NT - 11.06.1985, Side 20
ipmnnn
Þórmundur Bergsson (ábm.), Gylfi Þorkelsson.
■ „Þetta sýnir að fólk á öllum
aldri getur spilað keilu,“ sagði
Jóhannes Sölvason, kampakát-
ur eftir að hafa sigrað Alois
Raschhofer í úrslitaleiknum.
„Ég vonaðist til að verða
meðal hinna fimm efstu í undan-
keppninni, en ég átti ekki von á
að vinna. En eftir fyrri dag
undanúrslitanna fór ég svo að
eygja vonina um að komast í
úrslitin,“ sagði Jóhannes.
„Yfirleitt þykir mér verst að
spila fyrsta leikinn, náði t.d.
aðeins 145 stigum í fyrsta
undanúrslitaleiknum fyrr í
morgun,“ sagði íslandsmeistar-
inn. „í hinum tveimur náði ég
svo mun betra skori.“
Það mátti því búast við að
úrslitaleikurinn yrði erfiður hjá
Jóhannesi, en hann náði tveim-
ur feykjum í upphafi á meðan
fyrstu tvö skotin hjá Alois geig-
uðu. Forystan var því Jóhannes-
ar þegar í upphafi og hann hélt
henni út leikinn. Spenna komst
þá í keppnina undir lokin. Jó-
hannes felldi níu keilur með
næst síðasta skoti sínu og var þá
kominn með 160 stig. Alois^
felldi hins vegar allar keilurnar
tíu og var þá kominn með 150
stig. En honum brást bogalistin
í síðasta skoti sínu á meðan að
Jóhannes náði að fella síðustu
keiluna og ná sér í feykju. I
aukaskotinu fékk hann svo
fellu, þáfjórðu í úrslitaleiknum.
að auki var hann með fimm
feykjur. Alois náði hins vegar
aðeins einni fellu, en fékk sex
feykjur.
Emilía Vilhjálmsdóttir, íslandsmeistari:
■ Emilía gerði betur en hún átti von á.
„ Veit ekki hvað kom yf ir mig“
NT-myndir Sverrir
■ „Ég veit ekki hvað kom yfir
mig í úrslitaieiknum, þetta er
langbesta skor sem ég hef nokk-
urn tírna fengið,“ sagði Emilía
Vilhjálmsdóttir, fyrsti íslands-
meistari kvenna í keilu.
„Ég ákvað ekki að taka þátt í
keppninni fyrr en í gær og fór þá
að æfa fyrir keppnina, lék sex
leiki. Nei, ég átti ekki von á að
vinna keppnina, ekki einu sinni
að komast í úrslitin," sagði
Emilía.
En í úrslitin komst hún og
sýndi þá frábæran leik. Þegar í
fyrsta skoti sínu gaf hún tóninn
er hún felldi allar keilurnar og
næst náði hún feykju. Þá komu
tvær fellur í röð, önnur feykja
og svo fjórða fellan. Öll spenna
í leiknum var horfin út í veður
og vind er hér var komið sögu.
Emilía var komin með 113 stig,
en Björg var með 63. Nú fylgdu
í kjölfarið fjórar feykjur hjá
Emilíu og í aukaskotinu felldi
hún sjö keilur. Björg svaraði
með jaremur feykjum og sex
stigum í aukaskotinu, en mun-
urinn var orðinn alltof mikill til
að hún gæti unnið hann upp.
Björg náði engri fellu í úrslita-
leiknum, en fékk fimm feykjur.
■ Sigurvegararnir á fyrsta íslandsmótinu í keilu. Mótið var vel heppnað og þátttaka góð.
Fyrsta Íslandsmótið í keilu:
Jóhannes og Emilía
íslandsmeistarar
Stóðu uppi sem sigurvegarar eftir fjölmenna og harða keppni
■ JóhannesSölvasonogEmil-
ía Vilhjálinsdóttir sigruðu á
fyrsta Islandsmótinu í keilu,
sem lauk á sunnudag. Jóhannes
sigraði Alois Raschhofer 171-
150 í úrslitaleiknum og Emilía
vann Björgu Hafsteinsdóttur
185-121 í úrslitaleik kvennanna.
í úrslitakeppninni hlaut Jó-
hannes því 171 stig, Alois varð
annar með 150 stig, Hjálmtýr
Ingason þriðji með 174 stig,
Ásgeir Heiðar fjórði með 129
stig og Bjarni Sveinbjörnsson
varð fimmti með 162 stig.
Önnur í keppni kvenna varð
Björg Hafsteinsdóttir með 121
stig, Sólveig Guðmundsdóttir
varð í 3. sæti með 122 stig, þá
kom Hrafnhildur Ólafsdóttir
með 114 stig og Guðrún Kristj-
ánsdóttir varð í 5. sæti með 91
stig.
Fyrir seinni þrjá leikina í
undanúrslitum karlanna var
staðan sú að Bjarni yar efstur
með 538 stig, þá kom Jóhannes
með 535 stig, Hjálmtýr var
þriðji með 531 stig.
Þessir voru svo áfram efstir
eftir síðari leikinn, þótt röðin
hefði nokkuð breyst. Jóhannes
var þá kominn í efsta sætið með
1060 stig samanlagt, fékk 525 í
seinni leikjunum þremur. Alois
var orðinn annar með 1053 stig,
Ásgeir var með 1047 stig og
Halldór hafði stigi minna.
Bjarni hafði fallið niður í 5.
sætið með 1043 stig og Hjálmtýr
var orðinn sjötti rneð 1005 stig.
Halldór gat svo ekki tekið
þátt í úrslitakeppninni, þurfti
að fara á sjóinn, svo Hjálmtýr
tók hans sess. Úrslitakcppnin
fór svo þannig fram að fyrst
léku þeir sem urðu í 4. og 5.
sæti. Þar bar Hjálmtýr sigurorð
af Bjarna 208-162 og lék þá næst
við Ásgeir. Þá viðureign vann
hann einnig, 152-129. En Alois
reyndist honum sterkari í næsta
leik og sigraði 192-174.
I keppni kvenna voru 12
skráðar til leiks og léku þær
fyrst þrjá leiki. Eftir þá var
staðan sú að Björg var efst með
506 stig, þá kom Sólveig með
409, Emilía hafði 399 stig og
Hrafnhildur og Guðrún voru
jafnar í 4.-5. sæti með 374 stig.
Þær síðastnefndu Iéku því sam-
an í fyrsta leiknum og sigraði þá
Hrafnhildur 128-91. Emilíasigr-
aði svo Hrafnhildi í næsta leik
118-114 og iagði svo Sólveigu
125-122 í tvísýnum leik. þar
sem síðustu skotin réðu úrslit-
um. 1 úrslitunum sigraði svo
Emilía Björgu 185-121.
Björg náði besta skori kvenna
í keppninni, fékk 191 stig í
einum leik og Ásgeir Heiðar
náði 224 stigum í leik í undan-
úrslitunum.
■ Jóhanncs hampar hér sigurlaununum.
Jóhannes Sölvason, íslandsmeistari:
„Fyrirfólká
öllum aldri“
- sagði Jóhannes eftir keppnina