NT - 09.05.1985, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 9. maí 1985 2 Fréttir
jÆfjm i Heilbrigðisyfirvöld: Semja neyðaráætlun gegn AIDS faraldri ^ /■ U m ■■ r M M 'm M
■ Það var sannkallaður ritstjórafögnuður hjá sovéska sendiherr-
anum, Kassarov, í gærkveldi er þar hittust núverandi, fyrrverandi
og kannski tilvonandi ritstjórar.
F.v. Magnús Ólafsson, NT, Einar Karl Haraldsson, fyrrv. ritstj.
Þjóðviljans, Guðmundur Árni Stefánsson, Alþýðublaði, Helgi
Pétursson, nú fréttamaður á útvarpi.
En tilefni vcislunnar var að 40 ár eru liðin síðan herir
bandamanna sigruðu heri Hitlers í síðari heimsstyrjöldinni.
NT-mynd: Sverrir.
Rannsóknarstofa sett upp á Landspítalanum
■ AIDSfaraldurinnernúekki
lengur fjarlægur og óraunveru-
legur. íslendingar standa
frammi fyrir því að hvenær sem
er kann fyrsta tilfellið að grein-
ast hér á landi.
íslensk heilbrigðisyfirvöld
eru nú í óða önn að búa sig
undir baráttu við sjúkdóminn.
Þó er óhætt að segja að engar
tiltækar leiðir séu til til þess að
hefta útbreiðslu sjúkdómsins til
íslands. Smitleiðir eru margar,
og má sem dæmi nefna að
Alþýðuflokkurinn á biðilsbuxunum í útvarpsmálinu:
Ef boðveitur • þá augiýsingar
Deilan stendur eingöngu milli framsóknarmanna og sjálf-
stæðismanna um auglýsingar í kapalkerfum
storknunarefni sem blæðarar
þurfa á að halda er flutt inn frá
Finnlandi. •
Það er einn liður í baráttu
íslenskra heilbrigðisyfirvalda til
að draga úr smithættu af storkn-
unarefninu Faktor 8, að notuð
verður sérstök hitameðferð,
sem gefið hefur góða raun í
tilraunastofum. Þá hefur verið
ákveðið að koma upp sérstakri
aðstöðu á Landspítaianum fyr-
ir rannsóknir í veirufræði, þar
sem hægt verður að rannsaka
blóð blóðgjafa, og þeirra sem
eru í áhættuhópum og síðast en
ekki síst til að rannsaka blóð
þeirra sem grunur leikur á að
hafi smitast.
Heilbrigðisyfirvöld hvetja
alla þá sem einhverjar líkur eru
á að hafi smitast að gefa
ekki blóð. Til þess að draga úr
hættu á smitun er fólki bent á að
samförum við ókunnuga, sérstak-
lega vændiskonur fylgir smit-
hætta. Kynhverfir geta dregið
úr smithættu með þvf að fækka
rekkjunautum, og nota gúmmí-
verjur. Landlæknir hefur lagt
áherslu á að AIDS er ekki mjög
smitandi sjúkdómur.
Árekstur á sjó:
■ Alþýðuflokkurinn er tilbú-
inn til að styöja tillögur um að
auglýsingar verði leyfðar á jafn-
réttisgrundvelli í útvarps- og
sjónvarpsstöðvum ef gjaldskrá
augiýsinga verður háð samþykki
útvarpsréttarncfndar og tillögur
Alþýðuflokksins um að boðveit-
■ur verði í eign sveitarfélaga nái
fram að ganga.
Þannig hljóðaði tilboð Jóns
Baldvins Hannibalssonar, for-
manns Alþýðuflokksins til Sjálf-
stæðisflokksins og Bandalags
jafnaðarmanna í umræðum um
útvarpslagafrumvarpið í neðri
deild Alþingis í gær, þar sem
máliö er til 3. umræöu, en vonir
standa til að hægt verði að
greiða atkvæði um málið á
dcildarfundi í dag.
Enn var rætt um ástæðurnar
fyrir því að málið hefur tafist
svo lengi sem raun bcr vitni í
neðri deild og gerðu bæði for-
sætisráðherra og menntamála-
ráðherra grein fyrir liinu um-
deilda samkomulagi sem þau
áttu að hafa gcrt um auglýsinga-
þáttinn. Ragnhildur Helgadótt-
ir sagðrað þau væru sammála
um að þau væru ósammála um
auglýsingaþáttinn og af því
leiddi að þingmenn greiddu at-
kvæði eftir sannfæringu sinni
urn það mál, en Steingrímur
Hermannsson sagðist hafa skilið
samtal þeirra um að þingmenn
hefðu frjálsar hendur þannig að
annað hvort styddu menn frum-
varpið eins og það kom frá
menntamálanefnd neðri deildar
með takmörkuðum auglýsing-
um eða þá að það yrðu engar
auglýsingar.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
Sjálfstæðisflokki, gerði athuga-
semd við það sem hann kallaði
villandi umfjöllun í fjölmiðlum,
en þar væri ávallt talað um að
deilt væri um livort ættu að vera
auglýsingar eða ekki auglýsingar
í þessum stöðvum. Benti hann
á að þetta væri rangt því ágrein-
ingurinn væri einungis um svo-
kölluð kapalsjónvörp, sem eru
áskriftarstöðvar og mega ekki
afla tekna af auglýsingum sam-
kvæmt frumvarpinu en útvarps-
og sjónvarpsstöðvar sem verða
með þráðlausa sendingu mega
það hins vegar. Kvaðst hann
vera fylgjandi því að leyfa aug-
lýsingar í kapalsjónvarpsstöðv-
um og benti á að þótt þingmenn
Sjálfstæðisflokksins ætluðu að
styðja breytingartillögu Friðriks
Sophussonar þar að lútandi,
væru þeir ekki að svíkja það
samkomulag sem gert hefði ver-
ið í menntamálanefnd, því í
nefndaráliti meirihlutans væri
það tekið skýrt fram að einstakir
þingmenn áskildu sér rétt til að
flytja breytingartillögur uni ein-
stök atriði eða styðja tillögur
sem kæmu fram þar að lútandi.
Menntamálaráðherra gerði
Menningarsjóðinn sérstaklega
að umræðuefni í ræðu sinni sem
einn þeirra þátta sem málamiðl-
un hefði orðið um milli stjórnar-
flokkanna og upplýsti að það
væru bein tengsl á milli hans og
auglýsingaákvæðisins, því ef
engar auglýsingar yrðu leyfðar í
nýju stöðvunum, þá yröi ekki
heldur um neinar tekjur að
ræða fyrir Menningarsjóðinn,
cn hann á að fá 10% af öllum
auglýsingatekjum og standa
undir rekstri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar og gerö innlends
dagskrárefnis og þá sérstaklega
fræðsluefnis jafnt fyrir Ríkisút-
varpið sem einkastöðvar.
Seingrímur Hermannsson
vék í máli sínu að hinu frjálsa
útvarpi sem hann kallaði og
sagðist hlynntur því en öðru
máli gegndi um frjálsar auglýs-
ingar. Kvaðst hann hafa sínar
efasemdir um þann tíma sem
væri valinn til þess að leggja
þetta frumvarp fram því nú væri
þannig ástatt í þjóðfélaginu að
það þyrfti að hugleiða vandlega
hvernig við ráðstöfuðum okkar
fjármunum. Kvað hann fram-
sóknarmenn vilja efla Ríkisút-
varpið sent mest og margir
hefðu áhyggjur af því ef auglýs-
ingatekjur þess minnkuðu.
Hugsanlega leið útúr þeim
ógöngum sem hcr væru á ferð-
inni taldi forsætisráðherra liggja
í tillögum sem Félag kvikmynda-
gerðarmanna sendi honum þar
sem áhersla er lögð á að efla
innlenda dagskrárgerð og setja
strangar reglur um auglýsingar í
hinum nýju stöðvum. Leggja
þeir til að tekið verði 50% gjald
af innkaupsverði alls erlends
efnis til innlendrar dagskrár-
gerðar. Einnig benti forsætis-
ráðherra á að Bretar og Ástra-
líumenn hefðu þau ákvæði að
ekki væri leyft að sýna auglýs-
ingar í sjónvarpsstöðvum þar,
sem væru gerðar erlendis.
Jón Baldvin klikkti út í ræðu
sinni með að segja að ef ekki
yrði orðið við tilboði þeirra þá
áskildi Alþýðuflokkurinn sér
rétt til að cndurskoða afstöðu
sína til málsins þegar það kæmi
fyrir efri deild.
Sjálfstýring
togarans bilaði
■ Skuttogarinn Ýmir HF 343 frá
Hafnarfirði lenti í árekstri við
togbátinn Þuríði Halldórsdóttur
GK 94 rétt fyrir hádegi í gær.
Áreksturinn varð um 40 sjómílur
vestur af Vestmannaeyjum. Talið
er að orsök árekstursins hafi verið
bilun í sjálfstýringu hjá togaranum
Ými. Sjálfstýringin hafði slegið út
áður í sama túr.
Lóðsinn í Vestmannaeyjum var
kallaður til aðstoðar og fór hann
með tvo slökkviliðsmenn og
nokkrar dælur til að dæla sjó úr
vélarrúmi Þuríðar, en talsvert
magn af sjó komst í vélarrúmið í
gegnum rifu sem myndaðist við
áreksturinn. Ýmir skemmdist
lítið, og hélt hann áfram í fyrirhug-
aða söluferð til Þýskalands. Þuríð-
ur Halldórsdóttir kom til Eyja
klukkan 17:30 í gærdag, og átti að
fara í skipalyftuna í Eyjum í gær.
Hvað gera þingmenn í bjórmálinu?
Mannekla á
sjónvarpinu
■ Ríkisfjölmiðlarnir hafa
ekki farið varhluta af launa-
stefnu ríkisstjórnarinnar og
þar brast á fyrir nokkru flótti
starfsmanna til einkafyrir-
tækja, sern borga mun betur.
Sérstaklega hefur þetta
kontið illa niður á tæknivinnu
allri og nú mun svo vera
komið á sjónvarpinu að ekki
er hægt að manna „team" til
að sinna öllunr málefnum.
Þetta var raunin í gær þegar
átti að taka upp Þingsjá Páls
Magnússonar, þar sem m.a.
átti að fjalla um hvað skildi
að og sameinaði BJ og Al-
þýðuflokkinn og hver væri
ástæðan fyrir meintu fylgis-
hruni Alþýðubandalagsins.
En þegar til kom var ekki
hægt að taka upp Þingsjána,
og mun ástæðan hafa verið
sú að engir tæknimenn voru
inni til að sinna stúdíóvinnu!
Er ljóst að hér verður að
verða mikil breyting á ef
útvarp og sjónvarp eiga að
geta orðið samkeppnisfær
þegar að „frjálst auglýsinga-
útvarp" hefur verið leyft og
ættu ráðamenn að sjá sóma
sinn í því að hafa ákvæði í
hinum nýju lögum sem heim-
ila útvarpsstjóra að semja
beint um kaup við starfsfólk
Ríkisútvarpsins og binda
ekki kauptaxtann við lág-
launastefnu hins opinbera.
Ef það gerist helst Ríkisút-
varpinu ekki á því hæfa
starfsfólki sem það þarfnast
til að standa af sér leiftursókn
frjálshyggjustöðvanna...
ll'líl
ii n,
Bjórneysla 15-20 lítrar
á hvern íslending í fyrra
.uWWWll
- samt er bannað að sel ja
áfengt öl í landinu
Hvað ætli hann þoli marga lítra í viðbót þessi
Messað fyrir
tómum húsum
■ Sjálfstæðismenn blésu í
herlúðra um síðustu helgi
víða um landið og riðu þeirra
helstu hetjur þar um héruð.
Fóru þeir nokkuð dólgs-
lega og töluöu digurbarka-
lega um stjórnarsamstarfið
og iðnaðarráðherra setti sig
meira að segja í spámanns-
slellingar (þeir eru víða þess-
ir Mústafar) á Húsavík og
boðaði til kosninga með
haustinu.
Landslýður var allvel upp-
lýstur um fundaherferð
þessa, því Ríkisútvarpið
óháða hljóp undir bagga með
flokksmaskínunni og greindi
samviskusamlega frá því
helsta sem þessir herrar létu
sér um munn fara.
Er reyndar lítil von til að
mikið hefði heyrst af þessari
frækilegu för, ef útvarpið
hefði ekki tekið til sinna
ráða, því staðreyndin var sú
að sárafáir mættu á fundiria
og undir venjulegum kring-
umstæðum hefði verið talað
um messufall.
Best gekk fjármálaráð-
herra að draga í dilkinn, 50
manns munu hafa mætt á
fund hans á Höfn, en ekki
voru nema 12 hjá vara-
formanninum á Egilsstöð-
um. Og hver var svo ástæðan
fyrir þessum óförum? Jú,
sjónvarpið sendi í fyrsta
skipti beint út frá Evrópu-
keppni sjónvarpsstöðva og
voru landsmenn allir límdir
við skerminn og höfðu meira
gaman af söng og tralli en
þungbrýnu stjórnmálarausi.
Ætti þessi miður skemmti-
lega lífsreynsla að verða
sjálfstæðismönnum umhugs-
unarefni áður en þeir leyfa
„frjálst útvarp" því léttmeti
þessara stöðva verður eflaust
tekið fram yfir þurrar ræður.
Og það verða sjálfstæðis-
menn að viðurkenna, þótt
þeir séu oft að agnúast út í
einokun útvarpsins. að þar
eiga þeir * Valhallarmenn
„hauk í horni" þegar á
bjátar....