NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 27.06.1985, Qupperneq 8

NT - 27.06.1985, Qupperneq 8
Fimmtudagur 27. júní 1985 8 Pólýfónkórinn: Fer í söngferða- lag til Ítalíu Reykjavík og nágrenni nú á næstunni ■ Hljómsveitin CEIÆBRANT SINGERS frá Kaliforníu, seni mun halda tónleika Stjórnandi hljómsveitarinnar, Jon Stemkoski, er fremstur fyrir mióju. Celebrant Singers frá Kaliforníu: Kristilegir tónleikar á höfuðborgarsvæðinu ■ Á næstunni mun hljóm- sveitin CELEBRANT SÍNG- ERS frá Visalia í Kaliforníu halda tónlcika undir st jórn Jon Stemkoski í Reykjavík og ná- grcnni. Á tónleikum hljómsveitar- innar scm eru að tilstuðlan hvítasunnumanna fer saman lofgjöf og tilbeiðsla í söng, með flutningi sálnia, stuttra kóra- og trúarsöngva. CELEBRANT SINGERS luku nýlcga söngferð um Asíu og Evrópu, þar sem þeir sungu m.a. fyrir páfa. Tónleikarnir verða sem hér segir: 27. júní kl. 20.30 í Fíladelfíukirkjunni, 2S. júní kl. 20.30 kí Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, Garðabæ, 29. júní kl. 20.30 í Bústaðakirkju, 30. júní kl. 10.30 í Krists- kirkju, 30. júní kl. 20.00 í Fíladelfíukirkjunni, l. júlí kl. 20.30 í Broadway. Lífsþorsti og sjálfseyðing ■ Hitt Leikhúsið/Leikfélag Akureyrar: Piaf, Hiifundur: Pam Genis. Þýðandi leikrits og söngva: Þórarinn Eldjárn. Leikmynd og búningar: Guðný Björk Riehards. Hljómsveitar- stjóri: Roar Kvam. Leikstjóri: Sigurður Pálsson. Það er orðinn mikill siður að sentja leikrit um ævi frægðar- fólks fyrr og síðar. í vetur sáum við Gertrude Stein í Þjóðleikhúsinu og Leikfélag Akureyrarsýndi lcik um Edith Piaf við góðar undirtektir. Og nú hefur Hitt Leikhúsið fengið þá sýningu hingað suður og sýnir í Gamla bíói. Best að segja strax að þetta er skcmmtileg sýning og vel að henni staðið. Hafi einhver haldið að Leikfélag Akureyrar standi ekki leikhúsum hér syðra á sporði, bendir sýningin til að slíkt sé misskilningur. Höfundur lciksins er bresk kona, og að því er haft er eftir henni í leikskrá skrifar hún „út frá sjónarmiði kvenfrelsisbar- áttunnar." Satt að segja læt ég mér það í léttu rúmi liggja, og efast raunar unt að ævisaga söngkonunnar sé sérlega lær- dómsríkt dæmi um slíkt. Víst gerði Edith Piaf það sem hún vildi, en brenndi sig upp fyrir aldur fram og var auk þess afskaplega þurfandi fyrir karlmenn, að því erfram kem- ur í leiknum. Sigurður Pálsson leikstjóri hefur prjónað byrjunaratriöi framan við, - þar segir af því er Edith Piaf fæðist fyrir frant- an hús nokkurt. Hún var sem sé alin upp í ræsinu, á útigangi, innan um mellur og lausingja- lýð. og bar merki þess uppruna alla tíð. Annars sé ég ckki að þessi viðbót leikstjórans skipti miklu máli eða sé til bóta. Leikurinn sjálfur hefst þegar Edith er uppgötvuð þar sem hún syngur á strætinu. Eigandi skemmtistaðar heyrir til hennar, kallar hana til sín, gefur henni nýtt nafn, Edith Piaf, (spörfug!) og þar með er hjólið tekiö að snúast: Edith heillar áheyrendur þcgar í stað. En áfallasöm vcrðursaga hennar. Louis Lepleesem kom hcnni á framfæri er brátt niyrt- ur af kunningjum Edith, og á hún bágt mcð að hreinsa sig af þeim áburði að vcra völd að dauöa Itans. Hún kynnist morgum karlmönnum, drekk- urstíft, neytireiturlyfja, lendir í bílslysum o.s.frv. Vittir Itenn- ar hrynja niður, og hún ásakar sig fyrir það að sá sem hún heitast unni fórst með flugvél sem hún hvatti hann til að taka. Að lokum deyr hún. rúmlega fertug, þá nýgifl lið- lega tvítugum ntanni. - Þessi saga hefur reyndar oft verið rakin í helgarblöðum og öðru ámóta lesefni. Það sem máli skiptir hér er hvernig tekst að blása í hana lít'i á sviðinu. Og þá veltur á öllu að í hlutverk Edithar fáist leikkona sem veldur því, í leik og söng. Og Edda Þórarinsdóttir veldur þessu. Frammistaða hennar var nteð ágætum, ótví- ræður sigur þessarar fjölhæfu leikkonu. Edda syngur prýði- lega cins og alþjóð veit og þegar fram í sækir leikinn sýnir hún af góðri tækni og tilfinn- ingu hnignunarbraut söngkon- tinnar sem þó alltaf réttir sig upp þegar hún hefur upp söng sinn. Lifir í söng sínum, og gct'ur ekki lengur lifað þegar henni verður um megn að syngja. - Það sem helst mætti finna að varðandi Eddu í þessu hlutverki er að henni lætur sitthvað betur en sýna rudda- hátt Edithar, hina fádæma óhefluðu framkomu og munn- söfnuð sem þessi dóttir göt- unnar sýnir af sér. Allt um það: Hér er skilað eftirminni- legu verki. Á við Edith Piaf verða önnur hlutverk smá. Leikurinn er byggður upp af svipmyndum úr ævi söngkonunnar og leikendur fara með mörg hlut- verk hver. Eina undantekning- in er gleðikonan Toine, Sunna Borg bjó til skemmtilega skop- lega týpu úr þessu hlutverki. Guðlaug María Bjarnadóttir fer m.a. með hlutverk Marlene Dietrich og fórst það vel úr hendi, söng laglega. Karlarnir eru, eins og vera ber í kvenna- leikriti, svipminni en skiluðu ■ ...hér er skilað eftirminnilegu verki, segir Gunnar Stefánsson í leikdómi sínum á Edith Piaf allir sínunt hlutverkum skil- nterkilega. Marinó Þorsteins- son er reyndur leikari og traustur og Þráinn Karlsson skörulegur í sínum mörgu hlut- verkum. Aðrir leikendur eru Emelía Baldursdóttir, Pétur Eggerz, Theodór Júlíusson, Gestur E. Jónasson, Steinar Ólafsson og Ástrós Gunnars- dóttir. Þórarinn Eldjárn hefur þýtt leikinn lipurlega eins og hans var vísa. Söngtextarnir fara vel í munni, og mikil bót að þeir skuli prentaðir í leikskrá. Text- arnir skipta nefnilega miklu máli í leiknum. Sá lífsþorsti sem í þeim kemur fram, og söng Edithar, myndar mótvægi eða andstæðu þeirrar sjálfs- eyðingar sem saga hennar lýsir. Með eftirminnilegum hætti speglast þetta í síðasta söngnum sem Edda skilaði með glæsibrag: „Nei, ég iðrast ekki neins." Þá slær hún yfir reikning lífsins og fagnar að leiðarlokunt nýrri ást: Gleðin mín gefst mér hér, ævi mín er að hefjast ineð þér! Fruntsýning á Piaf í Reykja- vík var á föstudagskvöld en þessi umsögn er stðbúin vegna lasleika. Væntanlega gefst mönnunt kostur á að sjá leik- inn í Gamla bíói næstu vikurn- ar. Þetta er kærkominn þáttur í leikhúslífinu, en nú fer það vaxandi að sýnt sé á sumrin þegar atvinnuleikhúsin hafa lokað í Reykjavík. Meira af slíku! Gunnar Stefánsson - kostar um 4 milljónir ■ Pólýfónkórinn, ásamt kammersveit og einsöngv- urum, um 120 manns, halda í hljómleikaferð til Ítalíu í byrjun júlí. Kórnum stend- ur til boða að flytja H-moll messu J.S. Bachs á ári tón- listarinnar í Evrópu, á fern- um tónleikum, í Rómar- borg, Assisi, Flórens og Feneyjum, auk þess sem kórinn heldur stutta tón- leika á Sixtínsku Kapell- unni í upphafi ferðarinnar. „Aldrei hefur kórnum verið sýndur slíkur heiður sem nú, að flytja eitt helsta snilldarverk mannsandans í landi söngsins og vera val- inn til að opna alþjóðlega tónlistarhátíð í Assisi, en með því er kórnum skipað á bekk með fremstu tónlist- armönnum heims,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson, stjórnandi kórsins, á blaða- mannafundi er Pólýfónkór- inn hélt í tilefni ferðarinnar. Udirbúningur ferðarinn- ar hefur staðið yfir í ntarga mánuði, en kórinn söng H- moll messuna tvívegis á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í mars. Nú standa yfir daglegar æfingar hjá kórnum og takmarkið er að syngja betur en nokkru sinni vegna þess heiðurs sem kórnum er sýndur með þessu boði. Áætlað er að ferðin kosti um 4 milljónir króna, en í því felast laun og ferðakostn- aður einsöngvaranna og ferðakostnaður 36 manna hljómsveitar og aðstoðar- fólks. Til þess að ferðin geti orðið að veruleika og ís- lendingar leggi sitt af mörk- um á ári tónlistarinnar á alþjóðavettvangi -verður kórinn að mæta skilningi yfirvalda og almennings en engar fyrirgreiðslur hafa borist frá íslenskum yfir- völdum. Kórinn er þakklát- ur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá einstakling- um og fyrirtækjum, en hann nemur þó ekki nema 1/4 af áætluðum framlögum. Þeir sem áhuga hafa að styðja kórinn geta lagt framlög inn á sparisjóðsbók nr. 240 í Múlaútibúi Landsbankans- 0139-05-240 „Ferðasjóður Pólýfónkórsins1', eða keypt miða á fyrirhugaða hljóm- leika kórsins 2. júlí næst- komandi. Bresk stjórn- málá19.öld Michael Bentley: Politics wit- hout Democracy 1815-1914. Perception and Preoccupation in British Government. Font- ana History of England. Gener- al Editor: G.R. Elton. Fontana Paperbacks 1984. 446 bls. ■ Nítjánda öldin hlýtur, öll- um öðrum tímabilum fremur að teljast öld Breta í veraldar- sögunni. Þeir voru lengst af öldinni mesta stórveldi heims- ins, settu öðrum og margfalt stærri þjóðum lög, en margar Evrópuþjóðir litu til Bretlands um fyrirmyndir í stjórnskipun. Bretland var á þessum tíma talið föðurland þingræðisins og er svo enn, en engu að síður er það staðreynd, að á 19. öld tíðkaðist lýðræði tæpast í breskum stjórnmálum. Þessi bók er bresk stjórn- málasaga 19. aldar. Hún grein- ir frá þróun breskra stjórnmála á tímabilinu 1815-1914, frá flokkum, stjórnmálamönnum og viðburðum á stjórnmála- sviðinu, frá átökum og frá breytingum, sem urðu á stjórn- málunum vegna breytinga í atvinnulífi, heimsveldisbygg- ingu, vaidastöðu og umfram í lífi og viðhorfum venjulegs fólks. Bókarhöfundur, M. Bent- ley, er háskólakennari í sagn- fræði í Sheffield og er saga 19. aldar sérsvið hans. Við samn- ingu bókarinar tók hann þá af- stöðu, að reyna að segja sögu- na frá sjónarhóli stjórnenda fremur en að lýsa henni al- mennt út frá.viðburðum. Hann freistar þess að leiða lesandan- um fyrir sjónir, hvað vakti fyrir mönnum á borð við Well- ington, Peel, Gladstone, Dis- raeli, Salisbury og Asquith er þeir tóku ýmsar afdrifaríkar ákvarðanir og hvernig þeir reyndu að stjórna og oft og tíðum að tefja fyrir því að lýðræði kæmist á. Þessi aðferð krefst mikillar þekkingar, ekki einungis á því sem kalla mætti ytri umgerð sögunnar, at- burðarásinni, heldur einnig á samfélagsgerð tímabilsins og á þeim mönnum, sem helst koma víð sögu. Engu að síður hlýtur það að verða sammæli allra þeirra, sem bókina lesa, að þetta hafi höfundi tekist afbragðsvel. Lesandinn fær góða og skýra mynd af bresk- um stjórnmálum á 19. öld, hann skilur hvernig innan- landsástandið gerði Bretum kleift að byggja og treysta stórveldi sitt í fjarlægum heimsálfum. Hvers vegna Bretland var höfuðvígi um- burðarlyndis í stjórnmálum 19. aldar, hvernig ýmsar merkar breskar hefðir urðu tii, og umfram allt hvernig bresk stjórnmál þróuðust á friðsam- legan hátt frá því að vera einskonar hagsmunaleikur ríkra landeigenda og til þess að svara kröfum þess nafnlausa fjölda sem byggðu iðnaðar- borgirnar. í bókarlok eru nauðsynlegar skrár og stutt æviágrip ýmissa, sem við sögu koma, en er ekki fjallað ýtarlega um í megin- máli. Jón Þ. Þór

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.