NT - 09.05.1985, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. maí 1985 11
Fjarlægðin gerir
fjöllin
■ Flestir kannast við Landsat
gervihnettina og vita að þeir
taka litrófsmyndir á stafrænu
formi. Myndirnar eru af endur-
varpi sólarljóss af allt að !4 úr
hektara að smæð. Bylgjulengd-
irnar sem tekið er á eru allflestar
á bylgjulengdum innrauðs og
sjáanlegs ljóss. Petta er lykill
velgengni Landatgervistungla
því að jörðin, plöntur, málmar,
allt sendir þetta ákveðið litróf
líkt og fingraför sín, frá sér.
Nýrri Landsathnettirnir eru ein-
nig með hitamyndavélar og hafa
þær komið að góðum notum við
kortlagningu vegna mælinga á
t.d. strauma og veðramyndun.
í litareglun Landsatmynda
eru sterkir innrauðsgjafar tákn-
aðir með rauðu. Algengastir
þessa eru skógar og þéttur
gróður. Meðal upplýsinga sem
vinna má úr slíkum myndum
eru t.d. heilsa plantanna, dreif-
ing þeirra, vaxtarhraði og flokk-
un í tegundir. Pað hefur því
reynst bændum og náttúru-
verndar- og eftirlitsmönnum
sannkölluð búbjörg að fá slíkar
myndir.
blá
Mannvirki og byggingar
mannanna koma fram sem
gráblár litur vegna hins mikla
endurkasts sólarljóss af bygg-
ingarefnum okkar mannanna.
Opin landsvæði geta verið hvít,
græn eða brún, allt eftir því
hvaða jarðveg er um að ræða.
Hreint vatn lítur svart út en
lýsist ef grunnt er á setlög í
vatninu. Með úrvinnslu lita-
byggingar mynda af vatni má
sjá hvort um straum sé að ræða
og finna styrk hans, sjá sjávar-
föllin og einnig finna svokallaða
„dauða punkta“ en í þeim er
hætta á að mengun safnist sam-
an og valdi alvarlegu tjóni á
lífríki vatna og eða sjávar.
Olíu og málmleitunarfélög
eru þó helstu kaupendur upplýs-
inga frá Landsathnöttunum.
Enda góð ástæða til, úr næstum
800 kílómetra hæð þeirra má sjá
jarðlagsmyndanir sem ekki sjást
úr venjulegum flugvélum og
finna þannig brotalínur og önn-
ur ummerki sem eru algengur
vísbendir um að olíu sé þar að
finna. Aðalvandamálið hefur
verið (og er reyndar enn) að
ekki hefur reynst unnt að vinna
nema brot af þeim gögnum
þeim sem hnettirnir senda frá
sér vegna skorts á vélarbúnaði
og hugbúnaði.
Þær myndir sem flestir hafa
séð í sjónvarpi, teknar með
gevihnetti, eru líklega veður-
myndir. Slíkar myndir eru flest-
ar teknar með gervihnöttum
sem er komið fyrir yfir ákveðn-
um stað á jörðinni, til dæmis
yfir miðbaug. Slíkir hnettir eru
t.d. Eastbird og Westbird, en
þeir tveir lesa mynd frá Norður-
skauti til Suðurskauts og þjóna
hagsmunum meirihluta hins
vestræna heims. Með þeim er
hægt að gera úttektir á rakastigi,
sjávarhita, og jafnvel myndun
hvirfilbylja. Báðir þessir hnettir
eru Goes eða geostationary
(kyrrir yfir ákveðnum land-
fræðilegum punkt) og falla und-
ir samheitið „veðurhnettir“.
Veðurhnettir er samheiti yfir
flesta þá gervihnetti sem safna
upplýsingum sem notaðar eru í
veðurspár, þó svo að hnettirnir
gegni einnig öðrum hlutverk-
um. Aðrir veðurhnettir eru á
hringbraut um jörðu, oftast pól
til póls, en slíkt er nauðsynlegt
vegna þess að hnettirnir eru í
margfalt minni hæð en Goes
hnettir eða í u.þ.b. 700 kíló-
metra hæð í stað meir en 30.000
kílómetra hæð fyrir Goes
hnetti.
Gervihnettir eru einnig oft
notaðir til að fylgjast með ferð-
um merktra dýra og einnig ferð-
um skipa. En þó er það líklega
eiginleiki radarsins sem vakti
mesta undrun, því með radar-
myndum má sjá „í gegnum"
einsleit efni svo sem sand. Það
kom á óvart að sjá gamla árfar-
vegi og landslag þar sem einung-
is sást sandur með berum aug-
um. Reynsla mannsins af þeim
gervihnöttum sem hingað til
hafa verið sendir upp hefur
verið það góð að gert er ráð
fyrir að frá upplýsingum þeim
sem Voyagerförin og önnur sér-
hæfðari Marz og Venusarför
gefa frá sér megi meta hvort
senda skuli gervihnetti á braut
um pláneturnar og tunglin í
sólkerfi okkar með því mark-
miði að slá því föstu í eitt skifti
fyrir öll hvort við höfum eftir
einhverju að slægjast hjá nág-
rönnum okkar í sólkerfunum.
HJ
■ Hér hefur kappinn enn einu sinni lent í klónum á vörðum laganna, en
honum verður ekki skotaskuld úr því að sleppa.
Háskólabíó
Hrópað og klappað
fyrir Eddie Murphy
■ Lögga í Beverly Hills (Beverly
Hills Cop). Bandaríkin 1984.
Handrit: Daniel Petrie jr., eftir
sögu hans sjálfs og Danilo Bach.
Leikendur: Eddie Murphy, Judge
Reinhold, John Ashton, Lisa Eil-
bacher, Steven Berkoff, Ronny
Cox, James Russo, Jonathan
Banks, Gilbert R. Hill. Leikstjóri:
Martin Brest.
Mikið er hlegið og klappað í
Háskólabíói um þessar mundir og
minnir stemmningin um margt á
þrjúbíóin í þá gömlu góðu daga,
þegar Roy Rogers og Trigger lögðu
óprúttna bófa að velli. En er það
nokkur furða? Æskan hefur eignast
nýja hetju, sem eins gott er að „fíla
í botn“ áður en sú næsta tekur við.
Eddie Murphy er sannkölluð hetja
Reykjavíkur.
Ekki er liðið nema tæpt ár síðan
Murphy sló í gegn hér á landi í 48
tíma eltingaleiknum í Háskólabíói,
og á þeim tíma tókst honum að
verða leikara vinsælastur meðal bíó-
gesta. Frami hans í heimalandinu,
Ameríku hinna gullnu tækifæra, var
ekki síðri. Það er sosum ekkert
skrítið, því að maðurinn er gæddur
undraverðum hæfileikum til að fá
aðra til að hlæja. Þá er hann svo
sætur, að stelpunum finnst hann
„sjúúúúúúkur".
í 48 stundum lék Eddie glæpa-
mann, sem hjálpaði löggunni við að
góma aðra glæpamenn, og mun
hættulegri, þó svo að hann hafi
kannski ekki gert það af fúsum og
frjálsum vilja. Hér leikur hann aftur
á móti löggu, sem á yngri árum
sínum stundaði sitthvað misjafnt,
ekkert alvarlegt þó. Kappinn býr í
bílaborginni Detroit og þykir góð
leynilögga. Dag nokkurn, þegar
hann hefur sett allt á hvolf, kemur
gamall vinur hans og smákrimmi í
heimsókn eftir langa fjarveru.
Verða þar miklir fagnaðarfundir.
Þeir endast þó ekki lengi, þar sem
vinurinn er drepinn skömmu síðar.
Murphy ákveður að taka til sinna
ráða, tekur sér frí og heldur til
Kaliforníu, þar sem lausnina að
morðgátunni er að finna. En kálið
er ekki sopið þótt í ausuna sé
komið. Eddie sýpur það þó um
síðir, eftir margan lífsháskann og
ævintýrin.
Myndin er þannig upp byggð, að
allt stendur og fellur með Murphy.
hann er sá máttarstólpi, sem heldur
henni uppi. Og það gerir hann með
bravör. Við alls konar aðstæður.
Nema, eins og ágæt vinkona mín
benti mér á, hann hefur ekki enn
fengið að kyssa stelpu á tjaldinu.
Lögga í Beverly Hills tr með
ágætum skemmtileg mynd, gúteri
menn Hollywoodsmekkinn á annað
borð, og Eddie Murphy er líka með
eindæmum skemmtilegur. En mikið
má hann vara sig á því að festast
ekki í þessu hlutverki sínu. Það er
jú hið sama og í 48 stundir.
Annars er þetta hundómerkileg
kvikmyndagerð, þegar öllu er á
botninn hvolft.
Guðlaugur Bergmundsson
S
Islenskir bændur þekkja hina einstöku endingu
HOWARD jarðtætaranna eftir 25 ára notkun hér á
landi.
Hin einstaka ending og hagstætt verd, gera kaup á HOWARD
tæturum að besta kostinum.
HOWARD HR 30 jarðtætarar fyrirliggjandi í 60“ - 70“ - 80“
breiddum með fjögurra hraða Heavy Duty gírkassa.
Verd: 60“ kr. 78.300.-
70“ kr. 82.600.-
80“ kr. 87.600.-
Pantið strax og tryggið tímanlega afgreiðslu.
Einstæðir greiðsluskilmálar.
Globusa
VfHOWARD
JARÐTÆTARAR
LÁGMÚLI 5, SlMI 815 55