NT


NT - 25.06.1985, Síða 2

NT - 25.06.1985, Síða 2
Fmj LAW460 Super Quadro Mengele til íslands ■ Mengele er nú loksins kominn í leitirnar. NT fann hann í líki heyhleðsluvélar á hafnarbakkanum í Reykjavík í gær. Vél þessi er náskyld stríðsglæpamanninum, sem að undan- förnu hefur valdið ýmsum miklum heilabrotuin. Fjölskylda hans rekur nefnilega landbúnaðarvélaverskmiðju í heimabæ sínum í Bæjaralandi, og nú eru tæki þaðan komin til íslands. NT-mynd: Sverrir Þriðjudagur 25. júní 1985 2 Saltsíldarsamningar í Moskvu: Samkomulag náðist um kaup á 200.000tunnum - ýmis atriði ófrágengin enn ■ Sjalfsagt hafa fáir einstaklingar vakið jafn mikla athygli í Reykjavík og Reynir Pétur Ingvarsson gerði í gær. Tólf til fjórtán þúsundir manna, samkvæmt mati lögreglunnar, voru viðstaddar þegar borg- arstjóri tók á móti honum á Lækjartorgi um fjögurleytið. Hann var hylltur sem þjóðhetja, en áður hafði ganga hans orðið að fjöldagöngu þar sem jafnt aldnir sem ungir slógust í för með honum. Lúðrasveitin Svanur spilaði Öxar við ána þegar Reynir Pét- ur kom á torgið og í móttökunni sem fylgdi á eftir voru honum afhent hundruð þúsundir króna, þ.á m. 250.000 frá Davíð Odds- syni f.h. Reykvíkinga. „Ég er svo montinn með ís- landsgönguna að ég ræð ekki við mig,“ sagði Reynir Pétur á svið- inu sem sett var upp fyrir at- höfnina. „Ég er búinn að sjá svo margt að það er eins og ég sé í paradís." Ómar Ragnarsson tók á móti Reyni Pétri á Lækjartorgi og spurði hann hvenær þeir myndu gera næsta sjónvarpsþátt saman. Davíð Oddsson sagði um það að Reynir Pétur ætti að gera annan þátt með Ómari og auglýsa hann þannig. Ömar átti að vera í hlutverki spyrjanda en Reynir Pétur spurði jafn mikið á móti um þáttagerðina. Sagði Ómar loks við hann: „Ég átti nú að taka viðtal við þig, en þú ert að taka viðtal við mig.“ Svaraði Reynir Pétur þá. „Ég er bara fljótari en þú.“ Auk margra formlegra gjafa sem Reyni Pétri bárust meðan á móttökunni stóð, rétti fjöldi manns honum peningaseðla al- veg frá 50 kr. og upp í 1000 kr. seðla. Voru enn margir að reyna að koma til hans peningum þegar hann hvarf af sviðinu. Var hann þá að fara með borg- arstjóra í kaffisamsæti á Höfða, og lét hann sig þá hafa það að setjast upp í bíl. Áður en Reynir Pétur gekk niður Laugaveginn og til Lækj- artorgs kom hann við í Hátúni hjá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Félagsmenn þess tóku á móti honum á grunni eigin íþróttahúss, sem var steyptur fyrir um ári síðan. Arnór Pétursson, formaður ÍFR, sagði að félagið hafi viljað sýna smá stuðningsvott og minntist þess einnig að ÍFR þarf einnig að afla fjár til byggingar síns íþróttahúss, um 8-9 milljón- ir. Er Reynir Pétur hélt frá Há- túni og eftir Laugaveginum í áttina að Hlemmi, var fylgdarlið hans orðið á annað hundrað manns. „Ég er bara svo feiminn,ég veit ekki hvað ég á að gera,“ samningamanna í Moskvu að atriðum í dag. BSRB samþykkir: Sérkjaraviðrædum verði haldið áfram ■ Forystumenn BSRB ganga á fund Alberts Guð- mundssonar fjármálaráö- herra fyrir hádegið, þar sem þeir munu m.a. óska eftir að viðræðum um sérkjarasamn- inga félaga BSRB verði hald- ið áfram. Niðurstöður úr þeim viðræðum eru forsenda fyrir því að samið verði um aðalkjarasamning. Tíu mannasamninganefnd BSRB og fulltrúar félaganna komu saman til fundar síð- degis í gær, þar sem þetta var ákveðið, að sögn Kristjáns Thorlaciusar, formanns BSRB. Bandalagið bauð fjármála- ráðherra á sunnudaginn upp á 18 mánaða samning með verðbótarákvæðum, svipuð- um þeim og það hafði áður sett fram. Albert Guð- mundsson lýsti því yfir, að ekki væri möguleiki á að gera slíkan samning, þannig að viðræðurnar miðast nú við skammtímasamning til áramóta, eins og ASÍ samdi sagði Reynir Pétur við NT þegar fólk þeystist til hans og kallaði til hans frá gangstéttum og úr gluggum húsa. NT spurði Reyni Pétur einnig hvort hann hefði einhverntíma farið hringveginn áður. „Uss, það var nú bara í bíl,“ sagði hann og sveiaði. Á Hlemmi biðu hundruð manna og þar var honum afhent fé frá ýmsum aðilum. En þar beið hans einnig gjöf frá ónafn- greindum eldri hjónum, tveir trúlofunarhringir, handa hon- um og unnustu hans. Margsinnis þurfti að stöðva gönguna svo Reynir Pétur kæmi ekki á undan áætlun til torgsins. Hefur hann reyndar verið á undan áætlun alla gönguna. Upphaflega var talið að hann yrði um 5-6 vikur með hringinn en gangan hefur hingað til ein- ungis tekið hann 4'A viku og aðeins er eftir spottinn til Sel- foss og Sólheima. Selfyssingar ætla að taka á móti Reyni við Kögunarhól kl. 17.00 í dag og fylgja honum að lokamarkinu sem er Ölfusár- brú. Móttaka verður við gamla Kaupfélagshúsið og loks kvöld- veðrur að Inghóli. Og þar með verður göngunni lokið. „Mig langaði að vera lengur - með gönguna,“ sagði Reynir Pétur, „en hringurinn er bara ekki lengri.“ ■ Ótrúlegur fjöldi fólks safnaðist saman á Lækjartorgi í gær þegar Reynir Pétur Ingvarsson, íslandsgöngugarpur kom í bæinn. Á þessari mynd sést hluti af mannfjöldanum. NT-mynd: An ing sem íslenskir saltsíldarselj- endur hafa gert við Sovétmenn. Samkomulagið hljóðar upp á kaup á 200.000 tunnum af salt- síld á þessu ári. Njáll Ingjáldsson skrifstofu- stjóri síldarútvegsnefndar sagði í samtali við NT í gær að Gunnar Flóvenz framkvæmda- stjóri nefndarinnar hefði tjáð sér í símtali frá Moskvu í gær að samkomulag væri fyrirliggjandi um kaup á saltsíldinni. Ekki hafði Njáll fengið upplýsingar um verðið, en sagði hinsvegar að samningum væri ekki lokið, þar sem Gunnar sagði að nýr fundur hefði verið boðaður í dag, og vonaðist hann til þess að þá yrði endanlega hægt að ganga frá samningsgerð. Ekki hefur enn verið rætt til hlítar hver hlutur skorinnar síldar verður í heildarsamningnum, en eins og NT skýrði frá á laugardag mun vera talsverður ágreiningur þar um. Njá!! sagði að viðræður um hlut skorinnar og heilsaltaðrar síldar spilaði stóra rullu í þessari ■ Samkomulag náðist í gær um stærsta saltsíldarsölusamn- Evrópumótið í bridge: íslendingar byrjuðu vel - voruí8.sæti eftir 3 umferðir ■ íslenska landsliðið í bridge var í 8. sæti af 21 þegar þrem umfcrðum var lokið á Evrópumótinu í bridge sem nú stendur yfir í bænum Salsomaggiore á Italíu. íslendingar spiluðu við Ungverja í fyrstu umferð mótsins á sunnudaginn og töpuðu 53-66, eða 13-17. Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sigurðsson spiluðu fyrri hálfleikinn með Jóni Ásbjörnssyni og Símoni Símonarsyni, og áttu mjög góðan Ieik að sögn Jakobs R. Möller, fararstjóra liðsins. íslendingar voru 20 impum yfir í hálfleik, i seinni hálfleik komu Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson inn fyrir Jón og Sírnon. í annarri umferð spilaði ísland við Bretland og vann 60-40 eða 18-12. Sá leikur var vel spilaður af hálfu íslenska liðsins en staðan eftir fyrri hálfleik var 18-14 Bretum í hag. Jón og Símon spiluðu allan leikinn en hin pörin skiptu með sér verkum. ísland fékk síðan 18 stig fyrir yfirsetu í 3. umferð en í fjórðu umferð, sem spiluð var í gærkvöldi, átti ísland að spila við Hollendinga. í mótinu tekur, eins og áður sagði, 21 sveit þátt en þrjár þjóðir, Búlgarar, Júg- óslavar og Tyrkir, hættu við þátttöku á síðustu stundu. Eftir 3 umferðir voru Frakkar og Pólverjar efstir og jafnir með 62 stig, en Austurríkismenn voru í 2. sæti með 57 stig. íslendingar voru í 8. sæti með 49 stig. Konunglegar móttökur í Reykjavík: 12-14 þúsund manns g! fögnuðu Reyni Pétri | áLækjartorgj t t

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.