NT - 27.06.1985, Qupperneq 23
Fimmtudagur 27. júní 1985 23
- eftir 0-0 jafntefli gegn heimamönnum
Frá Sigfúsi Guömyndssyni í Kvjum:
■ Isfiröingar voru heppnir að
sleppa frá Eyjum með eitt stig.
Heimamenn voru sterkari aðil-
inn og liefði Tómas Pálsson
getað skorað tvívegis með smá
heppni og Sigbjörn einu sinni.
Pað voru ísfirðingarsem byrj-
uðu leikinn betur en smá saman
komust heimamenn inní leikinn
og síðari hálfleikur var ein
stanslaus sókn af þeirra hálfu.
Tómas Pálsson fékk gott færi á
28. ntín. er hann klikkaði á
markteig eftir fasta fyrirgjöf
Bergs. Tomrni var aftur á ferð-
inni á 61. mín. og þá með
hörkuskot í stöng. Þaðan barst
boltinn til Sigbjörns sem kom
honum yfir af stuttu færi. Tómas
var síðan á ferðinni rétt fyrir
leikslok en þá tókst ísfirðingum
að bjarga á línu.
Eins og fyrr segir þá voru
heimamenn ölu sterkari en ís-
firðingar spiluðu uppá að
verjast. Þeir áttu engin færi svo
talandi sé um í leiknum.
íslandsmótið 2. deild:
KAvannLeiftur
NT-mynd: Sverrir
■ Willum Þórsson KR-ingur sem gerði tvö mörk berst hér við Halldór Áskelsson Þórsara sem átti ekki ýkja góðan dag.
íslandsmótið í knattspyrnu 1. deiid:
Ekki tapar
KR í Vesturbænum
- unnu Þórsara 3*2 eftir að hafa verið undir - Hafa ekki tapað á KR-vellinum
■ Það fer að verða sigur fyrir
lið að ná jafntefli í Vesturbæn-
um gegn KR-ingum. Þeir hafa
nefnilega ekki tapað leik þar til
þessa nema á kæru - og það tel
ég ekki með. í gærkvöldi komu
Verðlaun
■ Bestu varnar-, sókn-
ar- og markmenn verða
valdir á Flugleiðamótinu
í handknattleik af sér-
stakri dómnefnd og verða
þeir verðlaunaðir sér-
staklega. Auk þess fær
markahæsti leikmaður-
inn viðurkenningu. Þá
fær sigurliöið veglegan
bikar að launum.
Fjögur dómarapör
dæma leikina. Tvö eru
íslensk, Óli Olsen og
Gunnlaugur Hjálmars-
son, og Gunnar Kjartans-
son og Rögnvaldur Er-
lingsson. Colling og Be-
fort koma frá Luxemborg
og Daems og Helwgen
frá Hollandi.
arsms
■ Búlgarska stúlkan
Stefka Kostadinova náði
besta árangri ársins í há-
stökki kvenna í gær er
hún stökk 2,01 metra á
búlgarska meistaramót-
inu sem haidið var í Sofíu.
Hún sigraði heimsmet-
hafann Ludmiilu Ando-
novu sem stökk 1,95
metra. Heimsmet Ando-
novu er 2,07 m.
Þórsarar frá Akureyri í heim-
sókn og sáu á eftir öllum stigun-
um í vasa heimamanna. Leikur-
inn endaði 3-2 fyrir KR. Það
voru tvær hornspyrnur undir
lok leiksins sem gerðu út um
hann en þá sváfu Þórsarar illa á
verðinum og voru vaktir upp
við ansi Ijóta drauma.
Þessi sigur KR-inga var
sanngjarn. Liðið var mun
frískara og þá sérstaklega í fyrri
hálfleik en þá hefðu KR-ingar
getað gert út um leikinn með
eins og tveimur til þremur
mörkum. Það tókst þó ekki.
Þórsarar voru mjög slakir í fyrri
hálfleik en hresstust til muna í
þeim síðari og náðu þá undir-
tökunum um tíma.
Eins og fyrr sagði þá voru það
KR-ingar sem byrjuðu leikinn
af krafti og áttu fyrstu og einu
tækifærin í fyrri hálfleik. Eftir
um 15 mínútna leik þá klikkaði
rangstöðutaktík Þórsara og Sæ-
björn slapp einn í gegn. Hann
náði góðu skoti en Þórsarar
sluppu því knötturinn small í
stöng. Tveimur mínútum seinna
þá klikkaði rangstöðutaktíkinn
aftur og nú sendi Stefán Péturs-
son góða sendingu inná Willum
sem var á auðum sjó og skoraði
undir Baldvin í markinu, 1-0.
Strax á eftir þá komst Sæbjörn
aftur í gott færi en nú sá Baldvin
við honum.
Jósteinn átti svo skalla yfir á
20. mín. og síðasta færið fékk
Ásbjörn en hann skaut yfir. Þar
með lauk fyrri hálfleik.
Strax á fyrstu mínútu seinni
hálfleiks þá komst Bjarni Svein-
björnsson á undan Stefáni í
fyrirgjöf frá Kristjáni og hann
skoraði, 1-1. Nú færðist nokkur
harka í leikinn og voru tveir
Þórsarar bókaðir. Á 65. mínútu
fá svo Þórsarar víti. Bjarni
komst þá í gegn og brunaði eftir
endalínunni í átt að marki.
Gunnar Gíslason felldi hann
síðan rétt innan vítateigs og
Jónas Róbertsson skoraði af
öryggi úr vítinu. Sendi Stefán í
vitlaust horn, 1-2. Fljótlega eftir
þetta þá fara KR-ingar að sækja
nokkuð stfft og Jóni G. Bjarna-
syni er skipt inná fyrir Julíus.
Jlann tekur hornspyrnu á 78.
mín. sem Ágúst Már flikkar til
Willums sem skorar aftur og
jafnar 2-2. Eftir þetta þá gerðist
lítið nema að liðin hættu að
spila fótbolta heldur spörkuðu
uppí loft í massavís. Það var svo
á 85. mín. sem Björn Rafnsson
brýst upp að endamörkum og
ætlar að gefa fyrir. Óskar kemst
inní sendinguna þá skellur hann
á Birni sem meiddist og varð að
fara af velli. Jón G. tekur hornið
eftir að gert var að Birni í
nokkurn tíma og sendir vel fyrir
markið. Þar er Jósteinn Einars-
son fyrstur að átta sig og sendir
boltann í netið 3-2 og leiknum
lokið.
Liðin KR: Stefán Jóhannsson, Gunnar
Gíslason, Hálfdán örlugsson, Willum
Þórsson, Jósteinn Einarsson, Ágúst Már
Jónsson, Ásbjörn Björnsson, Björn Rafns-
son (Jakob Pétursson) Sæbjörn Guö-
mundsson, Júlíus Þorfinnsson (Jón G.
Bjarnason) og Stefán Pétursson.
Þór: Baldvin Guðmundsson, Sigur-
björn Viðarsson, Siguróli Kristjánsson,
óskar Gunnarsson, Júlíus Tryggvason,
Jónas Róbertsson, Nói Björnsson, Krist-
ján Kristjánsson, Halldór Áskelsson,
Bjarni Sveinbjörnsson, Sigurður Pálsson
(Hlynur Birgisson).
þb
NT
Boltinn
■ Hjá Þór voru þeir þokkalegir
Óskar Gunnarsson og Bjarni
Sveinbjörnsson en hjá KR fá
Willum Þórsson og Ásbjörn
Björm&on punkt. Sá sem fær
boltann er þó Hálfdán örlygsson
sem er að verða hörku varnar-
maður.
- á Akureyri í rigningu og óþverra 2*0
Frá Gylfa Kristjánssyni á Akureyri:
■ KA sigraði Leiftur frá
Ólafsfirði á rennblautum gras-
vellinum á Akureyri í gær-
kvöldi með tveimur mörkum
gegn engu. Leikurinn var harð-
ur og slakur. Tveir leikmenn
urðu að fara í aðgerð á sjúkra-
húsi og oft var heitt í kolunum.
Haraldur Haraldsson skoraði
fyrsta ntarkið fyrir KA með
skalla á 29. mínútu. Logi mark-
vörður sló þá boltann í slá og
inn. Síðara mark KA kom eftir
hornspyrnu Þorvaldar Örlygs-
sonar en hann gaf á Steingrím
Birgisson sem skallaði inn, 2-0.
Ekkert merkilegt gerðist ann-
að í leiknum. Mjög erfitt var að
spila á rennblautum vellinum
íslandsmótið 2. deild:
Engin mörk en
rautt spjald
- erFylkirogVölsungurléku
■ Fylkir og Völsungur gerðu
markalaust jafntefli í leik liðanna
á Árbæjarvelli í 2. deild í gær-
kvöldi. Leikurinn var heldur í
slakara lagi. Fylkismenn sóttu
meira en Völsungar beittu
skyndisóknum. Einn leikmanna
Völsungs, Birgir Skúlason fékk
að líta rauða spjaldið í síðari
hálfleik og eftir það voru Fylkis-
menn hættulegri.
og liáði það báðum liðum tölu-
vert. KÁ menn voru þó betri
allan tímann.
Blikasigur
■ Blikarnir halda enn efsta
sætinu í 2. deild cftir góðan
sigur á Siglufirði í gærkvöldi.
Leikurinn lauk 2-0 fyrir Blikana
og voru þetta afar dýrmæt þrjú
stig. Mörk Blikanna í leiknum
voru afar falleg bæði tvö. Annað
var skorað með þrumuskoti og
hitt eftir skemmtilega tekna
aukaspyrnu. Eftir þennan sigur
þá eru Blikarnir búnir að
hreiðra vel um sig í efsta sæti
deildarinnar. „Þeir eru með
besta liðið,“ sagði formaður
knattspyrnudeildar KS. „Sigur
þeirra var sanngjarn.“
Skallasigur
■ Skallagrímur úr Borg-
arnesi vann sigur á sínum
heimavelli gegn Njarðvík-
ingum í gærkvöld. Sigurinn
var sanngjarn. Ómar Sig-
urðsson skoraði markið eina
í síðari hálfleik. Skallagrím-
ur sótti mun meira í leiknum
og uppskáru þrjú stig í sam-
ræmi við það.
Flugleiðamótið í handknattleik:
HNOT-
SKURN
■ Leikur í meðallagi. Baráttan í
fyrirrúmi og kom það niður á
knattspyrnunni sérstaklega i se-
inni hálfleik. Sigur KR-inga var
sanngjarn þeir áttu fleiri færi.
Þórsarar geta þó nagað sig í
handarbökin fyrir að missa niður
forskotið. Mörkin: KR: Willum
Þórsson á 17. og 78. mín. og
Jósteinn Einarsson á 85. mín.
Þór: Bjarni Sveinbjörnsson á 47.
mín. og Jónas Róbertsson úr víti
á 65.mín. Dómari var Eyjólfur
Ólafsson og var sæmilegur.
Áhorfendur voru nokkuð margir
en það var skítkalt.
Leikið á sex stöðum
■ Leikirnir í Flugleiðamótinu
í handknattleik verða í Reykja-
vík, Kópavogi, Keflavík, Hafn-
arfirði, Varmá, Akranesi og
Selfossi, en á þessum stöðum
eru alls staðar löglegir keppnis-
vellir. Annars eru löglegir vellir
syndsamlcga fáir á íslandi, fyrir
utan þessa eru aðeins vellir á
Akureyri, Vestmannaeyjum og
Húsavík og e.t.v. einn eða tveir
í viðbót. Flest íþróttahús sem
reist hafa verið á undanförnum
árum eru hins vegar aðeins of
lítil til að geta talist lögleg.
En dagskrá mótsins lítur ann-
ars svona út:
Á morgun leika í Keflavík kl.
19 Noregur og ísland undir 21
árs liðið. í Hafnarfirði leika kl.
20 Holland og ísland.
Á laugardag verður svo heil
uniferð á Selfossi. Kl. 15 keppa
íslensku liðin tvö og kl. 16.30
leika Holland og Noregur.
Þar með lýkur fyrri umferð,
en sú síðari hefst á sunnudag.
Þá leika íslensku liðin öðru
sinni og nú á Varmá kl. 10.30.
Á Akranesi leika á eftir Noreg-
ur og Holland. Á sama stað
leika svo Island undir 21 árs og
Noregur kl. 17 og ísland og
Holland kl. 18.30.
Mótinu lýkur svo í Laugar-
dalshöllinni á mánudag. Hol-
land keppir við undir 21 árs
liðið kl. 20 og Noregur og ísland
kl. 21.30.
HSÍ þarf hvergi að greiða
vallargjöld nema í Reykjavík, á
öllum öðrum stöðum voru þau
gefin eftir.
íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild:
ísfirðingar með
stig úr Eyjum