NT - 27.04.1985, Side 10
1 Laugardagur 27. apríl 1985 10
LlL Hclgin framundan
■ Sviðsmynd úr Agnes - barn Guðs: Abbadísin (Guðrún Asmundsdóttir, Agnes (Guðrún S.
Gísiadóttir) og geðlæknirinn (Sigríður Hagalín).
Dönsk gamanmynd
í Norræna húsinu
Sl. haust sýndi kvikmynda-
klúbburinn Norðurljós dönsku
gamanmyndina „Slá först
Frede“, en hún er fyrsta mynd-,
in í gamanmyndaflokknum um1
andhetjuna Frede Hansen.
Sunnudaginn 28. apríl kl.
16.00 verður sýnd önnur
myndin í þessum myndaflokki,
„Slap af Frede“. Hún er beint
framhald þeirrar fyrri og er í
sama stíl. Frede vesalingurinn
flækist aftur inn í hættulega
veröld njósnara, þvert gegn
vilja sínum, og lendir í hinum
ótrúlegustu ævintýrum.
Leikstjóri er Erik Balling,
en í aðalhlutverkum eru Mort-
en Grundvald, Ove Sprogöe,
Dirch Passer, Clara Pontopp-
idan o.fl. Myndin er í litum og
með dönsku tali.
Aðgangskort kvikmynda-
klúbbsins frá því í haust gilda
á sýninguna, en auk þess verð-
ur hægt að fá aðgöngumiða við
innganginn.
Rætt um drauma
Mánudagskvöldið 29. apríl
verður rætt um drauma, -
útlenda og innlenda - í Norr-
æna húsinu. Annikki Kaivola-
Bregenhöj talar um áhrif
menningar á draumaráðningar
og Carsten Bregenhöj fjallar
um alþýðlegar ráðningar
drauma. Hafa þau hjónin unn-
ið lengi að þjóðfræðilegum
rannsóknum á draumum.
Þá skýrir Erlendur Haralds-
son dulsálfræðingur frá rann-
sóknum sínum á innihaldi
drauma eftir kynferði og Hall-
gerður Örn Eiríksson rabbar
um mismunandi merkingar
nokkurra íslenskra draum-
tákna. Að þessu loknu verður
svarað spurningum. Túlkað
verður eftir þörfum.
Silfursmíði í
Norræna húsinu
Á sunnudag verður opnuð
sýning á silfurskartgripum og
öðrum silfurmunum í anddyri
Norræna hússins. Hér eru á
ferðinni verk sænsku silfur-
smiðanna Rosa Taikon og
Bernd Janusch, sem hafa sýnt
gripi sína víða í Svíþjóð og
annars staðar.
Þekktasta sýning þeirra er‘
sú, sem haldin var á National- •
museet í Stokkhólmi 1969 und-
ir heitinu „Sígaunahefð í skart-
gripagerð“, og var hún liður í
mannréttindabaráttu sígauna
í Svíþjóð.
Rosa Taikon er sjálf sígauni
og lærði hefðbundna silfur-
smíði ættflokks síns af föður
sínum og kenndi manni sínum,
Bernd Janush, handverkið.
Pau nota bæði mikið víravirki
í list sinni og hafa þróað þá
tækni á sinn eigin hátt. Hún
vinnur aðallega skartgripi, en
hann smíðar einnig aðra muni.
Sýningin verður opin 28.
apríl - 12. maí á venjulegum
opnunartíma Norræna
hússins.
Kalevaladagskrá
í Norræna húsinu
Norræna húsið og Reykjavík-
urdeild Norrænafélagsins
standa að sameiginlegri
dagskrá, laugardaginn 27.
apríl, í tilefni af 150 ára afmæli
Kalevalakvæðanna finnsku.
Kl. 20.30 um kvöldið verður
flutt erindi um Kalevala og
ferðir Lönnrots, sem safnaði
kvæðunum, lesið verður úr
kvæðunum og finnski tónlistar-
hópurinn Nelipolvistet leikur
ogsyngur. Aðgangurerókeyp-
is og allir eru velkomnir.
Fyrr um daginn verður hald-
ið málþing um Kalevala í Hug-
vísindahúsinu á vegum Heim-
spekideildar Háskóla fslands.
Málþingið stendur frá kl. 10.00
um morguninn til kl. 17.00, og
verða fluttir fyrirlestrar á
sænsku og dönsku og umræður
á milli. Allir áhugamenn um
Kalevala eru velkomnir.
Valborgarmessuhátíð
íslensk-sænska félagið hélt
hér fyrr á árum alltaf upp á
Valborgarmessuhátíð 30.
apríl, en sá dagur jafngildir
með Svíum því sem sumardag-
urinn fyrsti er íslendingum.
Þessi hefð hefur legið niðri um
skeið, en á Valborg, 30. apríl
nk. verður hún hafin til vegs að
nýju.
Þá verður efnt til skemmtun-
ar í Skíðaskálanum í Hvera-
dölunt. Þarverður tilglaðnings
sænskur húsmannskostur á
borðum, menn hafa uppi létt
ræðuhöld og margvíslegan
söng og loks verður dansað,
rn.a. kringum Valborgar-
messubál. Aðalræðuna flytur
Þórárinn Eldjárn rithöfundur,
en veislustjóri verður Þór
Magnússon þjóðminjavörður.
Sérstakur gestur verður
sænski trúbadúrinn Jerker
Engblom, sem syngur lög eftir
Bellman og Taube. Engbiom
er hér gestur félagsins, sænska
sendiráðsins og Norræna
hússins, og daginn eftir, hinn
1. maí, flytur hann söngdag-
skrá í Norræna húsinu, sem
einmitt ber yfirskriftina Frá
Bellman til Taube.
Þátttaka í Valborgarmessu-
hátíðahöldunum kostar kr. 650
og er þar innifalinn flutningur
í og úr Skíðaskála. Þátttöku
þarf að tilkynna í Skíðaskála.
Þátttöku þarf að tilkynna í
Skíðaskálann, í síma 99-4414,
og er hún bindandi. Lagt verð-.
urafstaðfráHlemmikl. 19.00.
Laugardagskaffi
Kvennahúss
Laugardaginn 27.4. er á
dagskrá við Laugardagskaffi
Kvennahússins: Umhverfis-
mál -hvers vegna eru þau eitt
af baráttumálum kvenna?
Guðrún Ólafsdóttir kynnir
málið.
Kvikmyndasýning
Austria
Félagið Austria gengst fyrir
kvikmyndasýningu á Hótel
Loftleiðum sunnudaginn 28.
apríl kl. 17.00.
Sýndar verða myndirnar:
„Alte Pracht“ - neu erwacht
um endurvaktar fornar hand-
íðir. „Robért Stolz“ æviatriði
hins fræga tónskálds. „Waffen
fur 16.000 Man“ vopnabúr-
ið fræga í Graz frá tímum
Tyrkjastríðanna.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Skipulagssýning
í Hafnarfirði
Sýning á tillögum í sam-
keppni um skipulag Víðistaða-
svæðis í Hafnarfirði er opin í
fundarsal bæjarstjórnar fíafn-
arfjarðar að Strandgötu 6 dag-
lega kl. 13-18 fram á sunnu-
daginn 28. apríl.
Söngfélag Skaftfellinga
í Reykjavík
■ Laugardaginn 27. apríl held-
ur Söngfélag Skaftfellinga í
Reykjavík tónleika í Skaft-
fellingabúð Laugavegi 178 kl.
15.30 og eru þeir haldnir í
tengslum við vorfagnað Skaft-
fellingafélagsins sem verður að
kvöldi sama dags kl. 22.00 í
Skaftfellingabúð. Stjórnandi
kórsins er Violeta Smidova,
undirleikari Pavel Smid og
munu þau einnig leika fjórhem
á píanó.
Gestur kórsins er Friðrik S.
Kristinsson söngvari og mun
hann flytja nokkur einsöngs-
lög.
Landsmót íslenskra
skólalúðrasveita
■ Laugardaginn 27. apríl
verður landsmót íslenskra
skólalúðrasveita haldið í
íþróttahúsi Digranesskóla.
Mótið sækja rúmlega tuttugu
skólalúðrasveitir víðs vegar að
af landinu, eða alls um fimm
hundruð ungir hljóðfæra-
leikarar.
Mótið hefst kl. 13.30 með
leik Hornaflokks Kópavogs.
Kl. 14.00 mun bæjarstjóri
Kópavogs, Kristján Guð-
mundsson, setja mótið. Síðan
mun hver sveit leika tvö til
þrjú lög og verður byrjað á
Reykjavíkursveitunum, en
síðan verður farið réttsælis
hringinn í kringum landið og
endað með Skólahljómsveit
Kópavogs.
Mótinu lýkur með því , að
allir þátttakendur sameinast
um að spila tvö lög, þ.e. mars
eftir J. Ph. Sousa og Úr útsæ
rísa íslandsfjöll, eftir Pál ís-
ólfsson. Kynnir á mótinu verð-
ur Jón Múli Árnason.
Kaffisala Skagfirsku
söngsveitarinnar í
Reykjavík
■ Laugardaginn 27. apríl n.k.
hefur Skagfirska söngsveitin í
Reykjavík kaffisölu í Hreyfils-
húsinu við Grensásveg. Húsið
verður opnað kl. 15.00. Á
boðstólum verður veislukaffi,
kórsöngur og hlutavelta.
Kórinn mun syngja kl. 15.30
og 16.30.
gestir hans, þær Valgerður
Andrésdóttir, sem leikur á
píanó, og Margrét Pálmadótt-
ir, sópran. Undirleikari hennar
er Jórunn Viðar.
Kór Öldutúnsskóla var
stofnaður 22. nóvember 1965
og heldur því upp á 20 ára
afmæli sitt á þessu ári með
tónleikum. Allir eru hjartan-
lega velkomnir.
Vinsælasta þjóðlaga-
söngkona Sovétríkjanna
til íslands
■ ífréttatilkynningufráMÍR
segir svo: „Ljúdmíla Zykina,
sem um langt árabil hefurverið
vinsælasta og kunnasta
þjóðlaga- og vísnasöngkona í
Sovétríkjunum, heldur tón-
leika ásamt þjóðlagasveitinni
„Rossía" í Þjóðleikhúsinu n.k.
mánudagskvöld, 29. apríl kl.
21.00. Efnisskráin er afar fjöl-
breytt, gömul rússnesk þjóðlög
og lög seinni tíma tónskálda
sungin og leikin. Stjórnandi
hljómsveitarinnar er Viktor
Gridin.
Rússneska listafólkið kemur
til íslands í tilefni Sovéskra
daga MÍR 1985 og heldur tón-
leika utan Reykjavíkur í Nes-'
kaupstað 30. apríl, á Egilsstöð-
um 1. maí, Akureyri (Sjallan-
um) 2. maí, Laugum og Húsa-
vík 3. maí.“
Einsöngstónleikar í
íslensku óperunni
■ Sunnudaginn 28. apríl kl.
15.00 syngur óperusöngvarinn
■ Ljúdmíla Zykina þjóðlaga
söngkona.
íslenska óperan
frumsýnir Leðurblökuna
eftir Johann Strauss
■ íslenska óperan frumsýnir
í kvöld kl. 20.00 óperettuna
Leðurblökuna eftir Johann
Strauss. 2. sýning verður annað-
kvöld á sama tíma og 3. sýning
þriðjudaginn 30. apríl.
Leðurblakan er ein þekkt-
asta og vinsælasta Vínaróper-
ettan, enda er þar að finna fjölda
af lögum og melódíum sem
allir kunna. Hljómsveitarstjóri
á þremur fyrstu sýningunum er
Vínarbúinn Gerhard Deckert,
en síðan tekur Garðar Cortes
við stjórninni. Leikstjóri er
Þórhildur Þorleifsdóttir, en
Una Collins hefur gert leik-
mynd og búninga. Lýsingu
■ Björg Þorsteinsdóttir við eitt verka sinna.
Kór öldutúns-
skóla syngur í Garði
■ Á vegum Tónlistarfélags
Garðahrepps verða tónleikar í
samkomuhúsinu Garði kl. 14
sunnudaginn 28. apríl n.k. Kór
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði
flytur fjölbreytta dagskrá undir
stjórn Egils Friðleifssonar.
Einnig koma fram tveir fyrr-
verandi félagar úr kórnum sem
Walter Raffeiner ljóð eftir F.
Schubert og aríur eftir Wagner
og Weber.
Walter Raffeiner er hetju-
tenór, einn af fremstu Wagn-
ersöngvurum Þjóðverja um
þessar mundir. Hann starfar
nú við óperuna í Frankfurt þar
sem hann syngur einkum í
Wagneróperum. Undirleikari
á tónleikunum er Vasa Weber
æfingastjóri í íslensku óper-
unni.
annast Ásmundur Karlsso.n.
í hlutverkum eru Sigurður
Björnsson, Ólöf K. Harðar-
dóttir, Guðmundur Jónsson,
Halldór Vilhelmsson, Sigríður
Gröndal, Ásrún Davíðsdóttir,
John Speight, Hrönn Hafliða-
dóttir, Elísabet Waage, Júlíus
V. Ingvarsson, Guðmundur
Ólafsson og Eggert Þorleifs-
son. Með kór og hljómsveit
íslensku óperunnar taka yfir
90 manns þátt í sýningunni.
■ Skagfirska söngsveitin í Revkjavík.