NT - 20.04.1985, Blaðsíða 11

NT - 20.04.1985, Blaðsíða 11
meö áherslu á nýsköpun og framleiðnk aukningu. Þá er í undirbúningi frumvarp til laga um eignarhaldsfyrirtæki ríkisins, eins og við framsóknarmenn höfurn ályktað um. Það frumvarp verður þó varla lagt frani á þessu þingi. Næstu skref nýsköpunar Eins og ég hef sagt, á nýsköpun í atvinnulífinu ekki aðeins við nýjar atvinnugreinar, heldur einnig og ekki síður þær sem eldri eru. Eg er t.d. sannfærður um, að með nýrri tækni má stórlcga auka framleiðni og verðmæta- sköpun í fiskvinnslunni. Því skrifaði ég Framkvæmdastofnun um síðustu áramót og óskaði eftir því, að undirbúningur að slíkri nýsköpun yrði þegar hafinn. Ánægjulegt er, að ótrúlega margir hafa þegar haslað sér völl á ýmsum sviðum nýrrar framleiðslu og nýrrar tækni. Loðdýraræktin eykst hröðum skrefum og stórar áætlanir cru urn fisk- eldi. Ótrúlega margir starfa þegar á sviði hátækni- og upplýsingaiðnaðar. Flest lofar það góðu. Nú er fyrst og fremst þörf á öflugum stuðningi hins opinbera. Það er von mín, að með því átaki, sem ég hef lýst, komist verulegur skriður á 'nýsköpuní íslensku atvinnulífi. Þó er það sannfæring mín að meira þurfi að gera. Mun ég nefna fáein atriði, sem ég tel, að leggja beri sérstaka áherslu á, Aldrei verður of oft ítrekað, að nauð- synlegt er að tengja menntakerfið betur atvinnulífinu og hinni nýju tækniþróun. Þekkingargrundvöllur Islendinga er goður. En þekkingunni þarf að beina inn á réttar brautir. Skipulag rannsóknastarfseminnarþarf einnig að endurskoða. Fyrir liggur frumvarp, sem menntamálaráðherra hefur látið semja upp úr frumvörpum. sem ég með öðrunt vann fyrir fáum árum. Þetta frumvarp þarf endur- skoðunar við. Nánast allt það, sem við framleiðum þurfum við að flytja út, því er markaðs- starfsemin ákaffega mikilvæg. Égtel rétt að sameina utanríksiviðskipti og utan- ríksiráðuneyti og beina starfseminni fyrst og fremst inn á markaðssviðið. Um það virðist því miðurekki nást samstaða. Þá verður að finna leiðir til þess, að náin samvinna milli þessara tveggja ráðu- neyta geti orðið, og við atvinnulífið sjálft. Ég vil nefna nokkrar beinar og óbeinar aðgerðir af hálfu hins opinbera, sem ég tel mikilvægar til þess að stuðla að þróttmikili nýsköpun atvinnulífsins. 1. Aðflutningsgjald og söluskattur af stofnkostnaði verði felldur niður þeg- ar um er að ræða framleiðslu sem ætluð er til útflutnings. 2. Tekjuskattur veðri felldur niður í finim ár af nýjum fyrirtækjum, sem teljast til nýsköpunar í atvinnulífi. 3. Söluskattur og verðjöfnunargjald af raforku verði sömuleiðis í fimm ár felld niður af slíkum fyrirtækjum. 4. Með skattfrádrætti og/eða mótfram- lagi úr ríkissjóði verði hvatt til auk- innar rannsókna- og þróunarstarf- semi í atvinnulífinu sjálfu. Ofangreindar aðgerðir kosta ríkissjóð lítið. Þær geta hins vegar skipt sköpum á fyrstu árum nýs fyrirtækis og stuðlað að stórauknum tekjum þegar reynslu- tími er liðinn. Um leið og þess er áfram vandlega gætt, að erlendir aðilar nái ekki tökum á íslenskum auðlindum, tel ég sjálfsagt að örva samvinnu innlendra og erlendra fyrirtækja á sviði hátækniiðnaðar. Á slíkum sviðum er hættulítið að leyfa erlendum aðilum að starfa í landinu. Þeir flytja með sér þekkingu, fjármagn og markað. Ný stefna í atvinnumálum Það sem ég hef nú nefnt, gæti orðið annar áfangi af opinberri hálfu í nýsköp- un í íslensku atvinnulífi. Með því er sú stafna mörkuð, að ríkissjóður taki ekki beinan þátt í eða reki slík fyrirtæki, en skapi þann grundvöll, sem nauðsynlegur er til að einkaaðilar og samtök geti haslað sér völl á nýjum, áður óþekktum sviðum. Auk jress sem ég hef rætt um, er á vegum einstakra ráðuneyta unnið ötul- lega að því, í samráði við atvinnulífið, að leita leiða til þess að flytja út íslenska þekkingu og framtak. Ymislegt á því sviði lofar góðu, t.d. í sjávarútvegi og jarðhitaleit. Að orkufrekum iðnaði er að sjálf- sögðu stöðugt unnið. Ég geri ráð fyrir því, að nokkrar ramkvæmdir verði á því sviði. Ég efa hins vegar að það verði mcginstoð atvinnuuppbyggingar á næst- unni. Á þennan hátt er verið að móta nýja og framsækna atvinnumálastefnu, stefnu a.m.k. næsta áratugs, sem ein getur stuðlað að nauðsynlegum hagvexti, bætt- Laugardagur 20. apríl 1985 11 um lífskjörum og góðu mannlífi. Fyrir miklu er því að berjast. Eitt land, ein þjóð Miklar breytingar hafa orðið á ís- lensku þjóðfélagi á undanförnum árunt og reyndar ekki síður hjá flestum öðrum vestrænum þjóðunt. Nýirstraumar leika um þjoðina.Með þeim berst margt ágætt en einnig ýmislegt, sem ber að varast. Gegn sliku verður Framsóknarflokkur- inn að snúast. Ég vil nefna tvö atriði. sem þó eru náskyld. Sundrungaröfl hafa undanfarið ár alið á tortryggni á milli þéttbýlis annars vegar og strjálbýlis og bænda hins vegar. Með þessu er verið að skipta þjóðinni í tvo hópa. Við íslendingar erum lítil þjóð. Það veldur erfiðleikum. Skiptir verðum við stórum minni. Okkur er lífsnauðsyn að nýta allar auðlindir landsins. Til þess verðum við að byggja landið allt, sem byggilegt er, sem ein þjóð. Við framsóknarmenn erum stoltir af byggðastefnunni. Okkur er Ijóst, að vegna erfiðleika í sjávarútvegi og land- búnaði hefur hallað á strjálbýlið síðustu árin. Það þarf að lagfæra, m.a. með nýsköpun í sjávarútvegi og landbúnaði og markvissri byggðastefnu. Frjálshyggjan Þessi viðleitni til sundrungar byggir á þröngsýnum arðsemissjónarmiðum og er náskyld nýjum stjórnmálastraumum, sem leika um vestrænar þjóðir. Á undan- förnum áratugum hefur flestum vestræn- um þjóðum tekist að skapa verulegt jafnræði og félagslegt öryggi. í raun og veru eru allar þessar þjóðir að meira eða minna leyti velferðarríki. Eftir orkukreppuna 1973 og við vax- andi atvinnuleysi hafa rnenn í örvænt- ingu leitað nýrra leiða. Þeir sem hafa alist upp við öryggi og aldrei kynnst öryggisleysinu, ætla sér allar leiðir færar og hirða ntargir hverjir lítt um það, þótt þeir traðki á sínum nágranna í leiðinni á toppinn. Þeir telja rnargir samneysluna óþarfa og vilja fá það fjármagn, sem til hennar er varið, í eigin hendur og fullkomið frjálsræði til athafna. Þetta eru hinir svonefndu frjálshyggjumenn. Ég er sannfærður um, að slík stefna, sem er blind og skilur ekki sjálfan þann grundvöll, sem gerir einstaklinginn og þjóðina sterka, sem vill fórna því sem á er byggt, er stórhættuleg hverju þjóðfé- lagi. Því miður hefur slík frjálshyggja náð sterkum tökum á nokkrum fjölda sjálf- stæðismanna. Sem betur fer skilja þó margir í þeim flokki hætturnar og eru henni andsnúnir. Égfagna því jafnframt, að frjálshyggjunnar gætir minna í sam- þykktum landsfundarins en ég gerði ráð fyrir. Umbótasinnuðum félagshyggjumönn- um er mjög nauðsynlegt að bregðast skjótt við þessari hættu. Með bættum efnahag og aukinni þekkingu er sjálfgert að auka frelsi einstaklingsins til heil- brigðra athafna. Hins vegar er ekki síður nauðsynlegt nú en fyrr að tryggja og bæta það öryggi, sem þegnunum er með samneyslunni búið. Aftur á móti er ekki lengur eins mikil þörf og áður var fyrir beina þátttöku ríkissins í ýmisskonar atvinnurekstri. Þar sem ekki er þörf. á ríkið að draga sig til baka, mikill ríkis- rekstur drepur þjóðlífið í dróma. Það er ekki í samræmi við stefnu Framsóknar- flokksins fremur en frjálshyggjan. I ræðu minni hef ég ekkert á stjórnar- andstöðuna minnst. Staðreyndin er, að mér virðist hún rótlaus, stefnulaus og fljóta í tómarúmi. Fram til sóknar Lifandi flokkur eins og Framsóknar- flokkurinn hlýtur að breytast með þeim miklu breytingum, sem hafa orðið í íslensku þjóðfélagi. Það merkir ekki að fórnað verði grundvallarhugsjónum flokksins, en þær þarf að aðlaga breytt- um þörfum og breyttum tímum. Engum flokki stendur nær en frjáls- lyndum og umbótasinnuðum félags- hyggjuflokki að berjast fyrir frjálsu vel- ferðarþjóðfélagi næsta áratugar, kannske aldar, en gegn öfgaöflum á báða boga. Það verk er ekki síður mikilvægt nú en þau mörgu, stóru verk- efni, sem flokkurinn hefur leyst allt frá stofnun. Við íslendingar eigum meiri mögu- leika á góðu og heilbrigðu mannlífi en flestar aðrar þjóðir. Auðlindireru mikl- ar og þjóðin er vel menntuð. Framtíðin er því björt, ef okkur auðnast að ná jafnvægi í efnahagsmálum og standa saman í nýrri sókn til bættra lífskjara. Það verður best gert eftir þeim leiðum, sem ég hef lýst, eftir leiðum framsóknar- stefnunnar. Fram til nýrrar sóknar, framsóknarmenn. Gullfalleg ítölsk sófasett Margar gerðir nýkomnar Ótrúlega lágt verð: Frá kr. 44.850.- í tauáklæði og frá kr. 67.500.- í leðuráklæði HÚSGÖGN OG kS. INNRÉTTINGAR Sbh^ÍN^SUÐURLANDSBRAUT 18 68 69 00 Gbbusa íslenskir bændur þekkja hina einstöku endingu HOWARD jarðtætaranna eftir 25 ára notkun hér á landi. Hin einstaka ending og hagstætt verð, gera kaup á HOWARD tæturum að besta kostinum. HOWARD HR 30 jarðtætarar fyrirliggjandi í 60“ - 70“ - 80“ breiddum með fjögurra hraða Heavy Duty gírkassa. Verð: 60“ kr.*78.300.- 70“ kr. 82.600.- 80“ kr. 87.600.- Pantið strax og tryggið tímanlega afgreiðslu. Einstæðir greiðsluskilmálar. iÍHOWARD JARÐTÆTARAR LÁGMÚLI 5, SlMI 81555

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.