NT


NT - 27.06.1985, Side 21

NT - 27.06.1985, Side 21
i’íVV/ lm»i ,TS vj(*si|*,íwi!l Útlönd Fimmtudagur 27. júní 1985 21 Sovéskar bókasafns- njósnir í Svíþjóð? Frá Guðrúnu Garðarsdóttur fréttarítara NT í Svíþjóð: Sviss: Hóra fær tekjubætur eftir um- ferðarslys Lausanne-Keuter ■ HæstirétturSvisskvað í gær upp þann úrskurð að vændiskona sem varð að hætta starfí sínu eftir um- ferðarslys hefði rétt á tekjubótum ekki síður en starfsfólk í öðrum grein- um. í úrskurði dómstólsins sagði m.a. að þessi elsta atvinnugrein heims væri ef til vill siðlaus en hún væri ekki ólögleg og því bæri að greiða tekjubætur. Þannig hnekkti.dómstóll- inn fyrri úrskurði undir- réttar um að konan hefi ekki rétt á bótum. Nú er hins vegar eftir að meta hvort vændiskonan hafi raunverulega haft 12.000 svissneska franka (um 200.000 ísl. kr.) í tekjur á mánuði eins og hún heldur frant. ■ Grunur leikur á að Sovét- menn notfæri sér alþjóðlega útlánsþjónustu háskólabóka- safnsins í Lundi í njósnaskyni. Bókasafnið hefur í vörslum sínum allt efni sem prentað er í Svíþjóð og er almenningi heim- ill aðgangur að öllu efninu. Sovétmenn hafa í mörg ár feng- ið að láni ýmis sænsk landa- fræðiieg göng hjá stofnuninni en þegar pantanir fóru að ein- skorðast við svokölluð „við- kvæm svæði“ þ.e.a.s. svæði þar sem umsvifamikil kafbátaleit hefur farið fram ákvað Nils Palmboj deildarstjóri á safninu að hafa samband við Lennart Gören yfírmann sænska hersins. Um síðustu áramót barst safninu að nýju pöntun frá Sovétríkjunum þar sem farið var fram á að fá upplýsingar um hafnarmál í Svíþjóð og þá helst um hafnir í Norður-Svíþjóð, meðal annars um dýpi hafnanna og hafnaraðstæður. Lennart Gören gaf fyrirskip- un um að afgreiðslan yrði stöðv- uð og hafa pantanir nú verið teknar af skrá. Við nánari rannsókn hefur komið í Ijós að vart hefur verið við erlenda kafbáta á mörgum þeim stöðum sem Sovétmenn hafa sýnt sérstakan áhuga á hingað til. í Treholtsmálinu kom fram að nútímanjósnir eru gjarnan stundaðar með gögnum sem almenningur hefur aðgang að. A yfirborðinu virðast upplýsing- arnar harla saklausar en með því púsla þcim saman í tölvu taka þær fljótt á sig athyglisverða heildarmynd sem getur kontið að góðum notuð við njósna- starfsemi. Bretland: Sprengjumenn IRA í neti lögreglunnar Belgía: „Friðarsigurvegarar“ hefja sprengjuherferð - gegn mengun Norðursjávarins ■ Grand Hotel í Brighton eftir sprengjutilræöiö við Margréti Thatcher forsætisráðherra Breta í októher í fyrra. Lögreglan telur sig nú hafa náð inönnunum sem stóðu bak við það sprengjutilræöi. Krusscl-Keutcr ■ Belgíska lögreglan ieitar nú ákaft að meðlimum áður óþekkts „náttúruverndarhóps“ sem hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna sprengjuárásar í Brussel síðastliðinn laugardag. Hópurinn, sem kallar sig „Friðarsigurvegara“ hefur einn- ig lýst ábyrgð á hendur sér vegna sprengjutilræðisins á flugvellinum í Frankfurt á föstu- daginn þar sem fjórir menn létu lífið. í bréfí, sem hópurinn sendi til fréttastofa nú í vikunni, segir m.a. að friðsamar göngur og mótmælaaðgerðir gegn kjarn- orkuvopnum og mengun séu ekki nægjanlega sterk vopn til að berjast gegn hernaðarstefnu óábyrgra iðnjöfra. Hópurinn hótar því að halda áfram sprengjuárásum gegn mengun- arfyrirtækjum. í öðru bréfí, sem hópurinn sendi fyrir helgi, var því m.a. hótað að sprengja risa- þotu síðar í þessum mánuði. Bréfin voru skrifuð á lélegri frönsku og telja sérfræðingar að höfundurinn sé hollenskumæl- andi. Sprengjuárásin í Brussel var við skrifstofu vestur-þýska efna- fyrirtækisins Bayer sem hefur m.a. fleygt efna-úrgangi úr verksmiðjum sínum í Norður- sjó. Grænfriðungar, sem hafa lengi barist gegn efnamengun í Norðursjó, fordæma sprengju- árásirnar og segjast ekki hafa nein tengsl við hryðjuverka- mennina sem standi bak við þær. Fyrir nokkru var Sirius skip grænfriðunga kyrrsett í sex vikur í Antwerpen eftir að það hafði verið notað til að hindra efnafyrirtæki í að henda efna- úrgangi í Norðursjó. London-Kcutcr: ■ Breska lögreglan hcfur að undanförnu handtekið sextán menn sem grunaðir eru um að standa á bak við sprengjutilræð- ið við Margréti Thatcher for- sætisráðherra Breta og aðra for- ystumenn breskra íhaldsmanna i hóteli í Brighton í októbcr á seinasta ári. Lögreglan segir að mennirnir séu félagar í Irska lýðveldis- hernum, IRA, og að þeir beri ábyrgð á mörgum fleiri sprengjutilræðum. Lögreglan segir að mennirnir hafi verið að undirbúa nýja sprenjuherferð í tólf vinsælum ferðamannaborg- um við ströndina þegar þeir voru handteknir. Lögreglan hefur undanfarna daga leitað að sprengjum í hótelum í borgunum tólf en engar sprengjur höfðu fundist í gær. Talsmenn lögreglunnar vildu samt ekki útiloka að sprengja kynni að leynast í Great Yarmouth sem verður heiðruð með drottningarheim- sókn 1. ágúst næstkomandi. Bresk stjórnvöld segja hand- tökurnar stærsta sigurinn sem náðst hefur í baráttunni gegn sprengjumönnum IRA. Fyrstu mennirnir voru handteknir síðastliðinn laugardag í Glasgow. Þáfann lögreglan lista yfir „skotmörk" sem borgarskæruliðarnir höfðu valið sér til að koma fyrir sprengjum á. Meðal þeirra sem lögreglan handtók síðar er borgarskæru- liðinn, sem talið er að hafi komið fyrir sprengjunni í Brigh- ton þar sem Thatcher fundaði í október í fyrra, og menn sem sagöir eru standa á bak við sprengjutilræðið í Harrod-versl- uninni í London í desember 1983 þegar sex manns létu lífð og 94 særðust. Suður-Afríka: Oeirðir magnast Jóhannesarborg-Kcuter ■ Aukin harka hefur hlaupið í kynþáttaóeirðirnar í Suður-Afr- íku. í gær voru 10 menn drepnir og skemmdarverk unnin á bens- ínstöðvum og aflstöðvum. Lögreglan heldur því fram að 8 manns hafi látist og 7 hafi særst alvarlega í sprengjuárás- um og þegar 7 handsprengjum var varpað í nágrenni Jóhannes- arborgar. Hægri höndina hefði vantað á sex fórnarlambanna því að líkast til hefðu hinir látnu verið að handfjatla hand- sprengjur. Flestar árásanna hefðu gerst eftir niiðnætti og því væri lög- reglan að kanna hvort blökku- menn hefðu hugsanlega skipu- lagt árásir á stjórnarbyggingar og svarta lögreglumenn þar eð litið væri á þá sem svikara. Lögreglan fullyrðir að blökku- menn búi núyfir öflugri vopnum en áður Lögreglan fullyrðir ennfremur að handsprengjurnar sem not- aðar hefðu verið væru sovéskar en þessi tegund væri mjög í uppáhaldi hjá skæruliðum Afr- íska þjóðarráðsins sem berjast gegn aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Sprengjuárásir hafa verið ntjög tíðar í landinu undanfarna mánuði en atburðirnir í gær voru þeir hörðustu til þessa. Blökkumenn höfðu áður frekar notast við bensínsprengjur og kylfur. Stórtækur skatt- svikari í stjórn Vestur-Þýskalands Vestur Berlín-Reuter ■ Peter Boenisch fyrr- verandi talsmaður vest- ur-þýsku stjórnarinnar var í gær sektaður um rúmlega eina milljón þýskra marka (um 14 milljónir ísl. kr.) vegna skattsvika. Embættismenn dóms- málaráðuneytisins segja að saksóknari hafi ák- veðið að láta ákæru á hendur Boenisch falla niður eftir að hann sam- þykkti að greiða 1,08 milljónir marka sem sekt fyrir að hafa látið hjá líða að telja fram til skatts rúmlega einnar milljónar marka tekjur á árunum 1973 til 1981. Tekjurnar sem Boenisch sveik undan skatti komu frá stórfyrirtækinu Daimler Benz sem greiddi honum fyr- ir ráðgjafarþjónustu á urn- ræddu tímabili. Boenisch, sem er 58 ára gamall, var áður ritstjóri hjá Springer blaðahringnum. Hann varð ráðherra í ríkis- stjórn Kohls í maí 1983 og starfaði sem talsmaður henn- ar þar til 14. júní síðastliðinn þegar hann sagði af sér vegna skattsvikaákærunnar. Að sögn enibættismanna dómsmálaráðuneytisins hef- ur Boenisch þegar greitt hluta sektarinnar. NEWSIN BRIEF Junc 26, Kcutcr BEIRUT - Shi’ite Moslem leader Nabih Berri relesaed one of the 40 U.S. hijack hostages held in Lebanon and offer- ed to hand over the rest to a western einbassy - Switzerland or France - until the captors’ demand for lsrael to free 700 pris- oners captured in Soutli Lebanon was met. • LONDON - The Inter- national Federation of Airlinc Pilots Associa- tions has called for a boy- cott of Beirut Airport until all the U.S. hostages and thcir hijacked aircraft are released. • JOHANNESBURG - Ten pcople were killed and petrol and power installations damagcd in a sharp escalation of South Africa’s racial strife. The right hands of six of the dead were missing, sugg- esting they might have becn killed whilc prcpar- ing grenade attacks. • BRUSSELS - U.S. Vice- President Gcorge Bush arrived for talks witli Belgian leaders on fíglit- ing Terrorism. Earlier in the Hague lie urged Dutcli leaders to maintain NATO unity hy agreeing to deploy 48 U.S. Cruise Nuclear Missiles in the Netherlands. BRUSSELS - European , commission President Jacques Delors appealed | for an end to the riglit of veto which has hindercd U| community developinent. Œ He urged community CQ lcadcrs to make fírst ^ moves towards gradual S Ul eliniination of the veto right at their siimmit in Milan on friday. SAN FRANCISCO - Representatives from all over the world inet to conunemorate the signing of the United Nations Chartcr by 50 ctiuntrics 40 years ago. The ceremony was being held in the war memorial veterans’ build- ing hchind San Francisco's City Hall, whcre the sign- ing took placc on june 26. 1945. • SAINT QUENTIN, FRANCE - Bernard Par- ingaux, head of a French waste disposal fírm, was scntenced to 18 months jail, 17 of them suspend- ed, for concealing liighly toxic dioxin waste from the Seveso Disaster. The 41 drums were found in 1983 in a disused abattoir Northern France. • MOSCOW - Five Soviet offícials at an ammonia plant in Lvov, Ukraine havc been jailed for up to fíve years in connection with an accident which poisoned three rivers in 1983. WEST BERLIN - Former West German Govern- ment spokesman Peter Bocnisch, who resigned 12 days ago, has been fíned 1.080.0110 marks I (300.000 dollars) for tax evasion on consultancy I fees paid by the Daimler , Benz between 1973 and 1981. newsinbriefA

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.