NT - 09.05.1985, Blaðsíða 10

NT - 09.05.1985, Blaðsíða 10
80ára Hjörtur Sturlaugsson bóndi Fagrahvammi Ég á í fórum mínum afmælis- dagabók sem, ég hlaut í ferm- ingargjöf fyrir 40 árum. Nú hin síöari ár gríp ég hana stundum er í hug minn koma minnisverð- ir menn frá æskudögum mínurn, af tilviljun greip ég til hennar fyrir skömmu og sá þar nafn eins rníns mesta uppáhalds- frænda, og aö hann væri nu um þessar mundir aö fylla áttunda tuginn. Þó segja megi að vík hafi verið milli vina hvað okkur Hjört snertir allt frá því hann yfirgaf sínar æskustöðvar og flutti vestur að ísafjarðardjúpi, vorið 1933, fann ég mig knúinn að senda honum kveðjur frá heimabyggðinni á þessum merku tímamótum í lífi hans, og vona fastlega hann virði mér það til vorkunnar er ég minni hann á sumarkvöldin er hann var á ferð hjá fólki sínu í Snartartungu og kom yfir að l’órustööum og ræddi viö jafn- aldra sína og frændur, þá var nú stundum vakað svolítið frameft- ir, og þó kannsi hafi veriö haust eða vetur, verða þau í liuga mínum, eilíf sumarkvöld. í þessum formála er ég nú raunar búinn að segja flest það sem mig langaöi að segja við hann, enda vandi á höndurn þar sem samstarfsmenn hans ogvin- ir í félagsmálavafstrinu á Vest- fjörðum hafa gert lífshlaupi hans merk skil á öðrum tíma- mótum í lífi hans, vitna ég þar til mjög ágætrar greinar Frið- berts í Botni cr birtist í íslend- ingaþáttum Tímans 13. tbl. árið 1975, einnig mágur hans Kristj- án á Brekku í sama riti fimni árum síðar, þá gctur ekki hjá því farið að um nokkrar endur- tekningar verði að ræða. Hjörtur fæddist í Snartar- tungu í Bitrufirði 7. apríl 1905 foreldrar hans voru Sturlaugur Einarsson og Guðbjörg Jóns- dóttir, þau hófu búskap þar vorið 1903, höfðu áður búið á Þiðriksvöllum í Hrófbergs- hreppi um sjö ára skeið, börn þeirra er upp komust voru átta öll mikiö atorku- og greindar- fólk, nú aðeins á lífi ein systir auk Hjartar, Halldóra húsfreyja að Hamarsholti í Gnúpverja- hreppi. Látin eru, lalin hér í aldursröð Þórey lést ung maður hennar var Ólafur Jónsson tré- smiður á Borðeyri, síðar á Þing- eyri, Ásmundurbóndi í Snartar- tungu, Hjörleifur bóndi á Kimbastöðum í Skagafirði, Ein- ar prófastur á Patreksfirði, Guðborg og Jón er varð úti við fjársmölun í miklu áhlaupsveðri aðeins 16 ára að aldri þ. 7. des. 1925. Frá þeim atburði segir Hjörtur í Viðtalsþætti í bóka- flokki Þorsteins Matthíassonar í dagsins önn 5. bindi ásamt mörgu öðru úr viöburðaríkri ævi sinni. Snartartunga var föðurleifð Sturlaugs, þar höfðu búið allan sinn búskap foreldrar hans Ein- ar Þórðarson og Guðrún Bjarnadóttir á árunum 1847- 1893, þau hjón reyndust mjög kynsæl, komu upp ellefu börnum. Fyrir þá sem áhuga hafa fyrir slíku skulu þau talin hér upp, elstur Ásmundur bóndi á Mýrum við Hrútafjörð, Elísa- bet húsfreyja að Þórustöðum í Bitru, Þórður bóndi í Hvítu- hlíð, Belgsdal í Saurbæ og vfðar, Guðmundur bóndi á Felli í Kollafirði síðar í Stórholti í Saurbæ, Einar bóndi Gröf í Bitru, Guðrún eldri flutti til Vesturheims, kona Helga Jóns- sonar frá Bræðra-Brekku, eiga afkomendur þar, Herdís bjó í Geiradal, Guðrún yngri hús- freyja síðast á Vífilsmýrum í Önundarfirði, Zakarías bóndi á Einfætingsgili síðast í Bolungar- vík, Sturlaugur bóndi í Snartar- tungu og yngst Sigríður hús- freyja í Bæ í Króksfirði kona Ingimundar Magnússonar hreppstjóra. Öll eiga þessi systkin afkom- endur sum mjög marga, til gam- ans skal þess getið að fyrir ári síðan var haldið ættarmót, þeirra hjóna að Hótel Sögu. Uundirbúningur var lítill, fjórar konur í Reykjavík tóku sig til og drifu þetta í gegn var það auglýst með aðeins hálfs mánað- ar fyrirvara í blöðum. Þrátt fyrir svo skamman undirbúning og óhentugan tíma fyrir fólk utan þess svæðis, mættu þar á sjötta hundrað manns, segir það nokkra sögu, þar sem vitað er að fjölmargir sitja enn sem fast- ast í sveitum, en það er ættar- fylgja margra Snartartungu- manna, sterk hneigð til landbún- aðar. Þeir sem .fróðastir eru telja að afkomendur Einars og Guðrúnar muni vart færri cn sjö til áttahundruð að tölu og er athyglisvert, er þess er gætt að aðeins áttatíu ár eru liðin frá láti þeirra. Hjörtur gerðist þá heldur eng- inn ættleri hvað búhneigðina snerti og hefur nú staðið fyrir búi í 55 ár, og gerir enn þó nú hafi verið dregið saman. Eftir eins vetrar nám í Hvítár- bakkaskóla og tveggja vetra bú- fræðinám á Hvanneyri, giftist hann fyrri konu sinni Arndísi Jónasdóttur frá Borg í Reyk- hóiasveit. Hófu þau búskap í Snartartungu vorið 1930 og bjuggu þar í þríbýli næstu þrjú árin. Þar kom þeim þótti of þröngt um sig þó jörðin sé víðlend og gjöful enda ræktun skammt á veg komin og erfið í framkvæmd sökum tækjaleysis á þeim árum, jarðir lágu hins- vegar ekki á lausu, í næstu sýslum. Ég efast um að Jón Baldvin hefði þá farið á stað með að reyna að eignast ísland. Árið 1933 festu þau kaup á jörðinni Hanhóli í Bolungarvík og fluttu vestur 20. maí þá um vorið, fólk, kýr, hesta og bús- hluti alla með strandferðaskipi vestur fyrir Horn en féð var rekið vestur um heiðar síðar um vorið og flutt á báti frá Arngerð- areyri út í Bolungarvík. Þetta veit ég voru Hirti þung spor að yfirgefa frændfólk og heimahaga, en með kjarki og viljafestu, vann þá þraut með sæmd. Eftir tíu ára búskap er enn lagt af stað og þá að Hafrafelli í Skutulsfirði, þar bjuggu þau aðeins eitt ár, keyptu þá Fagra- hvamm og juku nú umsvifin. En nú syrti í álinn. Þann 30. des. 1947 mætti Hirti sú þunga raun að Arndís kona hans andaðist snögglega aðeins 44 ára að aldri, þau höfðu eignast fjögur börn, það yngsta þá á áttundaári. Þau eru Sverrir f. 1931 kona Sólveig Hjartarsen búa í Noregi, Bern- harðf. 1932 var giftur Guðrúnu Jensdóttur nú skilin, Anna f. 1935 maður hennar var Sigurður Ásgeir Guðmundsson málara- Sigríður Lóa Þorvaldsdóttir Sigluvík Fædd 8. desember 1913. Dáin 29. mars 1985. Með þessum fátæklegu orð- um mínum vil ég minnast tengdamóður minnar Sigríðar Lóu Þorvaldsdóttur, en hún lést þann 29. mars s.l. Lóa var fædd að Syðstu-Mörk undir Vestur- Eyjafjöllum 8. desember 1913. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvaldur Jónsson frá Hernru í Skaftártungu og Ólöf Jónsdóttir frá Hlíð í sömu sveit. Þau fluttu síðar að Skúmstöðum í Vestur- Landeyjum. Það er stórt höggv- ið hjá manninum með tjáinn í þetta sinn. Allt er tónrlegt og autt. Ömmubær er öryggislaus, tómlegur og auður án hennar. Við sem höfum búið með henni og allir er hana þekktu syrgja hana sáran. Alltaf var hún boðin og búin að leysa úr öllum vandamálum er til hennar var leitað gera gott úr öllu halda frið og sætta. Hennar takmark var alltaf að láta aðra ganga fyrir, alltaf var hún síðust í röðinni. Það er mikill auður og ómetanlegur hjá öllum þeim er fengu að verða henni samferða í gegnum lífið. Lóa.var ákveðin í skoðun- um og lét skoðanir sínar í Ijós hvort heldur líkaði betur eða ver. Sýndarmennska, fals og að láta bera á sér var henni mikið á móti skapi svo og ef fólk fór með ósannindi vísvitandi enda var hún hreinskilin bæði í orð- um og verkum. Mörgum rétti hún hjálparhönd um æfina bæði mönnunt og málleysingjum. Þær voru ófáar skepnurnar er nutu umhyggju hennar og hlýju enda einstakur dýravinur. Hennar fyrsta og síðasta hugsun dag hvern var þó alltaf litlu börnin, vita hvort þau væru á öruggum stað. Hún vissi um allar þær hættur er leynst geta og valdið slysi, þess vegna leið aldrei sá dagur að hún fylgdist ekki með hvort þeim væri óhætt. Öll sú ótakmarkaða þolinmæði og umhyggja er amma sýndi litlu börnunum sínum gleymist aldrei og verður aldrei fullþökk- uð. Frá því að ég kom á hennar heimili reyndist hún mér sem besta móðir, hjálpsemi hennar og styrkur á erfiðum stundum og öll hennar framkoma við mig er ógleyntanleg. Líf hennar einkenndist af því að veita öðrum - hjálpa og gleðja. Ósérhlífni og einstakur dugnaður var hennar aðals- merki. Hennar einstaki persónuleiki lýsti sér best í veikindum hennar, ekki var kvartað heldur reynt að fylgjast með fram á síðustu stund hvort ekki væri allt í lagi með alla heima og þá er voru hennikærir. Já það er tómlegt að koma inn í gamla bæinn í Sigluvík núna. Nú er hann afi einn, hans missir er mikill, en hann eins og við öll hin, getur yljað sér við minninguna, minningu um heil- steypta konu er unni fjölskyldu sinni og heimili framar öllu öðru. Guð styrki hann og styðji. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og þakklæti fyrir heilla meistari á ísafirði, hann lést í desember síðastliðinn, Hjördís f. 1939 maður hennar Pétur Sigurðsson á ísafirði. j Hjörtur segir sjálfur að þessi mótbyr hafi haft furðu lítil áhrif á líf sitt, hafi hann margsinnis upplifað þessa atburði í draumi og verið tiltölulega vel undir þetta búinn en hann fór ungan að dreyma skýrt ýmsa atburði er síðar komu fram. Árið 1950 gengur Hjörtur í hjónaband öðru sinni og þá með Guðrúnu Guðmundsdótt- ur Einarssonar refaskyttu frá Brekku á Ingjaldssandi. Guð- rún var þá ný orðin ekkja og þriggja barna móðir. Það segir Hjörtur hafi verið sér mikil heillaspor, konan af miklu manndómsfólki komin hlý, trygglynd og mikil húsmóðir. Auðvelt er okkur sem til þekkj- um að skilja hver áhrif slík samfylgd hafi á bjartsýnismann- inn. Enda er mér sagt að þá hafi mikið umbótatímabil í ræktun og byggingum hafist í Fagra- hvammi. Þau hjón eignuðust þrjú börn sem öll lifa og búa í nágrenni við foreldra sína, auk þess sent Hjörtur gekk sonum Guðrúnar í föðurstað. Börn þeirra eru Arndísf. 1950maður hennar Finnbogi Bernódusson í Bolungarvík, Einarf. 1953 búf- ræðingur og smiður hefur nú stundað nám í Samvinnuskólan- um í Bifröst tvo síðastliðna vetur og tekur að ég best veit við Kf. á Skagaströnd nú í vor að prófum loknum, kona hans er Elínóra Rafnsdóttir frá Akur- eyri, yngst er Guðbjörg f. 1955 maður hennar Magnús Hall- dórsson úr Hnífsdal, þau búa á ísafirði. Ég hef áður getið þess að félagsmálastörfum Hjartar þar vestra hafi verið gerð góð skil í blaðagreinum, svo ég mun ekki tíunda það hér. Þess í stað langar mig að benda á hve allar þær ógleymanlegu stundir er við áttum saman og bið Guð að geyma hana. Pú áttirþrek oghafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Pú vaktiryfir velferð barna þinna. Pú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, semgefurþjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það ereðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (Davíð Stefánsson) Hrefna Magnúsdóttir. Fimmtudagur 9. maí 1985 10 byggði lítið verslunarhús á Ósp- akseyri strax vorið 1929 þar var svo rekin verslun allt þar til Kf. Bitrufjarðar var stofnað 1942. Hjörtur hefur verið rneð af- brigðum frændrækinn maður og haldið sambandi við fólk vítt um land. Það er gaman að fá jólakortin frá honum. Kemst þar oft niikið fyrir á litlu spjaldi, hann er frásagnamaður eins og þeir gerast bestir, spilandi af fjöri og stálminnugur, á mjög létt með að tjá sig bæði í mæltu sem rituðu máli, einnig kvæða- maður góður. Ég hef því miðurekki átt þess kost að njóta gestrisni þeirra hjóna í Fagrahvammi þrátt fyrir mörg heimboð, en hef fyrir satt að þar séu allar veitingar fram rciddar með mikilli reisn á þjóð- lega vísu. Kæri frændi minn, um leið og ég bið þig afsökunar á þessari síðbúnu afmæliskveðju, vil ég þakka þér allar skemmtilegu samverustundirnar á liðnum árum. Ég held ég taki mér það bessaleyfi að flytja þér einnig kveðju strandafjallanna, þau falda nú hvítu ofan í mitti, böðuð sól. Kannski eru þau að halda sér til í tilefni fleiri at- burða en páskanna. Hver veit? Bið svo þér og fjölskyldu þinni blessunar Guðs um ókom- in ár. Kjartan Ólafsson. Amnesty International Fangar maímánaðar ■ Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftirtalinna samviskufanga í maí. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bref til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu við að slík mannréttindabrot eru framin. NÍGERÍA. Dr. Tai SOLARIN er 63 ára gamall kennari, gagnrýnandi og blaðamaður. Hann var handtekinn á heimili sínu af lögreglunni í Nígeríu 12. mars 1984. Engin opinber skýring var gefin á handtök- unni en hún er álitin vera í tengslum við greinar sem Dr. Solarin hefur skrifað og birtust í blöðunum Sybdat Tribune (6. feb. 1984) og Niferian Tribune (12. maí 1984). I greinunum kom fram gagnrýni á stefnu stjórnarinnar. Eiginkona Dr. Solarins sendi „habeas corpus" beiðni til yfirvalda og var handtaka hans úrskurðuð ólögmæt af Hæstarétti í Lagos og hann þar af leiðandi látinn laus. Hann var handtekinn samdægurs (24. april 1984) og hefurveriðíhaldisíðan án dóms eða laga. Yfirvöld segja að hann sé í haldi vegna skoðana sinna. JÓRDANÍA. Hashini GHARAIBEH er 37 ára gamall háskólanemi og ríkisstarfsmaður. Hann af- plánar 10 ára fangelsisdóm fyrir þátttöku í kommúnistaflokk Jórdaníu. Samkvæmt lögum Jór- daníu er kommúnistaflokkurinn bannaður sem og öll starfsemi og rit sem að honum lúta. Hægt er að dæma menn í allt að 10 ára þrælkunarvinnu við brot á þessum lögum. Hashim Gharaibeh var handtekinn í mars 1978 og dæmdur af hérrétti í Amman. Hann hefur ekki rétt til að áfrýja dómnum. Amnesty samtökin álíta Hashim Gharaibeh vera í haldi vegna stjórnmálaskoðana sinna. KÚBA. Dr. Richardo Bofill PAGÉS er félags- fræðingur og fyrrverandi prófessor. Hann var hand- tekinn 24. september 1983 í Havana og fréttir herma að hann hafi fengið 12 ára dóm. Handtakan virðist vera í tengslum við fund sem Dr. Ricárdó Bofíll Pagés átti við tvo franska blaðamenn 21. september 1983 en þeir voru einnig handteknir og yfirheyrðir. Yfirvöld segja ástæðuna fyrir handtökunni vera „andbyltinga- legt athæfi“ Dr. Richardo Bofill Pagés. Hann hefur verið handtekinn áður, 1967 fyrirstjórnmalaskoðanir sínar en þá sat hann inni í 5 ár og 1980 fyrir að eiga erlendan gjaldeyri en þá sat hann inni í 2 ár. Honum hefur mörgum sinnum verið neitað um leyfi til að yfirgefa landið og flytja til eiginkonu sinnar sem býr erlendis. Amnesty samtökin álíta ástæðuna fyrir handtöku Dr. Ricardo Bofill Pagés vera andstaða hans við kúbönsku stjórnina. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsam- legast beðnir um að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amensty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er eftir. Skrifstofan er opin frá 16:00-18:00 alla virka daga. snemma beygist krókurinn til þess er verða vildi um það. Hér heima var hann einn af ötulustu forvígismönnum að stofnun Ungmennafélagsins og ritari þess frá byrjun þar til hann flutti vestur, þá var margt af ungu fólki í sveitinni. Strandamenn voru á þeim árum aðilar að Búnaðarsam- bandi Vestfjarða. Bitrungar sýndu Hirti þann trúnað, að senda hann aðeins tvítugan að aldri sem, fulltrúa sinn á aðal- fund þess á ísafirði. Þar mun hann hafa átt sæti f.h. síns félags flest ár síðan og í dag vera sá maður er flesta fundi þess hefur setið, frá upphafi. Samvinnuhreyfingunni gerð- ist hann einnig snemma fylgi- spakur. Ég hef í fórum mínum dagbækur föður míns frá árun- um 1928-30 þar kemur fram hvað þeir frændur brölluðu margt saman ekki þá alveg óvenjulegt að þeir fylgdu hver öðrum eftir í fjárhúsunum enda stutt milli bæjanna. Á Óspakseyri hafði verið rek- in kaupmannsverslun frá árinu 1912, bændurnir voru orðnir háðir henni. Árferði oft erfitt og safnast upp skuldir, einmitt þarna þykir mér líklegt að kaup- mannsvaldinu hafi verið brugg- uð nokkur launráð. Þeim tókst svo ásamt fleiri ungum bændum að koma því í kring að Verslun- arfélag Hrútfirðinga á Borðeyri,

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.