NT - 27.04.1985, Page 9
■ Miðvikudaginn 1. maí verð-
ur síðasta verk Jóhanns Sebasti-
ans Bach, Die Kunst der Fuge,
flutt í Bústaðakirkju á vegum
Kammermúsíkkiúbbsins. Með
þessum flutningi vill Kammer-
músíkklúbburinn heiðra minn-
ingu tónsnillingsins á 300 ára
afmæli hans, en rannsóknir tón-
listarsagnfræðinga klúbbsins
benda til þess, að þetta verk
hafi ekki fyrr verið flutt á ís-
landi. Flytjendur verða Sinn-
hoffer-strengjakvartettinn frá
Múnchen og Ragnar Björnsson
organleikari.
Die Kunst der Fuge - háttatal
fúgunnar - er síðasta stórverkið
sem Bach samdi. Hann var þá á
sjötugsaldri, í listum var upp
komin ný stefna, og ströng form
barokktímabilsins voru ekki
metin sem fyrr. Bach ákvað að
sýna í einu tónverki það full-
komnasta, sem gáfa hans- og
lærdómur megnuðu á sviði hins
strangasta tónlistarforms, fúg-
unnar, eftirkomendum til um-
hugsunar. Eða, eins og segir í
ritgerð Reynis Axelssonar
stærðfræðings aftan á kápu nýj-
ustu sembalplötu Helgu Ingólfs-
dóttur, þá virðist svo sem á efri
árum hafi Bach ákveðið að taka
ekki lengur mið af samtíð sinni,
„hann var farinn að treysta á
framtíðina. Síðustu árin sem
hann lifði notaði hann að mestu
til að ganga frá ýmsum eldri
verkum, lagfæra þau og búa í
hendur seinni kynslóða; þetta
var á tímum þegar sjaldgæft var
að tónlist lifði höfunda sína, og
mikið af þessum handritum
Bachs er glatað. Hann samdi
minna en áður, og síðustu verk
hans búa yfir háleitri stærð-
fræðilegri fegurð sem er óháð
og ósnortin af stefnum og
tískum; þau eru skrifuð fyrir
eilífðina sjálfa."
Bach entist ekki aldur til að
fullljúka Die Kunst der Fuge,
handriti hans eru hljóðfæri ekki
tilgreind. 1 flutningi Kammer-
músíkklúbbsins verða fúgurnar
fimm leiknar af strengjakvartett
en kanónarnir fjórir á orgel.
Tónleikarnir í Bústaðakirkju
hefjast kl. 20.30 hinn 1. maí.
Öllum er heimill aðgangur,
jafnt félögum Kammermúsík-
klúbbsins sem öðrum.
S.St.
VOR - 1985
Ýmsar búvélar á mjög góðu verði:
4
~s
ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900
Bændur!
Athugið hið fjölbreytta úrval búvéla sem
við eigum á lager - eða pöntum með
stuttum fyrirvara.
Hafið samband við sölumenn okkar, eða
kaupfélögin um land allt.
Ávinnsluherfi
Vinnubreidd 3,05 m
Verð kr. 9.240.-
Flagjafnarar
Vinnubreidd 2,2 m
Verð kr. 16.980.-
Áburðardreifarar
Rúmtak 210 1 - 1000 1
Verð frá kr. 9.350.-
Plógar
1 skera brotplógur
Verð kr. 19.800.-
Bronson berst
við fasistana
Hið illa er menn gjöra (The Evil
That Men Do). Bandaríkin 1984.
Handrit: David Lee Henry og John
Crowther, eftir sögu R. Lance Hill,
sem byggir á sannsögulegum at-
burðum. Leikendur: Charles
Bronson, Theresa Saldana, Joseph
Maher, Raymond St. Jacques, Jose
Ferrer, Rene Enriquez, John
Glover, Nicole Thomas. Leikstjóri:
J. Lee Thompson.
■ EnnánýtekurCharlesBronson
að sér að fullnægja réttlætinu í
heimi hér, á þann hátt, sem honum
einum er lagið. Að þessu sinni
bregður Bronson aðeins út af vana
sínum. Hann ætlar sér ekki að hefna
eigin harma (kona hans og dóttir í
mörgum öðrum myndum hans voru
teknar illilega til bæna af glæpamönn-
um), heldur harma ekkju vinar
hans. Og til þess að afmá fasista-
stimpilinn, sem óhjákvæmilega var
kominn á kappann, var ákveðið að
láta hann fara til Suður-Ameríku,
einmitt til að berjast við fasista-
stjórnvöld í Guatemala, eða réttara
sagt leiguþý stjórnvalda, og líka
leiguþý Bandaríkjastjórnar, eftir
því sem fram kemur í myndinni.
Bronson er sem sé orðinn að heims-
lausnara.
í stuttu máli: 1 Suður-Ameríku
starfar læknir nokkur, einhvers kon-
ar Mengele okkar tíma, og pyntar
andófsmenn eftir pöntun vítt og
breitt um álfuna. Mikill fjöldi sjúkl-
inga hans hefur drepist undir með-
ferðinni, enn fleiri hafa orðið ör-
kumla vesalingar. Mælirinn fyllist,
þegar blaðamaðurinn George Hi-
dalgo fær rafstuð í skrokkinn,
þegar hann ætlar að fletta ofan af
lækninum. Þá kemur til kasta
Bronsons, sem að vísu hefur dregið
sig í hlé á einhverri Paradísareyju
þar sem hann nýtur góða veðursins.
Við þurfum ekki að spyrja að leiks-
lokum. Nær væri að spyrja hversu
margir lítrar af blóði hafi flætt um
tjaldið áður en yfir lýkur.
Ef minnið svíkur mig ekki, þá
hefur leikstjórinn gert nokkrar
ágætar hasarmyndir, eins og Byss-
urnar frá Navarone. Eitthvað hefur
honum þó förlast hin síðari ár, ef
marka má nýjustu afurðina. Charles
Bronson hefur ekki breyst, hvað þá
að hann hafi lært að leika.
Hið illa er menn gjöra er eitt af
því illa er menn gjöra, ekkert nema
ofbeldisuppúrvelta, þó svo að reynt
sé að dylja þennan öfuguggahátt á
bak við pólitíska silkislæðu. Og það
versta er, að stundum tekst
mönnunum að gera myndina ofur-
lítið spennandi. Og má maður þá
skammast sín. Algjör vibbi.
Guðlaugur Bermgundsson.
Diskaherfi
Vinnubreidd 2,4 m
Verð kr. 40.600.-
Hnífaherfi
■ Bronson með efitrlætisleikfangið, byssu, sem gerir stórt gat á skrokk
óvinarins.
Vinnubreidd 3,4 m
Verð kr. 33.500.-
Hankmo 66
Vinnubreidd 2,1 m
Verð kr. 48.000.-
Fjaðraherfi