NT


NT - 11.06.1985, Síða 23

NT - 11.06.1985, Síða 23
■ Haukar sækja hér að marki Árvakurs. Liðið svarta er þó fjölmennt í vörn en Haukarinn einmana. NT-mynd Sverrir 4. deild íslandsmótsins I knattspyrnu: Stokkseyringar með _______________________ heil þrettán mörk er þeir lögðu Mýrdæli - „Liverpool-vítaspyrna“ hjá Hrafnkeli og Neista - Valur Ingimundarson, körfukarl, skoraði sigurmarkið hjá Höfnum - Ragnar með þrjú fyrir Árvak ■ Pað .gekk á ýmsu í leikjum 4. deildar um helgina. Stokks- eyringar voru manna atkvæða- mestir í markaskorun. Þeir gerðu 13 mörk á móti Mýrdælingi og að sögn eins leikmanna Stokkseyringa þá varð leikurinn bara leiðinlegur vegna yfirburða þeirra. ÍR-ingar sluppu með skrekkinn gegn Leikni. Leiknir var án margra fastamanna. Magnús Bogason var þó með á nótunum í þessum leik. Hann kom Leikni í 3-1 er 12 mínútur voru eftir. ÍR-ingar lögðu allt í sölurnar studdir af línuvörðum úr sínum hóp eftir því sem NT kemst næst og skoruðu þrívegis á lokamínútunum. Bogabræðurnir hjá Neista máttu bíta í það súra epli að tapa leiknum á „Liverpool-víta- spyrnu" sem dæmd var á síð- ustu mínútum leiksins. Þá gerði ÍBV áfram ■ Sigbjörn Óskarsson sýndi það og sannaði í leik ÍBV og ÍBÍ í 2. umferð bikarkeppninnar, að hann er ekki aðeins liðtækur t handknattleik, knattspyrnan á ekki síður við hann. Sigbjörn gerði öll þrjú mörkin í 3-0 sigri Eyjamanna, en það merkilega er að Sigbjörn byrjaði ekki að æfa knatt- spyrnu fyrr en í vor. Fyrsta markið kom á 34. mín. og í síðari hálfleik bætti Sigbjörn syo við tveimur mörkum. Örugg- r Eyjasigur. Ragnar Hermannsson þrennu fyrir Árvak er liðið lagði Hauka að velli á „mottunni" í Laugardalnum. A-riðill: Grótta-Víkverji............3-1 Erling „KR-ingur“ Aðal- steinsson skoraði tvívegis fyrir Gróttuna og þjálfarinn Sverrir Herbertsson bætti við marki. Víkverjar voru í óheppnara lagi en þeirra mark gerði Óskar Óskarsson. Grundarfj.-Léttir..........1-0 Gunnar Þór Haraldsson sá til þess að öll þrjú stigin héldust á heimaslóðum. ÍR-Leiknir.................4-3 Sögulegur leikur. Leiknis- menn fóru fram á frestun á leiknum vegna meiðsla og fjar- veru fjölda leikmanna en ÍR- ingar neituðu. Leiknismenn komust þó í 3-1 og skoraði Magnús Bogason öll mörk þeirra. Eyjólfur Sigurðsson og Halldór Halldórsson jöfnuðu metin. Eyjólfur gerði 2. Það var svo þjálfarinn Gústaf Björnsson sem tryggði sigurinn með marki beint úr aukaspyrnu rétt fyrir leikslok. B-riðill: Hafnir-Afturelding.......3-2 Körfuknattleikssnillingurinn Valur Ingimundarson tryggði Höfnum sigur með marki rétt fyrir leikslok. Áður höfðu Hilm- ar Hjálmarsson og Guðmundur Jónasson skorað fyrir heima- menn en Bjarni Sigurðsson og Freysteinn Stefánsson gerðu mörk Mosfellinga. Stokkseyri-Mýrd.......... 13-0 Úff, hrikalegir yfirburðir og meira að segja Stokkseyringum fannst leikurinn leiðinlegur vegna yfirburða sinna. Sól- mundur Kristjánsson skoraði 5 mörk. Páll Jónsson og einhver Karl gerðu 3 en Marteinn Árelíusson og Steinar Valdi- marsson urðu að láta sér nægja eitt mark hvor. C-riðilI: Árvakur-Haukar............3-1 Ragnar Hermannsson skor- aði öll þrjú mörk Árvakurs en Páll Poulsen skoraði fyrir Hauka. Bolungarvík-Augnablik . . 2-5 Reynir Hn-Augnablik ... 0-2 Áugnablik fór ferð út á lands- byggðina og kom heim með 6 stig. Birgir Teitsson, Ingvar Teitsson, Kristján Halldórsson, Alexander Þórisson og Jón Orri Jónsson skoruðu fyrir Blikið á móti Bólvíkingum en heima- menn svöruðu með mörkum Jóhanns Kristjánssonar og Run- ólfs Péturssonar. Á Hnífsdal voru það Helgi Helgason og Albert Klemensson sem gerðu mörkin. D-riðill: Höfðstr.-Reynir Á........0-4 Engin spurning um þessi úrslit. Mikið um færi en fjögur nýttust. Björn Friðþjófsson, Kristján Ásmundsson, Örn Við- ar Arnarsson og Guðmundur Hermannsson skoruðu mörkin. Þá var eitt mark dæmt af Reyni. Skytturnar-Hvöt...........0-2 Eitthvað voru Skytturnar ómarkvissar í aðgerðum sínum og því fóru Hvatarmenn með stigin með sér. Garðar Jónsson og Hermann Arason skoruðu mörkin í ágætum leik. E-riðill: Vaskur-Bjarmi.............4-0 Vaskleg framganga. Valdi- mar Júlíusson og Gunnar Bergs- son skoruðu sín tvö mörkin hvor og slökktu þar með Bjarma(nn) Árroðinn-Tjörnes ..........4-2 Fyrrum Tjörnesingur, Friðrik Jónasson, skoraði fyrsta markið fyrir Árroðann. Egill Örlygs- son, Björn Björnsson og Örn Tryggvason bættu við mörkum en Aðalsteinn Baldursson sá um bæði mörk Tjörness. F-riðill: Hrafnkell-Neisti ..........3-2 Það voru bara fimm mínútur eftir er dómarinn dæmdi „Liverpool-víti“ áNeista. Hann neitaði að ráðfæra sig við línu- vörð sem þó gaf til kynna að um mistök væri að ræða. Sverrir Gunnarsson, Vignir Garðars- son og Þorvaldur Hreinsson skoruðu mörk heimamanna en Gunnlaugur Bogason og Þor- björn Björnsson skoruðu fyrir Neista. Höttur-Egill...............3-2 „Það var fyrir mestu að fá stigin“ sagði einn af Hötturun- um eftir leikinn. Þrátt fyrir lát- lausa sókn og mörg tækifæri þá varð sigurinn ekki stór hjá Hetti. Árni Ólason, Magnús Steinþórsson og eitt sjálfsmark tryggði stigin 3 en Sigþór Hjartarson og Daði Hansson sáu um mörk þess rauða. Sindri-Súlan...............3-1 Engin spurning um úrslit. Þrándur Sigurðsson og Elvar Grétarsson (2) sáu um að gera mörk Sindra en Jónas Ólafsson skoraði fyrir Súluna sem ekki átti sér viðreisnar von. Þriðjudagur 11. Júní 1985 23 3. deild í knattspyrnu: Markaregn á mörgum stöðum - Einherji og Reynir gerðu sjö mörk - Þróttur Nes. með sex - Ari Haukur með þrennu svo og strákurinn efnilegi í Neskaupstað Ólafur Viggósson ■ Fjórða umferð í 3.deildar- keppninni fór fram um helgina. Staðan í A-riðli breyttist lítil- lega en þó halda strákarnir frá Selfossi forystu. Staðan í B-riðli er enn dálítið óliós. A-riðill. Sandgerðingar voru á skot- skónum á heimavelli sínum er þeir fengu Ólafsvíkur Víkinga í heimsókn. Sjö sinnunt sendu þeir knöttinn í netið án svars frá Víkingunum. Ari Haukur var á sínum skotskóm. Hann skoraði þrennu. Þórður Þorkelsson gerði tvö og miðvallarspilarinn stóri og sterki Jón B. G. Jónsson skoraði eitt mark svo og Grétar Sigurbjörnsson. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og héldu Víkingar í við Reynismenn. Staðan í hléi var 1-0. Þegar svo heimamenn gerðu annað og þriðja markið gáfust Víkingarn- ir upp og allar flóðgáttir opnuð- ust. Ármann-Stjarnan ..........4-0 Á grasmottunni í Laugardal réðu Stjörnumenn ekkert við Ármenninga. Telja má víst að grasið hafði sitt að segja. Ár- menningar vanir því en Stjörnu- menn þekkja það varla. Ár- menningar komust í 2-0 fyrir leikhlé með mörkum frá Ágli Steinþórssyni og Jens Jóhann- essyni. Stjörnumenn hresstust rnjög í upphafi síðari hálfleiks og voru mjög nálægt því að skora en tókst ekki. Rúnar Sig- urjónsson skoraði síðan þriðja markið með fallegum skalla og þar með var leikurinn úti. Bryngeir Torfason innsiglaði síðan stórsigurinn með góðu marki. Hann fékk knöttinn við miðju og einlék alla leið inní vítateig Stjörnunnar þar sem hann lét tuðruna vaða í netið. Fallega gert. HV-Grindavík .............1-1 Á Skaganum lauk leiknum með jafntefli og verða það að teljast nokkuð sanngjörn úrslit. Sæmundur Víglundsson skoraði fyrir HV en Ragnar Eðvaldsson fyrir Grindvíkinga. Selfoss-ÍK ............... 1-1 Þessi leikur var leikinn á föstudagskvöldið og sagði NT frá honum á laugardag. Selfoss átti að vera búið að gera út um þennan leik í fyrri hálfleik. ÍK jafnaði síðan þegar 10 mín. voru eftir af leiknum. B-riðill: Drengjalandsliðsefnið Ólafur Viggósson var með skóna rétt reimaða en Þróttur Nes. tók á móti HSÞB í Neskaupstað um helgina. Ólafur skoraði þrívegis í 6-1 sigri Þróttar. Guðbjartur Magnússon, Þorsteinn Hall- dórsson og Guðmundur Inga- son skoruðu hin mörk Þróttar. Hörður Benónýsson gerði eina mark HSÞ. Þróttarar óðu í fær- um í leiknum og áttu m.a. ein tvö skot í tréverk murksins. Þá klikkaði Guðmundur Ingason á víti og svo mætti lengi telja. Einherji-Huginn ...........7-1 Ekkert stöðvaði Einherja- ntenn í þessum leik. Lið Hugins var dálítið vængbrotið en niörk- in hefðu getað orðið 14 að sögn heimamanna. Kristján Davíðs- son var á sínum skotskóm og gerði'4 mörk. Þar af tvö úr víti. Baldur Kjartansson, Stefán Guðmundsson og Steindór Sveinsson gerðu hin. Austri-Valur............3-3 Markasúpa um helgina á Eskifirði. Reyðfirðingar kom- ust í 3-1 með mörkum Gústafs Ómarsson úr víti, Lúðvíks Vign- issonar og Jóns Sveinssonar. Auðbjörn bakvörður Guð- björnsson hafði jafnað fyrir Austra með glæsilegri hjól- hestaspyrnu. Grétar Ævarsson sá svo um að jafna með víta- spyrnu og fallegu marki, 3-3. Áð sögn heimamanna þá voru þeir heldur betri en þökkuðu þó fyrir að missa ekki öll stigin til Reyðarfjarðar. Leiknir-lindastóll.......1-1 Tindstælingar fengu víti er um fimm mínútur voru eftir og Eiríkur Sverrisson skoraði af öryggi. Heimamenn höfðu náð forystu nteð marki Einars Áskelssonar. „Þetta var ekki okkar besti leikur og við mátt- um þakka fyrir jafnteflið úr því sem komið var,“ sagði Árni Stefánsson markvörður og ■þjálfari Tindastóls. Staðan í 3 deild': A-riðill: Selfoss ....4 3 1 0 9-4 10 Reynir S .. .. 4 3 0 1 13-4 9 Ármann ....4 3 0 1 9-4 9 Stjarnan ....42113-4 7 HV ....41124-5 4 Grindavík ....41124-6 4 ÍK ....40223-5 2 Víkingur Ó1.... .... 4 0 0 4 2-15 0 B-riðill: Leiknir F 4 2 116-57 Austri 4 1 3 0 9-5 6 Þróttur N 4 12 19-55 ValurR 3 1 2 0 6-5 5 Tindastóll 3 1 2 0 3-2 5 Einherji 2 10 17-43 Huginn 30213-92 Magni 10010-10 HSÞB 20021-80 KA lagði Fylki Frá Gylfa Krisljánssyni, fréttamanni NT á Akureyri: ■ „Þetta var hálfdapurt hjá okkur og ég er alls ekki ánægður með leikinn þó við höfum unnið. Við verðum að gera betur þrátt fyrir að hafa skorað sex mörk í síðustu tveimur leikj- um,“ sagði Njáll Eiðsson eftir að lið hans, KA hafði unnið Fylki í annarri deild íslands- mótsins í knattspyrnu á laugar- daginn. Leikurinn fór fram á Akur- eyri og KA var alltaf betri aðilinn. Strax á 15. mínútu komst KA í 1-0. Njáll Eiðsson skallaði laglega á Steingrím Birgisson sem vippaði á Stefán Ólafsson. Stefán skoraði af stuttu færi og það var vel að þessu marki staðið. Annað markið var einn- ig eign KA. Njáll lék upp hægri kantinn og gaf vel fyrir á Stefán sem skaut viðstöðulaust í mark Fylkis. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum fékk Fylkir hornspyrnu og Kristján Guð- mundsson stökk hæst og skall- aði fallega í markið, 2-1. Á síðustu mínútunni kom löng sending á Tryggva Gunnarsson sem hljóp varnarmenn Fylkis af sér og skoraði örugglega, loka- staðan varð því 3-1 fyrir KA. Það má segja að mörkin hafi verið það eina sem gladdi augað í leiknum.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.