NT - 27.06.1985, Qupperneq 5
Atvinnulífið og konur:
Aukin þátttaka kvenna
- aðsókn að húsmæðraskólum fer minnkandi
■ Aðeins 19% kvenna í sam-
búð vinna nú einungis heimilis-
störf en voru 45% fyrir átta
árum. Af konum á aldrinum
20-60 ára hafa nú meira en
þrisvar sinnum fleiri lokið há-
skólanámi en árið 1976, eða 9%
í stað 2% fyrir átta árum. Hlut-
fall þeirra sem numið hefur í
húsmæðraskóla hefur hins veg-
ar dottið úr 38% niður í 16% á
sama tíma. Þetta er meðal
niðurstaðna úr könnun á stöðu
og störfum kvenna sem Jafn-
réttisráð stúð fyrir á síðasta ári
og samanburði við ámóta könn-
um sem gerð var árið 1976.
Atvinnuþátttaka kvenna,
giftra og í sambúð, hefur aukist
mjög á þessum 8 árum, sem fyrr
segir. A síðasta ári voru 31%
þeirra launþegar í fullu starfi en
voru 16% árið 1976. í hiutastarfi
voru nú 36% en tæp 30% átta
árum áður. Þess má og geta til
samanburðar að samkvæmt
könnuninni voru 77% mæðra
þeirra kvenna sem nú tóku þátt
í könnuninni heimavinnandi
húsmæður þegar þær voru að
alast upp.
Athygli vekur að þrátt fyrir
aukna menntun og verulega
aukið vinnuframlag kvenna og
jafnframt styttri vinnutíma
maka þeirra hafa þær lítið sem
ekkert unnið á karla sína í
launum. Meðalvinnutími
kvenna í þéttbýli hefur á s.l.
átta árum lengst úr 30,6 í 34
klukkustundir á viku, en maka
þeirra styst úr 52,9 í 47,4
klukkustundir á viku. Tekjur
kvennanna sern hlutfall af tekj-
um manna þeirra hafa hins veg-
ar aðeins hækkað úr 40-50%
árið 1976 upp í 47-63% af
meðaltekjum manna þeirra á
síðasta ári. Á síðasta ári hafði
yfir helmingur kvennanna tekj-
ur á bilinu 10-20 þús. krónur á
mánuði (á miðju ári) en eigin-
mcnn þeirra höfðu flestir yfir 30
þús. kr. tekjur á mánuði. Hæsfu
mánaðarlaun konu í könnunni
voru 39.600 krónur en tekju-
hæsti eiginmaðurinn hafði unt
100 þús. krónur á sama tíma.
Þrátt fyrir aukin störf utan
heimilis virðast heimilisstörfin
enn að mestu hvíla á herðum
kvennanna. Sáu þær yfirleitt eða
frekar um störf sem tengjast
umönnun barna. matargerð,
matarinnkaup, uppþvott, fata-
þvott, ræstingu og hreingern-
ingu íbúðar. Karlarnir sáu hins
vegar í flestum tilvikum frekar
eða alltaf um smáviðgerðir á
húsnæði og umhirðu bílsins.
Varðandi bílinn kom það og
í Ijós að karlarnir virðast afar
Fimmtudagur 27. júní 1985 5
■ Fríða l’alsdóttir, félagsráðgjafí og Guðríður Þorsteinsdúttir,
form. Jafnréttisráðs.
tregir að sleppa stýrinu í hendur
kvenna sinna - nema þá að
konurnar kæri sig síður um að
aka. Aðeins innan við 3%
kvennanna töldu sig aka oftar
en karlar þeirra, um 27% sögðu
þau hjónin skiptast á, en um
66% kváðu karlinn mun oftar
keyra.
Alls voru það 300 konur sem
þátt tóku í könnun þessari frá:
Reykjavík, Patreksfirði, Húsa-
vík, Egilsstöðum og úr sveitum
landsins.
EBE fær bréf frá EFTA:
Saltfisktollurinnihef-
ur slæm áhrif á íslandi
■ Norbert Steger,. viðskiptaráðherra
Austurríkis og formaður ráðherraráðs
EFTA. hefur skrifað bréf til Jacques Delors
formanns framkvæmdastjórnar EBE, þar
sem athygli er vakin á alvarlegum afleiðing-
um saltfisktolls EBE fyrir íslendinga.
í bréfinu segir, að álagning tollsins sé
andstæð þeirri jákvæðu þróun í átt að auknu
viðskiptafrelsi á milli EFTA-ríkjanna og
ríkja Efnahagsbandalagsins. „Sérstaklega
mun hún valda fslandi miklum erfiðleikum,
en útflutningur á umræddum afurðum til
Efnahagsbandalags tólf ríkja hefur á undan-
förnum árum numið þriðjungi heildarút-
flutnings íslands til þessara markaða. Að-
gerðir af þessu tagi munu hafa slæm áhrif á
efnahagslíf íslands og breyta mjög verulega
þeim forsendum sem fríverslunarsamningur
Islands hvílir á,“ segir í bréfinu til Jacques
Delors.
Bréf þetta var skrifað eftir fund Matthías-
ar Á. Mathiesen viðskiptaráðherra með
fulltrúum Efnahagsbandalagsins í Brússel í
maí ntánuði síðastliðnum. Fól ráðherra
Hannesi Hafstein sendiherra að athuga á
hvern hátt EFTA gæti stutt málstað fslend-
inga í saltfiskmálinu.
Vestfjarðahátíð 28.-30. júní:
Líf ogfjöráNúpi
■ Líf og fjör verður á Núpi dagana 28.-30.
júní, en þá verður haldin Vestfjarðahátíð
sveitarfélagannaá Vestfjörðum í tilefni af ári
æskunnar.
Ailir eru velkomnir á hátíðina og móts-
gestum verður boðið upp á ýmislegt, t.d.
útreiðartúra.ibátsferðir, kvöldvökur, göngu-
túra með vönum leiðsögumanni og þrauta-
tívolí skáta. Einnig kemur fram hljómsveit-
in Grafík.
Sundlaug og íþróttahús staðarins verða
opin og hægt er að gista í svefnpokaplássi í
heimavistinni eða á tjaldstæðunum. Veit-
ingasala verður alla daga hátíðarinnar. Selt
verður inn á svæðið og kostar kr. 200 fyrir
12 ára og eldri.
í dagskrá stendur skemmtum okkur án
áfengis og ennfremur er þar vonast til að
það muni standast.
Upplýsingar um hátíðina gefur Björn
Helgason á ísafirði, í síma 3722.
86 áhugaleikfélög
í Bandalagi
íslenskra leikfélaga
■ Á nýafstöðnum aðalfundi Bandalags
íslenskra leikfélaga fengu 3 ný leikfélög
inngöngu í Bandalagið. Það voru Leikfélag
Garðabæjar, leikdeild Ungmennafélags
Mýrahrepps og leikhópurinn Veit mamma
hvað ég vil. Síðastnefnda félagið er annað
tveggja unglingaleikfélaga sem aðild eiga að
bandalaginu. hitt unglingaleikfélagið er
leikhópurinn Saga á Akureyri.
Aðalfundurinn og ráðstefnan voru haldin
í Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp, með
þátttöku 60 manna víðsvegar af landinu.
Nýr
Alla sem reynslu hafa af bílavið-
skiptum langar að eignast nýjan b(l.
Hvers vegna?
Ekki endilega vegna slæmrar reynslu
af notuðum b(lum. Notaðir bílar geta
notaður?
verið nánast eins góðir og nýir. Þú
getur verið mjög heppinn og fengið
vel með farinn bíl á verði sem er f litlu
samræmi við aldur og útlit.
En þú getur l(ka verið óheppinn. Þú
veist aldrei fullkomlega hvort bíllinn er
í þv( ástandi sem hann líturút fyrirað
vera. Þú ert ekki öruggur. Og það er
kjarni málsins. Þú tekur áhættu.
%
Með nýjum bíl kaupirðu öryggi. Auk
þess fylgir því sérstök án^egja að
setjast undir stýri í b(l sem kemur
„beint úr kassanum". Bíl sem þú
kynnist betur en nokkur annar.
Við bjóðum greiðslukjör sem jafnast
fyllilega á við það besta sem gerist á
markaði notaðra bíla - og tökum
notaða bílinn þinn upp í.
Láttu okkur um að taka áhættuna!
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300