NT - 20.04.1985, Síða 16

NT - 20.04.1985, Síða 16
 Sextugur: Ólafur M. Ólafsson útgerðarmaður, Seyðisfirði ■ óiiöi. sýnir Óla Venna í Vestmannaeyjum hvernig á að bera sig við færarúlluna. Fullu nafni heita heiðursmennirnir Ólafur Marel Ólafsson og Ólafur Sigurvinsson (bróðir Ársgeirs). Myndina tók Guðmundur Sigfússon í Eyjum. Full fimmtíu ár eru liðin síðan við Óli tókumst á í leik ogstarfi, en við vorum leikbræður þegar í æsku. Ólafur M. Ólafsson var fæddur í Vestmannaeyjum 20. apríl 1925. Foreldrar hans voru Ólafur Guðjónsson, Aust- firðingur í marga ættliði, sem lengi var fiskibátaformaður, og kona hans Vigdís Ólafsdóttir frá Vestmannaeyjum. Foreldrar Ólafs fluttu austur í Seyðisfjarð- arhrepp jíegar hann var korn- ungur. A Hánefsstaðaeyrum í Seyðisfjarðarhreppi var á þeim tíma talsvert útgerðarþorp. Þar voru 15-20 heimili og menn unnu þar einkum að sjávarút- vegi og landbúnaði jöfnum höndum. Flestir voru útvegs- bændur. Gerðu þeir út sex til þrettán smálesta fiskibáta og verkuðu fiskinn, en höfðu jafn- framt svolítið landbú fyrir heim- ilin. Sem smástrákur vandist Ólafur þegar mikilli vinnu, sér- staklega við sjóinn, og það kom fljótt í ljós, að hann var mikið mannsefni. Hann var forkur duglegur við alla vinnu, sem hann gekk að og eftirsóttur. Hann var t.d. frægur beitinga- maður. Fljótlega fór Óli, eins og hann er kallaður enn þann dag í dag, að fara á vertíðir suður á landi og vann við sjávar- útveg alla sína æsku fram á fullorðinsár. Pað var ekki hlaupið að því á þessum tíma fyrir unglinga að afla sér menntunar þar eystra. Þar voru engir menntaskólar, nánast eng- ir sérskólar, en alþýðuskólarnir höfðu þá starfað um alllanga hríð, þar á meðal Alþýðuskól- inn á Eiðum. Árið 1943 fór Óli að Eiðum og lauk brottfarar- prófi frá Eiðaskóla tveim árum síðar. Árið 1945 fer hann svo á íþróttaskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan sem íþrótta- kertnari vorið 1946. Það haust verður hann svo íþróttakennari á Eiðum, en aðeins um eins árs skeið. Árið cftir réðst hann til Seyðisfjarðar sem íþróttakenn- ari og sundhallarvörður, eftir að sundhöllin kom þar. Því starfi gegndi hann til 1958, en þá hefst nýr þáttur í lífi Óla, sem ég kem nánar að síöar. Það verður ekki rætt um æsku- og unglingsár Ólafs Ólafs- sonar án þess að minnast á íþróttaferil hans. Hann varmik- ill atgerfismaður, sterkur, snarpur og mjög fylginn sér. Hann var mjög góður knatt- spyrnuntaður og ég fullyrði. að ef hann hefði fengið tækifæri til 70 ára er í dag Oddur Jónsson frá Sandi. Hann tekur á móti gestum í Ásbúð 90, Garðabæ, I eftir kl. 15. að iðka knattspyrnu við góðar aðstæður hefði hann orðið einn af allra beztu knattspyrnumönn- um (slendinga á þeim tíma. En honum var fleira til lista lagt á sviði íþrótta en knattspyrna. Hann var fjölhæfur og mikill afreksmaður í frjálsum íþrótt- um, bæði hlaupum, stökkum og köstum. Þá var hann ágætur sundmaður. Það kom snemma fram hjá Óla, að hann hafði brennandi áhuga á atvinnurekstri og fram- kvæmdum. Meðan hann var íþróttakennari á Seyðisfirði hafði hann verulegan landbú- skap, m.a. um hundrað kindur á fjalli, þegar flest var, og talsverða rófnarækt. Fyrsta fleytan, sem Óli eignaðist var trilla, sem hann keypti með Sverri Haraldssyni, lækni, en þeir voru góðir vinir. Hét hún Hafrenningur. Árið 1959 verða veruleg þáttaskil í æfi Óla. Hann hættir starfi íþróttakennara á Seyðis- firði og gerist útgerðarmaður. Og í febrúar það ár kemur fyrsti fiskibáturinn, sem Ólafur eign- aðist. Var það Gullver NS 12, sem var 70 smálesta bátur. Skip- stjóri á Gullveri var Jón Pálsson, sem um árabil hefur verið einn farsælasti og fremsti togaraskipstjóri þjóðarinnar. Samstarf þeirra félaga leiddi til mikilh athafna og umsvifa í atvinnumálum Seyðisfjarðar. Þcir stofnuðu hlutafélag, sem heitir Gullberg hf., og átti Ólaf- ur mestan hlut í félaginu ásamt Jóni og Hjalta heitnum Nielsen. Gullver aflaði ágætlega bæði á síldveiðum og vetrarvcrtíðum. En Óli hugsaði alltaf fram á við og á hans vegum var smíðað nýtt 164 smálesta síldarskip í Vestmannaeyjum að ég hygg árið 1964. Þetta nýjaskipnefndi Óli Gullberg og bar það skrá- setningarstafina NS 13. Jafn- hliða seldu þeir svo Guflver gamla, en keyptu árið eftir aust- ur-þýzkan stálbát, einn af gömlu tappatogurunum svonefndu. Þetta skip var 265 smálestir. Útgerð þeirra félaga var nú orð- in veruleg nteð tvö nýtízkuleg síldveiðiskip, sem jafnan öfluðu vel. Útgerðin blómgaðist og styrktist með hverju árinu. Árið 1969erÓliorðinnsterk- efnaöur maður og var þá að hugsa um að flytja útgerð sína til Vestmannaeyja, en þar átti hann sterkar rætur. Á þessum árum hafði veriö reist stórt fisk- iðjuver á Seyðisfirði. Rekstur- inn gekk illa og erfiðleikar að afla hráefnis til vinnslu. Og nú tók Óli nýja ákvörðun sem hafði ákaflega mikla þýðingu fyrir Seyðisfjörð. En það var að festa kaup á fiskiðjunni ásamt Þor- bergi Þórarinssyni, æskufétaga hans af Eyrunum, og fleiri mönnum. Óli var þó langstærsti hluthafinn. Var nú ákveðið, að báðir bátamir skyldu veiða hrá- efni fyrir fiskiðjuverið og að þetta yrði svo rekið allt saman í sameiningu. Á árinu 1969 er Fiskvinnslan hf. stofnuð um fiskiðjuverið, og er það í rekstri enn þann dag í dag. Áriö 1971 stofnaði Óli hlutafélag, sem bar nafnið Eyrar hf., og keypti þaö bát, sem Margrét hét, auslur- þýzkur togari frá 1959. Hann var seldur aftur 1974. Og enn eitt hlutafélag stofnaði Óli, Brimberg hf., sem kcypti v/b Hannes Hafstein, sem var 170 smálesta síldarbátur. Var hann gerður út í nokkur ár, en var löngu st'ðar fluttur til Englands í úreldingu. Árið 1973 verða enn þáttaskil í atvinnusögu Ólafs Ólafssonar. Þá festa þeir félagar kaup á dönskum togara og nefndu þeir hann Gullver, en austur-þýzki báturinn var seldur burt. Óg nú hefst togaraútgerð þeirra, sem hefur verið rekin fram á þennan dag af miklum myndarskap. Fjórum árum síðar eða árið 1977 kaupir Fiskvinnslan svo togara frá Kristianssand, 46 m langt skip. Skipasmíðastöðin keypti hins vegar gamla togar- ann jafnhliða smíði hins nýja. Þessi nýi togari hlaut nafnið Gullberg. Seinasta skrefið í þessari glæsilegu atvinnusögu verður svo sumarið 1983, þegar þeir félagar kaupa nýja Gullver, 460 smálestir, 50 m að lengd og mjög fullkomið fiskiskip, sem nú er gert út sem flaggskip þeirra Seyðfirðinga. Til skamms tíma ráku þeir félagar því tvo togara, stórt fiskiðjuver, netaverkstæði, vélaverkstæði og aðra fisk- vinnslu af mikilli atorku. Ég held það sé óhætt að fullyrða, að ásamt Otto Wathne og Stef- áni Th. Jónssyni sé Ölafur Ólafsson einn helzti athafna- maður, sem Seyðfirðingar hafa eignazt. Það er mjög honum að þákka, að Seyðisfjörður hefur rétt verulega út kútnum á sein- ustu árum. Á síldarárunum hafði Ólafur brennandi áhuga á að koma upp nýtízkulegri síldarverksmiðju á Seyðisfirði. Honurn fannst, að Síldarverksmiðjur ríkisins væru yfirleitt gamlar og úreltar og þörf á að gera þar úrbætur á. Hann hafði því forgöngu um að stofna félag, sem setti sér það mark að reisa nýtízku síldar- verksmiðju á Hánefsstaðaeyr- um. Tryggði félagið sér land undir verksmiðjuna á eyrinni fram af Sörlastaðalandi við Sörlastaðaána. Þar var reist traust hafskipabryggja. Sörla- staðaáin undirbúin til virkjunar rafmagns og síðan reist nýtízku síldarverksmiðja með öllu til- heyrandi. En þá gripu máttar- völdin inn í með tvennu móti. Annars vegar hvarf síldin, þegar verksmiðjan var í raun að verða tilbúin að taka á móti síld, og hins vegar mætti félagið harðari andstöðu. Sameinað atvinnu- rekendavald ríkisins og banka- vaidið stöðvuðu framgang þessa glæsilega máls. Félagið varð raunverulega gjaldþrota og þeir félagar urðu að rífa verksmiöj- una niður og selja hana hingað og þangað eftir beztu getu. Þessi saga er raunasaga og tap- aði Óli stórfé á þessu máli. Togaraútgeröin varð einnig fyrir verulegu áfalli, þegar skipa- smíðastöð í Frakklandi varð gjaldþrota, en hún haföi skip í smíðum fyrir Fiskvinnsluna. En þótt á móti blési um sinn var það ckki venja Óla að gefast upp. Þvert á móti herti hann róðurinn. Skaplyndi Ólafs Ólafssonar er með þeim hætti. að hann hefur alltaf haldið höfð- inu uppréttu og viljað taia full- um hálsi við hvern sem í hlut á. Þótt Óli sé fljótur að breyta skapi og lundin sé ör, er hann drenglyndur og manna sáttfús- astur. Skipstjórar hans hafa sagt mér, að aldrei sjáist svipbrigði á Óla, þótt fiskur hafi verið tregur. Þá er Óli óvenju greið- vikinn. Veit ég að hann hefur greitt götu fjölmargra manna með ýmsum hætti, ekki sízt þeirra sem minna mega sín. Hann er vinmargur og góður vinur vina sinna. Óli er nákunnugur íslenzkum sjávarútvegi og þekkir fjöldann allan af starfsbræðrum sínum víðs vegar um landið. Hann hefur óbilandi trú á fiskistofnin- um og hefur alla tíð verið óhræddur að hætta fé sínu í sjávarútvegi. Óli er félagslega sinnaður maður og hefur tekið mikinn þátt í svo að segja öllum félags- og framfaramálum, sem unnið hefur verið að á Seyðisfirði á seinni árum og víðar. Hann átti um tíma sæti í bæjarstjórn Seyð- isfjarðar og vann sérstaklega að framgangi atvinnumála á þeim vettvangi. Fiskvinnslan og Gullberg hf. lentu í miklum fjárhagserfið- leikum á erfiðu árunum eftir 1980 eins og fjöldamörg önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. Leiddi þetta til þess, að þeir félagar urðu að selja Gullbergið, en lán Seyðfirðinga var nægilega mikið til þess að aðrir aðilar á staðnum keyptu skipið. Svo í dag reka þeir Fiskvinnsluna og togarann Gullver ásamt öðrum þeim rekstri, sem þeir hafa starfrækt um árabil. Gullbergið aflar á- fram hráefnis fyrir Fiskvinnsl- una. Þetta var Ólafi mjög á móti skapi, en nú leggur hann allan sinn metnað í að styrkja rekstur- inn á nýjan leik og ég vona sannarlega að honum takist það. Við Ólafur Ólafsson höfum verið vinir um marga áratugi. Við ólumst upp saman, tókum þátt í íþróttaæfingum og í- þróttakappleikjum um árabil og vorum alla tíð samrýmdir. Þó að leiðirnar hafi skilið þá hefur vináttan haldizt eigi að síður. Ég met þennan vin minn ákaf- lega mikils og tel hann einn af fremstu athafnamönnum í sveit útgerðarmanna á fslandi. Það væri betur, að fslendingar eign- uðust flciri slíka, þá þyrfti þjóð- in sannarlega engu að kvíða. Ólafur hefur verið mikill gæfumaður í einkalífi. Kona hans Hlín Nielsen er hin ágæt- asta kona, og þau hafa eignazt saman þrjár myndarlegar dætur. sem allar eru búsettar á Seyðisfirði. Hið fallega heimili þcirra er rómað fyrir gestrisni. Nú þegar Ólafur, vinur minn, stendur á sextugu á ég enga heitari ósk honum til handa, en að atvinnureksturinn, sem hann á og stjórnar megi blessast og blómgast. Ég veit það væri veg- legasta afmælisgjöfin, sem hon- um gæti hlotnazt. Við hjónin sendum Ólafi og fjöiskyldu hans hjartanlegar hamingjuóskir á þessum merk- isdegi. Veit ég að fjölmargir vjnir hans hér á Reykjavíkur- sVæðinu sem annars staöar muhu taka undir þær óskir. Tómas Árnason Laugardagur 20. apríl 1985 16 Guðsþjónustur í Reykja- víkurprófastsdæmi sunnu- daginn 21. apríl 1985. Árbæjarprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 2.00. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 2.00. Aðalfund- ur safnaðarins eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjónusta kl. 2.00. Organleik- ari Guðni Þ. Guðmundsson. Bræðrafélagsfundur mánudags- kvöld kl. 20.30 í safnaðarheimil- inu. Félagsstarf aldraðra miðviku- dag kl. 2-5 Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Barnasamkoma kl. 11.00 í safnað- arheimilinu við Bjarnhólastíg. Fermingarmessur í Kópavogs- kirkju kl. 10.30 og kl. 14.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag: Barnasamkoma kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurðardótt- ir. Sunnudag: Messa kl. 11.00. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 2.00. Eftir messu verða sýndar og útskýrðar teikningar af nýja dóm- kirkjuorgelinu. Jafnframt verður boðið í kaffisopa á kirkjuloftinu. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephensen. Landakotsspítali. Messa kl. 11.(K). Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund Messa kl. 2.00. Sr. Hjalti Guð- mundsson prédikar. Félag fyrrver- andi sóknarpresta. Fella- og Ilólakirkja Fcrmjngarmessur kl. 11.(K) og kl. 14.00. Sr. Hrcinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykajvík. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðspjallið í myndum. Barna- sálmar og smábarnasöngvar. Af- mælisbörn boöin sérstaklega vel- komin. Sunnudagspóstur handa börnunum. Framhaldssaga. Við hljóðfærið Jakob Hallgrímsson. Bænastund í kirkjunni alla virka daga nema mánudaga kl. 18.(X) og stendur í um stundrfjóröung. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11.00. Messa með altarisgöngu kl. 14.00. Org- anlcikari Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. GrÖndal. Hallgrímsprestakall Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Sr. RagnarFjalarLárusson. Þriðjudag, bænaguösþjónusta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. Landsspítalinn Messa kl. 10.00. Sr. Karl Sigur- björnsson. Háteigskirkja Messa kl. 10.00. Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2.00. Sr. Tóm- as Sveinsson. Borgarspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Tóm- as Sveinsson. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur-sögur-leikir. Guðsþjón- usta kl. 2.00. Bel canto kórinn úr Grðabæ syngur undir stjórn Guð- finnu Dóru Ólafsdóttur. Prestur sr. Pjetur Maack, organleikari Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. Tón- leikar Bel canto kórsins kl. 4.00. Stjórnandi Guðfinna Dóra Ólafs- dóttir. Laugarneskirkja Messa kl. 2.00. Þriðjudag, bænag- uðsþjónusta kl. 18.00. Föstudag, 26. apríl síðdegiskaffi kl. 14.30. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Neskirkja Laugardag: Samverustund aldr- aðra. Farið verður að Höfða við Borgartún frá kirkjunni kl. 15.00. Þátttaka tilkynnist kirkjuverði í dagmillikl. 11 ogl2ísíma 16783. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11.00. Barnaleikrit flutt. Guðs- þjónusta kl. 14.00. Frú Jóhanna Möller syngur einsöng. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Ath. Opið hús fyrir aldraða þriðjudag og fimmtudag kl. 13-17. Húsið opnað kl. 12.00. Seljasókn Barnaguðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 10.30. Barnaguðsþjón- usta í íþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Guðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 14.00. Æskulýðsfundur þriðjudag kl. 20.00 í Tindaseli 3. Fyrirbænasamvera fimmtudags- kvöld 25. apr. kl. 20.30 íTindaseli 3. Sóknarprestur. Seltjarnarnessókn Barnasamkoma í Sal Tónskólans kl. 11.00. Sóknarnefndin. Fríkirkjan í Hafnarfírði Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 14.00. Aðalsafnaðar- fundur hefst strax að lokinni guðs- þjónustu. Fríkirkjufólk er ein- dregið hvatt til að mæta. Sr. Einar Eyjólfsson. Kirkja Óháða safnaðarins Messa kl. 14:00 Aðalfundur safn- aðarins eftir messu sr. Baldur Kristjánsson. Hafnarfjarðarkirkja Fermingarmcssur sunnudaginn 21. apríl kl. 10.3tLog 14.00. Séra Gunnþór Ingason. Reflavíkurkirkja Fermmgarguðsþjónustur kl. 10.30 og 14.00. Áltarisganga mánudags- kvöld kl. 20.30. Sóknarprestur

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.