NT


NT - 11.06.1985, Side 4

NT - 11.06.1985, Side 4
Þriðjudagur 11. júní 1985 4 Tilboð VSÍ: Flestir vilja semja á svipuðum grundvelli! - VMSÍ í loftfimleikum; segir Þórður Ólafsson, í miðstjórn ASÍ ■ „Af þeim fréttum sem al- mennt launafólk fær af samn- ingaviðræðum þeim sem í gangi eru virðist ljóst að flestir, að undanskyldu Verkamannasam- bandinu, gætu hugsað sér að semja út frá eitthvað svipuðum grundvelli og tilboð VSI hljóð- aði upp á, þótt nokkuð þurfi þar um að bæta til að kaupmáttur sá sem að er stefnt á samnings- tímabilinu náist. Mér heyrist á fólki að það fái ekki séð að málin leysist neitt betur og far- sællegar í haust heldur en gerist ef raunverulega væri tekið á þeim núna,“ sagði Þórður Ólafsson, form. verkalýðsfé- lagsins í Porlákshöfn og mið- stjórnarmaður í ASÍ, spurður um gang samningamálanna og skoðun hans á þeim. Margir liðir sem stjómvóld ein geta samið um Þórður sagði mestu varða að þeir samningar sem undirritaðir væru yrðu tryggðir. Það sé svo í ýmsum veigamiklum atriðum hlutverk ríkisstjórnarinnar - atriðum sem hún ein en hvorki vinnuveitendur eða launþegar geti nokkru um ráðið. „Ég lít því svo á að það sé siðferðileg skylda ríkisstjórnar- innar að taka nú verulega á málunum og tryggja þann kaup- mátt sem um semst. Meðal þeirra liða sem einvörðungu snúa að stjórnvöldum eru t.d.: Gengismálin - vaxtamálin (Menn hefðu fyrir nokkrum árum verið settir í steininn fyrir að tala um þá okurvaxtastefnu sem nú er að setja bæði al- ntenning og atvinnurekstur í strand) - hækkanir á landbún- aðarvörum sem setja þarf skorður við - og síðast en ekki síst hækkun opinberrar þjón- ustu. Síðan er enginn vafi á því að ríkisstjórnin gæti komið verulega til móts við hið al- menna launafólk í gegnum skattakerfið. Hlutur ríkisstjórn- arinnar er stór í öllum þessum atriðum, til að tryggja það sem að er stefnt - og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi," sagði Þórður. Fóik undrandi á loftfimleikakúnstum VMSl - En sérkröfurnar - telja ekki sumir sig þurfa að fá meira en aðrir - fiskvinnslufólk t.d.? - Það er Ijóst að einhverjir innan launþegasamtakanna stefna að því að fá verulega meiri hækkanir en aðrir. Mikið af sérkröfum virðist m.a. ætla að koma upp á borðið hjá Verkamannasambandinu sem geta haft áhrif á það hvort takist að undirrita samninga eða ekki. Það eru fleiri hópar en fiskverk- unarfólk sem verið er að tala um í þessu sambandi, og nægir þar að benda á samþykkt Dags- brúnar sem virðist ætla að vera sér á báti. Ég held hins vegar að hinn almenni launþegi - bæði innan Verkamannasambands- ins og annarra landsambanda - sé undrandi á þeim loftfimleika- kúnstum sent framkvæmdar eru innan Verkamannasambands- ins um þessar mundir og telji að lítið fáist út úr svoleiðis æfing- um. Slíkir loftfimleikar geti áfram farið fram á Alþingi en Jónas Guðmundsson stýrimaður látinn ■ Jónas Guðmundsson stýri- maður og fyrrverandi blaða- maður Tímans lést að morgni 9. júní á Borgarspítalanum í Reykjavík, 55 ára að aldri. Jónas var fæddur í Reykja- vík, árið 1930, sonur hjónanna Guðmundar Pjeturssonar loft- skeytamanns og Ingibjargar Jónsdóttur. Jónas lauk prófi úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1952 og farmannaprófi úr Stýri- mannaskólanum árið 1956. Hann lauk skipstjóraprófi á varðskipum ríkisins árið 1958 og sjóliðsforingjaprófi frá US Coast Guard Training Center í Virginíuríki árið 1961. Jónas hlaut styrk til að nema grafík og vatnslitun hjá prófessor Rudolf Weissauer í Munchen 1974 og styrk frá Menntamálaráði 1979 til rannsókna á minjum frá Grænlandi við Þjóðminjasafnið í Kaupmannahöfn. Jónas hóf störf hjá Landhelg- isgæslunni árið 1952 og starfaði sem stýrimaður og flugleið- sögumaður um árabil. Hann hafði áður unnið almenna verkamannavinnu og við sjó- mennsku, aðallega á togurum. Jónas var í stjórn Farmanna og fiskimannasambands íslands 1959- 60 og átti sæti í Sjó- og verslunardómi Reykjavíkur 1960- 64. Hann var í stjórn Rit- höfundasambandsins 1972-74 og endurskoðandi þess frá 1974. Jónas var formaður félags ís- lenskra rithöfunda 1976-77 og hefur tvívegis hlotið styrk Menntamálaráðs, auk lista- mannalauna. Jónas ritaði margar skáldsögur, leikrit og ljóð. Hann var ritstjóri sjómanna- blaðsins Víkings 1972-78 og rit- stjóri Sjómannadagsblaðsins frá 1974. Jónas var blaðamaður við Tímann í tæpan áratug eða frá 1974 til ársloka 1982 og ritaði aðallega gagnrýni um menn- ingarmál. Jónas hélt fjölda málverka- sýninga og sá um útvarpsþætti um langt árabil, svo og sjón- varpsþætti. Eftirlifandi kona Jónasar Guðmundssonar er Jónína H. Jónsdóttir leikkona. ekki í samningaviðræðum til að tryggja kjör verkafólks. Námskeiðin ættu að gefa hærra kaup - Jú, vissulega þurfa kjör fiskvinnslufólks að batna og til þess eru færar leiðir. Það hlýtur t.d. að vera meiningin að það fólk sem sækir þau námskeið sem nú eru að fara í gang fái kauphækkanir út á þau, enda margar forsendur fyrir slíku í þjóðfélaginu. í öðru lagi tel ég að alls ekki megi loka samning- um um bónusinn og síldarvinn- una ef af undirritun samninga yrði nú. Bónuskerfið í núver- andi mynd hefur algerlega geng- ið sér til húðar og þarf að vinna bráðan bug að því að fasta kaupið verði meira gildandi en það er nú. En þessir samningar hafa yfirleitt verið teknir sér á báti, enda svo mikil vinna í sambandi við þá að fráleitt er að ætla að gera þá undir pressu. - Hvað þá Þórður, með fólkið Kjarabætur ekki einhver heilög prósentuhækkun Þórður telur það meginmálið nú, að hægt verði að setjast niður og hefja raunhæfar við- ræður um kaupmáttartryggingu og vaxandi kaupmátt á samn- ingstímanum fyrir alla launþéga innan Verkamannasambands- ins og fleiri sambanda. Þar séu allir - sem ekki njóta sérstakra yfirborgana - á sama báti. Allt tal um að ákveðnir hópar hafi dregist aftur úr öðrum sem fá greitt samkvæmt kauptöxtum sé sama fjarstæða og hjá kenn- urum þegar þeir séu að miða sig við aðra hópa. - í þessum orðum fellst ekki að verkafólk þurfi ekki kjara- bætur - og þegar maður er að tala um raunhæfar kjarabætur, þá á það ekkert skylt við ein- hverja heilaga prósentuhækk- un. Það er ekki hækkun í prós- entum sem þar skiptir sköpum, sagði Þórður Ólafsson. í lágmarkslaununum, sem enga hækkun hefur fengið síðan í haust. Hefur það ekki 14.025 krónur á mánuði í stað um 15.900 ef þau hefðu hækkað í takt við önnur laun? Mistók að eyðileggja lágmarkslaunin - Það voru mikil mistök hvernig farið var með lágmarks- launin, en kappið var svo mikið að afnema tvöfalda kerfið. í því sambandi má benda á að á sama tíma og Verkamanna- sambandið lagði allt í sölurnar til að afnema lágmarkslaunin þá fór Sjómannasambandið á stað til að fá stórhækkun á lágmarks- launum fyrirsína umbjóðendur. Sjómenn hafa í áraraðir búið við tvöfalt launakerfi, þar sem kauptryggingin hefur verið lág- markslaunin, sem síðan hafa getað aukist með aflahlut. Eftir að þau hafa nú hækkað í um 28.500 krónur tjá mér skipstjór- ar að það sé ekki sambærilegt' ■ Þórður Ólafsson . hvað miklu auðveldara sé að manna skipin. Hitt kerfið sem VMSÍ lagði svo mikið kapp á að eyðileggja var í raun nákvæm- lega það sama, ef fólk hefði bara vilja setjast niður og hugsa um það. ■ Fjöldi aðila nýtti sér til kynningar þá aðstöðu sem boðið var uppá innandyra í Umferðarmiðstöðinni. Á myndinni sést kynning- arbás Bandaíags íslenskra farfugla. Velheppnuð ferðakynning: Ríflega 10.000 á rútudeginum ■ „Þetta tókst alveg frábærlega vel og við teljum að á milli tíu og tólf þúsund manns hafi komið hingað á rútudaginn," sagði Gunn- ar Sveinsson framkvæmdastjóri Félags sérleyfishafa í samtali við NT að loknum rútudegi. Rútudagurinn var haldinn síð- astliðinn laugardag, en þá héldu sérleyfishafar upp á 50 ára afmæli sérleyfisaksturs á íslandi. Fjöldi sýningargesta fór fram úr björt- ustu vonum þeirra er að rútudegin- um stóðu. Ríflega 10.000 manns spókuðu sig í og við Umferðarmið- stöðina, kynntu sér ferðamögu- leika innanlands og fylgdust með þeim skemmtiatriðum sem boðið var uppá. Útivist, Ferðafélag íslands, Reykjavíkurborg og Félag sér- leyfishafa buðu í sameiningu upp á skoðunarferðirum Reykjavíkur- borg. Áætlaðar voru sex ferðir, en fara varð fimmtán ferðir vegna mikillar aðsóknar. ■ Tákn rútudagsins. Heljarinnar rúta uppi á þaki Umferðarmiðstöðvarinnar. NT-mvndir Sverrir

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.