NT - 09.05.1985, Blaðsíða 20
w
Fimmtudagur 9. maí 1985 28
Útlönd
Hollar sígarettur?
■ Kínverjar halda því fram aö
þeim hafi tekist aö framleiða
sígarettur sem séu því sem næst
skaðlausar og jafnvel hollar.
Peir segja að það hafi tekið tíu
ára þrotlaust rannsóknar- og
tilraunastarf að finna hvernig
ætti að búa til þessar sígarettur
sem hafi góð áhrif á öndunar-
færin.
Kínverksu heilsusígaretturn-
ar hafa nú verið boðnar til sölu
erlendis á iðnaðar- og tækjasýn-
ingunni sem stendur yfir í Tsuk-
Logarí
eitur-
lyfjum
í Perú
l.ima-Keuter
■ Lögreglan í Perú
efndi til mikillar lyfja-
brennu fyrr í þessari
viku. 1,5 tonnum af ým-
iss konar eiturlyfjum
var hlaðiö í köst og
eldur borinn að.
Hvítan fíkniefna-
mökk lagði yfir sveitina
fyrir austan höfuðborg-
ina Lima. Öryggismála-
ráðherra Perú, Oscar
Brush er sagður hafa
fylgst vel með brun-,
anum þar til ekkert
nema aska var eftir af
eiturefnunum.
Petta er mesta fíkni-
efnabrenna í Perú það
sem af er árinu. 1 bál-
kestinum var m.a. að
finna 562 kíló af maríjú-
ana, rúmlega fjörutíu
kíló af ópíum auk mikils
magns af kókaínkremi.
Talið er að næstum
því helmingur af öllu
kókaíni í heiminum sé
upprunnið í Perú. Lög-
regluyfirvöld þar í landi
halda venjulega fíkni-
efnabrennu einu sinni í
hverjum mánuði.
uba í Japan. Þar hafa þær vakið
gífurlega athygli og hafa mörg
af stærstu blöðum í Japan skrif-
að langar greinar um þessar
undrasígarettur.
Sígaretturnar eru seldar undir
kínversku vörumerkjunum
Jinjian, Changle, Huanqiu og
Zhongnanhai. Síðastnefndu
sígaretturnar bera nafn sitt af
lystigarði í miðborg Peking þar
sem Mao Zedong bjó og margar
af stjórnarbyggingum Kínverja
eru. Sagt er að kínverskir
leiðtogar reyki þessar sígarettur
margir hverjir sér til heilsubót-
Kínversk tóbaksfyrirtæki búa
til heilsusígaretturnar með því
að blanda ýmsum lækningagrös-
um saman við tóbak. Talsmenn
þessara fyrirtækja halda því
fram að þeim hafi tekist að
útbúa grasablöndu sem hafi
læknandi áhrif á öndunarfærin
þegar hún sé reykt og sé til
dæmis góð við barkabólgu.
Að minnsta kosti fimm stórir
tóbaksframleiðendur í Kína
framleiða nú heilsusígarettur.
Peking sígarettuverksmiðjan er
samt langstærsti framleiðandi
þeirra og eru nú um 40% af
framleiðslugetu hennar notuð
til framleiðslu á heilsusígarett-
um. Forystumenn verksmiðj-
unnar segjast fullvissir um ágæti
framleiðslu sinnar. Tilraunir í
rannsóknarstofum hafi sýnt 94-
95% árangur af notkun heilsu-
sígaretta í lækningarskyni. En
ekki er samt vitað hvort læknar
og vísindamenn í öðrum lönd-
um hafi gert neinar rannsóknir
enn sem komið sé sem styðji
þessar fullyrðingar Kínverja.
Kínverskir tóbaksfram-
leiðendur hafa mikla trú á
framtíð heilsusígarettanna.
Peking-sígaretturverksmiðjan
hefur þegar keypt mikið af nýj-
um tækjum sem hún mun nota
til að auka og bæta framleið-
sluna með útflutning fyrri aug-
■ Forstjóri Peking-sígarettuverksmiðjanna, Liu Jinyu (lengst til
hægri) fyrir utan sígarettuverslun Kínverja á tæknisýningunni í
Tsukuba í Japan. Hcilsusígaretturnar frá fyrirtæki hans renn a út
eins og heitar lummur.
Fyrrverandi yfirmaður Spandau-fangelsisins:
Vill Hess lausan
London-Reuler.
■ Fjöldi fólks í Nuuk á Grænlandi fylkti liði til stuðnings
kvennahreyfingunni sem vill fá nýtt hús fyrir kvennaathvarfið í
bænum.
Grænland:
■ Fyrrverandi yfirmaður
Spandau-fengelsisins hefur
hvatt til þess að nasistinn og
stríðsglæpamaðurinn Rudolf
Hess verði látinn laus í því
skyni að græða stríðssár
Þýskalands.
Bandaríski ofurstinn,
Hugene Bird sem var yfir-
maður Spandau-fangelsisins
frá 1964-1972 lét þessa ósk
sína í ljósi í tilefni 40 ára
afmælis sigurs bandamanna
í Evrópu í heimsstyrjöldinni
síðari.
„Sár þýsku þjóðarinnar
verða að fá að gróa og það
er kominn tími til að hún
snúi baki við þessu tímabili í
mannkynssögunni ekki til að
gleyma því en hún má heldur
Nýtt kvennaathvarf
nauðsynlegt í Nuuk
_ Fjöldi kvenna og ýmis fél-
agasamtök fylktu liði í tilefni
tveggja ára afmælis kvennaat-
hvarfsins í Nuuk á Grænlandi
og kröfðust nýs húsnæðis.
kröfugangan nam staðar við
Vestra fangelsið sem kvenna-
hreyfingin vill fá undir athvarfið
og voru haldnar þar ræður mál-
inu til stuðnings og sungið til
skemmtunar.
Kvennahreyfingin segir að
húsið sem hingað til hefur þjón-
að sem kvennaathvarf og ráð-
gjafarmiðstöð sé of lítið og auk
þess heilsuspillandi. Hið góða
starf sem nú er unnið geti orðið
enn betra að því tilskyldu að
flutt verði í stærra og betra hús.
Kvennahreyfingin hefur aug-
astað á Vestra fangelsinu sem
kvennaathvarfi en hyggur ein-
nig á samstarf við fleiri félög
umfundarstað og félagsheimili í
húsinu.
Vestra fangelsið er í miðbæ
Nuuk og er bæjarstjórinn lítt
hrifinn af hugmyndum kvenn-
anna. Hann segir að húsið sé illa
farið og þurfi mikilla lagfæringa
við sent muni reynast of dýrar.
Samkvæmt nýju skipulagi um
miðbæ Nuuk má rífa húsið hve-
nær sem er.
Leigusamningur kvenna-
hreyfingarinnar og Nuuk-bæjar
um það hús sem nú þjónar sem
kvennaathvarf átti að renna út
1. júlí næstkomandi en í kjölfar
ofangreindrar kröfugöngu hefur
hann nú verið framlengdur um
hálft ár. En eftir 1. janúar
næstkomandi geta konurnar átt
von á því að verða reknar út
með mánaðar fyrirvara.
ekki festast í því,“ sagði
Bird á fundi með frétta-
mönnum.
„Þjóðverjar geta ekki snú-
ið baki við þessu tímabili á
meðan Hess er í fangelsi og
ef hann deyr þar verður
hann hetja í augum ný-
nasista," sagði hann enn-
fremur.
Rudolph Hess, sem nú er
91 árs, hefur eytt 44 árum í
fangelsi, lengst af í einangr-
un íSpandau.
Sonur hans, Wolf, var á
sama máli og Bird, og sagði
hann að ef Hess dæi í fangelsi
yrði hann „píslarvottur í
augum öfgamanna“. Hann
hélt því fram að Rússar
myndu aldrei fallast á að
föður hans yrði sleppt úr
haldi og yrði það því að
gerast án samþykkis Sovét-
manna.
Wolf Hess er nú staddur í
London ásamt Bird til þess
að horfa á nýja kvikmynd
sem fjallar um það er mála-
liðar bjarga Rudolph Hess
úr Sandau fangelsinu. Og
það er enginn annar en Sir
Laurence Olivier sem fer
með hlutverk stríðsglæpa-
mannsins.
Blaðburðarfólk vantar í
eftirtalin hverfi:
Aðalgrandi, Boðagrandi, Flyðrugrandi,
Keilugrandi, Rekagrandi, Austurbrún,
Dyngjuvogur, Dragavegur, Kambsvegur,
Norðurbrún, Kleppsvegur, Skeiðarvogur,
Karfavogur, Snekkjuvogur, Ferjuvogur.
Einnig vantar
blaðbera
á biðlista.
, J; l I I i IMTfMVnr' ' ' ■ • i»' *
Síðumúli 15. Sími 686300
Israel:
Handtekinn fyrir galdra
■ Lögreglan í Tel Aviv hand-
tók nýlega konu nokkra sem
grunuð var um galdra og
fjársvik.
Kvartanir manns nokkurs
sem þjáist af geðrænum truflun-
um og fór að ráði vinar síns til
konunnar í leit að lækningu
urðu til þess að vekja athygli
lögreglunnar á galdrakonunni.
Maðurinn sagði að konan,
sem er46 ára gömul, hefði gefið
sér töframixtúru, sem virkaði
reyndar ekki, og framkvæmt
ýmsar serimóníur í lækningar-
skyni, m.a. slátraði hún svörtum
hanaunga í því skyni að ráða
bót á meinum mannsins. Hann
sagðist hafa greitt henni umtals-
verða fjárupphæð fyrir greið-
ann.
Menn úr fjársvikadeild lög-
reglunnar héldu svo til heimilis
konunnar í síðustu viku í kjölfar
kvartana mannsins og fleiri að-
ila sem leitað höfðu til konunn-
ar.
Foringi lögregluliðsins þóttist
vera mögulegur viðskiptavinur
sagðist þjást af þunglyndi og fá
alvarleg köst. Hinir lögreglu-
mennirnir þóttust vera fjöl-
skylda hans. Skýrðu þeir hinni
grunuðu frá því að sjúklingur-
inn hefði leitað til margra
lækna, en án árangurs.
Konan skoðaði manninn og
sagðist strax greina sjúkdóm
lians.
Hún sagði að sál hans væri á
valdi ýmissa djöfla og að hún
gæti rekið þá út, væri lienni
greitt nógu vel fyrir það.
Hún mælti með öruggu
læknisráði, sem lögreglan telur
að hún hafi gefið öllum sjúkling-
um sínum og sagði þeim að
kaupa svartan hanaunga og sjóða
hjarta hans. Síðan sagðist hún
ætla að láta þá fá sérstakan
~ pergamentsbút til að hengja fyr-
ir ofan dyrnar að heimili sjúk-
lingsins og ýmsa töfragripi og
jurtir til að fullkomna læknis-
meðferðina.
Síðan krafðist konan greiðslu
bæði í dollurum og ísraelskum
gjaldmiðli en þegar svo var
komið gerðu lögreglumennirnir
grein fyrir sér.
Konan afneitaði ekki athöfn-
um sínum heldur sagði hún að í
raun og veru hefði hún afl til að
lækna sjúka.
Ólga í brasílískum fangelsum:
Fangarnir barðir til
bana í mótmælaskyni
Rio dc Janeiro-Reutcr.
■ Fangar í brasilísku fangelsi
börðu tvo klefafélaga sína til
bana í gær í mótmælaskyni við
slæmar aðstæður í fangelsinu,
en fangarnir drógu um það hver
skyldi deyja.
Fangar í tveimur klefum
ákváðu að einn úr hvorum klefa
skyldi láta lífið í þeim tilgangi
að vekja athygli á slæmum að-
búnaði þeirra.
Nöfnin voru skráð á miða
sem dregnir voru upp úr hatti en
síðan var sparkað og kýlt í
fangana tvo sem töpuðu, uns
þeir lágu dauðir í valnum. Þeir
voru báðir á þrítugsaldri.
Lögreglan óttast að svipuð
morð kunni að verða framin
meðal hinna 64 fanga sem
geymdir eru í níu litlum klefum
í þessu brasilíska fangelsi í Min-
as Gerais fylki.
Á undanförnum tveimur
inánuðum hafa 13 fangar látið
lífið í mótmælum gegn slæmum
aðbúnaði í ríkisfangelsunum í
Minas Gerais.
í nágrannafylkinu Sao Paulo
létu níu fangar lífið í uppreisn í
yfirfullu fangelsi nótt eina í
marsmánuði síðast liðnum.