NT - 20.08.1985, Síða 11
II
Svartur sauður í konungsfjölskyldunni
■ .Allt er afstætt er oft sagt.
Pað á ekki síst við um hegðun-
armynstur ungs fólks. Það sem
þykir alveg sjálfsögð hegðun
venjulegs fólks, þykir nánast
ósæmilegt í virðulegri þjóð-
félagshópum, sem enn halda
stift við fornar hefðir.
Þennan dóm hefur Helen
Windsor, dóttir hertogans af
Kent, mátt þola. Sem meðlim-
ur bresku konungsfjölskyld-
unnar er ætlast til þess af henni
að hún hagi sér í einu og öllu
eins og eldri kynslóðin. En
hún er ekki nema 21 árs gömul
og þykir eðlilegra að lifa lífinu
eins og jafnaldrar hennar. Og
satt best að segja er henni
tæpast veitt athygli, þegar hún
tekur sér far með neðanjarðar-
lestinni í London í morgunsár-
ið á leið til vinnu sinnar. Þá er
hún eins og hver önnur ung
stúlka, klædd þægilegum fatn-
aði og með hárið slegið og
frjálst.
Helen var ekki komin svo
mjög til ára sinna, þegar farið
var að hneykslast á sjálfstæðu
framferði hennar. Hún sér
ekki ástæðu til að klæðast
formföstum klæðnaði, þegar
hann hentar alls ekki aðstæð-
unum. Og hún var ekki nema
19 ára þegar hún fékk sér eigin
íbúð, þar sem hún býr án
verndar foreldra og fjölskyldu.
Sjálf varð hún sér úti um
námspláss.
í ástum hefur hún ekki held-
ur troðið hefðbundna slóð fína
fólksins. Hún hefur átt vingott
við a.m.k. 3 karlmenn, sem
hún lýsir mikilli aðdáun.á, en
gefur það jafnframt ljóst til
kynna að hún sé hreint ekki
reiðubúin að binda sig við einn
ákveðinn karlmann til lífstíðar
enn. Mr fylgir hún sjónarmiði
skólasystra sinna og jafnaldra,
en er litin hornauga fyrir af
íhaldssömum Bretum, sem
sýnist breska konungsfjöl-
skyldan þarna hafa misst taum-
hald á einum meðlima sinna.
Það er starfsframinn sem
situr í fyrirrúmi í huga Helenar
eins og er. Hún varð sér úti um
lærlingspláss hjá uppboðs-
fyrirtæki Christie’s og hefur
verið þar í eitt og hálft ár. Mr
standa að vísu allar dyr opnar
fólki „af hærri stigum“, en engu
að síður verður það að vinna
sig upp. Helen fannst það því
ekki nema sjálfsagt að byrja
þar sem móttökustúlka og
símadama í von urn að fá
einhver virðulegri störf síðar
meir.
Þegar öllu er á botninn
hvolft er ólíklegt að hún eigi
nokkurn tíma eftir að setjast í
hásæti Bretaveldis, það eru 18
aðrir aðilar sem nær því
standa.
■ Helen Windsor er ósköp venjuleg 21 árs gömul stúlka, sem
blæs á gamaldags hegðunarmynstur konungsljölskyldunnar
bresku.
Þriðjudagur 20. ágúst 1985 11
■ Ástralíumaöurinn Peter Millington segisl vera hoppandi illur
vegna þess hve kengúrunum ferfækkandi íheimalandi hans. Þærséu
veiddar, og land þar scm þær geti lifað eðlilegu lífi sé tekið til annarra
nota, svo að nú sé svo komiö að kengúrum l'ækki stöðugt frá ári til árs.
Millington hefur því stofnað samtök sem nefnast „Bjargið
kengúrunum,‘. Til að vekja athygli á þessum félagsskap hefur hann
látið útbúa upphlásna kengúru sem hann hoppar í um stræti og torg.
Hann lætur ekki við það sitja að hoppa um í Ástralíu heldur hefur
hann ferðast með kengúruna sína til Evrópu og reynt þar að útbreiða
félagsskapinn um kengúruvemd.