NT


NT - 11.06.1985, Side 13

NT - 11.06.1985, Side 13
Þriðjudagur 11. júní 1985 12 ^ L íns i Þriðjudagur 11. júní 1985 13 Útlönd | | LI w Útlörid SALT-2 ekki saltað Washington>Keutcr ■ Ronald Reagan Randa- ríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann myndi halda áfram að fara eftir þeim takmörkunum á fjölda langdrægra kjarnaflauga sem kveðið væri á um í SALT-2 samningunum við Sovétmenn. En hann hótaði því jafnframt að breyta þessari ákvörðun sinni cf Sovétríkin héldu áfram að brjóta samkomulagið. Þótt SALT-2 samkomulagið sem gert var árið 1979 hafi aldrei verið staðfest af Banda- ríkjaþingi hafa Bandaríkja- menn fylgt ákvæðum þess og margir telja að það hafi Sovét- menn einnig gert þótt hvor aðilinn ásaki hinn um samnings- brot. í yfirlýsingu frá Reagan, sem Bandarískir eiturefna- fræðingar teknir fastir Framleiddu fíkniefni hundraðfalt sterkari en morfín var lesin upp á fréttamanna- fundi í Washington í gær, segir meðal annars að Reagan sé „tilbúin að fara aukamílu í leit að tímabilsbundnum ramma að raunverulegum og gagnkvæm- um takmörkunum. Banda- ríkjamenn muni því ekki brjóta gert samkomulag um vopna- takmarkanir svo fremi sem Sov- étmenn fylgi fordæmi þeirral' Reagan bætti því við að það væri einnig skilyrði að Sovét- menn sýndu raunverulegan vilja til samninga um fækkun kjarn- orkuvopna í viðræðunum um kjarnorkuvopn og geimmál í Genf. Samkvæmt SALT-2 sam- komulaginu mega Banda- ríkjamenn og Sovétmenn ímestalagi eiga 1.200 langdrægar kjarnaflaugar. Engin takmörk eru samt í samkomulaginu um það hvað margir kjarnaoddar megi vera á flaugunum. Regan segir að Bandaríkja- menn muni taka úr notkun gaml- an Posedon-kafbát þegar nýjum Trident-kafbát verður hleypt af stokkunum nú í haust með 24 kjarnaflaugar. Þetta verðurgert vegna þess að annars verða langdrægar kjarnaflaugar Bandaríkjamanna 1.214 sem er 14 flaugum of mikið samkvæmt SALT-2. Líbanon: Taka finnsku hermannanna fordæmd út um allan heim - ísraelsmenn vísa frásérábyrgðvegna bandamanna sinna, segjastfarnirfrá Líbanon ■ Reagan iofar að fara eftir SALT-2 samkomulaginu. ■ Ríkisstjórnir og forystu- menn alþjóðasamtaka hafa fordæmt hinn svokallaða her Suður-Líbanons, sem ísraels- menn styðja, fyrir að taka flnnska hermenn úr gæsluliði Sameinuðu þjóðanna í gíslingu. fsraelsmenn hafa verið beðnir um aðstoð við að fá Finnana leysta úr lialdi en þeir hafa farið undan í flæmingi og borið því við að þeir geti ekki skipað her Suður-Líbanons fyrir verkum þótt vitað sé að ísraelsmenn sjái hernum fyrir vopnum og þjálfi liðsmenn hans. Sumir finnsku hermannanna báru báru ekki einu sinni vopn þegar her Suður-Líbanons, sem kennir sig við kristna trú, tók þá höndum. Utanríkisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, sem nú er í heimsókn í Danmörku, heldur því fram að ísraelsmenn geti ekki skipað her Suður-Líbanons fyrir verkum. Hann segir enn- fremur að ísraelsmenn séu ekki lengur ábyrgir fyrir öryggismál- um á svæðinu,þar sem þeim var Los Angeles-Kcuter ■ Bandaríska eiturlyfjalög- reglan handtók fyrir heigi tvo efnafræðinga sem talið er að hafi framleitt mikið af sterkum eiturlyfjum sem séu allt að hundrað sinnum stcrkari en morfín. Bandaríska lögreglan hefur nú um tveggja ára skeið reynt að hafa hendur í hári hálærðra efnafræðinga sem hafa notað fullkomnar efnafræðistofur til að framleiða svokölluð tilbúin fíkniefni sem eru framleidd úr gerviefnum en hafa svipuð áhrif og fíkniefni eins og heróin og morfín. Tilbúnu fíkniefnin eru oft miklu sterkari og hættulegri en fíkniefni sem unnin eru úr valmúa eða öðrum jurtum. Bangladesh: Baneitruð baun ógnar fátækum Efnafræðingarnir tveir, Kenneth Baker og Lutlior Dixon, voru handteknir á heim- ilum sínum á föstudaginn í sein- ustu viku. Við leit fundust tilbú- in fíkniefni að verðmæti um 2,7 milljónir. Bandarísk yfirvöld hafa mikl- ar áhyggjur af tilbúnu fíkniefn- unum sem hingað til hafa aðal- lega verið í umferð í Kaliforníu. Könnun meðal heróínneytenda í Kaliforníu sýnir að um 20% þeirra hafa neytt tilbúinna fíkni- efna í stað heróíns. Margir þeirra telja tilbúnu efnin ekki eins hættuleg og raunverulegt heróín. Pað er talið að tilbúin fíkni- efni muni fljótlega breiðast út til annarra hluta Bandaríkjanna og að þau muni jafnvel koma í staðinn fyrir efni framleidd úr asísku eða suður-amerísku ópí- Von Bulow sýknadur Dhaka, Bangladesh-Keuler ■ Þeir sem komust lifandi undan fellibylnum og flóðunum Kína: Þúsund milljónir nafnskírteina ■ Kínverjar hafa nú ákveðið að úthluta þúsund milljónir nafnskírteina til flestallra íbúa Kínaveldis. Hingað til hafa Kínverj- ar notast við margar mis- munandi tegundir persónuskilríkja, sem vinnueiningarþeirra,sam- yrkjubú, verksmiðjur eða stofnanir hafa gefið út. Á síðasta ári var í fyrsta skipti rætt opinberlega um kosti þess að taka upp samræmd persónuskilríki fyrir alla Kínverja, og nú hefur öryggismálaráð- herra Kína, Liu Fuzhi, tekið af öll tvímæli um það að tími nafnskírtein- anna muni fljótlega renna upp í Ktna. Að sögn ráðherrans fá allir nafnskírteini nema fangar og aðrir sem liafa verið dæmdir til vinnuút- legðar. sem dundu á eyjunum undan strönd Bangladesh í síðsta mán- uði horfast í augu við nýja ógn, í þetta sinn litla baun sem vex af baunagrasi sem ber gullfalleg blóm. Enginn sem þar býr veit hvers vegna grasafræðingar nefndu baunategund þessa „Kjúklinga- baunirnar" en mannkyninu hef- ur í rúmlega 2000 ár verið kunnugt um hversu hættuleg þessi baunategund er lífi og heilsu manna. Vandinn er hins vegar sá að hinir fátæku sem leggja sér þess- ar baunir til munns þar eð þær kostaekkert og eru ríkar af eggjahvítu, fá sjaldan slík skila- boð. Peter Spencer taugasjúk- dómafræðingur í New York seg- ir að baunagras þetta megi finna í görðum í Englandi og það beri forkunnarfögur blá blóm en það hafi skaðað hundruð þúsunda- manna í Afríku og Asíu. Sé baunanna neytt í ríkum mæli getur það orsakað sjúk- dóm sem ieggst á mænuna. Fyrstu einkenni sjúkdómsins eru krampar og stífir fótleggir og ef illa fer getur neytandinn orðið haltur. fversta falli getur neysla baunanna orðið til þess að lama neytandann fyrir neðan mitti en það þýðir að sá hinn sami mun ekki eiga annars kost- ar völ en að ljúka lífi sínu sern betlari sem skríður um götur borganna. Provencc, Rhodc Islund-Kculcr ■ Claus von Bulow var í gær sýknaður af ákæru um að hafa reynt að myrða ciginkonu sína sem var forrík með því að gefa henni of stórar insúlínsprautur sem leiddu til þess að hún féll í ólæknandi dá. Það tók kviðdóminn fjóra daga að komast að niðurstöðu. Þegar úrskurðurinn var lesinn upp spennti von Bulow greipar Rokkstjarna gefur kolanámumönnum fé Surham, Englandi-Reuter ■ Rokkstjarnan fræga Bruce Springsteen, sem nú er á hljóm- leikaferðalagi í Evrópu, gaf um helgina 20.000 dollara, um 800.000 íslenskar krónur, í sjóð breskra kolanámumanna. Anne Suddick, forystukona í kvennasamtökum sem berjast gegn því að kolanámum verði lokað sagði að Springsteen hefði beðið um fund með fulltrúum kvennasamtakanna áður en hann hélt tónleika í Durham. Hún sagðist hafa orðið agndofa er hún opnaði umslagið frá hon- um og að honum yrði seint fullþakkað. Peningarnir rynnu til kolanámumanna sem sagt hefði verið upp störfum fyrr á þessu ári um það leyti er árslöngu verkfalli kolanámu- manna lauk. Uppsagnirnar hefðu verið liður í áætlunum ríkisstjórnarinnar um að loka kolanámum sem reynast ekki nógu arðbærar. og beygði höfuð sitt. Vlnkona hans, Andrea Reynolds, grét af gleði. Von Bulow segist nú ætla að taka upp rólegt 'líferni þar sem hann geti verið í friði fyrir fjölmiðlum. Claus von Bulow var upphaf- lega dæmdur sekur árið 1982 en þeim úrskurði var síðan hnekkt vegna formgalla og málið tekið upp að nýju. Von Bulow, sem er 58 ára og lögfræðingur að mennt, fæddist í Danmörku. Hann fluttist til Bretlands á heimsstyrjaldarárun- um og lærði lög við Trinity-skól- ann í Cambridge. Á sjötta áratugnum gerðist hann ráðgjafi bandaríska milljónamæringsins J. Paul Getty sem bjó þá á Bretlandi. Árið 1966 giftist hann fráskil- inni konu, Mörthu Crawford von Auersperg, sem var vellauðug. Við það öðlaðist hann aðgang að 75 milljón doll- ara auðæfum. Hann fluttist til Bandaríkjanna ásamt eigin- konu sinni og hætti þá að vinna sem lögfræðingur. Von Bulow segist alls ekki hafa gifst konu sinni vegna auðæfanna heldur hafi hann fallið fyrir fegurð hennar. Ákæruvaldið hélt því fram að von Bulow væri fráhverfur allri rænt,vegna þess að Israelsmcnn liafi nú kallað allt herlið sitt frá Líbanon. Líbanonstjórn mótmælir þeirri fullyrðingu ísraelsmanna að þeir hafi kallað her sinn heim frá Suður-Líbanon og bendir á að þar séu ennþá margir „hern- aðarráðgjafar“. Þessirráðgjafar munu meðal annars starfa nreð her Suður-Líbanons sem ísra- elsmenn vonast til að muni stjórna syðstu héruðum Líba- nons. Varnarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, heldur því fram að finnsku hermennirnir beri sjálfir nokkra sök á því að þeir hafi verið teknir en finnsk stjórnvöld og yfirmenn gæslu- liðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon vísa þessu alfarið á bug. Nú eru 5.822 hermenn frá tíu löndum í gæsluliði Samein- uðu þjóðanna í Líbanon og óttast menn að árásin á Finnana sé undanfari frekari árása á gæsluliðið. Her Suður-Líbanons krefst þess að fá ellefu hermenn úr sínum röðum í skiptum fyrir Finnana. Talsmenn hersins segja að Finnarnir hafi tekið hermennina höndum. En stjórn gæsluliðsins neitar þessum stað- hæfingum. Tilraunir til að fá Finnana tafarlaust leysta úr haldi héldu áfram í gærkvöldi. Leyniviðræður um Albaníugull London-Reuter ■ Breska utanríkisráðuneytið hefur skýrt frá því að viðræður fari nú fram milli Albana og Breta um albanskt gull í bresk- um bönkum, sem Bretar hafa neitað að afhenda Alböndum í fjörutíu ár. Bresk stjórnvöld neita að af- henda gullið af því að Albanir vilja ekki greiða bætur fyrir tvö bresk herskip sem rákust á tund- urdufl fyrir utan strönd Albaníu árið 1946 með þeim afleiðingum að 44 manns létu lífið. Gullið er metið á sem svarar meira en 1,6 milljarða ísl. króna. Það var upphaflega í Landsbanka Albaníu. En Þjóð- verjar fluttu það til Berlínar eftir að þeir lögðu Albaníu undir sig árið 1939. Eftir stríð. var það flutt til Bretlands í samræmi við samkomulag Bandaríkjamanna, Frakka og Breta. Alþjóðadómstóll skipaði Al- bönum að greiða bætur fyrir bresku herskipin. En Albanir hafa stöðugt neitað því þar sem þeir hafi ekki lagt tundurskeytin sem skipin rákust á. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins segir að samningaviðræðurnar hafi verið hafnar áður en Enver Hoxha leiðtogi Albana lést í apríl síðastliðnum. Bretar hafa ekki viljað skýra frá því hvar viðræð- urnar fara fram. vinnu og að hann hefði ákveðið að myrða eiginkonu sína til að reyna að komast yfir 14 milljón dollara sem hún hafði ánafnað honum í erfðarskrá sinni. ■ Von Bulow leiddur úr réttarsal. Hann hefur ástæðu til að vera ánægður núna þar sem hann var sýknaður af ákæru um að hafa reynt að myrða eiginkonu sína. Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, ennfremur snúninga og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð Tökum lyftara í umboðssölu LYFTARASALAN HF., Vitastíg 3, símar 26455 og 12452 _J írland: Vinnubrögð lög- reglu rannsökuð Dublin-Keuter ■ Opinber rannsókn stendur nú yfir á því hvort lögreglan hafi neytt írska konu að nafni Joanne Hayes til að játa á sig morð á ungabarni. Mál konunnar hefur vakið mikla athygli og komið af stað mikilli um- ræðu um núgildandi bann við getnað- arvörnum, félagslegt athæfi og kyn- ferðismál almennt í landinu þar sem kaþólska kirkjan er mjög öflug. í þá 77 daga sem yfirheyrslur í máli hennar stóðu yfir gat allur írskur almenning- ur fylgst grannt með einkalífi konunn- ar, þar á meðal kynlífi,í dagblöðum og livert einstakt smáatriði tíundað. Mál hennar hófst í apríl síðastliðn- um þegar hlaupari fann lík af nýfæddu barni á strönd í Kerryfylki. Líkið sem lá hálsbrotið milli tveggja steina hafði verið stungið 28 sinnum með hníf. Alkunna var að Joanne Hayes hafði verið með barni og því handtók lögreglan hana og fjölskyldu hennar. Joanne viðurkenndi í yfirheyrslun- unt að hafa alið barn í leyni út á akri en það hefði látist skömmu eftir læðingu og þá hefði hún falið líkið í skurði skammt frá bóndabæ fjölskyld- unnar. En síðar skrifuðu hún og fjölskylda hennar undir yfirlýsingu um að barnið hefði fæðst á bænum og að hún hefði stungið það með eldhúshnífnum og síðan Itefðu bræður hennar fleygt líkinu í sjóinn. Þessi játning varð hins vegar heldur vafasöm þegar barn það er Joanne ól fannst í skurðinum við bæinn og blóðpruíur sem gerðar voru á hinu líkinu leiddu í ljós að hvorki hún né elskhugi hennar, giftur maður í ná- grenninu gátu verið foreldrar þess. Fjölskylda Joanne lýsti því nú yfir að lögreglan hefði fengið játningarnar fram með hótunum og líkamlegu ofbeldi. Þegar í stað var fallið frá ákærunni gegn Joanne og fjölskyldu hennar en rannsókn hófst á þætti lögreglunnar í málinu. Neyddi hún sakfausa konu tii að gangast við oarnsmorði? Lögreglan heldur hins vegar fast við staðhæfingar sínar um að Joanne Hayes sé móðir barnsins og hefur sett fram alls kyns kenningar máli sínu til stuðnings. Einn lögreglumaðurinn hélt því fram að barnsfaðirinn hafi alls ekki verið elskhugi hennar sem sem sannað er að hafi verið faðir að baminu sent fannst í skurðinum, held- ur einhver allt annar og hafi hún þá fætt tvíbura í sitt hvorum blóðflokkn- um. Annar lögreglumaður hélt því hins vegar fram að Joanne hefði átt mök við annan mann skömmu eftir samfarir sínar við elskhugann og þannig orðið ólétt af tveimur börnum af sitt hvoru faðerninu. Nýkjörinn forseti Kýpur- Tyrkja býður sambandsríki Nicosia-Reuter ■ Nýkjörinn forseti hins tyrk- neska hluta Kýpur segist tilbú- inn til viðræðna við yfirvöld gríska hlutans um stofnun sam- bandsríkis á Kýpur. Rauf Denktash fékk rúmlega 70,5% atkvæða í fyrstu forseta- kosningunum sem haldnar hafa verið á Norður-Kýpur frá því að Tyrkir lögðu um þriðjung Kýp- ur undir sig með innrás fyrir níu árum. Innrás Tyrkja þá var svar við uppreisnartilraun á Kýpur sem Grikkir studdu. Tyrkir eru eina þjóðin sem viðurkennir Tyrkneska lýðveld- ið á Norður-Kýpur sem stofnað var árið 1983 undir forystu Denktash. Spyros Kyprianou forseti einu stjórnarinnar á Kýpur, sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenn- ingar, hefur mótmælt forseta- kosningunum við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hann segir kosningarnar tilraun tyrk- neska innrásarliðsins til að festa sig enn betur í sessi og neyða réttmæt stjórnvöld til samninga. Denktash segir að frekari samningaviðræður um framtíð Kýpur verði að bíða þar til eftir þingkosningar í norður- hlutanum 23. júní. Hann segist aldrei munu afsala jafnrétti fyrir Tyrki á Kýpur og segir að tyrk- nesku og grísku svæðin verði að vera aðskilin áfram. Grískir Kýpurbúar krefjast þess hins vegar að algjört ferða- frelsi verði á eyjunni. Argentína: 1.010% verðbólga - algert met í sögu landsins Buenos Aires-Kcufer ■ Verð á ncysluvörum í Argentínu hækkaði um 25,1% í maí síöastliðnum og þar með fór verðbólgan í fyrsta skipti í sögu Arg- entínu í fjögurra stafa tölu eða í 1.101,1% Verðbólguhlutfall maí- ntánaðar var þó lægra en í aprílmánuði (29,5%) en mun hærra en í maí á síðasta ári (17,1%). Verð- bólguhlutfall aprílmánað- ar sem er ein mesta hækkun sem skráð hefur verið í Argentínu leiddi verð- bólguna síðustu 12 mán- uði þar á undan í 938,8%. Raul Alfonsin sem tók við embætti í desentber 1983 að aflokinni 8 ára hprforingjastjórn, hét í apríl að koma á fót ein- hvers konar „stríðsefna- hag“ svo bæði yrði hægt að berja niður verðbólg- una og endurgreiða er- lendar skuldir ríkisins sem nema um 48 milljörðum dollara. Fyrir tveimur mánuðum stóðu verkalýðsfé- lög og stjórnarandstöðu- flokkar fyrir fjöldafundunt og dagsverkfalli til að mót- mæla 12% niðurskurði á fjárlögum og höftum sem sett voru á almennings- neyslu. Bandaríkin: 8,4 milljón- ir atvinnu- leysingja Washington-Rcuter ■ Fjöldi bandarískra at- vinnleysingja hefur haldist nokkurn veginn óbreyttur frá því í febrúar að sögn vinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna. Samkvæmt upplýsing- um vinnumálaráðuneytis- ins voru atvinnuleysingjar í Bandaríkjunum 8,4 mill- jónir í maímánuði sem er 7,3 prósent. Fjöldi starfa í Bandaríkjunum hefur einn- ig haldist nokkurn veginn óbreyttur á þessu tímabili eða um 106,9 milljónir. Svíþjóð: Vopnasmyglari formaður vinnuveitendasambandsins? Stokkhólmur-Keuter ■ Claes-Ulrik Winberg hefur sagt af sér sem formaður Vinnu- veitendasambands Svíþjóðar vegna ásakana um að sænska stórfvrirtækið Bofors hafi stundað vopnasmygl til írans á mcðan hann var framkvæmda- stjórí þess. Winberg mun hætta að starfa sem formaður sambandsins á meðan sænska lögreglan kannar hvort blaðafréttir, um að Bofors hafi selt Irönum sprengiefni fyr- ir sem svarar um 450 milljónum íslenskra króna, séu réttar. Slíkt er brot á sænskum lögum sem banna vopnasölu tíl ríkja sem eiga í stríði. Mats Hellstrom viðskiptaráð- herra Svíþjóðar hefur hvatt Winberg til að blanda sér ekki í lögreglurannsóknina. Sigvard Falkenland yfirmað- ur tollgæslunnar segir að auk sprengiefnasölunnar hafi Bof- ors selt loftvarnaflugskeyti til Miðausturlanda árið 1980. Svíar seldu vopn fyrir sem svarar um 4,8 milljörðum ísl. króna árið 1983. Stærstu vopna- viðskiptavinir Svía þá voru Níg- eríumenn, Indverjar og Singa- pore.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.