NT - 20.08.1985, Blaðsíða 7

NT - 20.08.1985, Blaðsíða 7
w Þriðjudagur 20. ágúst 1985 Sjálfstæði BBC aðeins blekking? London-Reuter ■ Stjórn bresku útvarpsstöðvarinn- ar BBC hefur viðurkennt að leyniþjón- ustumenn fylgist með stöðuveitingum innan fyrirtækisins og hindri frama einstaklinga með stjórnmálaskoðanir sem taldar séu óæskilegar. Upplýsingar um þetta leynieftirlit með starfsfólki BBC hafa valdið mikilli reiði á Bretlandi þar sem stjórn BBC hefur ávallt haldið því fram að útvarpsstöðin sé sjálfstæð og ekki undir beinu eftirliti frá stjórn- völdum. Það var breska vikuritið The Observer sem fyrst birti upplýsingar um eftirlit leyniþjónustunnar með starfsfólki BBC. Samkvæmt tímarit- inu er það leyniþjónustan M15 sem sér um þetta eftirlit. Landssamband breskra blaða- manna er nú að athuga möguleika á því að kæra þetta brot á sjálfstæði BBC sem er skýrt tekið fram í grundvallarreglum útvarpsstöðvar- innar. í yfirlýsingu frá stjórn BBC segir að þetta eftirlit hafi tíðkast allt frá því árið 1937 þegar BBC hafi farið fram á slíkt eftirlit. Síðan hafi því stöðugt verið haldið áfram án tillits til þess hvaða stjórn hafi setið í landinu. Stjórn BBC heldur því fram að eftir- litið hafi aðeins verið notað til að athuga fólk sem vinnur við „viðkvæm málefni eða hefur aðgang að leynileg- um upplýsingum". En háttsettir starfsmenn véfengja þetta og segja að leyniþjónustan hafi kannað feril allra fréttamanna stofnunarinnar. Þetta er í annað skiptið á tæpum mánuði að menn hafa sett fram sterkar efasemdir um sjálfstæði BBC. Fyrir nokkru ákvað stjórn útvarps- stöðvarinnar að hætta við útsendingu á viðtölum við írska öfgamenn eftir að Thatcher forsætisráðherra lýsti því yfir að hún væri mótfallin ú’tsendingu viðtalanna. Þessi ákvörðun BBC leiddr'til sólarhringsverkfalls sjón- varpsfréttamanna. Nýtt hljóð í strokknum: ■ Mikhail Gorbachev æðsti leiðtogi Sovétríkjanna í hópi iðnaðaröreiga. Nú eru sovésk dagblöð farin að lofa einkaframtak í þjónustu, hvenær ætli röðin komi að iðnaðinum? Sovéskt dagblað ber lof á einkaframtakið Moskva-Reuter ■ í sunnudagsblaði sovéska ríkis- dagblaðsins Izvestia var tilraun með ■ Heræfing hjá pakistanska hernum. Pakistönsk stjórnvöld ásaka Afgana um árásir á pakistönsk porp og hóta því að slíkar árásir geti haft „alvarlegar afleiðingar“. Afganar ráðast á pakistanskt þorp Pakistanar hóta hef ndum Islamabad-Reuter ■ Pakistönsk stjórnvöld segja að segir að „óyfirstíganleg hindrun" verði snemma í gærmorgun hafi fjórar lögð eftir landamærunum við Pakist- afganskar flugvélar gert sprengjuárás an og íran. á pakistanska þorpið Kewas sem er ______________________ um tíu kílómetra fyrir innan landa- mæri Pakistans. Að sögn Pakistana vörpuðu flug- vélarnar átta sprengjum á þorpið með þeim afleiðingum að átta menn létust og tólf særðust. Fimm hús eyðiiögðust og fjöldi búgripa féll einnig fyrir sperngjunum. Pakistanar hafa sent afgönskum stjórnvöldum harðorð mótmæli vegna þessarar árásar. í mótmæla- orðsendingu Pakistana segir að það geti haft „alvarlegar afleiðingar“ ef slíkar árásir haldi áfram. Mikill fjöldi afganskra flóttamanna er í Pakistan og fara afganskir skæru- liðar oft frá flóttamannabúðum í Pakistan til árása á afganska stjórnar- herinn. Afgönsk stjórnvöld hafa oft ásakað Pakistana fyrir stuðning við skæruliða og fyrir árásir á afganskt landsvæði. Pakistanar hafa líka kvart- að yfir árásum afganska stjórnarhers- ins á þorp í Pakistan. . Afganistar hafa nú ákveðið að girða land sitt af til að hindra uppreisn- armenn í að fara yfir landamærin. Forseti Afganistans, Babrak Karmal, einkaframtak í þjónustu lofuð í hástert. Blaðið viðurkenndi að bar- átta gegn ólöglegu einkaframtaki væri þýðingarlaus og hvatti til þess að slík starfsemi yrði leyfð í þjónustu. Samkvæmt Izvestia hafa 17 til 20 milljónir Sovétmanna ólöglega auka- vinnu sem hvergi er gefin upp. Sovét- menn kalla slík störf „vinstrihandar- vinnu“. Vinstrihandarvinnaneroftast fólgin í alls konar viðgerðar- og þjónustustarfsemi sem ríkisrekin fyrirtæki komast ekki yfir að sinna. Að sögn Izvestia er heildarverð- mæti vinstrihandarvinnunnar metin á um fimm til sex milljarða rúblna (um 200 milljarðar ísl. kr.) sem er svipað og hjá ríkisfyrirtækjum. Þessi starf- semi væri svo umfangsmikil að ómögulegt væri að útrýma henni. Izvestia skýrði frá því að í byrjun þessa árs hefði bæjarstjórnin í Tallinn í Sovétlýðveldinu Estonia ákveðið að fela starfsmönnum ríkisrekins við- gerðarverkstæðis fyrir sjónvarpstæki allan rekstur og fjármögnun verk- stæðisins. Starfsmennirnir fengu í staðinn leyfi til að skipta á milli sín hagnaðinum. Árangurinn lét ekki standa á sér. Áður tók það venjulega tvær vikur að fá gert við sjónvarpstæki en eftir breytinguna tók það ekki nema um þrjá daga og stundum var hægt að sækja tækin samdægurs. Verka- mennirnir hefðu meira að segja leigt sér flutningabíl til að auka viðskiptin og þeir hefðu rekið ókurteisan af- greiðslumann sem hefði fælt viðskiptavini burt. Nú væru þeir að undirbúa að færa út kvíarnar og gera líka við myndbandstæki. V-þýskur dýravinur fær ekki pólitískt hæli í Austurríki Salzburg-Reuter ■ Austurrísk stjórnvöld hafa hafnað beiðni vestur-þýsks dýravinar um pólitískt hæli. Vestur-Þjóðverjinn, sem heitir Andreas Wolf, á yfir höfði sér tveggja og hálfs árs fangelsi í Vestur-Þýskalandi vegna bar- áttu sinnar gegn fyrirtækjum og stofnunum sem gera tilraunir á dýrum. Vinir hans smygluðu honum yfir landamærin til Aust- urríkis eftir að hann var dæmdur til fangelsisvistar í Vestur- Þýskalandi. Talsmaður austurrísku lög- reglunnar segir að stjórnvöld hafi ekki fallist á rök hans fyrir því að hann væri pólitískur flóttamaður. Wolf getur áfrýjað dómnum innan hálfs mánaðar. Vestur-Þjóðverjar hafa farið fram á að Wolf verði framseldur en Austurríkismenn frestuðu ákvörðuninni um að framselja hann þar til ljóst yrði hvort hann fengi pólitískt hæli. g Sf> Starfsmenn ríkisrekinna viðgerðar- verkstæða fá föst laun og verða að skila ákveðnum afköstum. Það er lítið sem hvetur þá til að auka afköstin eða auka gæðin. Þeir sýna oft meiri áhuga á því að taka að sér ýmis einkaverkefni „undir borðið" og nota þá oft efni og varahluti sem þeir stela frá ríkinu. Fjölmiðlar í Sovétríkjunum hafa hingað til gagnrýnt mjög þessa ólög- legu vinstrihandarvinnu sem ýti undir slóðaskap og þjófnað hjá ríkisreknum fyrirtækjum. En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Izvestia segir úti- lokað fyrir ríkið að sinna allri þeirri þjónustu sem einkaaðilar sjá um á skjön við lögin. Izvestia bendir á að framleiðni hafi aukist um tíu til fimmtán prósent í viðgerðarverkstæðinu í Tallinn og efni og varahlutir séu líka mun betur nýttir en áður. Verkamennirnir hafi beinan hag af hagkvæmum rekstri. Það þurfi ekki annð en að ræða við þá íil að komast að því hverjir séu raunverulegir yfirmenn framleiðsl- unnar í verkstæðinu. Allt þetta lof á einkaframtakið í Izvestia kom mjög á óvart þar sem sovéskir fréttaskýrendur og opinberir fjölmiðlar hafa hingað til harðlega neitað því að ný flokksforysta í So- vétríkjunum kunni að auka þátt einkaframtaksins í efnahagslífinu svipað og Kínverjar og Ungverjar hafa gert. Beirút skelfur í bíla- sprengingum Beirút-Reuter ■ Að minnsta kosti 28 manns létust og 68 slösuðust þegar tvær bílasprengjur sprungu í gær í hverfi múhameðstrúar- manna í Beirút, það leið aðeins hálf klukkustund milli sprenginganna sem taldar eiu hefnd fvrir bílaspreneiu, sem sprakk í nverfi kristinna í seinustu viku. Þá létust 67 og 250 slösuðust. Flestir þeirra sem létust í þessum bílasprengingum voru óbreyttir borgarar og hafa sprengingarnar magnað mjög gagnkvæmt hatur stríðandi fylkinga í Beirút. Skömmu eftir að bílasprengjurnar sprungu í gær kom til bardaga milli vopnaðrar sveita kristinna hægrimanna og múhameðstrúarmanna við hina svo- kölluðu grænu línu sem skiptir borginni. Amin Gemayel forseti Líbanons sagði bílasprengingarnar hafa það markmið að hindra friðartilraunir Sýrlendinga. Með þeim væri verið að draga íbúa landsins aftur inn í andrúmsloft ofbeldis og dauða. s ~NEWS IN BRIEF------------- August 19, Reuter: BEIRUT - Two car bombs cxploded within half an hour in mainly Moslem West Beir- ut, killing 28 people and wo- unding 68, security sources said. The blasts were widely seen as reprisals for blasts that killed 67 in Christian East Beirut last weck. TRINCOMALEE? Sri Lanka - Tamil refugees poured into makeshift camps as the latest ethnic bloodshed created panic in parts of north and east Sri Lanka and the death toll in violence over the past four days rose to 92. PRETORIA - A group of leading SouthAfrican Church- men met president P.W. Botha, but said they had made little impact in persuading him that urgent action was needed to increase the pace of race law reform. Bishop Tutu boycott- ed the meeting. • CASABLANCA - Pope John Paul, who arrived for a brief visit to Morocco, said he agreed with the Moslem view that Jerusalcm should have special international status and reafTirmed his belicf that Israel had a right to exist. • JOHANNESBURG Leaders of South Africas’s Black Nátional Union of Min- eworkers met mine employers for crisis talks on a planned strike in support of a claim for better pay and conditions at gold and coal mines. • NEW DELHI - A 73-day strike by more than one million government employees in India’s Western Gujarat state over a governinent promotion policy has ended, the Press Trust of India reported. • BONN - A second Bonn office worker has come undersuspi- cion of spying and is being hunted after vanishing without trace, West German judicial authorities said. LONDON -The British Broad- casting Corporation was em- broiled in a new public storm over a report that its staff is secretly investigated by go- vernment security officers, just weeks after a crisis over the banning of a documentary on Northern Ireland. • THE HAGUE - A govern- ment commission has recom- mended that Dutch law be amended to allow euthanasia in cases where patients in acute distress make a reasoned req- uest to doctors to be helped to die. BAHRAIN - A U.S. Navy bomb disposal team flew to a war-damaged tanker off the Gulf state of Qatar to deal with an unexploded missile on board, shipping sources said. • P ARIS - The Greenpeace En- vironmental group vowed to continue a campaign against French nuclear tests in the Pacific despite orders by Pres- ident Francois Mitterrand aut- horising the use of force ag- ainst what the group calls its „Peace Flotilla“. • LONDON - Clergyman Ali Khamenei was re-eiected President of Iran with 85 per cent of the votes cast in last Friday’s election, the official news agency IRNA Reported. , ,NEWSINBRIEF_

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.