NT - 11.06.1985, Page 5
Nótulaus viðskipti geta virst hagstæð við fyrstu sýn.
En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt
er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki.
Taktu nótu - það borgar sig
Samkvæmt lögum og reglugerðum
um söluskatt og bókhald er öllum
sem selja vöru og þjónustu skylt
að gefa út reikninga vegna
viðskiptanna. Reikningar eiga að
vera tölusettir fyrirfram og
kaupandi á að fá eitt eintak. Sé
um söluskattsskylda vöru eða
þjónustu að ræða á það að koma
greinilega fram á reikningi.
FJARMALARAÐUNEYTIÐ
■ Fimmtán ár eru liðin frá því að fyrirtækið P. Samúelsson hóf innflutning á
Toyota-bifreiðum til íslands. í tengslum við afmælið var opnuð sýning á bílum frá
Toyota. Þá var hulunni svipt af nýjum bfl frá Toyota. Bfliinn er tveggja manna
sportlegur bfll og ber nafnið MR-2. Við bílinn standa vinstra megin Bogi Pálsson
markaðsstjóri og Páll Samúlesson forstjóri. NT-m>nd: SvcrHr.
■ Fjárskortur stendur nú almennum rannsóknum fyrir þrifum á
tilraunastöðinni á Keldum. Þörf er mikilla viðgerða á húsnæði því sem
tilraunastöðin hefur til umráða. Þá er hluti tækjakostsins úr sér genginn
og nýtist ekki við rannsóknir af því tagi sem nauðsynlegar eru fyrir
líftækniiðnað og önnur skyld verkefni.
Guðmundur Pétursson forstöðumaður
tilraunastöðvarinnar sagði í samtali við
NT að viðhald á húsunum hefði verið í
lágmarki síðastliðin ár og væri hluti
þeirra í niðurníðslu. ,,Okkur skortir til-
finnanlega ýmis tæki til almennra rann-
sókna, og má sem dæmi nefna að raf-
eindasmásjáin sem notuð er, er með
sömu tækni og Þjóðverjar notuðu á
stríðsárunum.“ Guðmundur sagði að
ástæðan fyrir því hve illa er komið fyrir
stofnunni væri sú að fjárveitingar til
tilraunarstöðvarinnar hafi verið í lág-
marki undanfarin ár. „Við höfum farið
fram úr framlagi ríkisstjórnarinnar síð-
astliðin ár. Síðasta ár nam umframeyðsl-
an 2,7 milljónum. Nú í ár var okkur
úthlutað 8,6 milljónum króna. Við höfum
þegar farið fram úr greiðsluáætlun 1985. “
Guðmundur hefur farið fram á að
byggingardeild menntamálaráðuneytis-
ins geri úttekt á kostnaði við að gera
húsnæðið upp en þess er víða mikil þörf.
Hann sagði fjárframlag ríkissjóðs hefði
að raungildi lækkað um 55% prósent frá
árinu 1973. „Á sama tíma hefur framlag
til annarra rannsóknarstofnanna aukist
um nokkra tugi prósenta." Sem dæmi
nefndi Guðmundur raunvísindadeild Há-
skólans og rannsóknarstofnun landbún-
aðarins. Þá sagði Guðmundur að þrátt
fyrir þá staðreynd að tilraunastöðin hefði
nokkrar tekjur af sölu á bóluefni, lyfjum
og tæki þjónustugjald fyrir ýmiskonar
rannsóknir væri of-áætlað af fjárveiting-
arvaldinu að tilraunastofnunin væri rekin
með sértekjum að tveimur þriðju hlutum.
„Hámark væri að ætlast til þess að
stofnunin stæði undir sér að helmingi
með sértekjum. Annað kemur niður á
annarri starfsemi."
Árni Gunnarsson skrifstofustjóri hjá
menntamálaráðuneytinu sagði í samtali
við NT í gær að rætt hefði verið um að
fjárlaga- og hagsýslustofnun myndi gera
úttekt á starfsemi tilraunarstöðvarinnar.
„Það hefur alltaf verið ágreiningsefni að
hve miklum hluta stofnun eigi að standa
undir sér með sértekjum,“ sagði Árni
þegar hann var ynntur eftir áliti á hlut
sértekna til að fjármagna tilraunarstöðv-
arnar.
'En þeir sögðust
vera vanir...”
Island tengist
tölvuvæddu upplýs
ingakerfi Reuters
■ Fréttastofa Reuters er um þess-
ar mundir að tengja ísland við
tölvuvætt fjarskiptakerfi, sem þýðir
að héðan í frá geta íslensk fyrirtæki,
bankar, fjölmiðlar og aðrir sem
óska eftir þátttöku fengið þá upplýs-
ingaþjónustu sem þeir þarfnast.
Erfiðasti þröskuldurinn fyrir ís-
lenska aðila á að tengjast slíku kerfi
hefur verið fjárhagslegir og tækni-
legir örðugleikar á símasambandi
íslands við önnur lönd. Nú yfirstígur
Reuter þann þröskuld í samstarfi
við póst og símastofnanir á íslandi
og Bretlandi og með sanlningum
um viðskipti við Seðlabankann, þrjá
viðskiptabanka og fimm fjöl-
miðla á íslandi.
Tæknilega er þessi framkvæmd
fólgin í því að Reuter tekur á leigu
einskonar fjölrás milli íslands og
annarra landa með flutningsgetunni
9500 bitar á sekúndu. Það nægir til
að koma á föstu skjásambandi í
fjármála- og markaðsþjónustu og
hraðari og öruggari fréttaþjónustu
til fjölmiðlanna en áður hefur
tíðkast. Þeir fjölmiðlar sem tengjast
þessari þjónustu eru Nútíminn,
Dagblaðið-Vísir, Þjóðviljinn, Út-
varp og Sjónvarp.
í undirbúningi er að hefja frétta-
myndaþjónustu, þar sem áskrifend-
ur fá sendar 40-50 ljósmyndir á dag
af helstu heimsviðburðum, með
tölvutækni. Þá stendur verslunar og
iðnfyrirtækjum til boða fjölbreytt
markaðs-fréttaþjónusta, þar sem
fylgst er með markaðsþróun hráefna
og gefnar upplýsingar um viðskipti
og fjármál.
Fulltrúi og fréttamaður Reuters á
íslandi er Þorsteinn Thorarensen,
en hann hefur unnið að því í
hartnær áratug að koma þessu upp-
lýsingakerfi hingað til lands.
Þriðjudagur 11. júní 1985 5
Tilraunastöðin á Keldum:
Húsnæði í niðurníðslu
- og tæki úr sér gengin
Orsökin í bjórlíkinu?
■ Kópavogslögreglan hafði
afskipti af níu ökumönnum
sem grunaðir voru um ölvun
við akstur, nú um helgina. í
eitt skipti hlaust af óhapp, en
það var þegar ölvaður öku-
maður missti stjórn á bifreið
sinni og fór hún út af vegin-
um við Vatnsendahæð. Lög-
reglumaður sem lét NT þess-
ar upplýsingar í té taldi að
skýringuna á þessari aukn-
ingu væri að finna í bjórlík-
inu. „Það eru allir að þamba
þetta bjórlíki. Viðerumjafn-
vel farnir að taka menn ölv-
aða um hábjartan dag.“