NT - 20.08.1985, Blaðsíða 8

NT - 20.08.1985, Blaðsíða 8
Málsvari frjalslyndis, samvinnu og felagshyggju Útgefandi: Nutiminn h.f. Ritstj: Helgi Pétursson Framkvstj.: Guömundur Karlsson A' iglýsingastj: Steingrimur Gíslason Innblaösstj: Oddur Ólafsson Skrífstofur: Sióumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifmg 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.t. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. ni Ríkisútvarp sjálfstæðismanna ■ „Ég get ekki annað sagt, en að það komi mér afskaplega mikið á óvart, að æðsti cmbættismaður þessarar stofnunar skuli sýna kjörinni nefnd, sem fær raunar umboð sitt frá Alþingi íslendinga og í reglugerð til þess að fjalla um ráðningu í veigamikil embætti hjá Ríkisútvarpinu, þar á meðal fréttamannastöður, slíka lítilsvirðingu, þegar haft er í huga að tveimur umsækj- endanna, sem fengu mjög greinilegan meirihlutastuðn- ing í Útvarpsráði, skuli vera hafnað en aðrir tveir, sem fengu mikið minnihlutafylgi, skuli ráðnir í þeirra stað.“ Þetta sagði útvarpsráðsmaðurinn Markús Örn Ant- onsson í viðtali við Morgunblaðið 16. janúar 1981 í kjölfar ráðningu tveggja fréttamanna á Fréttastofu útvarpsins. Á föstudaginn var réði útvapsstjórinn Markús Örn Antonsson tvo menn til starfa við Sjónvarpið. Annar þeirra fékk tvö atkvæði af sjö í Útvarpsráði, hinn fékk þrjú. Embættishroki Markúsar Arnar á sér hins vegar ofur eðlilegar skýringar og þær verða að vera öllum ljósar: Sjálfstæðismaðurinn Markús Örn og fyrrum forseti borgarstjórnar er auðvitað ekkert annað en það og ræður því ti! sín tvo dygga flokksbræður. Hann situr í embætti útvarpsstjóra til þess að tryggja enn frekar einokun sjálfstæðismanna í fjölmiðlun hér á landi og ekki til neins annars, enda þótt innanhúss-menn hefðu lengi haldið, að þar færi atvinnumaður í fjölmiðlun. Að ráða stjórnmálamann í svo viðkvæma menningarstöðu, sem embætti útvarpsstjóra er, er álíka og að ráða stjórnmálamann í embætti forseta íslands og því hefur þjóðin hafnað. Þær kröfur eru gerðar til þess, sem velst í embætti útvarpsstjóra, að hann hafi þann þjóðfélags- lega þroska til að bera, að geta unnið með fólki úr öðrum stjórnmálaflokkum en hann er sjálfur í og yfirleitt að sætta sjónarmið innan þessarar stofnunar, sem er ein þýðingarmesta stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. Með ráðningu á flokksbræðrum sínum tveim hefur Markús sýnt, að hann hefur ekki þennan þroska til að bera. Og Markús hefur auðmýkt tvo starfsmenn stofnunarinnar, sem unnið hafa þar lengi með því að afstýra því ekki, að þeir sæktu um stöðurnar, sem í boði voru, þar eð svo virðist að ráðning a.m.k. annars flokksbróðurins hafi verið ákveðin fyrir löngu og þá af Markúsi sjálfum. Markús átti að vera maður til aðsegja Helga E. Helgasyni og Tage Ammendrup, að hann vildi ekki ráða þá í þau störf, sem í boði voru. Fyrir utan allt saman er vandséð, hver fengur stofnuninni er í kröftum þeirra tveggja, sem ráðnir voru umfram þá starfsmenn, sem sóttu um störfin. Báðir hafa sætt verulegri gagnrýni fyrir störf sín hjá stofnuninni. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, sem hefur látið í veðri vaka, að hann væri fylgjandi „frjálsum“ útvarpsrekstri hér á landi, hefur með þessu embættis- verki lagt drög að viðameiri langtímaritskoðun en nokkurs staðar þekkist í lýðræðisþjóðfélagi. Allir helstu yfirmenn Ríkisútvarpsins eru flokksbundnir sjálf- stæðismenn. Þeim er ætlað að vinna að framgangi Sjálfstæðisflokksins. Ritskoðunin eru óbein, en hún felst í því að ráða til sín vini og flokksbræður og enga aðra. Fulltrúar fréttamanna við Ríkisútvarpið voru kallað- ir fyrir Menntamálanefnd neðri deildar Alþingis í vetur til þess að segja álit sitt á frumvarpi til útvarpslaga. Þá hreyfði Halldór Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins þeirri skoðun sinni, að eðlilegast væri,að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi mun meiri umfjöllun í Ríkisútvarp- inu, af því að hann væri stærsti flokkurinn. Þá brostu menn að þeirri skoðun þingmannsins. Ekki lengur. Þriðjudagur 20. ágúst 1985 8 Varnarsamningarnir heimila ekki inn- flutning á hráu kjöti Lögin um varnir gegn gin- og klaufaveiki eru í fullu gildi ■ Nokkur deila er risin upp um það milli aíðuneyta, hvort varnarliðið hafi fcngið heim- ild til þess samkvæmt varnar- samningnum frá 1951 og við bótarsamningi hans til að flytja inn hrátt kjöt. Þetta er m.a. skýrt á þann veg, að 3. málsliður 8. greinar viðbótar- samningsins undanþiggi varn- arliðið að hlíta lögunum frá 1928 „um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins." Aður en vikið er nánar að þessu ákvæði viðbótarsamn- ingsins, er rétt að ræða nokk- uð um lögin frá 1928. Fyrsta grein laganna fjallar um innflutning lifandi spen- dýraogfugla. Innflutningurá þeim er bannaður, en þó get- ur atvinnumálaráðuneytið (utanríkisráðuneytið á Kefla- víkurflugvelli) veitt undan- þágu frá banninu, „enda setji það þá reglur í hvert sinn.“ Önnur grein laganna fjallar unt innflutning á vörutegund- um, sem bannað er að flytja inn. Þessar vörureru flokkað- ar í þrennt, eða a-lið, b-lið og c-lið. Tekið er fram, að at- vinnumálaráðuneytið megi veita undanþágur varðandi vörur í b-lið og c-lið. Engar undanþágur eru hins vegar heimilaðar varðandi a-lið, en undir hann falla m.a. hráar og lítt saltaðar sláturafurðir hverju nafni sem nefnast. Veturinn 1954 hafði niður- skurður á sauðfé leitt til þess, að þegar kom fram á útmán- uði voru horfur á að kjöt- skortur yrði í landinu um nokkurt skeið og því þyrfti að flytja inn kjöt. Þáverandi ríkisstjórn, sem var undir for- ustu Ólafs Thors, en landbún- aðarráðherra var Steingrímur Steinþórsson, leit svo á að henni væri óheimilt að veita undanþágur til innflutnings á kjöti. Slíkar undanþágur væru óheimilar varðandi vör- ur í a-lið 2. greinar laganna frá 1928. Ríkisstjórnin sneri sér því til Alþingis og lagði fyrir það frumvarp um að innflutningur yrði heimilaður á kjöti í 3-4 mánuði á árinu 1954, en leyfi til þess yrði þó algerlega háð samþykki yfir- dýralæknis. Alþingi sam- þykkti frumvarpið. Tekið var fram af landbún- aðarráðherra að eingöngu yrði heimilað að flytja inn kjöt frá löndum, þar sem ekki væri gin- og klaufaveiki, og það yrði hlutverk yfirdýra- læknis að fylgjast með því. Samkvæmt þessari laga- setningu fra' 1954 virðist þá litið svo á, að samkvæmt 2. grein laganna frá 1928 þyrfti ríkisstjórnin sérstakt sam- þykki Alþings hverju sinni til að geta leyft innflutning á hráu kjöti, og þó því aðeins að samþykki yfirdýralæknis kæmi til. Viðbótarsamningurinn 1951 Víkjum þessu næst að vamarsamningnum frá 1951 og viðbótarsamningnum, sem fylgir honum, en hann ber fyrirsögnina „viðbætir um réttarstöðu liðs Bandaríkj- anna og eignir þcirra." Tilgangur þcssa samnings var að koma í veg fyrir að deilur risu við framkvæmd varnarsamningsins um ýmis lagaleg atriði. Samningurinn fjallaði því um allar undan- þágur, sem varnarliðinu yrðu veitfar og hefðu í för með sér frávik frá íslenskum lögum. Um viðbótarsamninginn gild- ir því sama og um sjálfan varnarsamninginn, þar sem segir í 5. grein hans: „Ekkert ákvæði þessa samnings skal skýrt þannig, að það raski úrslitayfirráðum íslands yfir íslenskum málefnum." Þetta þýðir í reynd, að ■ Bjarni Benediktsson. Samkvæmt þessari lagasetn- ingu frá 1954 virðist því litið svo á, að samkvæmt 2. grein laganna frá 1928 þyrfti ríkis- stjórnin sérstakt samþykki Alþingis hverju sinni til að geta leyft innflutning á hráu kjöti, og þó því aðeins að samþykkt yfirdýralæknis kæmi tiL Minnumst f rumkvöðulsins - með öflugu rafminjasafni í Hafnarfirði ■ í síðustu viku bauð NT tveimur starfsmönnum Raf- veitu Hafnarfjarðar í leiðangur að Borg í Miklaholtshreppi á Mýrum. Ástæðan var að NT hafði haft spurnir af því að þar væri að finna hverfil úr einni af fyrstu virkjunum landsmanna. Leiðangurinn varð ekki árangurslaus, því bæði var að á Borg er hverfill sem upphaf- lega þjónaði Hafnfirðingum allt frá 1906, og hitt að á öðrum bæ, Álftá, í Hraun- hreppi, fannst hverfill sem að öllum líkindum er úr elstu virkjun landsins, sem Jóhann- es Reykdal setti upp í Hamar- skotslæk 1903. Jóhannes Reykdal má telja sem einn helsta forvígismann iðnvæðingar hér á landi. Eftir að skáldin höfðu kveðið ám og fossum dýrðaróði um langt árabil, var það Jóhannes sem virkjaði eitt af minniháttar vatnsföllum landsmanna, Hamarskotslækinn í Hafnar- firði. Vatnsaflið notaði hann bæði til framleiðslu á raforku sem hann síðan seldi bæjarbúum, og einnig til að knýja trésmíða- vélar í trésmíðaverkstæði sínu. Allar götur síðan hafa logað rafljós í firðinum, nema þá helst á síðustu árum vegna tíðra bilana á Hafnarfjarðar- línunni, sem nú hefur verið endurbyggð. Frumkvöðulsins minnst í gær hafði einn lesenda NT samband við blaðið og sagðist vita hvar upprunalegur að- veitustokkur þessarar fyrstu virkjunar okkar er niður kominn. Og rafallinn sjálfur er í eigu Rafveitu Hafnarfjarðar. Þá er hægt að fara að raða virkjuninni saman. Og hvernig er hægt að minn- ast frumkvöðulsins, Jóhannes- ar Reykdal betur en einmitt með öflugu „raftæknisafni" í .heimabæ hans Hafnarfirði? Auðvitað ber Rafveitu Hafn- arfjarðar sem tók við af Jóhannesi, að standa vörð um minningu hans og varðveita handverk hans í samvinnu við afkomendur hans sem sýnt hafa málinu mikinn áhuga, og gáfu m.a. Rafveitunni rafal frá árinu 1906, á 80 ára afmæli rafvæðingarinnar í fyrra. Hafnarf jörður og rafmagnið Saga rafmagnsins á íslandi er jafnframt saga Hafnarfjarð- ar. Þar var fyrsta almennings- rafveitan. Þar óx upp iðnaður tengdur rafmagni RAFHA og þar reis fyrsta stóriðjuverið. Það hníga því öll rök að því að í Hafnarfirði ætti að rísa rafminjasafn. Slíkt safn þarf ekki að vera stórt að vöxtum til að byrja með, og gætu þessir hlutar úr virkjun Jóhannesar Reykdal orði vísir að því. Á Rafveitu Hafnarfjarðar hefur lengi verið áhugi meðal starfsmanna og stjórnenda, fyrir því að gera veg Jóhannes- ar sem bestan. Þar hefur einnig verið haldið til haga ýmsum munum sem tengjast upphafi rafvæðingarinnar og þar er til staðar þekking og kunnátta í meðhöndlun þessara hluta. Það væri því vel við hæfi að Rafveitan þar í bæ, annaðist um þá muni sem enn finnast frá upphafi rafvæðingarinnar og reyni að stilla þannig til að hægt verði fyrir almenning að skoða þá. Horft fram á við En ekki dugir að grúfa sig í fortíðina einvörðungu. í NT fyrir helgi mátti lesa frásögn af Qðrum hugvitsmanni í næsta bæ við heimabyggð Jóhannes- ar Reykdal. Ásgeir Long, sem

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.