NT - 25.06.1985, Side 5
Jarðgöng á
Vestfjörðum?
Tæknilega og jarðfræðilega mögulegt
MYNDBANDASÝNINGAR
Á SÖLUHROSSUM
Búvörudeild Sambandsins hefur í samvinnu við Félag hrossa-
bænda látið gera myndbönd með upplýsingum um nokkur hundruð
söluhross, gæði þeirra, verðflokka o.fl.
Myndböndin verða sýnd innlendum og erlendum viðskiptavinum
á þriðjudögum og fimmtudögum. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir
að hafa samband við Búvörudeild Sambandsins í síma 28200.
■ Tæknilega og jarð-
fræðilega er ekkert því til
fyrirstöðu að gera jarð-
göng milli Skutulsfjarðar,
Súgandafjarðar og Önunda-
fjarðar, að sögn Hreins
Haraldssonar, jarðfræð-
ings, sem hefur nýlokið
við rannsóknir á jarðlög-
um þarfyrir Vegagerðina.
Ekkert hefur verið
ákveðið um gerð jarð-
gangna þar, en skýrsla
byggð á athugunum hefur
verið send til þingmanna
sem ákveða hvað verður.
Hreinn sagði að göngin
tvö myndu vera um 9 km
löng, hvor um sig á fimmta
km. Kostnaður við gerð
slíkra ganga, miðað við
kostnaðaráætlanir sem
hafa verið gerðar fyrir
göngin fyrirhugðu í gegn-
um Ólafsfjarðarmúla,
myndi vera um 100 millj-
ónir á kílómetra, að sögn
Hreins.
Hann sagði að jarðlögin
sem hefðu verið athuguð
væru lagskipt grágrýti,
með „lélegri" lögum eins
og sandsteini á milli.
„Þetta er eins og terta
með sultu milli laganna.
Maður verður að sneiða
hjá sultunni og halda sig
við sterkari lögin," sagði
Hreinn.
Jarðgöng þarna myndu
þjóna þeim tilgangi að
leysa vanda byggðarlag-
anna í samgöngumálum,
sagði Hreinn. Það gilti því
annað þar en í Ólafsfjarð-
armúlanum. Þau göng,
sem munu verða 3,2 km
löng og á að byrja á eftir
tvö eða þrjú ár, koma til
vegna þess hve vegurinn
við múlann er mikill slysa-
vegur og erfiður vetrar-
vegur.
Þrír nýir sendiherrar
■ Þrír nýskipaöir sendiherrar erlendra ríkja afhentu forseta íslands trúnaöar-
bréf sín þann 11. júní síðastliðinn. Þeir eru Franciszek Stachowiak frá Póllandi,
Muzammel Hussain frá Bangladesh og Abdelaziz Kara frá Alsír. Hinn fyrst
nefndi hefur aðsetur í Osló, en hinir tveir í Stokkhólmi.
Matthías Á Mathiesen viðskiptaráðherra var viðstaddur afhendingu trúnað-
arliréfanna.
Skipulag síldveiða 1985:
Síldarafli á árinu
áætlaður 50.0001
tekinn upp kvóti hjá reknetaskipum
■ Sjávarútvegsráðu-
neytið hefur sent frá sér
yfirlýsingu um skipulag
síldveiða á komandi
hausti. I meginatriðum er
skipulagið það sama og á
undanfömum árum, utan
þess að í ár verður í fyrsta
sinn ákveðinn kvóti fyrir
hvern einstakan rekneta-
bát. Þá verða lagnetaveið-
ar ekki háðar sérstökum
veiðileyfum eins og
undanfarin ár.
Gert er ráð fyrir að
heildaraflinn verði allt að
50.000 lestir af síld. Veiði-
tímabil verður frá klukkan
18 þann 29. september og
stendur fram til 15. des-
ember. Þetta á við um
nótaveiðar og rekneta-
veiðar. Lagnetaveiðar má
stunda frá 10. ágúst og
fram til 15. desember.
Hverju nótaskipi verð-
ur heimilt að veiða 330
lestir af síld. Heimilt er að
færa heila eða hálfa kvóta
milli skipa. Þó er engu
skipi heimilt að veiða
meira en kvóta tveggja.
Þegar síldarverð hefur
verið ákveðið tekur ráðu-
neytið afstöðu til þess
hvort settur verður verð-
mætakvóti eins og undan-
farin ár.
Ákveðinn hefur verið
kvóti á hvert einstakt
reknetaskip. Skipting er
gerð á grundvelli síldar-
afla skipanna árin 1982-
1984 og er tekið mið af
tveimur aflahæstu árum
hvers skips. Sama gildir
um færslurá kvótum miili
reknetaskipa, nema hvað
reknetaskip má ekki veiða
meira en kvóta tveggja
hringnótaskipa.
Samanlagður afli lag-
netabáta, 50 lestir og
minni, má ekki fara yfir
1.500 lestir, og verða veið-
ar stöðvaðar þegar því
magni er náð. Lagneta-
veiðar eru aðeins heimilar
bátum minni en 50 brúttó-
lestir.
Starfsfólk Hafnarbúða
skorar á borgarfulltrúa
■ „Við undirrituð,
starfsfólk Hafnarbúða,
höfum hvorki séð né heyrt
frambærileg rök fyrir því
að Reykjavíkurborg láti
af hendi eina af deildum
Borgarspítalans, fullbúna
og fullsetna bæði af sjúkl-
ingum og starfsfólki.
Hafnarbúðir eru að flestra
dómi þörf og vel rekin
stofnun og nauðsyn henn-
ar í þágu borgarbúa þarf
ekki að ræða,“ segir
áskorun sem allir star
menn Hafnarbúða, h;
undirritað og beint er
borgarstjórnar og borg;
ráðs Reykjavíkur.
í áskoruninni er þ(
farið á leit við fulltrú;
borgarráði og borg;
stjórn að afstýra því sl'
að höggvið verði st(
skarð í þjónustu borg;
innar við sjúka og aldrað
Samband islenzkra samvinnufelaga
@Búvörudeild
Sambandshusmu Rvik simi 28200
-það borgar sig
að taka nótu
Nótulaus viðskipti geta virst hagstæð við fyrstu sýn.
En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt
er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki.
Taktu nótu - það borgar sig
Samkvæmt lögum og reglugerðum
um söluskatt og bókhald er öllum
sem selja vöru og þjónustu skylt
að gefa út reikninga vegna
viðskiptanna. Reikningar eiga að
vera tölusettir fyrirfram og
kaupandi á að fá eitt eintak. Sé
um söluskattsskylda vöru eða
þjónustu að ræða á það að koma
greinilega fram á reikningi.
FJARMALARAÐUNEYTIÐ