NT - 25.06.1985, Blaðsíða 21

NT - 25.06.1985, Blaðsíða 21
■ Úr leik Augnabliks og Snæfells í 4. deild sem Blikið vann örugglega með mörkum tvíburanna Guðmundar og Sigurðar, 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu: - lögðu Snæfell í „Tímamótaleik“ og hafa ekki tapað enn - Árvakur gerði góða ferð á landsbyggðina - Sólmundur skorar enn fyrir Stokkseyringa - Geislinn gerði níu mörk Þriðjudagur 25. júní 1985 21 Landskeppni A-Þjóðverja og Sovétmanna: Hohnnáði risakasti - í spjótinu með 96,90 m ■ Að venju var mikið skorað í 4. deildinni um þessa lielgi. Geislinn gerði níu mörk og UNÞ gerði 4-4 jafntefli við Tjörnes. Mesta afrek helgar- innar vann þó Gústaf Björns- son, sem skoraði beint úr horn- spyrnu í leik í R gegn Víkverja. Markmaðurinn ætlaði að slá knöttinn burtu en hitti hann ekki og því fór sem fór. Þá má geta þess að línuverði vantaði á Leik Léttis og Leiknis og þótt leikmenn Leiknis hafi á- kveðið fyrr í sumar að spila ekki við þær aðstæður, var svo mikill hugur í piltunum að þeir brutu það boðorð sitt. Og töpuðu 3-5. A-riðill Grundarfjörður-Grótta . 1-3 Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að hafa upp á markaskorurum Gróttu, en Freyr Guðmundsson gerði mark Grundfirðinga. ÍR-Víkverji 3-1 í hálfleik hafði ekkert mark verið skorað en Bragi Björns- son braut ísinn í síðari hálfleik er hann kom ÍR yfir. Svo skoraði Gústaf Björnsson, þjálfari ÍR úr horninu og Eyj- ólfur Sigurðsson jók muninn í 3-0. Eina mark Víkverja gerði Óskar Óskarsson. Að auki skaut Ólafur Árnason í stöng er Víkverji fékk vítaspyrnu. Léttir-Leiknir......... 5-3 Egill Ragnarsson með þrennu fyrir Létti og nafni hans Sigmarsson gerði eitt. Það gerði Halldór Arason einnig. Fyrir Leikni skoruðu Magnús Bogason og Ragnar Geir Bjarnason, en sjö fasta- menn vantaði í lið Leiknis. B-riðill Hveragerði- Afturelding ............ 1-1 Einar Guðmundsson skor- aði fyrir Mosfellinga, óvíst hver skoraði fyrir heimamenn. Afturelding- Mýrdælingur............ 9-1 Þessi var leikinn á miðviku- dag. Lárus Jónsson, Einar Guðmundsson, Friðsteinn Stefánsson og Atli Atlason gerðu tvö mörk hver og Hafþór Kristjánsson eitt. Hafnir-Mýrdælingur fr. Þór Þ.-Stokkseyri .... 2-2 Sólmundur Kristjánsson og Páll Leó Jónsson gerðu mörk gestanna, Sólmundur sitt úr víti. C-riðill Reynir Hn.-Árvakur . . 2-4 Fyrri leikur Reykjavíkur- liðsins í vesturferð sinni og að þessu sinni gerði Björn Péturs- son tvö og Arni Guðmundsson og Haukur Arason eitt hvor. Bolungarvík-Árvakur . . 0-2 Aftur sigur hjá Árvakri. Ragnar Hermannsson og Árni gerðu mörkin. Augnablik-Snæfell .... 3-1 Agalegt hjá Kópavogsbúun- um, þeir unnu enn einn sigur- inn. Guðmundur Halldórsson skoraði tvö og tvíburabróðir hans Sigurður var með hið þriðja. D-riðill Reynir Á-Hvöt.......... 3-0 Öll mörkin komu fyrir hlé. Örn viðar Arnarson skoraði tvö og Guðmundur Hermanns- son eitt. Fyrsta tap Hvatar. Svarfdælir-Hvöt ........2-1 Aftur tap hj á Blönduósbúum. Arnar Snorrason og Ingvar Jó- hannsson skoruðu mörk heinta- manna, sem voru ógestrisnir. Svarfdælir-Skytturnar ... 1-3 Að þessu sinni voru Svarf- dælir fullgóðir við gesti sína. Leyfðu þeim meira að segja að skora öll mörkin í leiknum. Guðbrandur Ólafsson skoraði tvívegis og Jón Tryggvi Jóhannsson eitt ogeinhvergerði sjálfsmark. Geislinn- Höfðstrendingur...........9-0 Markasúpa, en hverjir skor-'- iuðu? E-riðill Árroðinn-Bjarmi...........0-1 Sjálfsmark. Leikmenn Bjarma ekki enn náð að skora sjálfir. Æskan-Vaskur .............0-2 Aftur sjálfsmark og Heimir Bragason skoraði líka. UNÞ-Tjörnes...............4-4 Hörkuleikur. Tjörnesingar komust í 0-1 og svo 3-4. Fvrir heimamenn gerði Gylfi Árna- son tvö, þar af jöfnunarmarkið 4-4 og var það beint úr auka- spyrnu upp í vinkilinn. Kristján Asgrímsson og Björn Þór skor- uðu hin. Skarphéðinn Ómars- son, Sigurður Illugason og Magnús Hreiðarsson (tvö) skor- uðu fyrir Tjörnesinga. F-riðill Neisti-Súlan..............4-1 Svakalegur tröppugangur á Súlunni þessa dagana. Unnu um daginn 7-0 og svo þetta. Andrés Skúlason skoraði þrí- vegis og Ómar Bogason eitt. Hinum Bogabræðrunum brást bogalistin að þessu sinni. Jónas Ólafsson minnkaði muninn í 4-1 í síðari hálfleik, skaut í stöngina og inn. Höttur-Sindri ..........2-2 Bróðurleg skipti. Árni Ólafs- son skoraði 1-0 beint úr auka- spyrnu en Þrándur Sigurðsson jafnaði úrvíti. ElvarGrétarsson kom svo gestunum í 1-2 en Hreinn Ólafsson jafnaði skömmu fyrir leikslok. Fékk knöttinn eftir að markvörðurinn hafði varið víti Árna og skoraði. Egill-Hrafnkell.......2-3 ■ Þorvaldur Hreinsson, Ingólf- ur Arnarson og Magnús Ás- grímsson skoruðu fyrir Freys- goðann. Helgi Hansson og Aðalsteinn svöruðu. STADAN ■ Staðan í 4. deild eftir leiki helgar- innar: A-riðill: ÍH.............. 5 5 0 0 20 4 15 Grótta ......... 5 3 1 1 13 6 10 Víkverji....... 5302 11 7 9 Grundarfj........... 4103 3 11 3 Léttir.............. 5104 7 19 3 Leiknir............. 4013 8 12 1 B-riðill: Afturelding .... 5 3 1 1 22 7 10 Hafnir ......... 4 3 1 0 12 4 10 Stokkseyri..... 5 2 1 2 21 12 7 Þór Þorláksh ... 5 1 1 3 9 15 4 Mýrdælingur ..4 0 0 4 3 30 0 C-riðill: Augnablik...... 6 6 0 0 24 3 18 Árvakur................ 4 4 0 0 11 3 12 Haukar.................... 4202 8 10 6 Reynir Hnífsd. .5 0 2 3 7 12 2 Snæfell ....... 4 0 1 3 5 10 1 Bolungarvík ... 5 0 1 4 4 21 1 D-riðill: Hvöt........... 5302 9 69 ReynirÁ............ 32017 36 Svarfdælir......... 32016 46 Skytturnar ........ 32016 46 Geislinn .......... 21019 13 Höfðstrend......... 4004221 0 E-riðill: Vaskur......... 5 4 1 0 15 4 13 Árroðinn....... 6 3 1 2 15 11 10 Tjömes ........ 4 1 2 1 10 10 5 Bjarmi ........ 3102 1 6 3 UNÞ............ 4022 6 13 2 Æskan.......... 2112 3 6 0 F-riðill: Hrafnkell...... 5 4 1 0 13 8 13 Sindri......... 5 3 2 0 14 4 11 Neisti......... 5302 12 9 9 Höttur ........ 5212 9 10 7 Súlan.......... .51041111 3 Egill.......... 5005 6 25 0 ■ Sovétmenn og Austur-Þjóð- verjar skiptu á milli sín verð- laununum í landskeppni þjóð- anna í frjálsíþróttum sem fram fór í Austur-Þýskalandi um helgina. , Austur-Þjóðverjar unnu kvennagreinarnar 88-67 en Sovétmenn karlagreinarnar, hlutu 111 stig gegn 101 stig heimamanna. Uwe Hohn, heimsmethafi í spjótkasti, náði frábæru kasti á mótinu eftir slæma byrjun. Hohn gerði þrjú fyrstu köst sín ógild en náði að kasta spjótlnu 96,90 metra að lokum sem er besti árangurinn á árinu. Hohn á heimsmetið, kastaði í fyrra 104,80 metra. Hann gat ekki keppt við Einar Vilhjálmsson á Grand-Prix mótinu í Prag sem fram fór á sama tíma og lands- keppni þessi, en Einar verður greinilega að bæta sig ef hann ætlar að standa Hohn að sporði þegar líða fer á sumarið. Petra Fleke, eina konan sem kastað hefur spjótinu lengra en 75 metra, sigraði af öryggi í spjótkasti kvenna, kastaði 74,94 metra. Sovéski heimsmethafinn í sleggjukasti, Yuri Sedykh, náði mjög góðri kaströð. Hann kast- aði sex sinnum lengra en 80 metra, eða í öllum tilraunum sínum. Lengsta kastið mældist 82,52 metrar. Heimsmet hans er 86,36 síðan í fyrra. A mótinu náði Sedykh þremur lengstu köstum í heiminum á árinu. Sabine Busch, sem nýlega hætti í spretthlaupum byrjaði að hlaupa grindahlaup, var nærri því að setja heimsmet í ■ Miðstjórn búlgarska kommúnistaflokksins ákvað fyrir skömmu að leysa upp tvö frægustu knattsþyrnulið landsins, CSKA og Levski Spartak. Ákvörðunin er tekin í kjölfar úrslitaleiks liðanna í búlgörsku bikarkeppninni 19. þessa mánaðar, sem þótti með eindæmum grófur og rudda- fenginn. Þrír leikmenn voru reknir af leikvelli fyrir slagsmál og fimm aðrir bókaðir. CSKA vann 2-1. í opinberri yfirlýsingu frá stjórnvöldum landsins segir að úrslitaleikurinn hafi verið hneykslanlegur og svívirðileg- ur. „Þetta er skömm sem á sér ekki hliðstæðu í sögu búlg- arskrar knattspyrnu," sagði í yfirlýsingunni. Miðstjórnin ákvað að bæði liðin skyldu þurrkuð út af stiga- töflu nýliðins keppnistímabils. Levski vann 1. deildina og CSKA varð í öðru sæti, og allt er nú á huldu hvaða lið það verður sem tekur sess Levski í Evrópukeppni meistaraliða og CSKA í Evrópukeppni bikar- hafa næsta vetur. Þótt svo liðin hafi verið leyst upp hefur leikmönnum ekki verið bannað að leika knattspyrnu í framtíðinni. Það er víst eins gott fyrir landslið þjóðarinnar, því flestir bestu menn þess leika með liðunum tveimur. Leikmennirnir munu því að öllum líkindum ganga 400 metra grind kvenna. Hún kom í mark á 53,93 sekúndum sem er aðeins 0,35 sek. frá heimsmetinu. Þetta var annað hlaup hennar yfir grindur og ef hún hefði ekki rekist í tvær síðustu grindurnar hefði hún örugglega bætt metið. Margar- ita Ponomaryova, heimsmet- hafinn, var önnur þangað til hún rakst illilega á eina grindina og datt. Heimsmeistarinn í lang- stökki, Heike Drechsler jafnaði besta árangur sinn í ár, stökk 7,33 metra. Drechsler er aðeins tvítug og á sannarlega framtíð- ina fyrir sér. Einvígi hennar og sovésku stúkunnar Galinu Chistyakovu var einn af há- punktum mótsins. Chistyakova stökk 7,27 metra. Drechsler sagði eftir á. „Ég tók áhættu og því mistókust tvö fyrstu stökkin. Að lokum náði ég þó að koma öllu heim og saman. Ég veit að ég á eftir að setja hcimsmet en þorði ekki að segja hvenær það fellur." Heimsmeistarinn Marlies Gohr vann 100 metrana á 11,19 sek. og Silke Gladisch var ömíur á 11,39. Volker Mai setti austur-þýskt met í langstökki karla er hann stökk 17,50 metra. Galina Savinkova kastaði kringlunni 72,96 metra og heimsmethafinn í kúluvarpi kvenna Natalia Lisovskaya kastaði kúlunni 21,73 metra. Hvorttveggja er mjög góður árangur. Ekkert heimsmet féll á mót- inu en í nokkrum greinum skall hurðin nærri hælum. til liðs við önnur félög. Þjálfar- ar liðanna voru einnig reknir og stjórnarmönnum þeirra bannað að koma nálægt knatt- spyrnu aftur. CSKA hefur oftsinnis tekið þátt í Evrópukeppnunum og iðulega staðið sig með miklum sóma. Liðið komst í undanúr- slit Evrópukeppni meistaraliða árin 1967 og 1982. CSKA hefur slegið út mörg stórlið, þar á meðal Ajax, Liverpool og Nottingham Forest. Levski er ekki eins frægt lið, en hefur verið besta liðBúlgar- íu síðustu árin. í fyrra sló liðið Stuttgart út í Evrópukeppni meistaraliða. MOLAR... ■ Dyinamo Kiev varð bikarmeistari í Sovétríkj- unum um helgina með 2-1 sigri á Shakhtyor Donetsk. Þetta er í sjö- unda sinn sem Kiev vinnur bikarinn. Lands - liðsmennirnir Demyan- enko og Blokhin skoruðu fyrir Kiev en Morozov fyrir Donetsk. Sparta Prag varð bika- nneistari í Tékkóslavakíu um helgina með sigri á Lokomotiva Kosice 3-2. NT Boltinn ■ Vegna plássleysis þá birtist ekki NT-boltinn eftir leiki föstudagsins síðasta en hér verður bætt úr því: Víkingur-Þróttur: Hjá Víking var meðalmennskan alls ráðandi, Andri Marteinsson þó skástur. Pétur Arnþórsson var öflug- ur á miðjunni hjá Þrótti og Guðmund- ur Erlingsson mjög öruggur í mark- inu. Sigurjón Kristinsson fær boltann, fyrír sína mjög svo drama- tisku innákomu. Þór-Víðir Flestir leikmenn liðanna áttu afar slakan dag. Hjá Víði var Sigurður Magnússon skástur. Nói Björnsson átti þokkalegan leik hjá Þór, en lang- besti leikmaður leiksins var hinn ungi leikmaður Þórs, Siguróli Kríst- jánsson. Búlgaría: Tvö lið leyst upp - eftir ruddalega viðureign i

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.