NT - 25.06.1985, Blaðsíða 1

NT - 25.06.1985, Blaðsíða 1
f NEWS SUMMARYIN ENGUSHl SEEP. 19UU Eldur í Torfufelli: illa á fótum ■ Maður brenndist illa á fótum, þegar eldur kom upp í íbúð hans í Torfufelli á laugar- dagsmorgun. Slökkvilið Reykjavíkur var kallað að Torfufelli kl. 7.30 á laugardag. Þegar að var komið var búið að slökkva eldinn. Eldsupptök urðu í sófa sem maðurinn svaf í, og komst eldur í föt hans með þeim afleiðingum að hann brenndist illa á fótum. Að sögn Harðar Jóhannessonar hjá RLR er ekki vitað hver eldsupptök voru, en líklegt þykir að mað- urinn hafi sofnað út frá sígar- ettu. Maðurinn var enn á spítala í gær. Bolvíkingar samþykktu ratsjárstöð: Ársleiga til bæjarfé- lagsins er2650 krónur - endurbætur á vatnsbóli og vegarlagning í kaupbæti Týnds útlendings leitað í óbyggðum: 1 Eyc Idi t ímanu im i 1 ía< dr< ;kka t e! - samkvæmt skilaboðum í leitarmannaskála ■ Lögregla á Hvolsvelli ásamt björgunarsveitum á Hvolsvelli og Hcllu leituðu án árangurs að belgískum ferðamanni á laugardag og fram á sunnudag, uppi á afréttum og hefur hann ekki enn komið í lcitirnar. Klukkan 21.30 á laugar- dagskvöldið var tilkynnt til lögreglu á Hvolsvelli að ekk- ert hefði spurst til belgísks ferðamanns sem lagði upp fótgangandi frá gistiskálan- um í Þórsmörk, áleiðis til Landmannalauga. Þegarfar- ið var að svipast um eftir manninum kom í Ijós að hægt var að rekja för hans inn á hálendið, og allt í leitarmannakofa sem stend- ur í Hvanngili. Þar hafði maðurinn skilið eftir sig skilaboð í gestabók- inni sern hljóðu svo:„Ha!ló. Ég hef verið hér einn í 24 kukkustundir. Mikið rok og rigning hefur heft för mína, og hef ég eytt tímanum í að skrifa og drekka te. Matar- birgðir eru af skornum skammti. Ég legg héðan af stað eftir þrjá tíma og stefni þá að skálanum við Álftavatn og ætla að vera þar í tuttugu tíma. Mig langar að komast að Mýrdalsjökli." Þessi orð- sending sem lögregla á Hvölsvelli þýddi, var aðeins undirrituð Mathieu. Slóð mannsins var rakin frá leitarmannaskálanum, og framhjá skála ferðafélagsins við Álftavatn. Á þeirri leið sinni óð maðurinn Köldu- klofsvík sem er jökulfjót. Slóð ntannsins var síðan rak- in allt niður undir byggð á Rangárvöllum, nálægt Fossi á Rangárvöllum. Þar hvarf slóðin og skipulegri leit var hætt. Sveinn Isleifsson varð- stjóri lögreglunnar á Hvols- velli sagði í samtali við NT í gær að lítið væri vitað um manninn utan það að hann hefði komið til landsins þann 17. júní og hefði dvalarleyfi í 3 vikur. Þá bað Sveinn fyrir þautilmæli að allirþeirsem kynnu að verða mannsins varir hefðu samband við lög- reglu. Svipast hefur verið um eftir manninum í Reykjavík. ■ Bæjarstjóm Bolungarvíkur samþykkti með 8 atkvæðum gegn 1 á fundi sínum á sunnudag að leigja 7 hektara lands á Bola- fjalli undir ratsjárstöð á vegum bandaríska hersins á íslandi. Samningurinn færir Bolvíking- um 2650 kr. tekjur á ári. Utanríkisráðuneytið féllst á það í samningnum að leggja veg meðfram byggðinni upp á Bola- fjall, þannig að umferð vegna ratsjárstöðvarinnar fari ekki um bæinn. Þá mun ráðuneytið einnig gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir mengun á vatnsbóli Bolungarvíkur, en vegaframkvæmdirnar verða á vatnasvæði Vatnsveitunnar. Samningurinn er gerður til óákveðins tíma, en hann er uppsegjanlegur af hálfu ráðu- neytisins með eins árs fyrirvara. Bolvíkingar geta ekki sagt hon- um upp. Byggingar og önnur mannvirki á svæðinu verða alls 2500 fermetrar og greiðast 52 aurar fyrir hvern fermetra á ári. Þá eru eftir 6,75 hektarar og greiðast 200 krónur fyrir hvern á ári. Guðmundur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík sagði í samtali við NT, að bæjar- stjórnin hefði að sjálfsögðu vilj- að fá hærri leigu fyrir landið, en það hefði ekki verið talið fært, og vísaði m.a. til þess, að land undir atvinnustarfsemi utan við bæinn væri leigt á sömu kjörum. Og aðspurður sagði hann, að Bolvíkingar hefðu einhvern tíma þurft að ráðast í fram- kvæmdirnar, sem fyrirhugaðar ertt við vatnsbólið, þó svo, að þær hafi ekki verið komnar á dagskrá. Hann giskaði á, að þær kostuðu 7-8 milljónir króna. Jón Egill Egilsson á varnar- málaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins sagði í samtali, að fljótlega yrði hafist handa um lagningu vegarins, og bygging ratsjárstöðvarinnar sjálfrar yrði hafin í sumar. Tölvustýrðurfræs- ari seldur úr landi ■ Fyrirtækið Óðinn í Vest- mannaeyjum hefur orðið að selja framlciðsluleyfí á tölvu- stýrðum fræsara til Noregs, þar sem treglega hefur gengið að fá fyrirgreiðslu hjá innlendum lána- stofnunum til að koma fram- leiðslunni af stað. Norska fyrir- tækið, sem kaupir leyfíð, heitir Line Lite, og er það m.a. í eigu nokkurra íslendinga. Halldór Axelsson fram- kvæmdastjóri Óðins er nýkom- inn frá Noregi, þar sem hann var að setja upp fyrsta fræsarann af þessari tegund, sem fyrirtæk- ið hefur framleitt. Hann sagði í samtali við NT, að hann hefði lagt inn óformlega umsókn til iðnlánasjóðs og iðnrekstrar- sjóðs, og sér skildist að hann gæti fengjð doljaralán _í hausf. Hann yrði þá að veðsetja íbúðar- hús sitt. í Noregi væri aftur á móti hægt að fá lánað áhættu- fjármagn, og væri veð aðeins tekið í verkefninu, sem féð færi í. „Það er ekkert annað en slæmt að segja um það,“ sagði Halldór, þegar hann var spurð- ur um þau málalok að þurfa að . selja .framleiðílypa . ýr. .landi, „Þetta eru hálfgerðir nauðungar- samningar, en ég hef ekki efni á að bíða fram á haust eftir því hvort ég fæ kannski lán.“ Fræsarinn, sem hér um ræðir, verður fyrst urn sinn a.m.k. notaður við hönnun á auglýs- ingaskiltum úr svokölluðum línuljósum. Halldór sagði, að þegar hefðu borist óformlegar .BaníanÍLál(lslykkj.umksn[ Uv.er. fræsari er seldur á um þrjár milljónir króna. Halldór sagði, að efnið í auglýsingaskiltin væri selt til um 70 landa og því ætti að vera töluverður markaður ‘ fyrir fræsarann. Hann sagði, að líka hefðu farið fram athuganir á notkun hans í öðrum iðngrein- um, og nefndi hann tréiðnað og fataiðnað........ Vinsælasti maður íslands ■ „Ég er búinn aö sjá svo margt að þaö er eins og ég sé í paradís,“ sagði Reynir Pétur Ingvarsson þegar 12-14 þúsund manns fögnuðu honum á Lækjar- torgi í gær. Og þessi mynd ber það með sér að gleði Rcynis Péturs hafí verið smitandi ef marka má svipinn á fólkinu við sviðið. NT*mynd: Ari Sjá nánar bls.2

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.