NT


NT - 11.06.1985, Side 2

NT - 11.06.1985, Side 2
Fyrsti veiðidagurinn í Elliðaánum: Davíð fékk einn í fyrsta kastinu - en þar við sat ■ „Þetta var kurteisislax," sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri eftir að hafa landað fyrsta laxinum úr Elliðaánum þetta veiðitímabil. Laxinn sem vó 9 pund tók í fyrsta kasti og var kominn á land eftir rúmlega fimm mínútna viðureign. Davíð fékk laxinn í fossinum undir brúnni. Um níu leytið veiddist annar lax uppi á þrepunum sem eru neðan við félagsheimili Raf- veitunnar. Þar var að verki Haukur Pálmason. Þriðji veiði- maðurinn í gærmorgun var borgarritari Jón Tómasson. Veiðimennirnir tóku sér hlc um tíu leytið. Síðan hélt Davíð til veiða í svo kölluðum Teljara- streng þar sem lax hafði sést fyrr um morguninn. „Það er nú ekki þar með sagt að hann taki þó svo að hann hafi verið að stökkva hér í morgun,“ sagði Davíð. Hann renndi nú samt en virtist ganga treglega. Davíð fékk ekki nema þennan eina sem tók alveg í byrjun. Haukur Pálmason hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur fékk annan fisk eftir veiðikaffið. Sá vó 7,5 pund og fékkst á þrepunum eins og sá fyrri sem Haukur fékk. Sem sagt Davíð einn, Haukur tvo og Jón borgarritari engan. Oft hefur byrjunin verið betri en í ár. t fyrra fékk Davíð sex laxa og árið þar áður sjö. ■ Davíö hcldur hér á myndarlegasta laxi. Þeir urðu ekki fleiri hjá borgarstjóranum en einn veiðifélaganna fékk tvo. NT-mynd : Ámi Bjarna Mál Kiiians Horsts: Rannsókn lokið ■ Rannsókn í máii Kilians Horsts, fálka- ræningjans sem reyndi á dögunum að smygla þremur fálkaungum úr landi í kassa undan koníaksflösku, er nú að mestu lokið. Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri sagði í samtali við NT í gær að stefnt yrði að því að senda ríkissaksóknara málið til umsagnar í dag. „Málið er í meginatriðum upplýst og ljóst er hvernig hann stóð að verknaðin- um,‘‘ sagði Hallvarður. Hann neitaði því að nokk- uð benti til þess að íslend- ingar tengdust málinu á nokkurn hátt. Ætlar að hjóla um landið í 10 vikur ■ Hann heitir Mark Vigilante og kom til landsins í gær frá Bandaríkjunum. „Ég er með allt mitt hafurtask á þessu hjóli, svefnpoka, tjald og margs konar nauðsynjavörur. Ég koin til íslands vegna þess að landið er ólíkt öðrum löndum og hér eru engir almennilegir vegir. Ég verð hér í 10 vikur og ætla mér að kynnast landinu ykkar á hjólinu mínut“ sagði Mark og hjólaði í áttina að KÓpaVOgí. NT-mynd: Sverrir Leiðsögumenn óánægð- ir með samkomulagið ■ Almenn óánægja er meðal leiðsögumanna incð samkomu- Iagið, sem gert var við ferðaskrif- stofurnar aðfaranótt .síðaslliðins föstudags. Engu að síður sam- þykktu þeir það með 33 atkvæðum gegn 13 á félagsfundi á sunnudags- kvöld. Kristbjörg Þórhallsdóttir for- maður samninganefndar Félags leiðsögumanna sagði í samtali við NT, að það hefði einungis verið gert til að flrra glundroða í ferða- þjónuslunni í sumar. Hún sagði, að samkomulagið gæti haft það í för með sér, að ekki fengist hæft fólk til lciðsögustarfa í sumar, og hún vissi um þónokkra, sem ekki ætluðu að gefa kost á sér í feröir. Samkomulag leiðsögumanna og ferðaskrifstofanna felur í sér 25-30% launahækkun. Mánaðar- laun leiðsögumanna verða nú 19.500-22.500 krónur. Samkomu- lagið felur einnig í sér 5% álag, þurfi leiðsögumaðurinn að tala 2 erlend tungumál í ferðinni. 10% álag fyrir 3. málið hefur verið í gildi t mörg ár. Þá verður tekið tillit til símenhtunarnámskeiða, sem leiðsögumenn sækja, þegar raðað er niður í launastiga. Nýi samningurinn gildir til áramóta og hyggjast leiðsögumenn ná fram meiri kjarabótum í næstu samn- ingaviðræðum. Maíafli bátanna um 28% meiri en í fyrra ■ Bátaaflinn í maímánuði s.l. var um 28.620 lestir sem er nær 29% meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Þorskafli bátanna var nú 14.774 tonn en 10.177 tonn í maí 1984. Afli togaranna var hins veg- ar um þúsund tonnum minni en í maí í fyrra, eða 31.667 tonn, þar af 6.741 tonn af þorski. Samtals komu því 60.290 tonn af fiski á land í maímánuði, samkvæmt upp- lýsingum fiskifélags íslands. Afli allra fiskiskipa fyrstu fimm mánuði ársins er að loðnu undan- skilinni - næstum sá sami og í fyrra - rúm 288 þús. tonn en var 284 þús. tonn í fyrra. Þar af er þorsk- afli nú 153.558 tonn, sem er rúm- lega 26 þús. tonnum meira en 1984 og er sú aukning að langmestu leyti hjá bátaflotanum. Afli togar- anna jan-maí er samtals 125.639 tonn og er það rúmlega 12 þús. tonnum minna en á sama tíma 1984. Botnfiskafli bátaflotans er á sama tíma 149.514 tonn sem er nær 17 þús. tonnum meira en í fyrra. Refsing mannanna sem skutu fálkana Þrjár milljónir króna - hámarkssekt fuglafriðunarlaganna ■ Sektarhámark fuglafriðun- milljónum króna, sagði lljalti dómsmálaráðuneytinu, er NT arlaganna nemur um þrem Zóphóníasson, deildarstjóri í spurðist fyrir um hugsanlega Ágæt auglýsing ■ Það verður að segjast eins og er að auglýsingar þær sem fluttar eru á Rás tvö eru mun líflegri og skemmtilegri en hinar hefðbundnu út- ■ varpsauglýsingar. Sem dæmi má nefna auglýsingu sem mikið hefur borið á undan- farna fegrunarviku, þar sem kona ein gengur hart fram í því að snyrta limgerðið sitt og sést ekki fyrir með þeim afleiðingum að lokkarnir fjúka af borgarstjóranum, þar sem hann stendur hinum megin limgerðisins. ■ Eins og þessi auglýsing var bráðskemmtileg á Rás tvö verður því þó ekki neitað að skemmtilegra hefði verið að sjá hana í sjónvarpinu. Útvarpsóeirðir á Akureyri? ■ Stefnir í fjölmiðlastríð í skólabænum Akureyri? Svo virðist vera, ef marka má fréttir af „vinskap“ Dags- manna og Rúvak liðsins. Ut varpsmennirnir urðu hálffúi ir vegna afskiptaleysis Dags af útvarpinu og Dagsmenn eru í mikilli fýlu vegna þess að þeir mega ekki reka út- varpsstöð á Akureyri. Dagur reyndi það í verkfallinu í haust en var stöðvaður Á dögunum skammaði einn útvarpsmaðurinn Dag í beinni útvarpsútsendingu og Dagsmenn hafa kært til út- varpsráðs. Það er mál þeirra sem til málsins þekkja að þetta kærumál sem nú er komið upp sé lokapunktur- inn á persónulegu stríði Her- manns Sveinbjörnssonar rit- stjóra og Jónasar Jónassonar „útvarpsstjóra". refsingu mannanna fjögurra sem hafa játað að hafa skotið sex fálka á þriggja ára tímabili, en fjórir fálkanna fundust í frystihúsi á Húsavík s.l. fimmtu- dag. Ekki tókst að fá upplýsingar hjá dómsmálaráðuneytinu eða Sakadómi um hver refsingin gæti orðið, enda um nokkurs- konar prófmál að ræða. í fugla- friðunarlögunum sem voru hert árið 1982, stendur: „Virða skal það refsingu til þyngingar, ef fágætar fuglategundir eru veiddar, svo sem örn, snæugla, fálki eða haftyrðill.. Sigurður Gizurarson, sýslu- maður í Suður-Þingeyjarsýslu, sagði að málið yrði tekið fyrir í Sakadómi Húsavíkur nú strax og yrði síðan sent til ríkissak- sóknara í næstu viku. Sagði hann að fimmti maðurinn tengdist málinu, en sá mun vera háseti á skipi sem er að sigla utan. Sigurður benti á að fyrir nokkrum árum hefði fálki verið skotinn þar norður frá. „Þá fékk þetta lítið rúm hjá fjölmiðl- um. En nú ríkja breytt viðhorf og er það eðlilegt í beinu fram- haldi af eggja^ og ungastuldun- um," sagði hann. Upphaf málsins var það að Björn Guðbrandsson, formaður Fuglafriðunarfélags Islands, sendi bréf til dómsmálaráðu- neytisins þar sem hann greindi frá upplýsingum um að í al- menningsfrystihólfi frystihúss á Húsavík væru þrír fálkar sem hefðu veriðskotnir. Ráðuneytið lét sýslumanninum á Húsavík upplýsingarnar í té og lögreglan leitaði í frystihúsinu og fann fjögur fálkahræ. Leigjandi hólfsins þar sem hræin voru, sjómaður á þrítugs- aldri, var handtekinn og yfir- heyrður. í framhaldi þess voru þrír aðrir menn handteknir, en eftir vfirheyrslur var öllum sleppt, þar sem gæsluvarðhalds var ekki talið þörf. Við rannsókn máisins, sem nú er lokið, kom í ijós að alls voru sex fálkar skotnir, en hin tvö hræin höfðu eyðilagst. Voru fálkarnir skotnir á þriggja ára tímabili, sá fyrsti haustið 1982. Ekki cr vitað hvað mennirnir hugðust gera við hræin eða hvort þeir höfðu eitthvert sam- starf við erlenda aðila.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.