NT - 27.04.1985, Page 2
Irvr-Ii
Laugardagur 27. apríl 1985
Línur teknar
að skýrast
á alþióð-
lega skák-
mótinu í
Borgamesr.
■ Tékkneski stórmeistar-
inn Karel Mokry hefur tek-
ið forystuna þegar þrjár
umferðir eru að baki á al-
þjóðlega skákmótinu í
Borgamesi. Hann vann bið-
skák sína við Magnús Sól-
mundarson úr 1. umferð og
síðan fylgdi góður sigur yfir
heimsmeistara unglinga
Curt Hansen. í þriðju um-
ferð gerði hann svo stutt
jafntefli við William Lomb-
ardy.
Eftir rólega fyrstu umferð
voru skákmennirnir í meira bar-
áttuskapi í næstu umferð, von-
andi þó ekki vegna þess að um
fá raunveruleg „uppgjör" var
að ræða. Mokry sannaði styrk
sinn og vann Curt Hansen þó
hann stýrði svörtu mönnunum
og þeir Margeir og Karl sigruðu
Hauk og Magnús örugglega.
Anatoly Lein sigraði Dan Hans-
son áreynslulaust en Lombardy
og Jansa gerðu stutt jafntefli.
í>á gerðu Sævar og Guðmundur
jafntefli eftir flókna baráttu.
Guðmundur bauð jafntefli með
peði meira en staða hana var
ótraust og jafnteflistilboðið
skiljanlegt.
2. umferð:
Dan - Lein 0:1
Lombardy - Jansa Vr.Vi
Karl - Magnús 1:0
Sævar - Guðmundur Vr.Vi
Hansen - Mokry 0:1
Margeir - Haukur 1:0
í 3. umferðgerðistfáttóvænt.
Guðmundur vann Dan örugg-
lega og Curt sigraði Magnús.
Stutt jafntefli varð t' skákum
Mokry og Lombardy og Lein og
Karls. Meiri barátta varð í
viðureign Jansa og Margeirs en
að lokum þráléku keppendur.
Skák Hauks og Sævars fór tvisv-
ar í bið.
Mokry efstur en fjór-
ir koma á hæla honum
3. umferð:
Guðmundur - Dan 1:0
Lein-Karl Vr.Vi
Haukur - Sævar biðskák
Jansa - Margeir Vr.Vi
Mokry - Lombardy Vr.Vi
Magnús - Hansen 0:1
í gær fór svo fram 3. umferð
og er greint frá úrslitum hennar
á öörum stað í blaðinu. Eftir
þrjár fyrstu umferðirnar eru lín-
ur mjög farnar að skýrast og
það á þann veg sem búast mátti
við. Ekkert hefur komið veru-
lega á óvart en þó vekur ánægju
góð frammistaða hins nýbakaða
Islandsmeistara Karls Þor-
steins. Staðanerþessi: 1. Mokry
2 Vi v. 2.-5. Margeir,- Guð-
mundur, Lein og Karl allir með
2 vinninga. 6.-8. Hansen,
Lombardy og Jansa 1 Zi\. hver.
9. Sævar 1 v. + biðskák. 10.
Haukur Vi v. + biðskák. 11.
Dan Vi v. 12. Magnús 0 v.
Tékkinn Mokry stendur vel
að vígi þó ómögulegt sé að sjá
fyrir hvernig málin þróast. Sig-.
urskák hans við Curt Hansen
er hér til umræðu. Ég þykist
greina nokkur helstu einkenni
tékkneska skákskólans, dálítið
grugguga byrjunartaflmennsku
sem þróast hægt og bítandi
svörtum í hag. Þarna gægjast
fram svo ekki verður um villst
helstu merkisberar tékkneskra
skáklistar Vlastimil Hort og Jan
Smejkal:
Alþjóðlega skákmótið í Borg-
arnesi.
2. umferð
Hvítt: Curt Hansen
Svart: Karel Mokry
Enskur leikur
1. c4 e5 3. g3 Be6
2. Rc3 d6
(Sjaldséður leikur en ég minnist
þess þó að hafa séð Hort tefla
þannig.)
4. Bg2 c6 8. 0-0 a5
5. d3 Rf6 9. f4 Ra6
6. e4 Be7 10. h3 b5
7. Rge2 0-0
(Svartur reynir strax að skapa
sér mótspil á drottningarvængn-
um.)
11. cxb5 Db6+ 12. d4
(Til greina kom að víkja kóngn-
um undan og hefja síðan peða-
sókn á kóngsvæng. Eftir texta-
leikinn vill peðamiðborð hvíts
verða helst til viðkvæmt og það
tekst Mokry að notfæra sér.)
12. .. cxb5 14. Ra4
13. Be3 b4
(Þessi riddari kemst ekki í spilið
aftur fyrr en í 30. leik og þá um
seinan.)
14.. . Db5 17. Rxf4 d5!
15. b3 Had8 18. e5 Re4
16. g4 exf4
(Svörtum hefur tekist að ná
örlítið betri stöðu þó án þess að
hægt sé að benda.á svo óyggj-
andi sé hvað fór úrskeiðis.)
19. Rxe6
(Þessi uppskipti máttu bíða.
Ofan á aðra erfiðleika þarf hvít-
ur nú að mæta margvíslegum
hótunum svarts eftir f - línunni.)
19. .. fxe6 22. Hxc8 Hxc8
20. Hcl Rg3 23. Bf4 Re4
21. Hel Hac8 24. Bxd4
(Hvítur afræður að hirða peðið
en við það myndast ýmsir veik-
leikar eftir skálínunni 85 - hl.)
24. .. dxe4 27. Hel Hf8
25. Hxe4 Dc6 28. Hcl Db7
26. Dd3 Rc7 29. Bd2?!
(Traustara var 29. Hfl og þó
svartur hafi greinilega góð færi'
fyrir peðið er ekki öll nótt úti.
Én hvítur er ekki alveg búinn að
missa af lestinni.)
29.. . Bh4
■ Tékkneski stórmeistarinn Karel Mokry hefur tekið forystuna
eftir þrjár umferðir, hefur hlotið 2 Vi' vinning. Með 2 vinninga eru
Guðmundur Sigurjónsson, Margeir Pétursson, Karl Þorsteins og
Anatoly Lein.
Ilfl
éi
A
IA11
IA
A
30. Rc5?
(Riddarinn kemur nú til skjal-
anna enda lengi búinn að vera
úti í kuldanum. En eftir þennan
leik verður hvítu stöðunni ekki
bjargað. Með því að leika 30.
Hfl gat hvítur enn barist. Hann
hefur e.t.v. óttast 30. - Hxfl +
31. Dxfl De4 en með 32. Dc4!
heldur hann enn í horfinu. Þá
strandar 32. - Rd5 á 33. Dc8+
Kf7 34. Dxe6+! Kxe6 35. Rc5+
og hvítur vinnur. í stað 32. -
Rd5 má reyna 32. - Df3. Ridd-
arinn á c7 er friðhelgur vegna
máts í nokkrum leikjum en með
33. Dfl! getur hvítur varist.)
30. .. Bf2+ 31. Kh2 Dd5!
(d4 - peðið riðar tilfalls og um
leið hvíta staðanj
32. Hc4 Rb5 33. Be3
(Eða 33. De4 Bxd4 og svartur
vinnur létt.)
33... DO!
- Hvítur er varnarlaus enda
kaus Hansen aðgefast upp.
í’þessari umferð lagði Margeir
Pétursson Hauk Angantýsson
að velli í laglegri skák sem hér
fer á eftir:
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Haukur Angantýsson
Kóngsindversk vörn
1. d4 d6 2. c3 e5 3. Rc3 Rd7 4.
Rf3 g6 5. e4 Bg7 6. Be2 Rgf6 7.
0-0 0-0 8. Hel c6 9. Bfl a6 10.
Hbl b5 11. b4 exd4 12. Rxd4
Bb7 13. Bg5 Dc7 14. Hcl bxc4
15. Bxc4 Db6 16. Ra4 Dc7 17.
Bd5 c5 18. Rb3 Bxd5 19. exd5
c4 20. Ra5 Re5
21. Hxe5 dxe5 22. d6 Db8 23.
a3 h6 24. Be3 Db5 25. Rc5 Iffd8
26. Hxc4 Bf8 27. a4 De8 28.
Rab7 Hdb8 29. d7 De7 30. Ra5
Hd8 31. Rc6 Dd6 32. Dxd6
Bxd6 33. Rxd8 Hxd8 34. Re4
Rxe4 35. Hc8 Bc7 36. Hxc7 Kf8
37. Bc5+ Rxc5 38. bxc5 Ke739.
c6 Hb8 - svartur féll, en eftir 40.
Hc8 er staða hans vitaskuld
gertöpuð.
Helgi Olafsson skrifar um skák
Ævintýraheimur
íslenskra
hraunhelia
■ Hraunhellar á Islandi
heitir erindi sem flutt
verður á mánudaginn á
vegum Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags í stofu 201
í Árnagarði og hefst kl.
20.30. Arni B. Stefánsson
augnlæknir ræðir um hella
og sýnir litskyggnur.
Þetta er síðasti fyrirlest-
urinn á þessum vetri en nú
taka við leiðbeininganám-
skeið og sumarferðir á
vegum félagsins. Tvö leið-
beininganámskeið verða
í maí, annað um þörunga
í fjörum og hitt um stein-
gervinga og för eftir löngu
liðnar lífverur. Auk þess
verður farið í fuglaskoð-
unarferðir um Reykjanes
og veitir Náttúrufræði-
stofnun íslands allar frek-
ari upplýsingar.
Héraðsvakan:
Bör Börsson í
eiginpersónu
- en ekki leikritið
■ Leikritið um Bör
Börsson verður ekki sýnt
á Héraðsvöku á Egilsstöð-
unr í kvöld, eins og misrit-
aðist í NT á miðvikudag,
heldur mætir Bör sjalfur á
staðinn, ásamt fylgdarliði
sínu úr heimabyggðinni,
til að skemmta Austfirð-
ingum.
Fimm ár eru nú liðin frá
því að Bör var síðast á
fjölunum í Valaskjálf, og
ætlar hann að minnast
þeirra tímamóta með há-
tíðarhaldi.
Bóksala stúdenta:
Tölvubókasýning
í Félagsstofnun
■ Bóksala stúdenta
gengst fyrir sýningu á nýj-
um bókum um tölvur og
tölvufræði frá bandaríska
bókaforlaginu Prentice
Hall, dagana 29. apríl til
3. maí. Sýningin fer fram
í húsakynnum Félags-
stofnunar stúdenta og
verður fulltrúi forlagsins á
staðnum og veitir upplýs-
ingar.
Jónasi líkt
■ Löngum hefur staðið styr um Jónas frá
Hriflu. I lifanda lífi átti hann sér marga
einlæga aðdáendur og trygga fylgismenn
gegnum þunnt og þykkt og jafnframt hat-
rama andstæðinga.
Þótt nokkuð sé um liðið síðan Jónas
burtkallaðist úr veraldarvafstrinu og hafði
um mörg ár setið á friðarstóli áður en hann
lést eru enn mjög skiptar skoðanir um
skörunginn og athafnasemi hans alla í
lifanda lífi. Nú á aðreisa Jónasi minnismerki
og er verið að ganga frá undirstöðum þess
gegnt Arnarhvoli, sem Jónas lét byggja á
sínum tíma. Þar í nágrenni eru fleiri opin-
'berar byggingar sem óhjákvæmilega tengj-
ast nafni hans, svo sem hús Hæstaréttar og
Þjóðleikhúsið.
Sumum þykir nóg um að reisa minnis-
merki á þessum stað og eru því mjög
mótfallnir, þótt lítið beri á í opinberri
umræðu. Mál þetta var til umræðu í hópi
kaffiþambara sem fátt láta sér óviðkomandi
og sýndist sitt hverjum. Þorgeir Þorgeirsson
rithöfundur sló botninn í umræðuna með
þessari athugasemd: „Þetta væri ekki Jónas
ef hann væri ekki fyrir neinum.“
Bara að hann Halldór setji ekki á okkur kvóta
Eining á Akureyri:
20 milljónir í at-
vinnuleysisbætur
■ Atvinnuleysisbætur
til félaga verkalýðsfé-
lagsins Einingar á Akur-
eyri námu nálægt 20
milljónum á síðasta ári
og dagpeningar og styrk-
ir úr sjúkrasjóði féiagsins
voru 3.1 milljón króna.
Þetta kom m.a. fram í
máli Jóns Helgasonar for-
manns Einingar á aðalfundi
félagsins, sem haldinn var
sunnudaginn 21. apríl síð-
astliðinn.
Það kom einnig fram í
máli Jóns Helgasonar, að
aðalfélögum í Einingu
fækkaði um liðlega 100 frá
aðalfundi 1984, og eru þeir
nú 3200. Aukafélögum
fækkaði um meira en 200
og eru þeir nú 646.
Starf Einingar var mei
hefðbundnum hætti á síð
asta ári, en auk þess hefu
mikil vinna verið bundii
framkvæmdum við bygg
ingu nýja verkalýðshússin
að Skipagötu 14. Um síð
ustu áramót hafði Eininj
lagt 15 xh milljón króna ti
byggingar hússins. Fram
kvæmdir við húsið eru lang
komnar og er búist við, ai
Eining flytji þangað inn un
næstu mánaðamót.
Aðeins einn listi var bor
inn fram til stjórnarkjörs ;
aðalfundinum og var ham
sjálfkjörinn. Formaður fé
lagsins er sem fyrr Jói
Helgason og varaformaðu
er Sævar Frímannsson.