NT - 20.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 20.04.1985, Blaðsíða 8
1 ít Laugardagur 20. apríl 1985 8 L Miðstjórnarfundur — 1 m m r m ■ ■ ■ s*Ú Raunhæfar og ábyrgar til- SJIögur að bættum lífskjörum ■ Finnur Ingólfsson, formaður SUF, á miðstjórnarfundinum í pjer, NT-mynd:Ari ■ Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem hófst í Reykjavík í gærdag, verða m.a. ræddar tillögur Sambands ungra Framsókn- armanna um næstu verkefni ríkisstjórnarinnar til að bæta lífskjörin. Þessar tillögur eru mjög athyglisverðar fyrir margra hluta sakir og því eðli- legt að gera þeim hér nokkur skil. Eins og slegið hefur verið upp í sumum fjölmiðlum landsmanna, hafa ungir fram- sóknarmenn gert þá kröfu, að verði ekki hægt að fá Sjálf- stæðisflokkinn til að standa að þessum tillögum um bætt lífskjör, þá beri miðstjórnar- fundinum að taka samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í ríkis- stjórn til athugunar. Það er því full ástæða til að gera lesendum NT grein fyrir þessum tillögum í smáatriðum. Þriðji áfanginn í inngangi tillagna SUF - eða öllu heldur Þjóðmála- nefndar SUF - segir: Nú þegar hafinn er 3. áfangi á framkvæmd stefnuyfirlýsing- ar ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, þá er mikil- vægara en nokkru sinni fyrr að samkomulag takist milli aðila vinnumarkaðarins og ríkis- valdsins um 2 ára áætlun um bætt lífskjör. Island á að verða í hópi þeirra þjóða sem hæstar liafa þjóðartekjur, besta lífs- afkomu, velferðarþjóðfélag sem grundvallast á reisn og sjálfsvirðingu einstaklingsins og réttlátri skiptingu þjóðar- auðs. Uppbygging atvinnulífs Þar sem uppbygging og ný- sköpun á sviði atvinnulífsins, hefur verið þungamiðjan í starfi Framsóknarflokksins á undanförnum misserum, fær þessi málaflokkur mestu um- fjöllunina i tillögum SUF. I grófum dráttum má segja að tillögurnar gangi út á ein- földun í kerfinu, sem á að liðka fyrir því framfaraskciöi, sem SUF telur að verði að koma á næstum árum, eigi að vera mögulegt að bæta lífskjör- in. Tillögurnar eru í 18 liðum: 1. Tafarlaust verði gerð breyt- ing á stjórnkerfinu sem hafi það að markmiði að gera starfsemi Stjórnarráðsins markvissari í efnahagsmál- um, nýsköpun atvinnulífs og útflutningsstarfsemi. 2. Tafarlaust verði gerð breyt- ing á lánasjóðum atvinnu- veganna til að greiða fyrir nýsköpun í atvinnulífi og umsköpun hefðbundinna atvinnugreina. 3. Tafarlaust ber að stofna þróunarfélag til að greiða fyrir nýsköpun atvinnulífs og auka rannsóknar- og þró- unarstarfsemi í þágu at- vinnuveganna. 4. Ríkisstjórnin beiti sér fyrir stórauknu samstarfi og samvinnu ráðuneyta, stofn- ana, fyrirtækja og einstakl- ina til að hefja nýja sókn á erlenda markaði. 5. Áhersla verði lögð á að aðlaga menntakerfið að þörfum atvinnulífsins. Fræðsla á sviði markaðs-og sölumála verði stórefld. 6. Lögð verði áhersla á að laða erlenda aöila sem búa yfir þekkingu á sviði tækni, markaðssetningar og stjórnunar til þátttöku í ís- lensku atvinnulífi. 7. Lögð verði áhersla á aðlög- un landbúnaðarvörufram- leiðslunnar á markaðs- möguleikum þannig að draga megi úr þörf fyrir útflutningsuppbætur. 8. Átak verði gert til atvinnu- uppbyggingar í sveitum landsins m.a. með því að efla nýjar búgreinar og aukaarðsemi ílandbúnaði. 9. Þegartekisthefuraðaðlaga landbúnaðarvörufram- leiðsluna aö markaðsað- stæðum, þá skal hið opin- bera draga smám saman úr afskiptum af stjórnun fram- leiðslu og verðlagningu landbúnaðarafurða. 10. Að ráðstafanir verði gerð- ar til að tekjur bænda verði í raun í samræmi við tekjur annarra stétta og félagsleg þjónusta við þá ekki lakari. 11. Áfram verði unniö að að- gerðum til að bæta rekstr- arstöðu sjávarútvegsins, með sparnaði í veiðum og vinnslu og bættri nýtingu aflans. 12. Áhersla verðilögðáaukna verkmenntun í sjávarút- veginum til aukinnar verð- mætasköpunar og bættra kjara fyrir þá sem í at- vinnugreininni starfa. 13. Skattafrádráttur veröi veittur þeim fyrirtækjum sem leggja í kostnað vegna rannsóknar- og þróunar- starfsemi. 14. Fyrirtækjum verði áfram gefinn kostur á að telja milli 40% tillags í fjárfest- ingasjóð eins og er í núg- ildandi lögum eða 20% tillags og þyrftu þau þá ekki að leggja fé inn á bundna reikninga hjá inn- lánsstofnunum. 15. Við uppbyggingu atvinnu- lífsins skal leggja áherslu á að framleiðslutækin séu í höndum einstaklinga og félagasamtaka þeirra og að fyrirtækin séu sem mest í eign fólksins sem við þau vinnur. 16. Við uppbyggingu atvinnu- lfisins verði þess gætt að taka jafnt tillit til sjónar- miða og þarfa þéttbýlis og dreifbýlis svo nýsköpun at- vinnulíf geti átt sér stað án átaka milli þessara hópa. Hagkvæmnissjónarmið skulu þó sitja í fyrirrúmi. 17. Takmarkanir á lántökum fyrirtækja erlendis án banka og ríkisábyrgðar verði afnumdar. 18. Áfram verði haldið að jafna starfsskilyrði atvinn- uveganna m.a. á grund- velli tillagna starfsskil- yrðanefndar frá janúar 1982. Kjarabætur Til að tryggja almenningi raunverulegar kjarabætur, hef- ur SUF komið fram meðtillög- ur í 10 liðum, sem margar hverjar beinast að beinum fé- lagslegum aðgerðum, eins og t.d. tafarlaus hækkun á lægstu laununum, eða skattalegum aðgerðum, eins og t.d. afnám tekjuskatts. Tillögurnar 10 eru: 1. Með samkomulagi stjórn- valda og aðila vinnumarkað- arins verði Iægstu laun hækkuð tafarlaust. Beinar peningalaunahækkanir byggist að öðru leyti á getu atvinnuveganna til iauna- nækkana. 2. Verðbólga verði ekki hærri en í okkar nágranna- og viðskiptalöndum. 3. Gengi íslensku krónunnar verði stöðugt, en taki þó mið af kostnaðarhækkun- um innanlands. 4. Tryggt verði að greiðslu- byrði lána aukist ekki frá því sem hún er þegar lán eru tekin. 5. Tekjuskattur einstaklinga af almennum launatekjum verði afnuminn. 6. Barnabætur verði hækkað- ar og aðeins afgreiddar til þeirra sem hafa tekjur undir ákveðnum tekjumörkum. 7. Persónuaflsáttur verði hækkaður en ekki greiddur til þeirra sem hafa tekjur umfram lágmarkslaun verkamanna. 8. Breyting verði gerð á skattalögunum þannig að hjónum og fólki í óvígðri sambúð verði gefið frjálst val á því að skattleggjast sem einstaklingar eins og er í núgildandi lögurn eða að skatttekjum heimilisins sé skipt jafnt milli þeirra óháð því hvor aðilinn aflar tekn- anna. 9. Virðisaukaskattur verði ekki tekinn upp að svo stöddu, heldur verði sölu- skattskerfið styrkt. 10. Kjör opinberra starfs- manna verði tafarlaust færð til samræmis við laun á almennum vinnumark- aði. Ríkisfjármál Það er yfirleitt auðvelt að hrópa á hinar og þessar að- gerðir til að bæta kjör almenn- ings. Það er hins vegar erfiðara að koma með raunhæfar tillög- ur, sem sýna hvernig slíkt sé mögulegt þegar á hólminn er komið. í tillögum SUF, eru hins vegar nákvæmar hugmyndir um endurbætur, sem eiga að geta fjármagnað þær hug- myndir, sem SUF er með á örðum sviðum. Lítum nánar á sex tillögur varðandi ríkisfjármálin: 1. Bætt innheimta söluskatts með auknu eftirliti og hert- um refsingum. Kanna ber hvort ekki sé rétt að bjóða út eftirlit með söluskatti. 2. Tekinn verði upp stighækk- andi eignaskattur hjá ein- staklingum í stað núverandi eignarskatts. Samfara því verði fríeignamark hækkað. 3. Eignarskattur atvinnufyrir- tækja og félagasamtaka þ.m.t. lífeyrissjóða verði hækkaður. 4. Leigutekjur af fasteignum lífeyrissjóða, félaga at- vinnurekenda og stéttarfé- laga verði skattlagðar eins og hverjar aðrar leigutekj- ur. 5. Erlendar lántökur ríkisins verði stöðvaðar nema til allra arðbærustu fram- kvæmda. 6. Mat verði lagt á hagkvæmni og árangur í ríkisrekstri til að bæta hann og draga úr útgjöldum. Húsnæðismálin Það er engin spurning, að mál málanna þessi misserin - og þá sérstaklega fyrir ungu kynslóðirnar - eru húsnæðis- málin. í tillögum SUF koma fram mjög skýrar línur um aðgerðir á þessu sviði: 1. Ríkisvaldinu ber að sjá til þess að greiðslubyrði af húsnæðislánum aukist ekki frá því sem hún er þegar þau eru tekin. í því skyni ber tafarlaust að samþykícja frumvarp félagsmálaráð- herra um greiðslujöfnun vegna misgengis lánskjara og launa. 2. Tafarlaust verði samþykkt frumvarp félagsmálaráð- herra um skattafrádrátt fyr- ir húsbyggjendur og kaup- endur. 3. Sú breyting verði nú þegar gerð á reglum húsnæðis- stofnunar, að lán til kaupa á eldra húsnæði, njóti jafn- ræðis á við nýbyggingarlán. 4. Ríkisvaldið beiti sér nú þeg- ar fyrir aðgerðum sem dragi úr þörf húsbyggjenda og kaupenda fyrir lánsfé. Að- gerðirnar beinist fyrst og fremst að því, að lækka byggingarkostnað og lækka verulega útborganir í íbúð- arhúsnæði frá því sem nú er. Þessar aðgerðir hefðu það jafnframt í för með sér, að þau lán sem húsbyggj- endur og kaupendur fá, kæmu þeim að verulegum notum, án þess að þau þyrftu að hækka verulega frá því sem nú er. Heilsteypt stefna Það fer ekki milli mála, að Samband ungra framsókn- armanna hefur hér komið fram með óvenju heilsteyptar og raunhæfar tillögur að leiðum til að bæta lífskjörin á íslandi. Sú ábyrga stefna, sem kemur fram í tillögunum er árangur mikils og líflegs starfs, sem á sér stað í SUF undir forystu Finns Ingólfssonar, og full ástæða til að íhuga nánar hvernig núverandi ríkisstjórn geti tekið þessar tillögur upp á arma sína á seinni hluta stjórn- artímabils síns. Magnús Ólafsson. ■ Frá miðstjórnarfundinum, sem hófst í gærdag í Reykjavík.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.