NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 05.05.1985, Qupperneq 18

NT - 05.05.1985, Qupperneq 18
Sunnudagur 5. maí 1985 18 Ul' Tilraun til hagnýtrar tón- listarfræðslu fyrir byrjendur Oddur Björnsson ■ Mcnn hafa komið að máli við mig og rætt mikla nauðsyn þess að einfalda tónlistarfræðsluna, þannig að allir - ungir sem gamlir - megi botna í kontrapunkti og fúgu, enda sé slíkt lágmarks mannréttindi. Hinirsömu aðilar hafa kvartað undan því að tónskáldin og tónlistarstjórar (þ.á.m. skólastjórar tónlistarskólanna) séu svo sprenglærðir í þcssu að þeim sé algerlega um megn að útskýra þetta fyrir venjulegu fólki, svo ekki sé talað um chaconnu og passakagliu, enda óvíst hvort þeir í raun og veru skilji þetta sjálfir. Ég kvað ekki minnsta vafa á því. Hitt væri svo annað mál að etv. mætti gera þetta tiltölulega einíalt fyrir venjulegt óbrjálað fólk - og datt mér því í hug að gera dálitla tilraun til hagnýtrar fræðslu í þcssum efnum - án ábyrgðar, einsog þeir segja, enda er ég ekki „átóríséraður" músikus. Tilraunir til samninga í verkföllum byrja iöulega sem frumstæðar fúgur, mcð tilbreytingarlítilli klifandi og þrástagi á því sama-sem getur iðulega farið út í hreinan kontrapunkt, þegar tilboð og kröfur og gagntilboð og gagnkröfur (sem er þó yfirleitt sama tilboðið og sama krafan) eru í sjálfu sér komin í svo mikið hár saman að virðist algjör sjálfhelda en leysist svo eins og af sjálfu sér eða fyrir mjög þróað afbrigði af hundalógik sem minnir einna helst á guðlegan þankagang í áreynslulausri rökhyggju sinni, það má kallast dæmigerður kontrapunktur og verður að játast að tónskáldin skilja hann sjaldnast sjálf. Chaconna (upprunanlega gamall spánskur dans) og passacaglía (sem er líka gamall dans í hægum þrítakti) eru í sjálfu sér einskonar fúgur með tilbrigðum, og eru fáir á þingi sem hafa slíkt á valdi sínu - frekar væri það þá kanónan, sem er nánast einhliða þus eða romsa er þykistverafúga. Nefni ég engin nöfn í því sambandi, enda er þetta tónfræði en ekki kennslustund í mælskulist (retórík). Til er og aðferð sem heitir toccata og minnir einna helst á kött sem töltir á heitu bárujárnsþaki. Er það viðurkennd aðferð, bæði innan alþingis og utan. Ekki veit ég hvort vert er að hafa þessa tónlistarfræðslu öllu ýtarlegri, enda gætu menn þá ruglast í ríminu. Þeir sem hafa áhuga á framhaldsmenntun í kontrapunkti og fúgu etc. ættu að fylgjast með tónlistargagnrýni dagblaðanna eða láta bara hreinlega innrita sig í tónlistarskóla. Einnig er ágætt að hitta Atla Heimi í Bankastræti, eða Jón Ásgeirsson í heita pottinum. Eða Leif Þórarinsson í einhverri matvöruversluninni. Þess má þó geta í lokin að það var dobbelfúga eftir Bach sem sprengdi örtölvu háskólans síðastliðið haust. Skyldu menn því vara sig á fúgum og kontrapunktum, og kannski er maður best settur með það - þegar öllu er á botninn hvolft - að botna sem minnst í þessu. •gfr- VJHWS? Mér líður mjög illa Nýttu hugrekki þitt K Mig langar til að biðja þig um að hjálpa mér að losna við eitt vandamál sem háir mér mjög. Þetta vanda- mál er feimni. Þessi feimni hefur fylgt mér síðan égman eftir mér og þessu fylgir svo minnimáttarkennd ogþung- lyndi. Þessi feimni er að þvi er ég held á frekar háu stigi, mér lídur mjög illa innan um ókunnugt fólk og mér líður jafnvel illa innan um fólk sem ég þekki, skólafélaga, ættingja og viniaukþess sem ég kann ekki að tala við fólk, þ.e. ég veit ekki hvað égá að segja heldur sit bara og læt mér liða illa. Þetta leiðir til þess að ég einangra mig frekar en að vera innan um fólk. Stundum kemur það þó fyrir að feimnin hreinlega rennur af og ég get verið óþvingaður smástund en feimnin kemur alltaf aftur. Ég veit ekki af hverju þessi feimni stafar en ég var lagð- uríeinelti fyrsta árið sem ég var í skóla og það hefur örugglega ekki bætt hana. Ég vona að þú getir hjálpað vegna þessaðþetta erömur- legt líf, ég er unglingur ennþá og það þýðir ekkert að segja að þetta hverfi með árunum. Mér gengur illa að kynnast nýju fólki nema ég sé með víni og sérstaklega er þetta erfitt í sambandi við hitt kynið. Ég fæ oft þunglynd- isköst og þá langar mig oft til að binda enda á þetta allt saman. Með von um svar. Einn feiminn. ■ Kæri „feiminn‘' Þakka þér gott bréf. Reyndar hef ég lengi verið að bíða eftir bréfi sem þínu þar sem feimni er kannski algengasta vandamálið sem unglingar telja sig eiga við að etja. Flestir reyna kannski að dylja sína feimni og sitt uppburðarleysi á unglings- árum oft með misjöfnum ár- angri. Reyna menn þá oft að temja sér ýmiskonar takta og svaranir til þess að sleppa fyrir horn tilfinningalega. Getur maður oft seinna litið í eigin barm og brosað góð- látlega að sjálfum sér, en ekki eru það allir sem komast að öllu leyti yfir sína feimni. Unglingsárin eru flestum erfið. Upp í okkur koma alls konar tilfinningar, sem við þekktum ekki áður. Við för- um hægt og rólega að færa okkur út á okkur áður ótroðn- ar slóðir. Afstaða okkar gagnvart foreldrum breytist og við reynum að rífa okkur undan þeirra áhrifum og stundum verður bægsla- gangurinn mikill. Við erum mjög mismunandi vel undir 'Unglingsárin búin og um- hverfið skiptir okkur miklu máli í okkar óöryggi. Ung- lingurinn leitar oft inn í hóp jafnaldra í leit sinni að sjálf- um sér, en börn og unglingar eru oft óvægin hvort við ann- að og særandi. Gengur því mismunandi vel að aðlagast hópnum og því miður eru augu fullorðinna oft lítið opin fyrir því sem er að gerast í börnunum og unglingunum í kring um þau. Mikilvægi fyrstu skóladaganna má ekki gleymast, barnið kemur þá oftast úr öruggu umhverfi, allavega umhverfi sem það þekkir og kann að bregðast við gagnvart og skyndilega ér barnið komið út í hinn stóra heim þar sem flest er nýtt, framandi og jafnvel ógnvekjandi. Skiptir svo miklu að þeir sem óöryggir eru séu studdir í fyrstu skref- unum til þess að tryggja að þeir verði ekki fótum troðnir á þessum fyrstu dög- um hinnar þyrnum stráðu brautar menntunar. Er hlutverk kennara og foreldra mikið á þessum tímamótum í lífi barnsins. Greinilegt er af bréfi þínu að þér hefur ekki liðið vel í byrjun skólagöngu þinnar og er leitt til þess að heyra. Vera má að þar hafi skapast óöryggi í sjálfum þér í sam- skiptum við annað fólk sem þú hefur ekki ennþá náð fullu valdi yfir. Þú segir í bréfi þínu að þér líði mjög illa innan um ókunnugt fólk og jafnvel innan um fólk sem þú þekkir. Þar að auki segirðu að þú kunnir ekki að tala við fólk, þ.e. þú vitir ekki hvað þú átt að segja en þú sitjir bara og látir þér líða illa. Unglingsárunum fylgir oft óöryggi gagnvart því hvað aðrir halda um mann og flestir finna fyrir því ein- hverntímann að þeir viti ekki hvað þeir eigi að segja og vita ekki hvernig þeir eigi að bregðast við þegar aðrir eru að tala við þá. Af bréfi þínu má allavegana ráða að þú getur vel komið hugsunum þínum skriflega til skila og það kæmi mér ekki á óvart að umhverfið þitt liti kannski jákvæðari augum á hvernig þú tjáir þig í töluðu máli en þú sjálfur. Okkur er öllum nauðsynlegt að finna að öðr- um þykir vænt um okkur, að við njótum virðingar annarra og trausts. Óöryggi unglings- áranna fylgir oft vanmat á eigin getu og vilja menn þá oft gleyma að sjá hið já- kvæða í því sem aðrir segja um mann og við mann en einblína frekar á hið nei- kæða í eigin fari. Þú segir sjálfur í bréfinu ekkert um þína eigin kosti eða um það sem þú getur gert vel, en enginn er svo ómögulegur að hann geti ekki gert eitthv- að vel. Þú getur allavegana skrifað ágætisbréf og ef þú reynir að vera hlutlaus gagn- vart sjálfum þér og jafnvel fengið hjálp frá vinuiri sem þú treystir getur þú vafa- i laust fundið fleira jákvætt í þínu eigin fari og séð betur hvaða hæfileikum þú býrð yfir. íþróttir og ýmis önnur áhugamál hafa mörgum reynst notadrjúg í barátt- unni við feimnina. Margur unglingurinn hefur öðlast aukið sjálfstraust við.að sjá eigin getu aukast t.d. í íþróttum og hefur það orðið mörgum hollt veganesti út í lífið. Sjálfur þekki ég feimni af eigin raun og þykist því geta sett mig nokkuð sæmi- lega inn í þín spor. Man ég vel hversu hræði- lega mér leið stundum þegar ég lenti í kringumstæðum sem ég kunni ekkert á og vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. Eitthvað það alversta sem ég gat þá hugs- að mér var þá ef einhver hefði séð hversu feiminn ég var og óöruggur. Reyndi ég því, meðvitað og ómeðvitað, að temja mér fas og hátterni, sem „ruglað gætu andstæð- inginn." Gegnum félagsskap við jafnaldra í íþróttum og öðrum áhugamálum tókst mér að ná nokkurri færni við að beisla feimnina en þegar áhuginn á hinu kyninu fór að koma ruglaðist allt kerfið. Eftir mikið og erfitt stríð sá ég fram á að málshátturinn „Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær‘‘ hafði við viss góð rök að styðjast. Sá ég því fram á að ef ég ætlaði að ná einhverju sambandi við hitt kynið varð ég að leggja eitthvað á mig til þess að standa ekki eins og auli í hvert skipti sem þurfti að standa augliti til auglitis við einhverja stelpuna t.d. á dansæfingum. Gleymi ég aldrei þeirri holskeflu óör- yggis sem steyptist yfir mig þegar mér var boðið upp í dans í fyrsta skipti. Ein- hvernveginn lifði ég nú samt dansinn af því ekki þorði ég að segja nei. Varð þetta til þess að ég ákvað að reyna að læra að dansa og tókst það nokkurn veginn með tímanum eftir nákvæmar athuganir á at- ferli þeirra á dansgólfi sem mér fannst kunna til verks. Oft píndi ég mig út í erfiðar aðstæður og stundum reyndi ég þá aðferð að lofa sjálfum mér verðlaunum ef ég gerði þetta og hitt. Með tímanum og æfingunni tókst þetta nokkurn veginn skammlaust að lokum, þótt þú kæri „ feim- inn“ eigir kannski erfitt með að trúa þessu sem ég nú hef verið að segja þér. í bréfi þínu sagðirðu að stundum rynni feimnin af þér í smá stund en segir ekkert við hvaða aðstæður eða hvað valdið gæti þessum góðu stundum þínum án feimni. Kannski getur þú fundið þar einhvern lykil sem hjálpað gæti þér við baráttuna gegn feimninni, en flestir hafa sennilega sömu söguna að segja að það kosti æfingu og aftur æfingu til þess að ná færni í mannlegum sam- skiptum og þar með auknu sjálfsöryggi. Kæri feiminn, reyndu að draga svörtu rúllugardínurn- ar upp frá augunum ef þú lítur á sjálfan þig og reyndu að nota það sem er jákvætt í þínu eigin fari og ræktaðu það. Ef þú átt einhverja að sem þú treystir í umhverf- inu, foreldra eða góða vini, þá reyndu að tala við þá og fá hjálp þeirra til þess að fá raunhæfara mat á sjálfum þér. Þú hefur allavega hug- rekki til þess að setjst niður og skrifa mér um þínar til- finningar. Vona ég að þú nýtir þetta hugrekki til þess að taka tilfinningalega áhættu og æfa þig til betri samskipta við annað fólk. Mundu bara að enginn verð- ur óbarinn biskup. Með bestu kveðjum og óskum um góðan árangur, þinn Páll Eiríksson- Páll Eiríksson geðlæknir svarar spurningum lesenda

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.