NT - 25.06.1985, Blaðsíða 19
EÐ
Þriðjudagur 25. júní 1985 19
Utlönd
Pakistan:
Flokka eða
flokkaleysi
IclomahaH.llmitpr
p ^ , "• :fg
; Á
"l • - . '
HHHHI
~NEWS IN BRIEF
NEW DELHI - India
launched a full-scale in
vestigation into reports
that a Sikh extremist
bomb may have caused
the crash ofthe Irich coast
|Jj yesterday of an Air lndia
^ Boeing 747 in which all
CQ 329 people aboard are be
> lived dead.
1
Islamabad-Reuter
■ Miklar deilur eru nú um það
í pakistanska þinginu hvort
leyfa skuli stjórnmálaflokka aft-
ur eða hvort þeir verði bannaðir
áfram.
Dagblaðið Dagsbrún í Karac-
hi hefur það eftir járnbrautar-
málaráðherra Pakistans, Abdul
Ghafoor Hoti, að 29 manna
þingnefnd hafi fengið til um-
fjöllunar margar mjög mismun-
andi tillögur að framtíðar-
flokkakerfi fyrir Pakistan.
Stjórnarandstæðingar krefjast
þess að allir stjórnmálaflokkar
verði leyfðir aftur í Pakistan en
þeir eru bannaðir samkvæmt
herlögum. Stuðningsmenn
stjórnarinnar hafa hins vegar
lagt til eins eða tveggja flokka
kerfi.
Tillögur nefndarinnar verða
lagðar fyrir þing Pakistana, sem
var kosið fyrr á þessu ári.
Mohammad Khan Junejo for-
■ Zia ul-Haq forseti
herstjórnarinnar heldur
fast í völdin.
Nýkjörnir þingmenn í Pakistan óska eftir auknu lýðræði.
■ Mohammad Khan
Junejo
sætisráðherra, sem skipaði
nefndina í seinasta mánuði, seg-
ir að hann muni biðja Zia ul-
Haq forseta herstjórnarinnar
um að aflétta herlögum um leið
og tillögur nefndarinnar um
stjórnskipulag hafi verið sam-
þykktar af þinginu.
Stjórnarandstæðingar hafa
látið í ljós ótta um að nýtt
stjórnskipulag muni m.a. fela í
sér varanlegt bann á Alþýðu-
flokki Pakistans sem var helsti
flokkur Pakistans áður en her-
inn tók völdin árið 1977. Zia
ul-Haq lét síðar taka Ali Bhutto
leiðtoga Alþýðuflokksins og
fyrrum forsætisráðherra af lífi.
Alþýðuflokkur Pakistans er
ennþá einn helsti stjórnarand-
stöðuflokkur landsins. Þótt
flokkurinn sé bannaður hefur
hann myndað bandalag með tíu
öðrum stjórnarandstöðuflokk-
um gegn herstjórninni.
Beirúterofhættuleg
fyrir norskt sendiráð
Osló-Reuter
■ Utanríkisráðuneyti Noregs
hefur skýrt frá því að norska
sendiráðinu í Beirút höfuðborg
Líbanons hafi verið lokað vegna
aukins ofbeldis í borginni.
Talsmaður utanríkisráðu-
Umsjón: Ftagnar Baldursson 09 Margre'. Rún Guðmundsdóttir
neytisins segir að sendiráðinu
hafi verið lokað nú um helgina
þar sem óttast hafi verið um,
öryggi tveggja Norðmanna sem
störfuðu í sendiráðinu. Á
undanförnum vikum hafa bar-
dagar geisað og sprengjuárásir
verið tíðar í námunda við sendi-
ráðið.
Kanadamenn lokuðu sendi-
ráði sínu í Beirút fyrr í þessum
rnánuði af sömu ástæðu og
Norðmennirnir.
Suður-Afríka:
Svartir lestarfarþegar
fá hvítan félagsskap
Pretoria-Reuter
■ Hvíta minnihlutastjórnin
í Suður-Afríku hefur ákveðið
að aflétta 75 ára gömlu banni
á að hvítt fólk ferðist með
sömu lestarvögnum og svert-
ingjar, gult fólk eða kyn-
blendingar.
Hendrik Schoeman flutn-
ingamálaráðherra segir að
banninu verði aflétt frá og
með 1. september næstkom-
andi. Eftir sem áður verða
samt sérstakir klefar á fyrsta
farrými aðeins fyrir hvíta.
En hvítt fólk getur einnig
ferðast með blönduðum
vögnum á öllum farrýmum
kjósi það frekar félagsskap
fólks með annan hörundslit.
Flutningamálaráðherrann
lagði áherslu á að ekki kæmi
til greina að svipta hvítt fólk
„þjóðararfinum" þarinig að
það ætti ekki kost á því að
setjast inn í alhvíta klefa.
Ný skoðanakönnun:
Spænskir sósíalistar
halda vinsældum
Madríd-Reutcr
■ Samkvæmt nýrri skoðana-
könnun, sem spænska blaðið
Diario 16 birti í gær, njóta
sósíalistar enn mikilla vinsælda
meðal spænskra kjósenda þann-
ig að þeir ættu hæglega að geta
unnið kosningar nú með svipuð-
um yfirburðum og árið 1982.
Samkvæmt skoðanakönnun-
inni virðast sósíalistar njóta
fylgis 47,4% kjósenda en nutu
fylgis 48,4% í kosningunum
1982. íhaldssamir andstæðingar
sósíalista í Alþýðubandalaginu,
AP, hafa 25,2% fylgi í stað
26,2% í seinustu kosningum.
Skoðanakönnunin bendir til
nokkurrar fylgisaukningar
flokks fyrrverandi forsætisráð-
herra, Adolfo Suarez. Lýð-
ræðislega þjóðfélagsmiðstöðin
er nú þriðji vinsælasti flokkur-
inn með 7,5%. Kommúnistar
hafa aðeins um fjögurra prós-
enta fylgi samkvæmt skoðana-
könnuninni.
Felipe Gonzalez forsætisráð-
herra Spánar hefur sagt að hann
muni boða til kosninga í júní á
næsta ári.
■ Gonzalez eftir sigurinn 1982.
Hjólreiðakeppni í Júgóslavíu:
A-Þjóðverjum illa við
þjóðsöng V-Þýskalands
Belgrad-Reuler
■ Austur-Þjóðverjar hafa
hótað því að láta lið sitt hætta
þátttöku í hjólreiðakeppni í
Júgóslavíu þar eð þjóðsöngur
Vestur-Þýskalands var tvisvar
sinnum leikinn þeiin til heiðurs,
að því er dagblaðið Vecernje
Novosti sagði um hclgina.
Þeir ákváðu þó að hætta við
að hætta þegar skipuleggjendur
keppninnar skýrðu frá því að
útvarpið í Belgrad og sjónvarp-
ið hefðu í misgripum sent þeim
rangar segulbandsspólur og
þjóðsöngur Austur-Þjóðverja
var leikinn þcgar Austur-Þjóð-
verjar unnu stig á föstudag.
Þjóðsöngur Vestur-Þjóð-
verja var leikinn þegar liðin
voru kynnt fyrir skemmstu í
- hótuðuað
hætta keppni
þegarhann
var leikinn
þeim til
heiðurs
Svetozarevo og nokkrum dög-
uni síðar í Visegrad þegar Aust-
ur-Þjóðverjinn Rolf Wodinski
vann stig þann daginn.
b
s
i
Kína:
Byssur fyrir
menntamenn
■ Kínversk stjórnvöld hafa
ákveðið að allir kínvcrskir fram-
haldssólanemendur og háskóla-
nemendur skuli framvegis læra
meðferð skotfæra og taka þátt í
herþjálfun á meðan á skóla-
göngu þcirra stendur.
Það er ekki almenn herskylda
í Kína. Þess í stað er fastaher
með um fjórar milljónir her-
manna. Fyrirskömmu tilkynntu
Kínverjar að þeir myndu fækka
í hernum um eina milljón
manns. Herþjálfun framhalds-
skólanemenda er ætlað að vega
upp á móti þessari fækkun í
hernum og skapa sæmilega
þjálfað varalið fyrir herinn.
Næsta haust verða allir ný-
nemar í 52 háskólum og 102
framhaldsskólum að sækja
námskeið í vopnameðferð og
hermennsku. Háskólanemend-
ur verða að Ijúka 120 klukkust-
unda hernaðarþjálfun á fyrstu
tveim skólaárum sínum en
framhaldsskólanemar fá 72 tíma
stríðskennslu.
Hingað til hefur varalið kín-
verska hersins aðallega saman-
staðið af bændum og iðnaðar-
verkamönnum en mennta-
mönnum hefur frekar verkið
haldið frá hernum.
CORK, Ireland - Search
tcams raced against time
to find the plane’s two
flight recorders. The
„black box“ recorders
with vital data on the Boe-
ing 747’s plunge could stop
transmitting in 48 hours,
officials said.
MONTREAL - Canadian
authoríties said there may
have been a breach of
security involving the
plane, as well as a link
with the explosion of lugg'
age from a Canadian air
liner in Tokyo about the
same time as the Air India
crash.
ROME-U.S.Vice Presi-
dent George Bush said
the crash had „shaken the
conscience of the world“
and explained his new as-
signment from President
Reagan to form a task
force to combat terrorism.
BEIRUT - Shi’ite Mosl-
em leader Nabih Berri,
imposing a new condition
ir. the American hostage
crisis, said U.S. warships
must leave Lebanese wat-
ers before 40 American
hijack captives cán be
freed.
WASHINGTON - The
JJj United States denied it
& had any warships in Le-
Cq banese waters, as the
^ White House expressed
hope the crisis would not
2 be prolonged.
^ ROME - Francesco Coss-
iga, a Christian Democrqt,
was elected President of
Italy for a seven-year term
1 by parliament, in success-
l ion to socialist Sandro
Pertini.
LONDON - Five people
have been arrested in
I connection with last year’s
. attempt to blow up Prime
Minister Margaret Thatc-
I her in Bríghton and a
, bomb defused yestcrday
in a hotel near Bucking-
| ham Palace, police sourc-
es said.
U.
Sg EDWARDS AIR
gC FORCE BASE, Californ-
ia - the space shuttle Dis-
$ covery made a smooth
(/) landing on a dry lakebed,
^ ending a week-long missi-
Ul on described as nearly
^ perfect by Space Agency
offtcials.
RUESSELSHEIM, West
Germany - West German
| carmaker Adam Opel said
it lost 695 million marks
'(226 million dollars) last
|year, its worst perform-
t ance for 40 years.
JOHANNESBURG - An
explosion rocked a central
Johannesburg offtce buUd-
ing but police said there
were no casualties. The
blast was the latest in a
series of bomb attacks in
South Afríca, where some
450 people have died in
16 months of unrest.
newsinbriefA