillar þjóðar (á aldrinum 15-80 ára) sé að gera nákvæmlega það sama á sama augnabliki? Þetta gerist á ís- landi klukkan 20.00 á laugar- dags- og sunnudagskvöldum þegar sjónvarpsfréttir byrja, samkvæmt könnun sem gerð hefur verið á afstöðu til Ríkisút- varpsins og á hvað menn horfa og hlusta í sjónvarpi og út- varpi. Heldur færri - um eða rúmur þriðjungur - horfir á sjónvarpsfréttimar á virkum dögum. Að fréttum undanskyldum voru það Stiklur Ómars Ragn- arssonar sem sigruðu þá viku sem könnunin náði til, 16. til 22. mars s.l., hvort sem litið var á hlutfall áhorfenda (72%) eða einkunnagjöf fyrir gæði þáttar- ins. Næst á eftir komu breski þátturinn „Við feðginin“ (71%), Derrick (69%) og Draugasaga (68%), sem þeir þættir sem mest var horft á. Segja má að mjög algengt sé að rúmur eða tæpur helmingur þjóðarinnar horfi/hlusti á aðra þætti sjónvarpsins eftir kvöld- fréttir. Um fjórðungur þjóðar- innar horfir á íþróttaþætti og 18% horfðu á ensku knattspyrn- una 16. mars s.l. svo dæmi sé nefnt. Að hádegis- og kvöldfréttum - með 55-65% hlustun - frátöld- um er mest hlustað á Rás 1 fram undir klukkan 9 á morgnana en þá virðist um þriðjungur þjóðarinnar leggja eyrun við „gamla gufuradíóinu". Á „dag- legt mál“ og veðúrfréttir hlustar um þriðjungur þjóðarinnar. Allir aðrir dagskrárliðir á Rás 1 en hér hafa verið nefndir verða að láta sér nægja undir 20% hlustun og allt niður í 2%.(Gest- ir í útvarpssal). Athygli vekur að það á við um fimmtudags- kvöldið einnig. Eftir kvölfréttir hafa dagskrárliðir Rásar 1 að- eins 2-10% hlustun, nema hvað 15% hlustuðu á „Lög unga fólksins“. Rás 2 má því vel við una með gegnumgangandi hlustun milli 20 og 30% þjóðarínar. „Léttur laugardagur" með 42% og „Vinsældalistinn" með 37% hlustun virðast áberandi vin- Miðbær Reykjavíkur: Ráðist á mann - og hann rændur Ráðist var á mann í mið- bænum um miðnætti aðíaranótt fimmtudags. Árásarmennirnir sem voru þrír rcðust aftan að manninum á Lindargötu og rifu af honum veskið. Maðurinn gat gefið litla lysingu af árásar- mönnunum, þar sem atburðinn tók fljótt af. I samtali við Rann- sóknarlögreglu ríkisins kom fram að rannsókn málsins er enn á byrjunarstigi þar sem maðurinn var lagður inn á spít- ala í aðgerð á rist. Hann var svæfður og því gafst lítill tími til yfirheyrslna í gærdag. Þá var tilkynnt um árás á mann á Bragagötu í fyrrinótt. sælustu þættirnir, umrædda viku. Mikill meirihluti, 85-91%, telur Ríkisútvarpið njóta al- mennrar virðingar, hafa hæft starfsfólk og sanngjörn afnota- gjöld. Aðeins 8% vilja draga úr starfsemi Ríkisútvarpsins, 10% finnst of mikið fræðsluefni í Sjónvarpi og aðeins 14% telja þar of mikið stjórnmálaefni. Tæplega 1 af hverjum 10 álítur hljóðvarp og sjónvarp of hægri- sinnað og litlu hærra hlutfall of vinstrisinnað, þannig að meðal- vegurinn virðist ratast nokkuð vel hjá RUV. Þá vekur athygli að um 58% landsmanna eru á móti lengingu sjónvarpsdagskrár, en varðandi lengingu dagskrár Rásar 2 voru jafn margir með og á móti. í könnuninni kom fram að myndbandstæki eru nú komin á 38% heimila í landinu. Okkar hlutdeild í loðnunni: Óhjákvæmilega minni en 85% Norðmenn og Grænlendingar telja rannsóknir íslendingum vilhallar ■ Sá hluti loðnukvótans umhverfis ísland, Jan Mayen og Grxnland sem íslending- ar geta gert sér vonir um að falli þeim í hlut í þeim samn- ingaviðræðum sem standa nú milli þeirra, Norðmanna og Grænlendinga verður óhjá- kvæmilega nokkru lægri en þau 85% sem við höfum nú, samkvæmt Jan Mayen sam- komulaginu frá 1980. Þó er fullvíst að hann verði ríflega yfir 73% af heildarkvótanum á svæðinu. Fyrstu fundir þessara samningaviðræðna voru í Kaupmannahöfn dagana 15. til 17. apríl og er vonast til að takist að finna lausn á málinu áður en sumarvertíð á loðnu hefst um mánaðamótin júlí- ágúst. Samkvæmt núgildandi samkomulagi tilheyrir 85% kvótans íslendingum en 15% Norðmönnum. Með því að Grænlendingar krefjast nú hlutdeildar er nú gengið til nýrra samninga. Grænlend- ingar veiða enga loðnu enn, en gera tilkall til að geta selt veiðileyfi og er þá reiknað með áhuga að minnsta kosti íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og Dana að kaupa þau. Ólafur Egilsson skrifstofu- stjóri utanríkisráðuneytisins og formaður íslensku samn- inganefndarinnar sagði í samtali við NT að deildar meiningar væru um það milli þjóðanna hverjar þessar prósentutölur ættu að vera og kæmi þar meðal annars fram mismunandi túlkun á þeim vísindagögnum sem lögð hafa verið fram. í sKýrslu sem vísindamenn allra landanna unnu sameigin- lega er sá rammi markaður að hlutur íslendinga eigi að vera á bilinu 73% til 86%. Norðmenn og Grænlending- ar telja meðal annars að aðstæður í sjónum og tilhög- un rannsóknanna hafi verið þannig að niðurstöður séu Islendingum hliðhollar. Arsfundur Landsvirkjunar: Tímasetning nýrra virkjana ræðst af viðbót við stóriðju - segir Jóhannes Nordal stjórnarformaður ■ „Eftir margra ára halla- rekstur, er nú útlit fyrir, að afkoma Landsvirkjunar og eig- infjárstaða geti farið batnandi á komandi árum, en þó verði jafnfraint unnt að halda liækk unuin á rafmagnsverði til al incnningsveitna innan við verð- hólgu, þannig að raunverð raf- magns haldi ál'ram að fara smám sanian lækkandi frá ári til árs. Að þessu markmiði verður að keppa með aukinni hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins, fjármála- stjórn og framkvæmdum.“ Þetta sagði Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkj- unarm.a. í ræðusinni áársfundi fyrirtækisins, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Landsvirkjun var rekin með hagnaði á síðasta ári, í fyrsta sinn síðan 1977, og nam hann 15,7 milljónum króna. Jóhannes Nordal rakti ástæð- ur fyrir bættri afkomu fyrir- tækisins og sagði þær hafa verið hækkun raforkuverðs til ísal, alls 88% árið 1984, að meðtöld- um gengisbreytingum; breyting- ar á erlendum lánum Lands- virkjunar úr dollurum í aðrar myntir, og loks veruleg hækkun á raforkuverði til almennings- veitna á árunum 1982 og 1983. Raunverð á raforku hefði þó farið lækkandi síðan í ágúst 1983 og væri nú 15% lægra en Myrkrahöfðinginn - aðnorðan ■ Nú mun standa fyrir dyr- um hjá Landsvirkjun auglýs- ingaherferð þar sem fólk verður hvatt til að kaupa rafmagn. í fyrstu mun hafa vafist fyrir mönnum hvernig slíkar auglýsingar ættu að vera en hér með er komið á framfæri hugmynd út- varpsmanna. Jónas Jónasson, útvarps- maðurinn góðkunni að norð- an verður fenginn til að hvísla vel þekktum orðum sínum: „Passið ykkur á myrkrinu.“ Keyrum norður - hættum utanlandsbrölti ■ Það er hægt að spara miklu meira sagði Pétur Blöndal hjá Kaupþingi á blaðamannafundi sem Hag- virki efndi til vegna tilboðs þeirra í vegagerð milli Reykjavíkur og Akureyrar. cn Pétur var þar mættur til að skýra frá undirbúningi sem Kaupþing hefur unnið varðandi útgáfú skuldabréfa til að fjármagna framkvæmd- ina. Pétur sagði að utanlands- feröir sumarsins væru ailar uppseldar og vídeóvæðing gengi vel svo greinilegt væri að til væru peningar sem mætti spara. Já, sagði einn blaða- manna. Bara hætta að fara í utanlandsferðir og keyra norður. Tækin sigldu! - annarsværu vegir skárri ■ Og áfram af Hagvirki. Jóhann Berþórsson forstjóri skýrði frá því á blaðamanna- fundi í gær, að þegar fyrir- tækið lauk framkvæmdum í Ólafsvíkurenni langtá undan áætlun og haföi byggt hinn fínasta veg, þá voru þeir beðnir af heimamönnum að fara landveg heim! Fjárveit- ing var ekki fyrir hendi svo þeir sigldu - annars voru vegir á Snæfellsnesi sjálfsagt eitthvað skárri nú. þá. Mun lækkun þessi halda áfram á þessu ári. Landsvirkjun verður 20 ára í sumar og í ræðu sinni sagði Jóhannes Nordal, að á þessum tíma hefði gangsetning nýrra virkjana yfirleitt verið í góðu samræmi við markaðsþróun. „Ekki hefur verið um að ræða meiri umframorku á hverjum tíma en óhjákvæmilega hefur leitt af því, að virkjað hefur verið í stórum áföngum, sem ekki hafa nýst að fullu nema á nokkrum árum,“ sagði hann. Jóhannes fjallaði um væntan- lega orkuspá, sem gcrir ráð fyrir mun minni aúkningu almennrar raforkunotkunar á næstu árum. heldur en áður hafði verið ráð fyrir gert. Sagði hann, að ef hin nýja orkuspá rættist, væri ljóst, að tímasetning nýrra virkjana myndi fyrst og fremst ráðast af viðbótarörkusölu til stóriðju. Um tvær leiðir væri að ræða varðandi þróun orkukerfisins næstu 10-15 ár. í fyrsta lagi, að ekki yrði. nein teljandi viðbótarorkusöla til stóriðju, og myndi orkan frá Blönduvirkjun þá að mestu nægja til næstu aldamóta. Þetta væri hins vegar leið stöðnunar og afturhvarf frá þeirri stefnu, sem hefði verið fylgt undan- farna tvo áratugi. Hin leiðin væri sú að stefna að verulegri aukningu orkufreks iðnaðar, sem hefði staðið í stað síðan Járnbiendifélagið tók til starfa vorið 1979. Sagði hann, að fyrir lægju traustar áætlanir um ýmsar virkjanir, og þar vildi liann sérstaklega.nefna 5. áfanga Kvíslaveitu, ásamt stækkun Búrfells. „En ljóst er. að val virkjana í framhaldi af Blöndu- virkjun mun mjög ráðast af stærö og tímasetningu nýs orku- freks iðnaðar," sagði Jóhannes Nordal.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.