NT - 27.06.1985, Síða 3
Fimmtudagur 27. júní 1985
Loðnukvótanum skipt:
Töpumáannað
hundrað millj.
- nái kröfur Grænlendinga fram að ganga
■ Ljóst er að íslendingar tapa allt að 155 milljónum
króna ef gengið verður að kröfum Grænlendinga til
ioðnukvótans sem Norðmenn og íslendingar skiptu á milli
sín vorið 1980.
íslendingar og Norðmenn gerðu með sér svonefnt Jan
Mayen samkomulag í maí 1980. Þar var kveðið á um að
íslendingar og Norðmenn ákvæðu í sameiningu loðnu-
kvóta fyrir hvert ár og í hlut íslendinga kæmi 85% aflans
og Norðmenn fengju 15%.
Danir hófu síðan loðnuveiðar
í nafni Grænlands, og voru þær
veiðar fyrir utan það samkomu-
lag sem íslendingar og Norð-
menn gerðu sín á milli. Þegar
Grænlendingar sögðu sig úr
Efnahagsbandalagi Evrópu
gerðu þeir sjálfir tilkall til veið-
anna á þeim forsendum að loðn-
an héldi sig innan grænlensku
lögsögunnar yfir sumartímann.
Grænlendingar hafa engan
skipakost til að stunda loðnu-
veiðar og langt er fyrir þá að
sækja miðin. Með kröfu sinni
ætla Grænlendingar sér tvennt.
Annarsvegar að tryggja sér
loðnuveiðar í framtíðinni og
hugsanlega að selja sinn kvóta
til annarra ríkja þar til þeir geta
sjálfir farið að stunda loðnu-
veiðar.
Loðnuveiðar Dana hafa verið
mjögóverulegar. Sem dæmi má
nefna að loðnukvótinn í fyrra.
var ákveðinn 920 þúsund tonn.
Það ár veiddu Danir hinsvegar
18 þúsund tonn, eða tæp tvö
prósent kvótans.
Húsnæðisstofnun:
F-lánum
úthlutað
■ Húsnæðismálastjórn
ákvað á fundi sínum í
• gærkvöldi að veita 176
milljónir króna í nýbygg-
ingarlán í júlí og ágúst.
Jafnframt var lögð fyrir
fundinn staðfesting félags-
málaráðherra, Alexand-
ers Stefánssonar, á áður
ákveðinni hækkun G-lána
í 46,8% en stefnt er að
50% lánshlutfalli í janúar
1986.
BSRB og ríkið:
Nú er hinsvegar ljóst að
Grænlendingar gera kröfu til
mun meiri afla en Danir veiddu
nokkru sinni, eða allt að 13%
loðnukvótans. Norðmenn gera
einnig kröfu til 13%. Ef að
þessu verður minnkar hluti ís-
lendingaum 11%, fellur úr 85%
loðnuaflans niður í 74%.
Loðnukvótinn í ár hefur verið
áætlaður um 700 þúsund tonn
og ef áðurnefnd skerðing verður
að veruleika dragast loðnuveið-
ar íslendinga saman um 77 þús-
und tonn. Samkvæmt upplýs-
ingum sem Kristján Ragnarsson
formaður L.Í.U. gaf NT má
ætla að íslendingar tapi 14
milljónum fyrir hvert prósentu-
stig sem dregst t'rá Ioðnukvótan-
um. Það þýðir að tap íslend-
inga getur orðið allt að 154
milljónir.
Áðurnefndar kröfur Græn-
lendinga voru upphaflega birtar
í norskum dagblöðum. Enginn
fundarmanna í Borgarnesi vildi
staðfesta þær, en í samtali við
NT sagði Jón B. Jónasson skrif-
stofustjóri í sjávarútvegsráðu-
neytinu, að kröfur Grænlend-
inga hafi alltaf hljóðað upp á
mun hærra hlutfall en 10%
loðnukvótans.
Formaður íslensku viðræðu-
nefndarinnar er Ólafur Egils-
son, skrifstofustjóri í utanríkis-
ráðuneytinu. Hann sagði að
málin hafi verið mikið rædd og
íslenskir, danski og norskir vís-
indamenn hafi gert skýrslu um
dreifingu og stærð loðnustofns-
ins fyrir tveimur árum síðan. Sú
skýrsla var endurskoðuð í maí
mánuði síðastliðnum. Norð-
menn og Grænlendingar fallast
ekki á skýrsluna nema hún sé
endurnýjuö vegna nýrra upplýs-
inga sem komið hafa upp í
málinu.
Ólafur sagði að þær upplýs-
Adalkjarasamning
ur ræddur í dag
■ Aðildarfélög BSRB héldu
áfram sérkjaraviðræðum við
samninganefnd ríkisins í gær og
munu þau gera grein fvrir þeim
viðræðum á fundi með 60
manna samninganefnd BSRB í
dag.
60 manna samninganefndin
hittir samninganefnd ríkisins
síðan á fundi kl. 16, þar sem
rætt verður um aðalkjarasamn-
inginn, m.a. með hliðsjón af
sérkjaraviðræðum undanfar-
inna daga.
Kristján Thorlacius formaður
BSRB sagði í gær, að sérkjara-
viðræðurnar væru ekki komnar
á lokastig, þó svo að ræða ætti
um aðalkjarasamninginn í dag.
En BSRB og ríkið eru sammála
um að Ijúka sérviðræðunum við
einstök félög, áður en gengið
verður frá aðalkjarasamningi.
ingar væru reyndar hlið-
hollar íslendingum. Aðspurður
sagði Ólafur að æskilegt væri að
samkomulag náist í þessu máli
sent fyrst, svo ekki komi til
ofnýtingar loðnustofnsins.
Kristján Ragnarsson formað-
ur L.f.U. sagði þessar viðræður
mikið hagsmunamál fyrir ís-
lendinga, þar sem viö höfum
nýtt loðnustofninn aö mestu frá
upphafi veiða uppúr 1960. Það
var ekki fyrr en 1978 sem Norð-
menn hófu loðnuveiðar og Dan-
ir enn síðar. Kristján sagði
Grænlendinga ekki hafa neinn
rétt til loðnuveiðanna þó svo
loðnan haldi sig um tíma innan
grænlensku lögsögunnar.
■ Frá fundinum í Borgarnesi í
gær. Viðræöunefnd íslendinga
er skipuð 9 mönnum. Norð-
menn eru með 7 menn og
Grænlendingar með 3.
Tveir fulltrúar frá hverju
þessara landa funduðu sérstak-
lega í gærkvöldi og að sögn
Ólafs Egilssonar hafa engar töl-
ur verið nefndar ennþá, en von
er á að samkomulag náist síð-
degis á morgun.
■ Forsvarsmenn þjóðanna þriggja sem funduðu sérslaklega í
gærkvöldi. Frá vinstri Thorben Holm og Einar Lemche frá
Grænlandi. Þá koma fulltrúar íslands þeir Árni Kolbeinsson og
Ólafur Egilsson. Loks eru fulltrúar Norðmanna, þeir Trond S.
Paulsen og Per L. Mietel. N1 -m,miir: Árni Bjurna
Byggingarvísitalan:
Mesta hækkun í 2 ár
■ Hækkun á vísitölu bygging-
arkostnaðar nú á milli maí og
júní varð meiri heldur en í
nokkrum öðrum mánuði á síð-
ustu tveim árum, eða 5,15%,
sem jafngilda mundi 82,7% árs-
hækkun umreiknað til heils árs.
Frá því í júlí 1983 hefur mánað-
arlcg hækkun vísitölunnar
aðeins þrisvar áður farið yfir
3%, þ.e. mánuðina des.-febrúar
s.L, en þó aldrci verið eins mikil
og nú. Hækkun þessi er að lang
mestu leyti til komin vegna
hækkunar á kaupi byggingar-
manna, en einungis að litlum
hluta vegna verðhækkana á
byggingarefni.
Samkvæmt útreikningum
Hagstofunnar reyndist bygging-
arvísitalan nú í júní vera 216
stig (miðað við 100 í des. 1982)
og gildir sú vísitala fyrir mánuð-
ina júlí til september. Þessi
hækkun hefur t.d. í för með sér
að hús sem í þessum mánuði
reiknast kosta 5 millj. kr. í
byggingu kemur til með að
hækka um 257.500 kr. um næstu
mánaðamót.
Af þessari 5,15% hækkún
stafa einungis 0,8% af verð-
hækkunum á ýmsu byggingar-
efni, en 4,3% af hækkun á
töxtum útseldrar vinnu. Þar af
eru 2,5% vegna hækkana á
launatöxtum nú í kjarasamning-
unum 15. júní, en 1,8% eru
vegna breytinga í launaflokka-
röðun iðnaðarmanna á undan-
förnum misserum, sem komiö
hafa frani við endurskoðun
Hagstofunnar á grunni bygging-
arvísitölunnar. Sé þessi hækkun
frátalin hefði vísitalan aðeins
hækkað um 3,3% nú, sem svar-
kr%Tm
ársgrundvein
ar til 48% árshækkunar í stað
um 83% hækkunar sem fyrr er
getið.
Frá því byggingarvísitalan var
síðast reiknuð lögformlega í
mars s.l. hefur hún hækkað um
8,16%, sem jafngildir 36,9%
árshækkun. Frá júní 1984 til
sama tíma í ár hefur hækkunin
hins vegar orðið um 32%.
Sumartónleikarnir i Skálholti 10 ára:
Efnisskráin tileinkuð
Bach, Hándel og Scarlatti
■ Sumartónleikamir j
Skálholtskirkju halda upp á tvö
merkisafmæli í sumar, þeirra
eigið 10 ára afmæli og 300 ára
„Týndi Belginn“ kominn í leitirnar:
„Hafði ekki hugmynd um
að leitað væri að mér“
-sagði hann í samtali frá Skútustöðum í gærkvöldi
■ „Ég hafði ekki minnstu
hugmynd um, að það væri
verið að leita að mér. Ef ég
hefði vitað það, hefði ég
látið vita að ég væri kominn
í leitirnar.“
Þetta sagði Mathieu
Chable, „týndi Belginn",
þegar NT náði tali af honum
á Skútustöðum í Mývatns-
sveit í gærkvöldi. Þangað
kom hann um kvöldmatar-
leytið í gær.
Það var Freydís Anna
Arngrímsdóttir á Skútustöð-
um, sem áttaði sig á því, að
maðurinn, sem hafði skrifað
í gestabókina, gæti verið
„týndi Belginn“. Lýsingin á
honurn passaði og nafn hans
byrjaði á M, eins og hún
hafði fengið upplýsingar um.
Og það stóð heima.
Mathieu Chable ferðaðist
fótgangandi um hálendið og
sagðist hann hafa farið fyrir
fjölda áa á leiðinni. Einu
sinni var hann að því kominn
að detta. í fyrrinótt gisti
hann í tjaldi sínu fyrir norðan
Borgarnes og fór á puttanum
þaðan norður í land. Að-
spurður sagði hann, að bíl-
stjórarnir, sem liann ferðað-
ist með hefðu ekki sett hann
í samband við manninn, sent
leitað var að.
Belgíumaðurinn ætlar að
vera á Skútustöðum í tvo
daga, en þá er ferðinni heitið
á Hornstrandir, þar sem
hann ætlar að vera tvær
vikur. Mathieu er einn á
verð og sagði hann, að það
væri stundum einmanalegt,
en engu að síður lét hann
mjög vel af ferðalagi sínu.
Hann hefur verið hér í einn
mánuð og heim heldur hann
eftir hálfan annað mánuð.
fæöingarafmæli tónskaldanna
Bachs, Hándels og Scarlattis.
Af því tilefni verður cfnisskrá
tónleikanna í sumar helguö
þessum þreniur stórmennum
tónlistarinnar.
Að þessu sinni verða haldnir
alls 15 tónleikar með þátttöku
listamanna frá Danmörku,
Noregi, Finnlandi og Svíþjóð,
auk íslenskra tónlistarmanna.
Tvennir tónleikar verða haldnir
á laugardögum, kl. 15 og 17,
sem er nýmæli, og á sunnudög-
um verða tónleikar kl. 15 og
17 er messa. Tónlistarhátíðin í
Skálholti hefst laugardaginn 6.
júlí.
Sumartónleikarnir voru fyrst
haldnir sumarið 1975 og frá
upphafi hefur verið lögð áhersla
á flutning íslenskrar tónlistar og
verka frá 17.-18. öld. Á tónleik-
um þessum hafa verið frumflutt
20 íslensk verk eftir 10 tónskáld.
Tónleikarnir njóta ýmissa
styrkja hins opinbera og einka-
aðila, og sem fyrr verður að-
gangur ókeypis.
í tengslum við tónleikaröðina
verður sýning í Lýðháskólanum
um ævi Bachs, Hándels og
Schutz, og kemur hún frá
Goethe-stofnuninni.
Áætlunarferðir verða frá um-
ferðarmiðstöðinni alla tónleika-
dagana.