NT - 22.05.1985, Page 2

NT - 22.05.1985, Page 2
Miðvikudagur 22. maí 1985 2 ■ Hinir 19 nýútskrifuðu búfræðingar Hólaskóla á þessu vori ásamt skólastjóra sínum Jóni Bjarnasyni. ■ Gunnar Sigurðsson, sem hæsta einkunn hlaut á búfræðiprófí tekur við verðlaunum frá Búnaðarfélagi Islands. ■ Steinþór Eiríksson frá Egilsstöðum sýnir nú 45 olíumálverk í félagsheimili samvinnumanna að Hamragörðum við Hávallagötu. Þetta er 19. einkasýning Steinþórs og önnur sýning hans í Reykjavík, en hann sýndi að Hamragörðum árið 1973 og seldust myndir hans þá upp. Steinþór er einn af frumbyggjum Egilsstaða- kauptúns og byggði fyrsta húsið þar, en hann rak um árabil verkstæði á Egilsstöðum. Hann er algerlega sjálfmenntaður í list sinni. Loftleiðir-Flugleiðir: Luxemborgar- flug 30 ára - hafa flutt 4 milljónir farþega ■ Þrjátíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Loftleiða/Flug- leiða til Luxemborgar. Á þessu 30 ára tímabili hafa Flugleiðir sem stofnað var upp úr Lofleiðum og Flugfélagi íslands flutt um fjórar milljónir farþega í Luxemborgarflugi sínu. Fyrsta árið sem flogið var til Luxemborgar voru fluttir 589 farþegar. í ár búast Flugleiðir við því að llytja uni 285 þúsund manns í Luxemborgar- flugi sínu. Þotur Flugleiða munu lenda 19 sinnum í viku á Findel flugvelli í Luxemborg, en liann hef- ur verið stækkaður og eru aðstæður á vellinum allar hinar ákjósanlegustu fyrir farþega. Norðmaðurinn Einar Aakrann veitir forstöðu skrifstofu Flugleiða í Lux- emborg, og liefur gert það allt síðan Loftleiðir opn- uðu þar skrifstofu sína árið 1985. Framan af var Luxem- borgarllugið aðeins einu sinni á áætlun í viku hverri, þar sem farþega- flutningar voru litlir. Það var ekki fyrr en með til- komu Cloudmaster DC- 6B flugvéla, sem Luxem- borgarflugið varð arðvæn- legt og fjölgaði þá ferðum félagsins fljótlega. Mikil og vaxandi aðsókn að Bænda- sólanum á Hólum: ■ Af þeim 19 búfræðingum sem brautskráðust frá Bænda- skólanum að Hólum þetta vorið Hvar á kísilmálmverksmiðja að rísa? Elkemmenn vilja að ríkið borgi með Reyðarfirði! ■ Norska fyrirtækið Elkem, sem rætt hefur veriö við urn eignaraðild að kísilmálmverk- smiðju hér á landi telur eðlilegt að íslensk stjórnvöld bæti í einhverju upp þann kostnaö- armun sem fejst í því að reisa verksmiðju frekar í Reyðarfirði en á Grundartanga. Þetta Rom fram í svari Sverris Hermannssonar iðnaðarráð- herra við fyrirspurn Jóns Krist- jánssonar um viðræður við Elk- em og sagði ráðherra að Norð- mönnum hefði verið gerð grein fyrir því hvaða lög giltu um staðsetningu slíkrar verk- smiðju. Það kom fram hjá Elk- em að ódýrara væri að reisa umrædda verksmiðju á Grund- artanga þar sem mætti samnýta ýmsar eignir íslenska járn- blendifélagsins, nt.a. mötu- neyti, verkstæði, skrifstofu og fleira. Stúlkur helmingur braut- skráðra búf ræðinga í vor voru 9 stúlkur og 10 piltar. Er þetta hæsta hlutfall kvenbú- fræðinga í sögu skólans til þessa að sögn skólastjórans Jóns Bjarnasonar. Hæstu einkunn á búfræðiprófí hlaut Gunnar Sig- urðsson, Stóru-Ökrum í Skaga- fírði 1. ág. einkunn 9,3 og næst kom Jóhanna Fjóla Kristjáns- dóttir, Stóra-Sandfelli í Skriðdal, 1. ág. einkunn 9,2. Fjölmennt var við skólaslitin í Hóladómkirkju þann 14. maí s.l., enda veður eins og það getur best orðið. Alls stunduðu 38 nám við Hólaskóla s.l. vetur í tveim bekkjardeildum. Á s.l. hausti voru nemendur teknir inn í brautaskipt búnaðarnám, þ.e. auk almenna búnaðarnámsins var boðið upp á fiskeldis- og fiskiræktarbraut, sem er hlið- stæð fiskeldisnámi á sama skóla- stigi áNorðurlöndum. Þáleggur skólinn aukna áherslu á loðdýrarækt, hrossarækt og tamningar og beitir sér fyrir námskeiðum einkum á sviði ný- búgreina. Mikil og vaxandi að- 'sókn er að skólanum, en hús- næðisskortur sagður há eðlilegu starfi. Jóhanna Fjóla Kristj ánsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir best- an árangur á bústjómarsviði, bú- fjárræktarsviði, jarðræktarsviði og verknámi. Gunnar Sigurðs- son hlaut viðurkenningar fyrir bestan árangur í fiskirækt og loðdýrarækt. Bestan árangur í fiskeldi hafði Guðmundur Karl Arnarson frá Reykjavík, í hrossarækt Benedikt Bene- diktsson úr Skagafirði og tamn- ingaverðlaunin hreppti Guðjón Heiðar Sigurgeirsson úr Strandasýslu. Viðurkenningu fyrir góða umgengni hlutu; Mar- sibil Sigurðardóttir, Bima Júl- íusdóttir og Sólrún Ingvadóttir. í sumar verða starfræktar sumarbúðir fyrir börn á Hólum. Boðið er upp á fjölskyldudvöl og reiðnámskeið í júlí. Mikill fjöldi ferðamanna og gesta sækja staðinn heim á sumrin. Sundlaugin er og mjög vinsæl. Hressing er seld í mötuneyti skólans. Matsnefnd í deilu BHM og ríkisins: Enginn sem vill verða oddamaður ■ Erfiðlega mun ganga að skipa nefnd þá sem fjalla á um launaágreining BHM og ríkisins. Upplýsti forsætisráðherra í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær að talað hefði verið við marga menn um að taka að sér að vera odda- maður í þriggja manna matsnefnd en þeir allir hafnað því. Samkvæmt upplýsing- um NT mun hafa verið leitað til Klemensar Tryggvasonar fyrrv. hag- stofustjóra, Jóns Sigurðs- sonar forstjóra Járn- blendisins og Brynjólfs Sigurðssonar fyrrv. hag- sýslustjóra, en þeir allir neitað þeirri málalei',an. BHM hefur þegar skipað Stefán Ólafsson lektor í umrædda nefnd fyrir sitt leyti og fulltrúi ríkisins verður Indriði Þorláksson ráðuneytisstjóri. Forsætisráðherra sagð- ist leggja alla áherslu á að nefnd þessi kæmist sem fyrst á laggirnar og myndi hann fyrir sitt leyti fallast á þær niðurstöður sem hún skilaði um launamál opin- berra starfsmanna. Steingrímur og Þorsteinn telja samráð koma til greina - en lorsætisradherra er öanægður med hvad litid er gert ur þeim adgerðum sem þegar eru hafnar Hvað eigum við að gera við þessa umbótasinna Svavar?

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.