NT - 25.06.1985, Blaðsíða 7
Árnað heitla
M
María Markan
áttræð
María Markan er áttræð í
dag. Það er ótrúlegt en satt, því
að margur á besta aldri mætti
öfunda Maríu af þeim lífskrafti,
sem hún býr enn yfir, svo að
ekki sé minnst á lífsgleðina,
sem er og hefur alltaf verið
aðalsmerki hennar.
Og þó er langt því frá, að
lífshlaup Maríu Markan hafi
alltaf verið auðvelt.
Pað er vandalítið að einblína
á framann og frægðina og víst
er, að María náði óvenjulega
langt á listabrautinni. Hún var
óvéfengjanlega söngkona á al-
heimsmælikvarða, jafnt sjálfri
sér sem ættjörð sinni til sóma.
En það gleymist oft, að vandi
fylgir vegsemd hverri. Það er
oft napurt og óveðrasamt á
„toppnum" og erfitt að halda
þar jafnvægi. Fótfestunni halda
þeir einir, sem hafa klifið bratt-
ann í sveita síns andlitis þrep
fyrir þrep og byggja ekki ein-
ungis á frábærum náttúrugjöf-
um heldur einnig á miskunnar-
lausum sjálfsaga.
Alheimssöngvaranum er eng-
in miskunn sýnd. Hann verður
að sanna ágæti sitt með 100%
frammistöðu í hvert sinn, sem
hann kemur fram, hvernig sem
honurn sjálfum líður og hvað
sem á dynur í einkalífinu. Og
hversu vel sem hann stendur sig
kemur fyrr eða síðar að því, að
sjálft hljóðfærið, mannsbark-
inn, fer að gefa sig - oft þegar
listræn geta stendur sem hæst -
og þá er tímabært að víkja fyrir
þeim, sem yngri eru og sækja á
brattann. Margur alheimssöngv-
arinn endar því starfsferil sinn
í biturleika og ósátt við guð og
menn.
En þetta á ekki við um Maríu
Markan, því að ekkert er fjær
henni en gremja og biturleiki.
María Markan þjónaði söng-
gyðjunni en leitaðist ekki við að
láta sönggyðjuna þjóna sér.
Takmark hennar var að syngja
sig inn í hug og hjörtu áheyr-
enda og lyfta þeim á vængjum
söngsins upp á æðra og betra
tilverustig. Söngröddin og
frægðin leyfðu henni að ná til
óvenju margra, en í raun og
veru hefur María aldrei hætt að
gefa af sjálfri sér. Hún hefur
einungis gert það á annan hátt
eftir að hún hætti að syngja
opinberlega, með því að miðla
umhverfinu af mannkærleika
sínum, velvilja, hjartahlýju,
þekkingu og kunnáttu. Þess
vegna hefur María Markan ald-
rei þurft að verða bitur, því að
innra með henni ríkja eilífðar-
lögmálin. Það er bara líkaminn,
sem er orðinn 80 ára.
Ég var víst ekki nema tæpra
sex ára, þegar María Markan
kom inn í tilveru mína með
blessunarríkum áhrifum. Mér
fannst þá og finnst reyndar enn,
að María Markan hafi verið
vinur minn ávallt síðan, en þó
var það ekki fyrr en áratugum
síðar, að við María kynntumst í
raun og urðum gagnkvæmir
vinir.
Það var nefnilega rödd Maríu
Markan, sem varð vinur minn
strax í bernsku. Ég var oft
rúmfastur á þeim árum og ef-
laust hefur það ekki verið heigl-
um hent að hemja mig, þegar
veikindi meinuðu mér að leika
á þann hátt, sem börnum er
eðlilegt. Þá datt fóstru minni
það snjallræði í hug að stytta
mér stundir með því að gefa
mér hljómplötur sem ég gæti
hlustað á að vild. Árangurinn
varð undraverður og fyrsta
hljómplatan, sem ég eignaðist
færði mér söng Maríu Markan
heim að rúmstokknum. Fyrsta
lagið, sem ég heyrði Maríu
syngja var „Tonerna" eftir
Sjöberg.
Tanke vars strider blott natten
ser.
Toner hos eder om vila den ber.
Hjárta som lider, som lider av
dagens gry,
Toner til eder, til er vill det fly.
Ég skildi ekki orðin og vissi
því ekki, að ég var að hlýða
fyrirmælum ljóðsins, þegar ég
leitaði á náðir tónanna mér til
trausts og halds. En ég vissi, að
rödd Maríu Markan var vinur
minn, vinur sem ég gat alltaf
leitað til, vinur sem aldrei brást.
Hljómplatan færði smám
saman aðra söngvara inn að
rúmstokknum til mín en það
var María Markan, sem leiddi
mig sér við hlið inn í undraheim
sönglistarinnar fyrst allra og fyr-
ir það er ég henni eilíflega
þakklátur.
Ef til vill er þetta ástæðan
fyrir því, að það er ákaflega
erfitt fyrir mig að meta söng
Maríu Markan hlutlaust.
Það eru hefðir og tískufyrir-
bæri í söng og tónlistartúlkun
engu síður en á öðrum sviðum
og margt breytist með tímans
tönn. En eitt breytist þó aldrei:
undramáttur náttúrugjafanna
og hæfileikans til að hitta
mannshjartað beint í mark.
Hvort tveggja eru náðargjafir,
sem hægt er að fága og fegra en
enginn maður gefur sér sjálfur.
En þótt það sé erfitt fyrir mig
að dæma söng Maríu Markan
hlutlaust, er enginn skortur á
stórlistamönnum, lífs og
liðnum, sem vandalaust er að
vitna til í því sambandi.
Allir, sem til þekkja, vita hve
vandfýsinn hljómsveitarstjóri
Fritz Busch var. Færustu og
frægustu söngvarar kepptust um
þann heiður að syngja undir
hans stjórn, en fáir fundu náð
fyrir hans augum. En þó var
þetta maðurinn, sem valdi Mar-
íu Markan sérstaklega til að
syngja hlutverk greifafrúarinnar
í Brúðkaupi Figaros eftir Moz-
art við Glyndebourne óperuna í
Bretlandi.
Hin fræga bandaríska söng-
kona Rise Stevens tók þátt í
þessum sömu sýningum þá
kornung að aldri. Löngu, löngu
seinna spurði ég hana um Maríu
Markan. „Hvernig gæti ég
gleymt Maríu Markan" var
svarið „hún var ekki einungis
einhver allra besta greifafrú,
sem ég hef nokkurn tíma sungið
með, heldur alveg einstök
manneskja." 1 sama streng tóku
Bidú Sayao og Jarmila No-
votna, sem báðar voru samstarfs-
konur Maríu Markan við Metr-
opolitan óperuna í New York,
að ógleymdri Lucreziu Bori og
Lawrence Tibbet, sem einnig
voru meðal fremstu söngvara
Metropolitan óperunnar á sín-
um tíma, en eru nú látin. Elly
Ameling verður ekki oft orðfall,
en hana setti hljóða, þegar hún
heyrði hljóðritun með Maríu
Markan í fyrsta sinn. „Svona
sungu gömlu ítalirnir“ sagði
hún, þegar hún loks fékk málið
„þetta kann eiginlega enginn
lengur. Þessi tækni er að
glatast".
William Parker, sem var hér
fyrir nokkru að segja til ungum
söngvurum var á sama máli:
„Það er þetta, sem Rosa Pons-
elle var að reyna að kenna mér
og það er þetta, sem mig mundi
langa til að geta kennt öðrum á
sama hátt og hún kenndi mér.“
Dalton Baldwin tók dálítið
annan pól í hæðina, ef til vill
vegna þess að hann er píanó-
leikari en ekki söngvari. Og þó
held ég, að hann hafi hitt betur
í mark en nokkur hinna. Þegar
hann var búinn að hlusta á
hljóðritanir með flestum
Norðurlandasöngvurum, sem
eitthvað kveður að, og dást að
mörgum sagði hann: „En samt
er það María Markan, sem nær
mér best, því að hennar er
sannasta sönggleðin.“
Sjálfum finnst mér í raun og
veru allur samanburður á lista-
mönnum út í hött, nema ef til
vill hvað varðar tæknilega getu.
Sérhver sannur listamaður
treður sínar eigin slóðir og hefur
eitthvað það til að bera, sem er
algjörlega sérstætt og persónu-
legt og því með öllu ósambæri-
legt við það, sem aðrir hafa
fram að færa. Og María Markan
er sannarlega engin undantekn-
ing að þessu leyti.
Mér hefur þótt vænt um lista-
konuna Maríu Markan svo til
alla æfi, en ennþá vænna þykir
mér um það, sem María Markan
er í sínu innsta eðli og liggur að
baki því, sem hún hefur afrek-
að, sem listakona og sem mann-
eskja.
Ég vil þakka Maríu Markan
allt þetta og ekki síst fyrir, hve
vel hún hefur farið með náðar-
gjafir sínar á langri æfi.
Og síðast en ekki síst vil ég
senda Maríu, Pétri syni hennar
og fjölskyldum beggja hugheilar
árnaðaróskir á þessum merku
tímamótum í fullri vissu um, að
alþjóð tekur undir með mér.
Halldór Hansen
hyggjunnar sé röng. Hún geng-
ur eins og kunnugt er út frá því
að manninum falli best að
vinna að eigin hagsmunum og
þegar maðurinn fái til þess
fullt ráðrúm þá skapi það hina
bestu mögulegu heild. Þessu
svarar Þorsteinn eitthvað á þá
leið að það sé manninum ekk-
ert eiginlegt að vinna blint að
eigin hagsmunum og hirða
ekki um náunga sinn. Þvert á
móti, sé ráðist á einn úr hópi
manna þá snúist hópurinn til
varnar og verji hann. Maður-
inn sé að þessu leyti líkur
maurum og kríu. Þessu sé
öfugt farið t.d. með hesta sem
skeyti ekkert um það þó ráðist
sé að einum í hópnum. Þess
vegna, segir Þorsteinn, er
grundvallarhugmynd frjáls-
hyggjunnar röng. Maðurinn er
samfélagsvera fremur en ein-
staklingsvera.
Við skulum hugsa málið út
frá þessu og átta okkur á því
að frjálshyggjan hæfir betur
hestum en mönnum, að hest-
um ólöstuðum.
Baldur Kristjánsson
■ Hvers ciga blessaðir hest-
arnir að gjalda?
Þriðjudagur 25. júní 1985 7
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson.
Framkvstj.: Guðmundur Karlsson
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, Iþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tœknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
. Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr.
Hin óumflýjanlegu ör-
lög Alþýðubandalagsins
■ Allt frá miðjum sjöunda áratugnum hafa hér
á landi verið ýmiss konar flokksbrot yst á vinstri
væng íslenskra stjórnmála. Má þar nefna Æsku-
lýðsfylkinguna, Kommúnistasamtökin Marxist-
arnir-Lenínistarnir, Kommúnistaflokkinn og svo
hin ýmsu brot og brotabrot út frá þessum
samtökum.
Lessi samtök einkenndust af innhverfri sjálfs-
gagnrýni, nokkurri þekkingu á Kommúnista-
ávarpinu og óbrigðulli þekkingu á ástandinu í
Albaníu og valdabaráttunni í Kína.
Einkenni þeirra var einnig algjört sainbands-
leysi við íslenskt samfélag og hugsunarhátt
íslendinga og algjör vanþekking á störfum til
sjávar og sveita. Markmiðið var aðeins eitt. Hin
endanlega bylting heimskommúnismans.
Öll samvinna stétta og hagsmunahópa var
andstæð þessu markmiði, því að forsenda bylt-
ingarinnar er stríð milli stétta. Allar aðgerðir
stjórnvalda voru fyrirfram dæmdar tilraunir
auðvaldsins til að fresta hinni óumflýjanlegu
byltingu, þegar staðið yrði yfir hársvörðum
íslenskrar stjórnskipunar og íslenskrar menning-
ar.
Nú ber ekki mikið á þessum hópum. Það er
eins og þeir hafi horfið. Og mikið rétt, þeir hafa
horfið inn í Alþýðubandalagið. Þar sem þeir
hafa nú tögl og hagldir.
Afleiðing þessa er sú að Alþýðubandalagið er
að missa fótfestuna í íslenskum stjórnmálum.
Það er að daga uppi eins og tröll í sólarljósi. Þar
ráða nú ferðinni menn sem hafa engan skilning
á íslensku samfélagi, hvorki verkalýðsbaráttu
eða öðrum efnum.
Markmið þeirra er það eitt að ala á sundrungu
og óánægju. Gott dæmi um þetta eru nýafstaðnir
kjarasamningar sem meðal annars eru gerðir af
Alþýðubandalagsmönnum f Verkalýðshreyfing-
unni. Byltingarliðið sem ræður ferðinni í Al-
þýðubandalaginu hæðist að samningunum og
skilur ekkert í því að þeir séu gerðir. Það
ímyndaði sér að alþýða þessa lands myndi rísa
upp og gera byltingu og það skilur ekki hvers
vegna verkamenn, sjómenn og bændur ganga
ekki fylktu liði með kvíslar og barefli niður að
stjórnarráði við undirleik Lúðrasveitar verka-
lýðsins. Það hefur engan skilning á margbreyti-
leik íslensks samfélags og þeim ásetningi þorra
íslendinga að byggja þjóðfélag þar sem ræðst er
við en ekki barist. Það skilur ekki það sjónarmið
að verkfallsátök færa okkur bara afturábak. Það
skilur ekki að okkar eina von er sú að snúa
bökum saman og sækja í sameiningu fram til
bættra lífskjara.
Því fer fyrir Alþýðubandalaginu eins og
öðrum smábrotum á vinstri vængnum. Það
dagar uppi án tengsla við raunveruleikann eftir
nokkurt skeið innhverfrar íhugunar og sjálfs-
gagnrýni.