NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 27.04.1985, Qupperneq 4

NT - 27.04.1985, Qupperneq 4
 T Laugardagur 27. apríl 1985 4 Fréttir Upprekstrarlönd við Blöndu: VERÐUR BEITIN SNARMINNKUD? Samdráttur í Sauð- fjárrækt, segja bændur ■ Lögformlegt mat á beit- arþoli þeirra upprekstrar- landa beggja vegna Blöndu þar sem hvaö mestar deilur voru um hrossabeit á síðasta sumar hefur veriö gefið út. Er þar boðaður verulegur samdráttur á beit, mismikill eftir hreppum, segja bændur hann allt að 50% hjá sumum, en engan hjá öðrum. Eru beitartölurnar talsvert lægri’ en þær tölur sem Land- græðslan hélt fram síðasta sumar og bændur mótmæltu þá. Framámenn í Vatnsdal og Skagafirði sem NT ræddi við sögðu bændur mjög óhressa með matið og sagði Jón Bjarnason á Ási í Vatnsdal að það hlyti að þýða samdrátt í sauðfjárframleiðslu ef framkvæmt yrði. í Vatnsdal og Seyluhreppi er ekki ein- asta rúm fyrir það sauðfé sem bændur hafa, þó svo hrossabeit sé með öllu sleppt. Er ekki talið útilokað að matinu verði vísað til yfirtölunefndar til endur- mats. í samtali við NT sagði Ólafur Dýrmundsson land- nýtingaráðunautur og einn þeirra sem að matinu vann að hann teldi þá vera heldur í efri mörkunum og að endur- mat gæti leitt til að beitarþol- ið yrði dæmt enn lægra. Búist er við að um ein- hvern aðlögunartíma að þessu nýja mati verði að ræða. ■ Laufey Bjarnadóttir og Þórhildur Þóroddsdóttir. Leikfélag Reykjavíkur leitar að unglingsstúlku í hlutverk: Dreymir þig um að slá í gegn? ■Leikfélag Kcykjavíkur er á höttunum eftir unglings- stúlku á aldrinum 13-17 ára til aö leika stórt hlutverk í söngleik Kjartans Ragnarssonar og Atla Heimis Sveins- sonar sem settur vcrður upp meö haustinu og fjallar um Reykjavík á stríðsárunum. Umrædd stúlka þarf helst að hafa einhverja leikreynslu og góða söngrödd og geta þær stúlkur sem treysta sér í hlutverkið mætt í viðtal og prófun í Iðnó á mánudagskvöldið kemur kl.20.30. .,Eg held að jvetta sé eina leiðin til að fá einhverja hug- mynd um hver gæti komið til greina í þetta hlutverk,'- sagði Kjartan Ragnarsson, annar höfunda „Land míns föður" og leikstjóri, er NT slóáþráðinntil hans í gær. Hann sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem LR færi þessa leið til að fá fólk í hlutverk og yrði spennandi að sjá hvernig gengi. Okkur á NT þótti þetta ný- stárleg aðferð og Ijósmyndari og blaðantaður brugðu undir sig betri fætinum í'góða veðrinu í gær, örkuðu í bæinn og hófu leit að leikkQnu. Á tröppum Fóstur- skólans hittum við Rósu Hilm- arsdóttur, 18 ára Reykjavík- urmær sem var að sóla sig í blíðunni. Hún sagðist vel geta hugsað sér að prufa að komast í hlutverk, hún hefði áhuga á leiklist en hefði ekki leikið neitt að ráði, og þar með var það ákveðið að hún mætti í prufu í. Iðnó. Beint fyrir framan Iðnó sátu vinkonurnar L.aufey Bjarna- dóttir og Þórhildur Þórodds- dóttir, báðar 13 ára og í Selja- skóla, og gæddu sér á stórum ís í sólskininu. Þær ráku upp skellihlátur þegar þær voru spurðar hvort þær gætu hugsað sér að fara í prufu hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þó kæmi það vel ■ Nemendur Laugamesskólans vora í óða önn að undirbúa afmælissýninguna, þegar Ijósmyndara NT bar að garði í gærmorgun, og eins og sjá má, verða þar hinir fegurstu gripir. NT.mynd Amí njama ■ Rósa Dagbjört Hilmarsdóttir. ■ Gabriela Friðriksdóttir. til greina en eflaust yrði erfitt að fara að syngja fyrir framan ein- hverja kalla... í Áusturstrætinu varð Gabri- ela Friðriksdóttir á vegi „talent- spæjara" NT. Hún er 13 ára og er í Réttarholtsskólanum. Hún hefur leikið svolítið og dansað í skólanum og haldið ræður og var alveg á því að mæta í Iðnó í viðtal og prufu. Það virðist eftir viðbrögðum þessara fjögurra stúlkna sem það verði allstór hópur ung- meyja sem stormi niður í Iðnó á mánudagskvöldið kemur til að „slá í gegn“. Ekki væri verra fyrir þær að vera búnar að æfa einhvern texta eða lag til að syngja fyrir dómnefndina, en meðal þess sem þær þurfa að gera er að lesa texta, syngja og framkvæma leikspuna. NT ósk- ar þeim góðs gengis og við munum fylgjast spenntir með því hver verður fyrir valinu. NT*myndir: Ari. Myndmennta- kennarar þinga í dag ■ Félag íslenskra mynd- menntakennara heldur fé- lagsfund kl. 10 í dag í Mynd- lista og handíðaskóla Islands, þar sem kynnt verð- ur fyrirhuguö kennslubók í myndmennt. Auk þess verður kynnt árlegt þing norrænna mynd- menntakennara, sem haldið verður í Stokkhólmi í sumar þar sem aðalefnið verður „hreyfanlegar myndir“. Mjólkurinn* legg minnkaði ■ Mjólkurinnlegg á öllu landinu í marsmánuði nú nam 7,7 milljónum lítra á móti rúmlega 7,8 á sama tíma í fyrra og er samdrátt- urinn nær 1,5%. Samdrátt- urinn fyrstu þrjá mánuði ársins er 22,2 milljónir lítra eða 1,8% minni en á sama tíma í fyrra. Mestur varð samdráttur- inn á félagssvæði Mjólkur- bús Flóamanna. Þar var tek- ið á móti um 4,8% minni mjólk í mars nú en í fyrra. Þá varð nokkur samdráttur hjá Mjólkursamlaginu á ísa- firði og á Blönduóssvæðinu. Laugarnesskólinn 50 ára: Hátlðarsýning um helgina ■ Laugarnesskólinn heldur upp á 50 ára afmæli sitt um helgina og nemendur og kennarar hafa verið að undirbúa hátíðarsýningu síðan í síðustu viku. „Við erum að útbúa ýmis konar verkefni um 50 ára sögu skólans, og hverfisins, í myndum og máli,“ sagði Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri í samtali við NT. Hann sagði, að sýningin væri unnin úr gögnum, sem væru ýmist í skólanum, eða sem hefði þurft að sækja annars staðar, m.a. til listamanna í hverfinu og fyrirtækja. Sýningin var opnuð kl. 20 í gærkvöld. Á laugardag og sunnudag verður skólinn svo opinn öllum og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá frá kl. 14-18 báða dagana.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.