NT - 25.06.1985, Page 6

NT - 25.06.1985, Page 6
Þriðjudagur 25. júní 1985 Helgi Hannesson skrifar ■ Helgi Hannesson íslendinga vera 15-20 lítra á mann, um þessar mundir. Hitt mun staðreynd, að Danir drekka um 120 lítra af bjór, á ári til jafnaðar. Og enginn má halda, að íslendingar væru ekki jafnokar Dana, ef þá vantaði ekki bjór til þess. Sýnist Steingrínri lítill munur á hálfankeri og heilli tunnu, (15 og 120 lítrum) bið ég hamingju lands og þjóðar, að létta af honum hið allra fyrsta; ráðherradómi og for- mennsku Framsóknarflokks- ins. 19. júní 1985. Bjórfólk á villigötum i ■ Tveir bjórsjúkir vesling- ar, strákur og stelpa, skrifuðu sér til skammar í NT, næstlið- inn sunnudag. Strákurinn heimskur hrokagikkur eftir orðbragði að dæma - og stelp- an skammsýnn kjáni. Hvor- ugt sér né horfir út yfir barm á bjórdalli sínum. Það er alltaf raun að rekast á andlega blinda einfeldninga, sem hugsa og tala eins og háttalag þeirra komi engum öðrum manni við, né böl og brestir annarra manna, snerti sjálfa þá hið allra minnsta. En eitt gerðu þessi tvö miklu betur en flestir bjór- belgir aðrir, þau földu sig ekki í skúmaskoti á bak við gervinafn. II Bágt var að lesa bull þeirra tveggja, sem segir frá hér að ofan. Hitt var þó margfalt átakanlegra, að lesa það sem ungur prestur lét frá sér fara í sama NT blaði. Prestur snuprar, - stráks- lega nokkuð - betri hluta Óbjörguleg er tillagan um bjórgróða- tekjur líknarfélag- anna. Þau eiga að líkna óendanlega tugþúsundum bjórdrykkju- ræfla, fyrir umboðslaun af innfluttum bjór.... Hryggilegt er að sjá og vita ungan prest ganga fram fyrir skjöldu og mæla bjórnum bót - þó er það hálfu hörmulegra að hitta forsætisráð- herrann á sama villuvegi. alþingismanna - fyrir að vilja ekki án tafar, steypa böli bjórdrykkjunnar yfir okkar ölgráðugu þjóð - aldna, unga ogóborna vesalinga. Og hann veit betur en þeir allir hvað þeim bar að gera: „Þeir áttu auðvitað að segja já, því hjá því verður ekki komist til langframa, að halda hér uppi sérstöku neyslusvæði í einu eða neinu tilliti.“ Þótt þetta sé rugl í máli og hugsun, sýnist liggja næst að svara því svo: Bannlögin hafa í 70 vetur varið okkur íslend- inga fyrir bölvun bjórsins. Og þau munu, ef bestu menn fá að ráða - og yfirvöld hætta að brjóta lögin - gera það enn um ókomin ár og aldir. Það mættu prestar styðja manna best. Og enn segir prestur, að hér á landi sé þrátt fyrir bjórbannið, - drukkið svo mikið af bjór og bjórlíki, að landssjóður „tapar hundruð- um milljóna á hverju ári að hafa ekki þessa sölu í hendi sér“. Þetta skil ég ekki al- mennilega. Hvar kaupa bjór- líkisblandarar áfengið í öl- blöndu sína? Brugga þeir það sjálfir eða kaupa þeir kannski smyglaðan spíritus? Kannski væri hvorttveggja kleift, en varla getur kveðið mikið að því. Óbjörguleg er tillagan um bjórgróða-tekjur líknarfélag- anna. Þau eiga að líkna óend- anlega tugþúsundum bjór- drykkjuræfla, fyrir umboðs- laun af innfluttum bjór! Það er ekki öll vitleysa eins. Landsjóður og líknarfélög geta aldrei grætt á sölu bjórs né annarra áfengra drykkja. Hjá þeim veröur tapið því stórfelldara sem meira er selt og drukkið. III Hryggilegt er að sjá og vita ungan prest ganga fram fyrir skjöldu og mæla bjórnum bót. Þó er það hálfu hörmu- legra, að hitta forsætisráð- herrann á sama villuvegi. Hann lét einnig ljós sitt skína En eitt gerðu þessi tvö miklubeturen flestir bjórbelgir aðrir, þau földu sig ekki í skúmaskoti á bak við gervinafn. í sunnudagsblaði NT degi fyr- ir þjóðhátíð. Leiðinlegt villu- Ijós. Þar sagði hann í upphafi greinar sinnar: „Ég hef engin bein afskifti haft af þessu máli.“ Þó veit alþjóð, að hann hefur gælt við hátt í milljarðs tekjuauka ríkissjóðs, af drykkju áfengs öls á næsta ári. Hann miklar óhollustu ölblöndunnar, sem fáein þúsund drykkjuhrúta sulla nú í sig á ölkrám öðru hvoru. Og hann sýnist vilja bæta það böl, með bjór, sem allir geti drukkið, um allar jarðir og á öllum tímum. Að lokum klykkir hann út með þessum orðum: „Eins og ástandið er og ég hef lýst, sé ég ekki að það breyti miklu, þó - bjórinn yrði leyfður Einhver stórýkinn blaða- maður segir árs-bjórdrykkju Bjórlíkið er vinsælt nú hvað sem veröur! 6 Frjálshyggjan hæfir best hestum ■ Það er gaman að velta því fyrir sér hvernig tísku- og feg- urðarmælikvarðar breytast. Nú keppast allir íslendingar við að vera brúnir og sællegir og það þykir fínt jafnvel þó að liturinn og áferðin beri það með sér að brúnkunnar sé aflað með því að liggja tímum saman í gervi- ljósi. Það er ekki nema nokkrir áratugir síðan hið gagnstæða var uppá teningnum. Það þótti ljótt og hallærislegt að vera brúnn og það var fyrst og síðast staðfesting á því að menn væru erfiðisvinnumenn eða þá rónar sem ganga sjálfala úti allan daginn eða gerðu, þangað til farið var að smala þeim á stofnanir. Það var talað um að menn væru eins og múlattar í framan ef þeir voru brúnir og það þótti sko ekkert fínt að líkjast hinum „óæðri“ kynstofnum. Heiðvirðirmenn, ég tala nú ekki um ungar stúlkur, reyndu að hylja andlit sitt svo sólin eyðilegði ekki hinn meðfædda fölva var og ætti auðvitað að vera „stolt okkar hvíta kynstofns“. Erfiðast að ná samkomu- lagi innan hvors stjórnar- flokks En hvað um það. Ekki dugir að festast í fegurðinni og tísk- unni þótt úti geisi logn og blíða og múlattar þjóti um stræti og torg. Þingið er búið, þingmenn komnir út um allar trissur og varla nokkur maður hugsar um þjóðmálin. Við hér á NT ætlum þó að standa vörð þó sumar sé og reyna að halda forystumönnum lands og þjóð- ar við efnið. Það er nefnilega fjöldamargt framundan (þegar grannt er skoðað sést að það er framtíðin eins og hún leggur sig) og í raun enginn tími til að leggjast í ferðalög (þó hægt sé að fyrirgefa einn og einn lax- veiðitúr). Síðasta þinghald sýndi að langt var frá að mál ríkisstjórar væru nógu vel undirbúin. Þess vegna þarf að nota sumartímann vel til þess að undirbúa mál (ef þingmenn ætla sér ekki að missa af sauð- burðinum á næsta vori líka) þannig að hægt verði að jafna vinnunni niður á það þing sem framundan er. Vinna þarf þannig að málum að hefja megi samningaviðræður innan stjórnarflokkanna strax fyrir þingbyrjun. Erfiðasta málið er nefnilega að ná samkomulagi innan hvors stjórnarflokks um sig. Það er raunar misskilning- ur að hér séu tveir flokkar í stjórn. Sennilega hafa aldrei jafn margir flokkar verið í stjórnarsamvinnu og einmitt nú. Innan Sjálfstæðisflokksins eru þeir óteljandi eins og áður hefur verið bent á í þessum pistlum og í Framsóknar- flokknum er flokkarnir a.m.k. þrír. En hið opinbera tveggja flokka samstarf blekkir. Menn halda að það sé ekki jafn tímafrekt að ná samkomulagi um mál og oft áður. En það er sem sagt misskilningur, og þess vegna þarf að nota sumartím- ann vel. Fróðárfriður Á það má líka benda að hér ríkir hálfgerður Fróðárfriður. í samfélaginu er engin eining um skiptingu þjóðartekna og það hefur aðeins verið samið vopnahlé til áramóta. Þess vegna mega menn ekki gerast værukærir. Vinna þarf mark- visst að því að hægt verði að auka kaupmáttinn því aðeins með þeim hætti næst áfram- haldandi vopnahlé. Það er ekkert auðvelt mál hjá þjóð sem sífellt safnar skuldum. Við vorum t.d. að taka 5,2 millj- arða að láni um daginn til þess að greiða afborganir og vexti af öðrum lánum og það stefnir í áframhaldandi skuldasöfnun. Viðskiptahallinn á þessu ári verður trúlega um sex prósent, en það þýðir að þjóðin kaupir frá útlöndum umfram það sem hún selur þangað vörur fyrir fimm til sex milljarða. Og þessi þjóð gerir allt hvað hún getur til þess að vinna að óhamingju sinni. Síðustu fréttir eru þær að hún ætli sér að koma upp mörgum sjónvarpsstöðvum og fjöldamörgum útvarpsstöðv- um til þess að - ja til h vers? Og auðvitað kostar þetta allt tug- milljónir, það þarf að kaupa öll tæki að utan og meira og minna allt dagskrárefni. En þetta er nú einu sinni aðalbar- áttumál stærsta flokks þjóðar- innar. Sækja um starf á Lands- bókasafninu En málið er að þó að veðrið sé gott mega stjórnmálamenn ekki leggjast í ferðalög og leti. Það er mikið verk og erfitt framundan og ef það eru ein- hverjir stjórnmálamenn sem ekki treysta sér til þess að leggja nótt við dag og vetur við sumar þá eiga þeir að sækja um starf á Landsbókasafninu eða Þjóðminjasafninu og hleypa öðrum að í stjórnmálin. Frjálshyggjan hæfir betur hestum Mikið og gott erindi hjá Þorsteini Gylfasyni um réttlæti á sunnudaginn og ætla ég að taka aðeins upp einn punkt, þar sem Þorsteinn sýnir fram á að grundvallarhugsun frjáls-

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.