NT - 25.06.1985, Page 4

NT - 25.06.1985, Page 4
Þriðjudagur 25. júní 1985 Nýbyggingar í Reykjavík: Markadur fyrir stærri íbúðir orðinn mettaður ■ „Vandræði byggingarmeist- ara sem verið hafa að byggja íbúðir og selja skiptist í tvö horn. Þeir sem hafa getað feng- ið að byggja litlar íbúðir - 2ja og 3ja herbergja - hafa yfirleitt hvorki verið í vandræðum með að selja þær né varðandi greiðsl- ur, nema að því er lýtur að seinkun greiðslna úr opinberu lánasjóðunum. Þeir sem aftur á móti hafa verið háðir þeim skipulagsákvæðum að byggja tiltölulega stórar íbiiðir - og það eru að vísu nokkuð margir nú að undanförnu - þeir hafa lent í verulegum vandræðum með að losna við þær íbúðir, þar sem markaðurinn fyrir slíkar íbúðir virðist algerlega vera orðinn mettaður hér í Reykjavík,“ sagði Gunnar S. Björnsson, framkv.stj. Meistarasambands byggingarmanna. En hann var spurður vegna orðróms um mikla sölutregðu og vanskil sem hans menn hafi átt við að stríða að undanförnu. Stórar íbúðir - hvort sem þær seljast eða ekki - Þessir menn voru hart keyrðir fyrir þannig að fjár- magnsvandræðin á markaðinum almennt hafa komið mjög hart niður á þeim. Það hefur svo gert stöðu þeirra enn verri þegar síðan opinbera lánakerfið varð þetta langt á eftir nærri allt síðasta ár og það sem af er þessu, ekki síst með tilliti til þeirra lána- og vaxtakjara sem almennt eru á fjármagnsmark- aðinum núna. Gunnar sagði þá byggingar- aðila ítrekað hafa rætt um það við skipulags-og borgaryfirvöld að þau kæmu á móti bygging- armeisturum og markaðinum með því að reyna að opna möguleika fyrir byggingu fleiri lítilla íbúða og íbúða af hóflegri stærð. Það sjónarmið hafi ekki notið skilnings hjá yfirvöldum. Skynsamlegra að hafa all- ar blokkaríbúðir litlar Sem kunnugt er hefur verð á litlum íbúðum hækkað langt umfram annað fasteignaverð á undanförnum árum vegna mikillar eftirspurnar eftir þeim - en eiga menn samt að byggja stórt? „Tiltölulega ströng mörk að þessu leyti hafa alltaf verið fyrir hendi af hálfu borgaryfirvalda, sérstaklega gagnvart þeim bygg- ingaraðilum sem eru að byggja og selja, að þeir skyldu vera með mikið af þessum stóru íbúðum, allt upp í 5 og 6 herbergja. Við höfum hins vegar bent á - sérstaklega nú á seinni árum og ekki síst eftir að ákveðið var að Grafarvogssvæðið yrði að mestu leyti fyrir sérbýlisíbúðir - að miklu skynsamlegra væri að byggja þá samtímis nær allar blokkaríbúðir tiltölulega litlar - helst að fara ekki upp fyrir 3ja herbergja íbúðir," sagði Gunnar. Allir neyddir í „hallarbyggingar“ Hvað byggingu einbýlis-, rað- og parhúsa snertir sagði Gunnar það enn svo að fólk verði þar einnig að byggja tiltölulega stór hús. „Því miður hefur maður ekki séð neina tilhneigingu í þá átt að breyta því, þótt ekki fari á milli mála að t.d. lítil raðhús - kannski 70-100 fermetra - hafi verið mjög vinsæl víða úti á landi.“ Myndbandaleigur: Ekki olíu- bissness ■ Talsverð samkeppni á sér stað nú í myndbanda- leigum borgarinnar. Leiga á myndböndum stendur ekki undir kostnaði við innflutning þeirra og frá myndbandaleigunum streyma ýmis tilboð til neyt- enda til að auka viðskiptin. í dagblöðum er fjöldi auglýsinga um sölu á myndbandaleigum og frammá- menn í samtökum rétthafa og myndbandaleiga telja að samdráttur í þessum málum sé á næsta leiti. Þóroddur Stefánsson for- maður Félags íslenskra myndbandaleiga telur að leigurnar bryddi upp á ýmsu til að auka neyslu á mynd- böndum. Myndbandaleigur séu enn að spretta upp og margir eigi því í miklum erfiðleikum því leiguverðið sé of lágt. Þóroddur reiknar því með að mikill samdráttur verði um áramót þegar lög um frjálst sjónvarp taka gildi. Hann segir: „Menn halda að þetta sé olíubissness en það er löngu liðin tíð.“ Friðbert Pálsson formaður Samtaka rétthafa mynd- banda á íslandi er sammála þessu. Samdráttur í mynd- bandaleigu sé þegar hafinn en hann heldur ekki að ólög- leg starfsemi í bransanum aukist, þvert á móti. Þeir séu í alvarlegum viðskiptum starfi ekki óheiðarlega. r ■ Líknarkonur stóðu og bökuðu vöfflur og pönnukökur daginn langan undir berum himni og dró ilmurinn að sér eyjarskeggja eins og býtlugur dragast að hunangi. Alls kyns listmunir _ Stína Bald. brá sér í gervi Línu langsokks til að lífga enn frekar upp á stemmninguna í kaffisölunni. N'r-myndir Inga Gísla Vöfflu- og pylsusala til söfnunar fyrir sónartæki ■ „Búum vel að börnum okk- ar - ófæddum sem fæddum“ var meðal slagorða hjá Kvenfélag- inu Líkn í Vestmannaeyjum sem hélt heilmikið „húllum hæ“ í bænum um þjóðhátíðarhelgina (þjóðhátíð Islendinga) m.a. til að reka endahnútinn á fjáröflun til kaupa á sónartæki fyrir sjúkrahúsið í Eyjum. Að vísu höfðu konurnar áður talið sig búnar að safna fyrir tækinu með margskonar uppákomum, happdrættum og kökubösurum. En verðbólgan fór fram úr sjóðnum, þ.e. verð tækisins hækkaði hraðaren sjóðurinn og því þurfti eina uppákomu enn. Mikill fjöldi Vestmannaey- inga rann á lyktina hjá Líknar- konum sem stóðu lengi dags við að grilla pylsur, og baka vöfflur og pönnuícökur sem þær seldu glóðvolgar ásamt kaffi og fleira góðgæti. Til að halda uppi fjör- inu fengu þær m.a. aðstoð 80 manna norskrar lúðrasveitar frá Noregi sem komið hafði í vina- bæjarheimsókn til Eyja að ó- gleymdum Árna Johnsen, sem sjaídan lætur sig vanta með •söng og gítarspil þegar eitthvað er um að vera í Vestmannaeyj- um. ■ Myndlistakonan Eydís Lúðvíksdóttir opnaði fyrstu einkasýningu sína á Kjar- valsstöðum á laugardag. Eydís sýnir þar verk sem hún hefur gert í postulíns- leir, brenndan við háhita í tölvustýrðum ofnum. Sýn- ingin stendur yfir daglega til sjöunda júlí frá kl. 14 til 22. Eydís stundaði myndlista- kennslu á árunum áður, en hún lauk kennaraprófi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1981. Undanfarin ár hefur hún þó mikið starfað við hönnun og vöruþróun í listiðnaði. Hjá Gliti hf. í Reykjavík,þar sern hún hefur starfað sem listráðunaut- ur, hefur hún m.a. unnið að gerð steinblóma, nytjalystar auk þess sem hún hefursett upp sýningar fyrirtækisins bæði hér- lendis og erlendis. Um áramót var Eydís valin úr hópi listamanna til að hafa um- sjón með Listasmiðju Glits og er hún sjötti listamaðurinn sem hlýtur þá viðurkenningu. Engin f rjáls útvarps- stöð 1. janúar 1986 - þó nýju lögin taki gildi þann dag ■ „Við munum nopna útvarpsstöð klukkan tólf á miðnætti 1. janúar ef allt gengur upp.“ Þessi orð voru höfð eftir Magnúsi Axelssyni ein- um forvígismanna ís- lenska útvarpsfélagsins í einu dagblaðanna, fyrir skömmu. Hinsvegar er mjög ósennilegt að starf- semi frjálsu útvarps- stöðvanna geti haflst um leið og lögin taka gildi. í útvarpslögunum nýju er kveðið á um að Alþingi kjósi á fjögurra ára fresti Utvarpsréttarnefnd, sem veitir leyfi til útvarps- og sjónvarpsreksturs hér á landi. Markús Á. Einarsson var formaður útvarpslaga- nefndar og sagðist hann í samtali við NT, ekki sjá að grundvöllur væri fyrir því að kjósa í útvarpsréttar- nefndina fyrr en eftir gildis- töku laganna. Nefndin á svo eftir að vega og meta umsóknirnar sem henni hugsanlega ber- ast og Póstur og sími á eftir að samþykkja tæknibúnað stöðvanna og útdeila þeim senditíðni. Fengu ekki veiðileyfi ■ Ferðafélagarnir sem héldu til veiða á Arnarvatnsheiði síð- astliðinn fimmtudag hafa sent frá sér athugasemd vegna fréttar sem birtist á forsíðu NT, föstu- daginn síðasta. Lögregla úr Reykjavík fór með þyrlu varn- arliðsins upp að Arnarvatni- stóra, og krafði mennina um veiðileyfi. í athugasemdinni frá þeim félögum, segir m.a. „í blaðinu er talað um dólgshátt, og gefið í skyn að reynt hafi verið að komast undan að borga veiði- leyfi. Þessu viljum við harðlega mótmæla." Þá segir að hið rétta sé, að maður sem sagðist vera veiðivörður hindraði för þeirra, um fjölfarinn slóða, og sagðist vera veiðivörður. Þeir félagar inntu manninn eftir heimild til þess að banna þeim för um J Reyltjavíit &'Urncnn u' I upP,í Arn- I^r,u la"dhefg*^0'd,mcð I J'lgangur ferðaf J 1 nnj' f Ö'lgjasi með vZZr varað ™«srsc í <íannaðarvrð ,^A efn,s að h h f]órumytnnhrn,annj- k I ^m rxddu i/S ,tiaurn' ui slóðann, og hvarf hann þá af frekari möguleika til þess að vettvangi, og höfðu þeir ekki kaupa leyfi.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.