NT


NT - 05.05.1985, Síða 12

NT - 05.05.1985, Síða 12
Sunnudagur 5. maí 1985 12 ■ Baldur Jónsson vallarvörður. (NT-mynd: Sverrir) skap í mér koma m nýlega“ NT minnist Melavallarins með Baldri Jónssyni vallarverdi ■ Þcir sem átt hafa leið vestur Hringbraut nýlega, hafa ekki komist hjá því að sjá að verið er að rífa gamla Melavöllinn. í annað sinn í sögu vallarins er hann orðinn „fyrir“ í skipulagi borgarinnar. I fyrra sinnið, 1926, var hann færður um steinsnar svo að Hringbrautin kæmist fyrir, en í þetta sinn er hann víst allur og hluta af svæðinu mun eiga að nota undir bílastæði. Bílaumferðin og Melavöllurinn eiga því greinilega ekki mjög vel saman. Melavöllurinn var vigður árið 1911 en það voru íþróttafélögin í Reykjavík sem forgöngu áttu um gerð hans. I „Oldinni okkar“ er svo sagt frá vígslunni: „Sunnudaginn 11. júní var íþróttavöllurinn nýi á Melunum í Reykjavík vígður og opnaður til almennra afnota. Múgur og margmenni var viðstatt, eitthvað um 1500 manns. Ræður voru fluttar, leikflmi sýnd og að síðustu var háður stuttur fótknattleikur milli fótknattarfélags Reykjavíkur og fótknattarfélagsins Fram. í Fram eru allir innan 18 ára, en eigi að síður stóðu þeir svo uppi í hárínu á fullorðnu knattleiksmönnunum, að leikurinn var óútkljáður er honum lauk. Iþróttavöllurinn er 200 stikur að lengd og 100 að breidd. Allur er hann girtur rammgcrðri girðingu, 31/2 alinar hárri, úr bárujárni. Það eru íþróttafélögin í Reykjavík, sem að vallargerðinni standa, cn bærinn hefur látið þeim í té land undir völlinn og styrkt þessa framkvæmd með 2500 kr. framlagi.“ Nú fer hver að verða síðastur að líta jarðneskar leifar Melavallarins, þessa merka fyrirbæris sem liefur verið samofínn vexti og viðgangi í íþróttahreyfíngarinnar og borgarinnar allrar í meira en sjö áratugi. A tímamótum sem þessum er sjálfsagt að líta um öxl og rifja upp eitt og annað sem á daga vallarins hefur drifíð og þvi litu Helgarblaðsmenn við hjá Baldri Jónssyni vallarverði. Arið 1950 hljóp Baldur undir bagga í veikindaforföllum þáverandi vallarstjóra og meiningin var að hann gegndi starfínu í 3-4 vikur, enda stóð hann þá í verslun á Framnesveginum. Síðan eru liðin 35 ár og enn er Baldur vallarstjóri - nú með aðsetur á Laugardalsvellinum - þannig að vallarstjórastarfsferillinn hefur orðið heldur lengri en til stóð í fyrstu. En eins og Baldur orðaði það sjálfur, þá „veit víst enginn sinn næturstað“. Fyrir bragðið eru þeir fáir sem betur þekkja Melavöllinn og starfsemi hans en einmitt Baldur og við biðjum hann fyrst um að segja okkur frá fyrstu árum Meiavallarins. „Með tilkomu vallarins, í júní 1911, skapast mörg ný tækifæri fyrir íþróttafólk og fljótlega fara að myndast hefð- ir þar sem völlurinn gegnir lykilhlutverki. Strax fyrsta árið var haldin mikil hátíð 17. júní, á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, þar sem sýnd var leikfimi og aðrar íþróttir. En þetta varð síðan að árviss- um viðburði. Hátíðahöldin byrjuðu niðri í bæ og síðan var gengið fylktu liði upp á Mela- völl þar sem fram fór íþrótta- keppni ogleikfimisýning. Þess- ar 17. júní uppákomur voru alveg ekta hátíðahöld, því það tóku allir sern "etlingi gátu valdið þátt í þeim feg er alveg viss um það að margoft hafa verið þarna um 12-14 þúsund manns á vellinum, svo þú sérð að þetta voru oft heilmiklir viðburðir. En sem sagt, þessi hefð um 17. júní hátíðahöld helst alveg fram til 1968 og það er alveg synd að þetta skyldi hafa lagst niður. En ekki var völlurínn ein- ungis notaður til hátíðahalda á 17. júní var það, er ekki rétt hjá mérað kóngurínn, Krístján X, hafi komið þar við 1921? „Jú það er rétt hjá þér, hann gerði það og það var nú í tilefni þess sem „Turninn“ var reist- ur. Eldeyjar-Hj alti gafþennan turn eða stúku, sem þótti alveg stórkostlegt fyrirtæki þó hún væri nú ekki nema fyrir fimm- tán manns eða svo. Þarna sat svo konungurinn með sínu fagra föruneyti þegar hann kom og horfði á íþróttasýning- arnar. Hollingin eins og á unglingum í þá daga voru gífurlega miklar íþróttasýningar, bæði fimleikar og svo auðvitað glíma og frjálsar íþróttir. Ann- ars er það alveg furðulegt að á þessum árum voru til nokkuð margir sýningarflokkar, leik- fimisýningarflokkar, en ég ef- ast um að það séu til nokkrir í dag. Þetta er nú framþróunin. Þegar ég var smápolli og alveg fram eftir stríð þá voru þrír eða fjórir alveg topp sýningar- flokkar í Reykjavík. Jón Þor- steinsson, Benedikt Jakobs- son, Valdimar í Miðbæjar- skólanum og fleiri voru með hreint úrvalsflokka. Ég man til dæmis, að einhvern tíma þegar ég var strákur þá forfallaðist einn úr sýningarflokki hjá KR. Við urðum einir þrír að keppa alveg sérstaklega inni í KR- húsi til þess að fá að komast inn í plássið sem losnaði. Þetta var, hugsa ég, álíka og að komast í íslenska landsliðið í dag, enda voru ekki teknir í þessa flokka nema menn, sem voru alveg klassa leikfimi- menn. Þú sérð ennþá á götum bæjarins menn sem ganga al- veg teinréttir og „hollingin" alveg eins og á unglingum, þó þeir séu komnir um sjötugt. - Þétta eru gamlir fimleika- menn. Það er eiginlega alveg synd að það skuli ekki vera lögð meiri rækt við leikfimina heldur en gert er.“ Pallarnir í bragga í Fossvoginum Og allt fór þetta vitanlega fram undir beru lofti? „Já, já, það var allt undir, beru lofti og þótti ekkert mál að vera úti. Það voru ekki til neinar hallir eða leikfimihús, en það kom fyrir að sýnt var í Iðnó eða í Bárunni sem svo var kölluð, en annars var ekki í neitt hús að venda og ég hugsa það þætti nú lélegt í dag. Menn kláruðu sig samt sem áður á þessum litlu senum eða pöllum fyrir því.“ Voru þá bara útbúnir pallar fyrir leikfimifólkið? „Já það voru trépallar og þeir voru nú við líði alveg fram til 1970. Við vorum að setja upp palla á 17. júní á Melaveíl- inum löngu eftir að leikfimi- húsin komu til sögunnar. Borg- in átti þessa palla og þeir voru geymdir í bragga hér inni í Fossvogi. Þetta var ansi stór braggi og hann var alveg sneisafullur, þannig að við gát- um búið til næstum eins stórt svið og við vildum. Hér í eina tíð þótti það stundum gott, þegar við vorum að setja þetta upp aðfaranótt 17. júní, ef við komumst heirn á morgnana rétt til að þvo okkur áður en hátíðin byrjaði.“ Er óhætt að segja að í 50 ár hafi íþróttasagan að miklu leyti gerst á Melavellinum? -,,Já það er víst alveg óhætt, og þó þú tækir dýpra í árinni. Melavöllurinn er í rauninni eini virkilega frambærilegi íþróttavöllurinn þar til Laugar- dalsvöllurinn kemur fram 1957 og hann tekur við svotil allri íþróttastarfsemi, bæði æfing- um og keppnum. íþróttafélög- in áttu mörg hver ekki sína velli lengi framan af, svo þarna 'áttu sér stað allir meiriháttar íþróttaviðburðir eins og til dæmis Íslandsglíman. Það var vitaskuld stórviðburður og ég man eftir frægum glímuköpp- um eins og Hallgrími Bene- diktssyni, Tryggva Gunnars- ■ Stúlkur sýna leikfími á Melavellinum 1911. (Ártxjarsafn Arni Bjama)

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.