NT - 06.07.1985, Side 10

NT - 06.07.1985, Side 10
Laugardagur 6. júlí 1985 10 Uganda: Fjöldamorð og pyntingar eru enn við lýði ■ Á stjórnarárum Idi Amins varð Uganda þekkt um allan heim fyrir grimmilega stjórnar- hætti, pyntingar og mannshvörf í stórum stíl. Þegar Idi Amin var loks steypt af sfóli árið 1979 af skæruliðum frá Uganda, og ■ Milton Obote tók við er Amin var steypt af stóli, en ástandið í Uganda hefur lítið skánað í stjórnartíð hans. Tanzaniuher, vöknuðu vonir um að nú hæfist betri tíð í landinu. Viðstjórnartaumunum tók Milton Obote, en sam- kvæmt upplýsingum frá Amn- esty International í London virðist lítil breyting hafa orðið til batnaðar. 1 skýrslunni segir að „mörg þúsund" Ugandabúar hafi verið handteknir og pyntað- irfrá 1981. Skýrslan byggir á vitnisburði 16 Úgandabúa, sem hafðir voru í haldi í fangelsum í Uganda á árunum 1981 til 1984 en hafa nú komist úr landi. Breskir læknar staðfestu að 15 þeirra hefðu verið pyntaðir við yfirheyrslur, en þessir menn voru grunaðir um að starfa með hreyfingum, sem berjast gegn núverandi stjórnvöldum landsins. Þeirra á meðal má nefna NRA-hreyfing- una, sem stjórnað er af Yowei Museveni, fyrrum varnarmála- ráðherra Uganda. I skýrslunni kom fram að fangar hefðu verið sveltir eða neyddir til þess að drekka eigið þvag þar sem þeir voru skildir eftir vatnslausir. Hóta að hætta stuðningi Bretar, sem verja 7 milljón- um punda á ári til þjálfunar á úgandiskum hermönnum, telja ástandið vissulega hörmulegt, en vonast þó til þess að ástandið sé hægt og sígandi að færast til betri vegar. Allavega sé ástand- ið nú mun skárra en á valdatíma villimannsins Idi Amins. I júní síðastliðnum var sendi- herra Uganda í London hins- vegar tilkynnt að öll aðstoð Breta við Uganda kynni að verða stöðvuð ef stjórn Uganda leyfði ekki að gerð yrði „hlut- laus rannsókn“ á því hvað hæft væri í ásökunum um pyntingar og að ef slíkt reyndist á rökum reist þá að gerðar yrðu viðeig- andi ráðstafanir til þess að hafa hendur í hári þeirra, sem bæru ábyrgðina, og þeim yrði refsað. Obote forseti tók vel í þessa málaleitan, að minnsta kosti á yfirborðinu, og bauð Amnesty International að koma til Ug- anda til þess að ræða innihald skýrslunnar. Amnesty hefur sagst ætla að fara, en með því skilyröi að samtökunum verði leyft að ræða við alla þá aðila, sem þeir telja nauðsynlegt. Meginmarkmið Amnesty er að fá leyfi yfirvalda til þess að heimsækja fangelsi í fylgd starfsmanna Rauða krossins, eða fulltrúa sambærilegra sam- taka. Lítil hrifning af Obote Stjórn Obotes styðst ekki við meirihluta þjóðarinnar og komst til valda eftir kosningar þar sem svik voru í tafli. Obote og stór hluti hersins er af Langi ættbálki, en þeir fyrirlíta og eru fyrirlitnir af ýmsum stærri ætt- bálkum, svo sem Baganda- mönnum, semerufjölmennastir og best menntaðir. Þetta er í annað skipti á tæpu ári, sem Amnesty International gefur út skýrslu.þar sem stjórn- arhættir Ugandastjórnar eru gagnrýndir. í ágúst síðastliðn- um sagði Elliot Abrams, að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að yfir 100.000 manns hefðu verið myrtir af stjórnar- hermönnum Uganda eða soltið í hel. Stóran hluta dauðsfall- anna hefði mátt rekja til þess að fólki var neitað um matvæli eða aðrar lífsnauðsynjar eða hreinna fjöldamorða á óbreytt- um borgurum. Úr The Economist. ■ Idi Amin í góðu yfirlæti hjá trúbræðrum sínum í Arabíu. Frönsk stjórn- málasaga 20. aldar ■ Jamcs F. McMillan: Dreyf- us to De Gaulle. Politics and Society in France 1898-1969. Edward Arnold 1985. 198 bls. Fáar þjóðir hafa á þessari öld upplifað jafnmikil átök og breytingar ogFrakkar. Þeirhafa unnið sæta sigra, beðið niður- lægjandi ósigra, og að kunnugra sögn hefur franskt þjóðfélag tekið meiri breytingum á undan- förnum áratugum en þjóðfélög flestra annarra vestrænna ríkja. Þessar miklu breytingar og um- brotin, sem þeim hafa fylgt eru meginviðfangsefni þessarar bókar, sem nær frá því Dreyfus- málið var mál málanna í Frakk- landi undirlok 19. aldarogfram til þess er De Gaulle lét endan- lega af völdum. En hvers vegna að byrja á Dreyfusmálinu? í inngangi skýrir höfundur þá ákvörðun með því, að Dreyfusmálið hafi skekið svo stoðir fransks samfé- lags 19. aldar, að það hafi aldrei orðið samt á ný og jafnframt verði afstaða Frakka í fyrri heimsstyrjöldinni ekki skoðuð í réttu Ijósi nema tillit sé tekið til Dreyfusmálsins. Hér verða ekki bornar brigð- ur á þessa skoðun og víst skýrir frásögnin af Dreyfusmálinu margt af því sem á eftir kemur. Annars er þessi bók öðru frem- ur ætluð sem handhægt yfirlitsrit yfir franska stjórnmálasögu 20. aldar. Höfundur lætur þó ekki þar við sitja að greina frá stjórn- málalífinu einu saman með því að skýra frá ríkisstjórnum og ráðamönnum, heldur fjallar hann einnig ítarlega um samfélag-. ið sem slíkt og gerir nána grein fyrir þeim átökum, sem áttu sér stað úti í þjóðfélaginu og þeim áhrifum, sem þau höfðu á stjómmálalífið. Frásögnin er hins vegar byggð upp krónólóg- ískt og myndar þannig samfellu, sem gerir lesandanum auðvelt fyrir um að átta sig á straumi tímans hverju sinni og þeim áhrifum, sem breyttar aðstæður í heimsmálunum höfðu á Frakk- land og franskt samfélag. Til þess nýtir hann sér vel nýjustu rannsóknir á franskri sögu 20. aldar. Að auki tekur hann svo einstök mál út úr og gerir þeim sérstök skil og ber þar einkum að nefna ágæta úttekt á stöðu kvenna í Frakklandi, á því hvers vegna and-semítismi hefur orð- ið svo lífsseigur í landinu sem raun ber vitni og hvers vegna ýmsar nýjar stjórnmálalegar hugmyndir virðast oft hafa átt greiðari aðgang að Frökkum en ýmsum öðrum þjóðum. Bókarhöfundur, James F. McMillan er lektor í, sagnfræði við háskólann í York. Hann hefur sérhæft sig í franskri 20. aldar sögu og hefur m.a. ritað bók um stöðu franskra kvenna á tímabilinu 1870-1940. Jón Þ. Þór

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.