NT - 09.05.1985, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. maí 1985 21
7*1, jiVinj
- ■ ■
■■' ■■;■■ ■■■'
Hvernig fer ef einn dettur, fara þá ekki margar dráttartaugar í flækju?
í kringum Robert Wagner
■ Loksins virðist Robert Wagner og fjölskylda hans vera farin að taka gleði sína á ný, en það var
mikið áfall fyrir Wagner sjálfan, dætur og vini og ættingja, þegar hin fagra eiginkona hans, Natalie Wood
leikkona, drukknaði af lystisnekkju þeirra hjóna.
Auðvitað var fljótt farið að orða Wagner við þær leikkonur, sem hann lék með í kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum, en þar var að sögn aðeins um venjulegan vinskap starfsfélaga að ræða, því að allir
sem til þekktu vildu reyna að hjálpa til við að hugga dæturnar ungu. Tryggust vinanna allra var þó
leikkonan Jill St. John, sem allan tímann, frá því slysið varð, hefur verið stoð og stytta fjölskyldunnar.
Nú er svo komið, að Robert og Jill St. John hafa látið það heyrast að þau hyggist ganga í hjónaband,
og er svo komið að það gleður alla viðkomandi, jafnt dæturnar sem fyrrverandi tengdamömmu Wagners,
móður Natalie. f fyrstu urðu dætur Roberts mótfallnar því, að pabbi þeirra tæki saman við aðra konu,
en nú sjá þær að það yrði allri fjölskyldunni til góðs að samband hans og Jill gæti haldist.
Því segir Wagner nú ánægður: „Allar fallegu konurnar mínar eru orðnar vinkonur“.
■ Robert Wagner og fallegu konurnar
hans: Aftast stendur dóttirin Kate, 20
ára, en við hlið hennar er Jill St. John.
í fremstu röð er svo Natasha sem er 14
ára, þá kemur amma systranna, (móðir
Natalie), og svo yngsta dóttirin,
Courtney, 10 ára.
■ Natalie Wood og Robert Wagner voru tvisvar sinnum gift. Þau skildu
um tíma - og giftu sig þá öðrum maka - en tóku síðan saman aftur. Natalie
þótti með fegurstu konum heims, og hún var orðin kvikmyndastjarna aðeins
barn að aldri. Hún var ein af þeim fáu barnastjörnum, sem héldu frægð sinni
áfram á fullorðinsárum. Að því og ýmsu öðru leyti þótti henni líkja til
Elizabeth Taylor: Þær urðu báðar frægar kvikmyndastjörnur á barnsaldri
og héldu fegurð sinni og frægð, uppkomnar - og þær giftust báðar tvisvar
sinnum manninum sem þær elskuðu.
>•
> •
HEIMSMET:
Með 80 í taumi!
■ í Queensland í Ástralíu met var sett - með 80 manns
gerðu menn sér það til gamans aftan í einum kraftmiklum
að reyna við heimsmet í hversu báti. Þetta varð mjögskemmti-
margt sjóskíðafólk gæti með leg og falleg sýning sem vakti
góðu móti verið aftan í einum mikla athygli, enda var hún
báti. notuð í auglýsingu til að efla
ferðamannastraum til Ástral-
Niðurstaðan var, að heims- íu.