NT - 27.06.1985, Síða 22
* \ %
T vö íslensk
Fimmtudagur 27. júní 1985 22
l ■1
Handknattleikur:
- gegn Hollendingum og Norðmönnum
■ Guðmundur Guömundsson skorar í landslcik gcgn
Norömönnum (og Hollendingum) í Fluglciöamólinu.
Svíum í desember s.l. Vonandi fer hann ofl eins að gegn frændum vorum
NT-mynd: Sverrir
■ Fyrstu leikirnir í Flugleiða-
mótinu í handknattleik verða í
Digrancsskóla í Kópavogi í
kvöld. Þá leika Holland og
landslið íslands skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri og
síðan leika landslið íslands og
Noregs. Fyrri leikurinn hefst
klukkan 20 og sá siðari kl. 21.15
Sem fram hefur komið er mót
þetta liður í undirbúningi ís-
lensku landsliðanna tveggja fyr-
ir HM í handknattleik. Yngra
landsliðið tekur þátt í úrslita-
keppni HM á Ítalíu seinna á
árinu, en liðið vann sér rétt til
þátttöku með sigri í riðli sínum
í vor. Þar léku, auk íslands,
landslið Hollands og Finnlands.
A-landsliðið tekur svo þátt í
úrslitakeppni HM í Sviss í febrú-
ar og mars næsta ár, en liðið
ávann sér rétt til þess með hinni
frábæru frammistöðu sinni á ÓL
í Los Angeles í fyrrasumar.
Landsiiðin tvö hafa æft saman
átta sinnum í viku nú í júní
mánuði og er mótið nú loka-
punkturinn á því prógrammi.
Síðan tekur við frí hjá landsliðs-
mönnunum fram í ágúst, en þá
hefjast æfingar hjá félagsliðum
þeirra. Þá mun í athugun að
fara með landsliðin í æfingabúð-
ir til V-Þýskalands.
Ekki er fullfrágengið hverjir
leika með landsliðinu undir 21
árs í mótinu núna og hverjir
með A-landsliðinu, en hópur-
inn, sem hefur verið valinn lítur
þannig úr.
Markverdir: Guðmundur Hraínkelsson,
Breiðablik, Einar Þorvarðarson, Tres de
Mayo, Kristján Sigmundsson, Víkingi og
Brynjar Kvaran, Stjörnunni. Aðrir leik-
menn eru: Þorbjörn Jensson, Val, Þorgils
Óttar Mathiesen, FH, Geir Sveinsson og
Jakob Sigurðsson, Val, Guðmundur Al-
bertsson, GUIF Eskiltuna, Guðmundur
Guðmundsson, Víking, Valdimar
Grímsson, Val, Páll Ólaísson, Dankersen,
Sigurður Gunnarsson, Tres de Mayo,
Kristján Arason, Hameln, Þorbergur
Aðalsteinsson, SAAB, Júlíus Jónasson,
Val, Sigurjón Guðmundsson, Stjörnunni,
Árni Friðleifsson, Gróttu, Agnar Sigurðs-
son, Fram, Sigurjón Sigurðsson og Snorri
Leifsson Haukum, og Einar Einarsson,
Hermundur Sigmundsson og Gylfi
Birgisson, allir í Stjörnunni.
Leikdagar í bikarkeppninni
2/7 Sandgcrði Reynir : Þór
2/7 Laugardalur Árvakur : Víðir
2/7 KR-völlur KR : ÍA
3/7 Akureyri KA : Austri/Einhcrji
3/7 Vesímannaeyjar IBV : FH
3/7 Laugardalur Víkingur: Frani
4/7 Njarðvík Njarðvík : ÍBK
4/7 Laugardalur Þróttur : Valur
Allir leikirnir hefjast kl. 20:00.
Hátíðisdagar
í Borgarnesi
„Ping-0pen“ golfmótið verður haldið um helgina
■ Hátíðisdagar golfara vcrða
í Borgarnesi um næstu helgi en
þá verður Ping Open golfmótið
haldið, en það er þegar oröið
vinsælasta golfmótið í Borgar-
nesi. Til marks um það mættu
70 manns á síðasta ári þrátt fyrir
brjálað veður. Nú er veðurspáin
hinsvegar góð og má því búast
við miklum fjölda keppenda.
Golfklúbbur Borgarness er
staðsettur á mjög fögrum stað
og aðstaða öll eins og best
verður á kosið og svo eru þeir
Hamarsfélagar þekktir fyrir
einstaka gestrisni og smellinn
húmor. Golfarar ættu þvi að
leggja lykkju á leið sína og
heimsækja þá Hamarsfélaga.
Völlurinn hefur aldrci verið
betri, en það er stöðugt unnið
að endurbótum á brautum og
grínurn.
Þrír efstu í flokki með og án
forgjafar verða verðlaunaðir.
Glæsilegt golfsett er veitt fyrir
holu í höggi.
Öll verðlaun eru gefin af
(slensk-Ameríska h.f. sem er
umboðsaðili fyrir hinar þekktu
Ping golfkylfur.
■ Sigurlaunin á „Ping-open“
golfmótinu í Borgarnesi.
Puma sparkað
■ Framkvæmdanefnd
Reykjavíkurmaraþonsins
hyggst sparka PUMA úr
sessi sem aðal stuðningsaðila
(sponsor) þess að sögn
Gunnars Páls Jóakimssonar,
framkvæmdastjóra hlaups-
ins. PUMA hefur staðið sig
illa í samvinnunni og hefur
brugðist að mörgu leyti, hef-
ur t.d. ekki útvegað galla
handa starfsmönnum
hlaupsins, eins og ætlað var.
Það er PUMA í Þýskalandi
sem var stuðningsaðili
hlaupsins, en að sögn Gunn-
ars Páls mun ætlunin að
reyna nú fyrir sér með ís-
lenska stuðningsaðila.
Leif Mikkelsen með
námskeið á íslandi
- á vegum handknattleiksdeildar Fram
■ Handknattleiksdeild Fram í
samvinnu við Hljómbæ og Sam-
vinnuferðir Landsýn, mun halda
handknattleiksþjálfaranám-
skeið 9.-12. ágúst næstkomandi
í Seljaskóla í Breiðholti.
Leiðbeinandi á námskeiðinu
verður Leif Mikkelsen, lands-
liösþjálfari Dana. Honum til
aðstoðar verður hinn kunni
kennari og línumaður Sigurður
Svavarsson.
A námskeiðinu hér mun Leif
Mikkelsen nýtasérkcnnslugögn
á myndböndum og mun
Hljómbær lána til þess 50
tommu myndskerm frá Sharp.
Önnur kennslugögn verða
ókeypis á staðnum.
Námskeiðin eru tvö, annað
ætlað unglingaþjálfurum og hitt
fyrir meistaraflokksþjálfara.
Þeir sem áhuga hafa á að skrá
sig á námskeiðin hafi samband
■ Leif Mikkelsen
við Sigurð Baldursson í síma
34792 milli 9-10 virka daga.
„Utlendingarnir" Atli Hilm-
arsson, Bjarni Guðmundsson,
Alfreð Gíslason og Sigurður
Sveinsson, sem allir leika í
þýsku Bundeslígunni, verða
eicki með landsliðinu að þessu
sinni. Þeir hafa þó allir lýst sig
fúsa til að taka þátt í undirbún-
ingi HM.
Bogdan Kowalczyk hefur séð
um þjálfun hópsins og Guðjón
Guðmundsson og Axel Axels-
son verið liðsstjórnar. Axel er
nýtekinn við landsliðinu undir
21 árs og kemur jafnvel til
greina að hann verði með liðið
áfram eftir þetta mót.
I úrslit HM?
■ Handknattleikssam-
bandi íslands stendur til
boða að senda landslið
kvenna 21 árs og yngri til
þátttöku í heimsmeistara-
keppni þessa aldurshóps í
Seoul í Suður-Kóreu í
október í haust. Ekki hef-
ur verið afráðið livort af
þátttöku verður, enda ferð
sem þessi afar dýr.
Mótið er liður í undir-
búningi Kóreumanna fyrir
Ólympíuleikana 1988,
sem haldnir verða þar í
landi. ÁS mótinu keppa
16 landslið, þar af 11 frá
Evrópu.
Ef af verður verður
þetta í fyrsta sinn, sem
kvennalandsliðið undir 21
árs tekur þátt í úrslita-
keppni HM.
Mikill hugur í Húnvetningum:
„Ætlum í aðra deild“
segir Helgi Þór Helgason framkvæmdastjóri og þjálfari hjá USAH
■ „Það er mikiö líf í starfí
USAH í sumar, enda hófuin við
að ákveðnu marki að stcfna.
Bikarkeppni FRÍ 3. deild, verð-
ur haldin á Blönduósi þann 27.
júlí og við stefnum ótrauð að
því að sigra og komast í 2. deild.
Þar ætlum við að vera í framtíð-
inni. Ég tel þetta raunhæft
markmið því við eiguin mikið af
mjög efnilegu ungu frjálsíþrótta-
fólki,“ sagði Helgi Þór Helga-
son í samtali við NT. Helgi
starfar í sumar sem fram-
kvæmdastjóri sambandsins og
einnig þjálfar hann alla kastara.
Hjá USÁH eru nú fjórir þjálfar-
ar, Helgi, Þórhalla Guðbjörns-
dóttir, Karen Erlingsdóttir og
Indriði Jósafatsson. „Æfingar
eru fimm sinnum í viku og
fjöldinn allur sækir þær. Kjarn-
inn úr liðinu er frá Blönduósi og
Skagaströnd en einnig úr sveit-
unum. Þess má geta að þrír
keppendur í ferð UMFÍ til Dan-
merkur eru frá USAH, ég, Sól-
veig Stefánsdóttir og Guðbjörg
Gylfadóttir. Guðbjörg hefur
bætt sig mjög í kúluvarpi, kast-
aði 12,51 metra á móti 17. júní.
Það er annar besti árangurinn í
ár svo hún á framtíð fyrir sér,"
sagði Helgi.
Liðin sem keppa í Bikar-
keppni 3. deildar eru auk
USAH: HSS, HSH, UND,
HSÞ, UNÞ, USVS, HVÍ, HHF
og ÚSÚ.
Héraðsmót USAH fór fram á
Skagaströnd 22.-23. júní. Ágætt
veður var á mótinu, sérstaklega
seinni daginn, glampandi sól og
hiti. Mótið tókst með ágætum
eins og vera ber. Kaupfélag
Húnvetninga, Saumastofan Ví-
óla og útgerðarfyrirtækin Vík
sf. og Björg sf. gáfu verðlaun á
mótið. Úrslit urðu sem hér
segir:
Konur
100 m Steinunn Snorradóttir, Hvöt, 14,3 sek.
200 m Hrönn Sigurðardóttir, Hvöt, 30,6 sek.
400 m Steinunn Snorradóttir, Hvöt, 71,2 sek.
800 m Steinunn Snorradóttir Hvöt, 2.51,7 min
1500 m Steinunn Snorradóttir, Hvöt, 6.23,3
min.
100 grind Hrönn Sigurdardóttir, Hvöt, 19,6 sek.
4x100 A-sveit Hvatar 62,7 sek.
1000 boð A-sveit Hvatar 2.51,4 min.
Langst. Anna Sveinsdóttir, Hvöt, 4,24 m.
Hást. Anna Sveinsdóttir, Hvöt, 1,40 m.
Kúla Guðbjörg Gylfadóttir, Fram, 12.34 m.
Kringla Sigríður Gestsdóttir, Fram, 30,90 m.
Spjót Marín Jónasdóttir, Hvöt, 32,36 m.
Karlar
100 m Indriði Jósaíatsson, Hvöt, 11,7 sek.
200 m Indriði Jósafatsson, Hvöt, 25,0 sek.
400 m Angar B. Guðmundsson, Hvöt, 56,6 sek.
1500 m Daniel Guðmundsson, Umf.B. 4.26,4
min.
3000 m Sigfús Jónsson, Fram, 10.03,6 min.
110 gr. Agnar B. Guðmundsson, Hvöt, 18,8 sek.
4x100 A-sveit Hvatar 50,0 sek.
1000 boð. A-sveit Hvatar 2.23,3 mín.
Langst. Jóhann Sigurðsson, Hvöt, 5,97 m.
Hást. Sigurbjörn Kristjánsson, Fram, 1.75 m.
Þrist. Guðmundur Ragnarsson, Hvöt, 12,41 m.
Stöng ómar Jakobsson, Fram, 2.90 m.
Kúla Helgi Þór Helgason, Geislar, 15.77 m.
Kringla Helgi Þór Helgason, Geislar, 48,88 m.
Spjót Helgi Þór Helgason, Geislar 51,08 m.
Stigah. einst. Steinunn Snorradóttir, Hvöt, 33
stig.
Agnar B. Guðmundsson Hvöt 31 stig.
Bestu afrek Guðbjörg Gylfadóttir, Fram, kúluv.
740 stig. Helgi Þór Helgason Geislar kringla
852.
Stig félaga: Hvöt 305, Fram 157,5, Vorboðinn
33,5, UMFB" 26 og Geislar 18.