NT - 25.06.1985, Qupperneq 3
Þriðjudagur 25. júní 1985
Hitaveituvatnið:
Tekurgljáaafhár-
inu og veldur f lösu
„Súrt sjampó er svarið,“ segir Villi rakari
■ íslendingar hafa líflausara
hár en flestar þjóðir aðrar og
einnig er flasa algengari hér á
landi er víðast annars staðar.
Astæðan er að öllum líkindum
hitavcituvatnið.
Þetta er skoðun Villa rakara,
Vilhelms Ingólfssonar, sem rek-
ur rakarastofuna Aristókratann
við Síðumúla í Rcykjavík. Vi|li
segir að hitaveituvatnið sé of
basískt og að það geti valdið
ertingu í bæði húð og hári. Að
auki taki það náttúrulegan gljáa
af hárinu. Vegna þessa verði
íslendingar, sem búa við hita-
veitu, að gæta betur að hvaða
sjampó þeir nota.
„Svarið við þessu er einfald-
lega súrt sjampó og næring,"
sagði Villi. Hann sagði að mörg
sjampó sem nú væri á markaðn-
um og seldust mikið væru hrein-
lega slæm fyrir hár fólks og
nefndi hann svokölluð barna-
sjampó og sjampó sem nota
mætti daglega í því sambandi.
„Barnasjampó taka sjaldnast
nokkuð mið af hárinu heldur
eru þau framleidd með það fyrir
augum að barnið svíði ekki í
augun og fái óbragð í munnin
þegar verið er að þvo því um
hárið. Barnasjampó eru basík í
flestum tilfel!um,“ sagði rakar-
Villi benti á, að pH stig margra
sjampóa væri hærra en í því efni
sem hann notaði til að setja
permanent í fólk. „Enda hefur
það verið sannreynt að ef mjög
basískt sjampó er sett í stað
permanentvökva og látið vera í
hárinu í svo sem tuttugu mínút-
ur haldast krullurnar nokkuð
vel, þó að ekki sé það eins vel
og með permanentvökva."
Rakarinn sagðist ekki vita til
þess 'að húðsjúkdómalæknar
hefðu sérstaklega kannað þetta
mál
Stakk af í
áreksturinn
■ Lögregla lenti í elting-
arleik við bifreið aðfara-
nótt sunnudags. Ökuniað-
urinn sem var ölvaður
reyndi að stinga lögreglu
af, eftir að honum hafði
verið gefið merki um að
stöðva bílinn. Eltingar-
leikurinn barst um borg-
ina, og ók ökumaðurinn
greitt. Ferðalagið endaði
'með ósköpum. Árekstur
varð á mótum Templara-
stræti og Vonarstrætis.
Stúlka úr öðrum bílnum
var flutt á slysadeild.
Meiðsli hennar voru ekki
alvarleg.
NT-mynd: Sverrir
Mikil veiði í Stóru-Laxá
Veiði hófst í Stóru-Laxá í
Hreppum á laugardag.
Fyrsta daginn gekk veiði
mjög vel, og veiddust 22
laxar, og voru þeir flestir af
stærri gerðinni. Átta laxar
veiddust á tveimur neðstu
svæðununt og fékkst einn
tuttugu pundari. Þá voru
fjórir laxar sem höfðu betur
í viðureign við veiðimenn,
og sluppu þeir allir í
Bergsnös. Á þriðja svæði
fékkst einn lax, en daginn
eftir, á sunnudag, veiddust
11 laxar á 2 stangir. Friðrik
D. Stefánsson hjá SVFR
sagði í samtali við Veiðihomið
að þar hefðu verið að verki
menn sem voru við veiðar í
fyrsta sinn í ánni, og væri
þetta því vel af sér vikið.
Einar H. Guðntundsson tók
fimm laxa í Stapanum og í
Iðu og Bergsnös tók hann
þrjá til viðbótar. Allir voru
þcir á bilinu 10-16 pund.
Flcstir tóku laxarnir toby-
spún. Á fjórða svæði koniu
13 fiskar á land, og veiddust
þéir við Hólmann og rétt
fyrir neðan hann. Laxinn
mun ekki genginn upp undir
Hrunakrók. Þar hefur nú
verið reist göngubrú, og auð-
veldar það mjög aðkomu að
veiðistöðum.
Tannlæknirinn
kikti upp í laxinn
Friðleifur Stefánsson tann-
læknir fékk 24 punda fisk á
túbu í Árfellsrennum fyrir
neðan Hómahyl, í Stóru-
Laxá.Friðleifur var hálftíma
til 45 mínútur að berjast við
ferlíkið. Þegar laxinn var
kominn upp í fjöruborðið
var hann nærri farinn af öngl-
inum. Friðleifur dó ekki
ráðalaus og rak hendina á
kaf upp í laxinn og náði
honum þannig. Friðleifur
blóðgaðist allur við aðfarirn-
ar, en hann mun nú vera í
sumarfríi, þannig að hann
verður orðinn góður í hend-
Umsjón:
Eggert jSkúlason
inni áður en hann fer að
kíkja upp í þá sem leita til
hans á stofuna.
Mikill lax í Elliðaánum
Miklar laxagöngur hafa verið
í Elliðaárnar. Á sunnudag
voru 352 laxar kornnir í gegn-
um teljarann. Þá voru dæmi
þess að 40-50 laxar fóru í
gegnum teljarann á einni
nóttu. Veiði er þó ekki í
hlutfalli við fjöldann sern
genginn er upp ána. Friðrik
Stefánsson hjá SVFR sagði í
samtali við Veiðihornið í gær
að um helgina hefði það
staðiö á sléttu að vciði í ánni
er söm og í fyrra. •
Reytingur í Soginu
Sjö laxar veiddust á Syðri-
Brú í Soginu, þegar vciði
hófst á föstudag. Flestir lax-
arnir voru teknir á llugu.
Tveir voru teknir á Ásgarðs-
breiðunni. Þá hafa menn haft
spurnir af veiði á Alviðru-
svæðinu, en ekki er vitað hve
hún er mikil.
Norðurá lifnar
Síðasta holl í Norðurá gerði
það gott, ef ntiðað er við
hollin sem á undan hafa
farið. Þrjátíu laxar veiddust
á tímanum, sem eru þrír
dagar. Þá hefur orðið vart
við miklar göngur síðustu
daga, og í fyrrinótt fóru 60
fiskar í gegnum teljarann við
Laxfoss og eru þá á þriðja
hundrað laxar komnir upp
fyrir Laxfoss. Mikið af fiski
er einnig komið upp fyrir
Glanna. í Krók og Skarðs-
hamarsfljót.
IHINTERNA TIONAL
TRAKTORAR
62ja og 72ja ha. fljf-
1/ ifr® 1 Æ
\\\\\\\\\ TIKy j ///^k 3—,/Lása
ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900