NT - 20.04.1985, Blaðsíða 26

NT - 20.04.1985, Blaðsíða 26
fr ♦ é ♦ 4 i fT4 4 4 ♦ M 4 4 V < c§a Ilúsaæðisslofnun ríkisins LÆKKUIM VAXTA Orðsending til lántakenda á tímabilinu 1. maí 1978 til 30. júní 1979. Ákveðið hefur verið að lækka vexti á lánum þeim, sem veitt voru úr Byggingar- sjóði ríkisins á tímabilinu 1. maí 1978 til 30. júní 1979. Hafa lánin til þessa verið með 9,75% vöxtum og 60% verðtrygg- ingu samkvæmt byggingarvísitölu. Vextirnir hafa nú verið lækkaðir úr 9,75% í 2,8%. Vaxtalækkunin gildir frá og með gjalddögunum 1. maí 1984 og 1. nóvember 1984. Kemur hún til framkvæmda á gjalddögum þessa árs. Verðtrygging samkvæmt byggingarvísi- tölu verður óbreytt frá því, sem verið hefur. Hinir nýju vextir munu í framtíðinni fylgja þeim breytingum, sem kunna að verða gerðar á vöxtum annarra lána úr Byggingarsjóði ríkisins. Reykjavík, 15. apríl 1985, Húsnæðisstofnun ríkisins íslandsmót bæjarfélaga ■ Á laugardaginn verdur ís- landsmót bæjarfélaga í kraft- lyftingum. Mót þetta fer þannig fram aö bæjarfélögin keppa á sínum heimaslóðum og síöan sigrar það lið sem verður stiga- hæst samanlagt. Kejipt er í fimm manna sveit- um. I Æfíngamiðstöðinni Engi- hjalla keppa Reykjavík, Kópa- vogur og Hafnarfjörður og þar hefur Jón Páll Sigmarsson lofað að setja met í bekkpressu. Keppnin þar hefst kl. 16. Boðganga SR ■ Skíðafélag Kcykja nkur gekkst fyrir boðgöngu (3x10 km) á skíðum í góðu veðri í Bláfjöllum á fimmtudag. Urslit urðu þessi: 1. B-sveit SR 1:16,22. í sveitinni voru Kristján Sigurjónsson, Einar Kristjáns- son, sonur hans.og Garðar Sigurðssun. 2. A-svcit SR 1:16,52 3. C-sveit SR 1:31,50 Þess má geta að í C-sveitinni gengu þrír bræður, þeir Guðni, Eiríkur og Stefán Stefánssynir. Er þetta nokkuð óvenjulegt. ■ Valur Ingimundarson lék mjög vel gegn Svíum, skoraði 28 stig. NT-mynd: Sverrir Norðurlandamótið í körfuknattleik: Naumur sigur Svía - íslendingar betri í síðari hálfleik en náðu ekki að vinna muninn. Svíar unnu 74-69 STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. yUMFERÐAR RÁD HUSGOGN OG INNRÉTTINGAR SUÐURLANDSBRAUT18 JOKER unglingaskrifborðin Tilvalin fermingargjöf Verð kr. 4.450.- Ennfremur vandaðir skrifborðsstólar Verðfrákr. 1.780.- Frá Cvlfa Þorkelssyni á Poplar Cup í Finnlandi. ■ Islenska landsliðið lék tvo leiki á Polar Cup í gær. Fyrri leikurinn var gegn geysisterku liði Svía og tapaðist hann aðeins með 5 stigum 69-74. Svíar voru yfir í leikhléi og munaði þá 10 stigum svo íslendingar unnu síðari hálfleikinn. Leikurinn fór rólega af stað og sýndu íslendingar ágætan leik í vörn og sókn. Islenska liðið spilaði fast og gaf ekkert eftir í návígum. Jafnt var á flestum tölum fram undir miðjan hálfleikinn en þá kom góður kafli hjá Svíum og komust þeir þetta 8-12 stig yfir. Munur- inn var svipaður fram að leikhléi en þá höfðu Svíar yfir 42-32. íslendingar komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og héldu vel í við Svíana. Hittni var góð hjá íslendingum og sérstaklega fór Valur Ingimundar- son á kostum. Hann skoraði grimmt bæði undir körfu og fyrir utan þriggja stiga línuna. AIIs skoraði Valur 28 stig í leiknum og hjálpaði íslendingum til að vinna síðari hálfleikinn með fimm stigum. Lokatölur urðu síðan 74-69 fyrir Svía. Pað var mikil grimmd í íslenska liðinu og var ekkert gefið eftir í barátt- unni undir körfunni. Liðin tóku jafn mörg fráköst eða 34 en íslendingar létu Svía bara ná 6 sóknarfráköstum á meðan þeir hirtu sjálfir 10 stykki. fvar Webster var nú mun grimmari en í leiknum gegn Finnum í fyrrakvöld. Hann hirti ein 15 fráköst en þurfti að fara af velli með 5 villur er mjög skammt var til ieiksloka. Áhorfendur í mjög svo skemmtilegri íþróttahöll í Kouvola, sem er skammt utan við Helsinki, létu óspart í sér heyra og studdu vel við bakið á íslend- ingum. Allir leikmennirnir í íslenska liðinu stóðu sig vel og fengu allir að spreyta sig. Mótstaða íslendinganna kom Svíum í vont skap. Sérstaklega var farið að hitna í kolunum undir lok leiksins. Þá vildi bandaríski þjálfarinn sem þjálfar Svía ekki taka í hendina á Einari Bollasyni eftir leikinn svo vondur var hann. Stigin: Valur 28, Pálmar 9, Tómas Holton og Jón Kr. 8 hvor, ívar Webster 6, Torfi 5, Hreinn 3 og Birgir Mikaels- son 2 stig. Á undan leik íslendinga og Svía léku Finnar og Danir. Sá leikur var léttur hjá Finnum, þeir sigruðu 102-70. ■ Hrafnhildur Valbjörnsdóttir núverandi íslandsmeistasri kvenna í vaxtar- rækt mundar hér lóðin. Hún verður gestur keppninnar að þessu sinni. Vaxtarrækt: Islandsmót ■ íslandsmót í vaxtarrækt fer fram á Cornelius Carter, bandarískur dansari veitingastaðnum Broadway sunnudag- ogvaxtarræktarmaðursemdvaliðhefur inn 28. apríl næstkomandi. Forkeppni hér á landi síðan um áramót við verður kl. 14.00, borðhald kl. 19.00 og kennslu hjá Dansstúdíói Sóleyjar, Jón, úrslit kl. 20.00. Páll Sigmarsson, Islandsmeistan karla Samvinnuferðir - Landsýn styrkja, í vaxtarrækt, en hann gat ekki keppt að Landssamband vaxta.rræktarmanna þessu sinni og Hrafnhildur Valbjörns- vegna mótsins og gefa mjög vegleg dóttir, íslandsmeistari kvenna í vaxtar- verðlaun til þess. Keppt verður í karla- rækt. flokki,unglingaflokkiogkvennaflokki. Eins og fyrr segir þá hefst keppnin Gestir keppninnar verða verða kl. 14.00 á sunnudaginn 28. apríl. íslandsmót fatlaðra: Hlaup fyrir hvern sem er - sásíðastigeturunnið ■ í tengslum við íslandsmót fatlaðra sem haldið verður á Ak- ureyri um helgina verður haldið allsérstætt hlaup. Hlaupið verð- ur götuhlaup, eftir Pórunnar- stræti, og þar mega allir taka þátt, fatlaðir sem ófatlaðir, gangandi, íhjólastól, hlaupandi eða hjólandi. Eftir hlaupið verður svo dregið um fyrsta, annað og þriðja sæti. Hlaupið er ætlað til kynningar á íþróttum fatlaðra, lokapunkt- ur á íslandsmótið. íþróttasam- band fatlaðra vill með þessu kynna fyrir almenningi, að- standendum fatlaðra og fötluð- um almennt hvaða gildi íþróttir geta haft fyrir fatlað fólk, og hve mikil áhrif íþróttaiðkunin getur haft á hinn fatlaða. Til frekari útbreiðslu verður svo haldinn kynningarfundur um starfsemi ÍF og um íþróttir fatlaðra í íþróttahöllinni á Ak- ureyri. Iþróttasamband fatl- aðra vonast til að allir sem starfa við íþróttir fatlaðra, hafa áhuga og vilja vinna að fram- gangi þessara mála, auk annarra sem láta sig málið varða, sjái sér fært að mæta.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.