NT


NT - 27.06.1985, Síða 14

NT - 27.06.1985, Síða 14
Iít Fimmtudagur 27. júní 1985 14 ;jónvarp mSk' t' V & Utvarp kl.15.15: Gömulognýtíðindi af Suðurlandi ■ Tíðindi af Suðurlandi nefnist þáttur seni hefur göngu sína í útvarpi í dag kl. 15.15. Þátturinn verður hálfs- mánaðarlega á dagskrá í sum- ar og umsjónarmaður lians er Þorlákur Helgason, scm jafn- framt er fréttaritari útvarps- ins á Selfossi. Nafnið á þættinum sagði Þorlákur hafa orðið fyrir val- inu. þar scm sér þætti „tíð- indi" ciga bctur við um það efni, scm hann ætlar að vcra mcð í þáttunum en orðið „fréttii—. Hann ætlar sem sagt að blanda saman fréttum af Suðurlandi og alls kyns við- tölum við fólk þar, auk þess sem hann skyggnist aftur í tímann. í dag á liann t.d. tal við Ólaf Ketilsson, þann aldna garp sem allir landsmenn hafa heyrt um. Hann cr vanur að tala tæpitungulaust og er ótrú- legt að hann bregöi af þeirri venju sinni nú. Þá vcrður frásögn af Ölfusá og spjallað við veiöimenn þar. Utvarp kl .22.35: Fimmtudagsumræðan: Breytingar í utanríkisþjónustunni - aukin tengsl hennar við atvinnulífið ■ í kvöld kl. 22.35 hefst Fimmtudagsumræðan í útvarpi í umsjón Gissurar Péturssonar fréttamanns. Umræðuefnið er breytingar í utanríkisþjónust- unni. Þær breytingar í utanríkis- ■ Það er Gissur Pétursson fréttamaður sem stýrir Fimmtudagsumræðunni að þessu sinni. (NT-mynd: Sverrir) þjónustunni, sem teknar verða til umræðu í kvöld, eru aukin tengsl þeirrar þjónustu við ís- lenskt atvinnulíf, en Gissur segir okkur að í vetur hafi verið starfandi nefndir til að undirbúa „útflutningsár”, sem á að standa árið 1986. Einnig eru uppi hugmyndir um stofn- un Útflutningsráðs, sem myndi verða sameiginlegur vettvang- ur allra sem standa að útflutn- ingi. „Það sem ég ætla að reyna að fá fram er hvort og hvernig utanríkisþjónustan, þá á ég bæði við viðskiptaráðuneytið og utanríkisráðuneytið, að- stoða bæði útflytjendur og inn- flytjendur t.d. við markaðs- setningu vara, leit að nýjum mörkuðum og þess háttar," segir Gissur. Islendingar hafa 11 sendiráð erlendis en enn sem komið er eru ekki við- skiptafulltrúar við nema 2 þeirra, íLondon ogNew York. Hjá Gissuri í útvarpssal verða Sigríður Snævarr, deild- arstjóri menningardeildar Mörgum finnst áreiðanlega fróðlegt að skyggnast með Þorláki aftur í fortíðina aust- ur í Skaftafcllssýslu á árunum 1920-1930, en hann hefur milli handanna bréf þaöan frá þessum tíma úr fórum afa síns, sem var hreppsstjóri þar. Þar er t.d. að finna skemmtilegt bréf frá Gísla Sveinssyni sýslumanni, lík- lega fyrsta bréfið eftir að fjarskipti komu á Kirkjubæj- arklaustur. Þar bendir sýslu- máður mönnum á að cftir- leiðis skuli þeir senda skila- boð með fjarskiptum en ckki hraðboða, ef um skipsströnd cr að ræða. Þar kemur greini- lega frant, hversu mikill við- búnaður var á þessurn slóðum vcgna skipsstranda í Meðal- landsfjöru. „Svo langar mig til að hafa citthvað „lengst, best, stærst,, í þessum þáttum," segir Þor- lákur. M.a. hefur hann hugá því að taka tali elsta borgar- ann á svæðinu, 103 ára gamla skaftfellska konu, sem dvelst á sjúkrahúsinu á Selfossi. ■ Börnin annast sjálf kynningar í Barnaútvarpinu og ferst það vel úr hendi. Þeim til trausts og halds er stjórnandi þáttarins, Ragnheiöur Gyða Jónsdóttir. NT-mynd: Árni Bjarna Útvarp kl. 17.05: BARNAUTVARPIÐ ■ Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum hversu mikið framboð er orðið af barnaefni í útvarpi. Strax að loknum 9-fréttum á morgnana frá mánudegi til föstudags er lestur framhalds- sögu fyrir börn. Þessa dagana er verið að lesa söguna Litli bróðir og Kalli á þakinu eftir hina sívinsælu Astrid Lindgren í þýðingu Sigurðar Gunnars- sonar. Þátturinn Inn og út um gluggann í umsjón Sverris Guðjónssonar er kl. 13.30 mánudaga, þriðjudaga og mið- vikudaga og klykkt út með þá dagskrá undir nafninu Ligga ligga lá á laugardögum kl. 14. Á miðvikudögum, fimmtu- dögunt og föstudögum kl. I7.05 er svo Barnaútvarpið í umsjón Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur og á laugardögum á santa tíma er Helgarútvarp barnanna, sem Vernharður Linnet stjórnar. Auk þessara sérstöku barna- tíma er svo auðvitað heilmikið annað efni á dagskrá útvarps- ins sem börn hafa ánægju af að hlýða á. í Barnaútvarpinu í dag kl. 17.05 verður efnið sent út í beinni útsendingu. Kennir þar margra grasa að venju. Haldið verður áfram að flytja spennu- söguna. Þá verður fyrirspurn- um hlutsenda svarað eftir því sem tími vinnst til. Stjórnandi er sem fyrr segir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. Minnt skal á að stjórnendur Barnaútvarpsins hafa síma- tíma daglega kl. 17-18 og taka fegnir við uppástungum unt efni. utanríkisráðuneytisins, Sveinn Björnsson, skrifstofustjóri við- skiptaráðuneytisins, en hann var fyrstur manna skipaður verslunarfulltrúi utanríkis- og viðskiptaráðuneytanna og hafði aðsetur í París, og Stein- ar Berg Björnsson, stjórnar- formaður Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins. í Kaupmannahöfn verður Einar Ágústsson sendiherra á beinni línu og tekur þátt í umræðunum. Viðtöl verða við þá Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra og Matthías Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra, nýkom- inn heim frá Sovétríkjunum, en þar stóðu íslenskir síldar- seljendur í stímabraki við kaupendur fyrir nokkrum dög- um eins og öllum er í fersku minni. Sú deila leystist þó far- sællega einmitt á rneðan við- skiptaráðherra dvaldist í Moskvu. Rás2kl. 10-12 Morgun þáttur í mótun ■ Þcir Kristján Sigurjónsson og Ásgeir Tómasson hafa nú tekið við stjórn morgunþáttar Rásar 2 á fimnitudögum. Reyndar er sú breyting svo nýskeð, að þeir eru ekki enn búnir að ákveða form þáttarins til frambúðar, enda er þáttur- inn í dag aðeins annar í röð- inni. Hlustendum gefst þannig kostur á að fylgjast með fram- vindunni hjá þeim félögum! „Við spilum náttúrlega mús- ík við allra hæfi og reynum að gera íslenskri tónlist hátt undir höfði á fimmtudagsmorgn- um,“ segir Kristján í stuttu samtali. Ekki sagði hann enn fullákveðið hvort yrði um gestagang að ræða, en þótti það þó ekki ólíklegt. Sem sagt, enn var allt í lausu loft um fimmtudagsmorgun- þátt þegar síðast var vitað og nú er um að gera að fylgjast með þróun hans í höndum þessara tveggja alvönu Rás- armanna. Fimmtudagur 27. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi. Til- kynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Einars B. Pálssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Emil Hjartar- son, Flateyri, talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli bróðir og Kalli á þakinu" eftir Astrid Lindgren. Sigurður Benedikt Björnsson les þýðingu Sigurðar Gunnarssonar (8). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tonleik- 10.45 Málefni aldraðra Þáttur i umsjá Þóris S. Guðbergssonar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Út um hitt 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björneboe Dagný Kristjánsdóttir þýddi. Kristján Jónsson les (17). 14.30 Miðdeqistónleikar 15.15 Tíðindi af Suðurlandi Umsjón: Þorlákur Helgason. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Á frivaktinni Þóra Marteins- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.00 Fréttir á ensku 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynning- ar. Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Blásarakvintett Reykjavikur leikur f útvarpssal 20.40 Erlend Ijóð frá liðnum tímum 21.10 Frá hjartanu Umsjón: Kristján R. Kristjánsson. RÚVAK 21.40 Einleikur í útvarpssal 22.00 Bókaspjall Áslaug Ragnars sér um þáttinn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Fimmtudagsumræðan Breyt- ingar í utanrikisþjónustunni. Umsjón: Gissur Pétursson. 23.35 Trió í E-dúr 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. RHT Fimmtudagur 27. júní 10 00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Kristján Sigurjónsson og Ásgeir Tómasson. 14:00-15:00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveinsson. 15:00-16:00 í gegnum tíðina Stjórn- andi: Þorgeir Astvaldsson. 16:00-17:00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Ásmund- ur Jónsson og Árni Daníel Jú- líusson. 17:00-18:00 Einu sinni áður var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 = rokk- timabilið. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. HLÉ 20:00-21:00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21:00-22:00 Gestagangur Gestir koma i stúdió og velja lög ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheið- ur Davíðsdóttir. 22:00-23:00 Rökkurtónar Stjórn- andi: Svavar Gests. 23:00-24:00 Orðaleikur Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir. Föstudagur 28. júní 19.15 Ádöfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 19.25 Krakkarnir i hverfinu Kana dískur myndaflokkur um hvers- dagsleg atvik i lifi nokkurra borgar- barna. Þýöandi Kristrún Þóröar- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Gypsy á þjóðhátið Frá 17. júní tónleikum i Höllinni á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Hljómsveitin Gypsy leikur þunga- rokk. Hana skipa: Jón Ari Ingólfs son og Ingólfur Ragnarsson, gitar leikarar, Hallur Ingólfsson trommuleikari, Heimir Sverrisson, bassaleikari og Jóhannes Eiðs- son, söngvari. Upptöku stjórnaði Rúnar Gunnarsson. 21.15 Úr öskunni í eldinn Bresk- bandarísk heimildamynd. I mynd- inni er rætt við fjóra bandaríska fanga, sem börðust i Víetnam- stríöinu, og fjallaö um áhrif stríðs- ins á fyrrverandi hermenn en margir þeirra bíða aldrei reynslu sinnar bætur. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.05 Með Ijósa lokka (Big Blonde) Bandarísk sjónvarpsmynd, gerð eftir kunnri smásögu eftir Dorothy Parker. Leikstjóri Kirk Browing. Aðalhlutverk: Sally Kellerman, John Lithgow, George Coe og Peg Murray. Söguhetjan er Ijóshærð fyrirsæta, imynd þeirra kvenna sem eiga allt sitt undir því að falla karlmönnum í geð. Á það reynist þó valt að treysta þegar á móti blæs. Þýðandi Kristrún Þórðardótt- ir. 23.25 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.