NT - 25.06.1985, Side 20
Þriðjudagur 25. júní 1985 20
Grand-Prix mótin í frjálsíþróttum:
Einar er
óstöðvandi
- sigraði í spjótinu í Prag og er efstur í karla-
keppninni - Oddur náði 6. sætinu
2. sæti. David Kitur frá Kenya
varð þriðji á 46,18 sek. og þá
kom annar Kúbumaður,
Leandro Penalver á 46,40 sek.
Tékkinn Jindich Roun varð í 5.
sæti á 46,68 sek.
Árangur á mótinu þótti ann-
ars yfirleitt frekar slakur. Flest
besta frjálsíþróttafólk Sovét-
manna og A-Þjóðverja tók þátt
í landskeppni þessara þjóða í
Erfurt um helgina. Bandaríkja-
menn tóku heldur ekki þátt í
þessu móti, voru flestir við
keppni í Kaliforníu eða Eng-
landi.
Sovésku Bubka bræðurnir
fengu þó bæjarleyfi frá lands-
keppninni í Erfurt og tóku þátt
í stangarstökkinu ásamt landa
sínum Alexander Krupsky.
Þessir þrír röðuðu sér svo í efstu
sætin í keppninni. Heimsmet-
hafinn Sergei Bubka sigraði,
stökk, 5,80 og bróðir hans Vass-
ili stökk einnig þá hæð og varð
í öðru sæti. Þeir bræður reyndu
svo báðir við nýtt heimsmet,
5,95 metra, en felldu naumlega
í öll skiptin. Enn hefur því ekki
verið sett heimsmet á Grand
Prix rnóti. Krupsky stökk 5,70
metra.
í kringlukasti sigraði heims-
meistarinn Imrich Bugar frá
Tékkóslóvakíu með 67,74
metra kasti. Þetta var annar
sigur Bugar á Grand Prix móti,
hann sigraði einnig í Oregon
, fyrr í mánuðinum og varð í
öðru sæti á mótinu í Moskvu
Luis Delis frá Kúbu varð annar
með 67,48 metra og þótti einvígi
þeirra Bugars ein skemmtileg-
asta keppnin á mótinu.
í keppni kvenna voru
„gömlu“ konurnar mest áber-
andi. Jarmila Kratochvilova
hljóp 800 metrana á einni mín-
útu og 56,57 sek., sem er innan
við sekúndu frá hennar besta
tíma í ár. Ella Kovacs frá Rúm-
eníu varð önnur á 1,56,92 mín.
Tékkneski heimsmeistarinn
Helena Fibingerova, sem er 35
ára, sigraði í kúluvarpinu. Hún
kastaði 21,03 metra. Svetla
Mitkova, Búlgaríu, varð önnur
með 18,65 metra.
Loks sigraði rúmenski olymp-
íumeistarinn Maricia Puica í
3000 metra hlaupi á átta mínút-
um og 50,62 sek. Puica varð
meira en sjö sekúndum á undan
Angelu Tooby frá Bretlandi,
sem hljóp á 8,58,23 mín.
í hástökkinu sigraði Steska
Kostadinova frá Búlgaríu, er
hún fór yfir 1,98 metra. Kostadi-
nova hefur hlotið flest stig
kvenna á Grand Prix mótinu til
þessa. Önnur varð landa hennar
Ludmila Andonova, stökk 1,95
metra. Andonova er núverandi
heimsmethafi.
Bubka-bræðurnir Sergey og Vasily urðu í tveimur efstu sætunum í stangarstökki í Prag.
2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu:
Bliícar lögðu KA
- og halda efsta sætinu
■ Breiðablik heldur foryst-
unni í 2. deild eftir að hafa sigrað
KA 1-0 á Kópavogsvelli á sunnu-
dagskvöldið. Blikarnir hafa nú
12 stig, einu stigi meira en IBV,
sem sigraði Fylki 1-2 á laugar-
dag.
Leikur Breiðabliks og KA
var frekar dapur og fátt um
marktækifæri. Sérstaklega ollu
Akureyringar vonbrigðum, því
samkvæmt minnisblöðunum
áttu þeir aöeins eitt marktæki-
færi allan leikinn. Það kom
snemma í síðari hálfleik er
Erlingur Kristjánsson skallaði
yfir mark UBK.
Eina markið kom á 12. mín-
útu leiksins. Erlingur og Gunn-
ar Gylfason börðust um knött-
inn rétt utan við vítateig KA og
lauk þeim viðskiptum þannig að
Erlingur féll við, datt eða var
hrint, Gunnar sendi hins vegar
kröttinn á Jón Þóri Jónsson,
sem skoraði með föstu skoti.
Blikarnir fengu nokkur tæki-
færi til að bæta við mörkum, en
það tókst þeim þó ekki. Næst
komust þeir því á 61. mínútu er
Hákon Gunnarsson skaut í
þverslá KA-marksins, eftir að
knötturinn hafði hrokkið til hans
af varnarvegg KA eftir auka-
spyrnu Jóhanns Grétarssonar.
Hjá KA var Erlingur lang-
bestur. en Jón Þórir og Guð-
mundur Guðmundsson voru
bestir Blikanna.
A Húsavík gerðu heimamenn
og Skallagrímur janftefli 1-1.
Völsungar urðu fyrri til að
skora, Birgir Skúlason á 84.
mínútu eftir þvögu í vítateig
Borgnesinga.
Lokamínúturnar slöppuðu
Völsungar einum of vel af og
það kostaði þá tvö stig. Gunnar
Jónsson jafnaði metin á 88.
mínútu, eftir að hafa hlaupið
vörnina af sér.
I Njarðvík gerðu heimamenn
markalaust jafntefli við KS og
jafntefli varð einnigá Ólafsfirði.
Þar tók Leiftur á móti ísfirðing-
um og gerði hvort lið tvö mörk.
Heimamenn komust í 2-0 með
mörkum Sigurbjörns Jakobs-
sonar (víti) og Sölva Ingólfsson-
ar, en ísfirðingar gáfust ekki
upp. Jón Oddsson minnkaði
muninn fyrir leikhlé og Rúnar
Steingrímsson jafnaði metin í
síðari hálfleik.
Loks sigraði IBV Fylki á
teppinu í Laugardalnum. Tóm-
as Pálsson og Sigbjörn Óskars-
son gerðu mörk Eyjamanna.
Staðan í 2. deild er þá þessi:
Breiðablik........ 5 4 0 1 12- 5 12
ÍBV............... 5 3 2 0 10- 5 11
KS................ 5 2 2 1 7- 3 8
ÍBÍ .............. 5 2 2 1 8- 5 8
KA ............... 52 1 2 9- 67
Völsungur......... 52 1 2 7- 87
Njarðvík ......... 5131 2-36
Skallagrímur ..... 5 0 3 2 4-10 3
Fylkir............ 5023 4- 82
Leiftur...........5 0 2 3 3-12-2
I ■ Einar Vilhjálmsson er svo
sannarlega óstöðvandi í spjót-
kastinu þessa dagana. Á laugar-
dag sigraði hann á Grand Prix
mótinu í Prag, Tékkóslóvakíu,
kastaði 85,36 metra og var það
hans fjórði sigur á erlendu stór-
móti á aðeins átta dögum.
Aldeilis frábært hjá Einari. Þá
varð Oddur Sigurðsson í 6. sæti
í 400 metra hlaupi á 46,98 sek.
Einar hefur nú sigrað á þremur
af fjórum Grand Prix mótum
sumarsins og er stigahæsti frjáls-
íþróttamaðurinn á mótinu. Sá
sem flest stig fær út úr öllum
mótunum fær 25.000 dollara í
verðlaun (rúmlega eina milljón
króna). Þá keppa þeir sex bestu
í hverri grein á móti í Róm í
haust.
Einar kastaði nær tveimur
metrum lengra en næsti maður
á spjótkastkepppninni, Stanis-
law Gorak frá Póllandi. Gorak
átti lengst 83,68 metra. í þriðja
sæti varð Uwe Trink frá A-Þýska-
landi með 81,52 metra og Kúbu-
maðurinn Ramon Gonzalez
kastaði 81,14 metra. Þá kom
Gerald Weiss frá A-Þýskalandi
með 79,72 metra og næst komu
þrír Tékkar. Jan Kolar kastaði
79,32 metra. Jan Oboril 79,16
og Paval Retan 76,78 metra.
Kúbumaðurinn Roberto
Hernandez sigraði í 400 metra
hlaupinu á 45,75 sek. og Arnold
Martel frá Sviss varð annar á
45,87 sek. Martel sigraði á Vest-
urleikunum í Zug í Sviss á
dögunum, en þar varð Oddur í
NT-mynd: Ari
Belgar áf rýja ekki
halda leiki í Evrópukeppnum í
knattspyrnu næstu 10 árin.
UEFA sagði í dómnum að
léleg öryggisgæsla á leik Juventus
og Liverpool í Brússel hefði
verið ein af ástæðunum fyrir því
að svo fór sem fór.
Italirnir ætla hinsvegar að
áfrýja þeim dómi að Juventus
verði að leika næstu tvo Evrópu-
leiki sína fyrir luktum dyrum.
Morini, framkvæmdastjóri
Juventus, sagði það fáránlegt
að ætla að halda stuðnings-
mönnum liðsins fyrir utan
völlinn. „Það skapar tóm vand-
ræði og mun meiri en ætlað er
að koma í veg fyrir,“ sagði
hann. StefanoTacconileikmað-
ur með Juventus, sagði að áhorf-
endur gæfu leikmönnum 40%
af orku sinni og því væri þetta
ekki skynsamlegt. „Það er mar-
tröð að leika fyrir luktum
dyrum." ■ Hákon Gunnarsson skallar út í loftið í leik Blikanna gegn KA
Kona dæmd
í leikbann
■ UEFA, knattspyrnu-
samband Evrópu, hefur
sektað austurríska knatt-
spyrnuliðið Rapid frá
Vínarborg um um það bil
800.000 íslenskar krónur
vegna þess að stuðnings-
menn liðsins kveiktu í
rakettum og reyksprengj-
um á úrslitaleiknum í
Evrópukeppni bikarhafa
milli Rapid og Everton
frá Englandi þann 15.
maí síðastliðinn...
...Aganefnd UEFA
dæmdi Bordeaux frá
Frakklandi til að greiða
480.000 íslenskar krónur
í sekt fyrir leik áhorfenda
að eldi á undanúrslitaleik
Juventus og Bordeaux í
Evrópukeppni meistara-
liða 24. apríl. Þá fékk
Bordeaux 400.000 króna
sekt fyrir að mæta seint í
leik gegn Dnepropetr-
ovsk þann 20. mars í
Sovétríkjunum svo engu
munaði að fresta þyrfti
leiknum...
Þá tilkynnti UEFA að
í fyrsta sinn þyrfti aga-
nefndin að dæma sektir
vegna kvennaknatt-
spyrnu.
Gillian Totton,
leikmaður með norður-
írska kvennalandsliðinu,
var dæmd í fjögurra
leikja bann í UEFA-
keppnum landsliða fyrir
ofbeldi í leik gegn írska
lýðveldinu 5. maí síðast-
liðinn.
Hateley ekki með
■ Enski landsliðsmið-
herjinn Mark Hateley
mun missa af fyrri leik
AC Milanó og Inter Mil-
anó í undanúrslitum
ítölsku bikarkeppninnar
í knattspyrnu. Hann
hlaut ántinningu í síðari
leik Milanó og Juventus í
átta liða úrslitunum og er
þar með kominn með of
mörg refsistig.
í hinum undanúrslita-
leiknum leika Sampdoria
og Fiorentina.
■ Belgar ætla ekki að áfrýja
þeim dómi UEFA að þeim sé
bannað að skipuleggja eða
Liverpool áfrýjar
■ Stjórn enska knatt-
spymuliðsins Liverpool ákvað
fyrir helgi að áfrýja þriggja
ára banni Knattspyrnusam-
bands Evrópu (UEFA) á
þátttöku liðsins í Evrópu-
keppnunum þremur. Bannið
tekur gildi eftir að banni
UEFA við þátttöku enskra
liða í keppnunum lýkur.
„Okkur var ekki leyft að
leggja fram nein gögn okkur
til málsbóta fyrir þennan
úrskurð og þetta er eina
leiðin fyrir okkur til þess að
gera það," sagði John Smith,
stjórnarforseti Liverpool.